Pressan - 30.07.1992, Blaðsíða 23

Pressan - 30.07.1992, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. JÚLÍ 1992 E R L E N T 23 I Baksvið stríðsins í Júgóslavíu MORÐÆDI á Balkanskaga Tito. (her hans voru menn af öllum þjóðernum, en ekki hélt það aft- ur af þeim I grimmdarverkum. í fjöllunum á Balkanskaga má ennþá finna bein og kjúkur fómarlamba þjóðemisófriðar sem geisaði í seinni heimsstyrj- öldinni. Tvær milljónir Júgóslava týndu lífi í stríðinu eða tí- undi hluti íbúanna. Meira en helmingur dó í innbyrðis átök- um þjóðanna sem byggja Balkanskaga. Tveimur kynslóðum síðar logar sama hatursbálið aftín-. Þjóðarmorð fortíðarinnar kyndir undir þjóðemisstríði nútímans. Króatar fengu að leggja undir sig alla Bosníu-Hersegóvínu og lönd Serba, langleiðina til Belgrad. Að vissu leyti var þetta hermdar- gjöf, því á svæðinu var illviðráð- anlegur glundroði þjóða og trúar- bragða. Króatar voru rétt rúmur helmingur íbúa í þessu nýja ríki. Því vildu þeir breyta. Þeir ákváðu að losa sig við Serba, sem voru um þriðjungur íbúanna. Aðferðin var ofsóknir, nauðungarflutningar og fjölda- morð. Sömu örlög ætluðu þeir Gyðingum og Sígaunum. Þeir fóru heldur ekkert í grafgötur með ætlun sína. Strax í maí 1941 sagði Milovati Sanic ráðherra: „Við skirrumst ekki við að beita öllum hugsanlegum aðferðum til að hreinsa þetta land af Serbum.“ Foringinn Ante Pavelic lá held- ur ekki á liði sínu. Áreiðanleg vitni eru til að staðfesta sögu ítalska fréttaritarans Curzio Malaparte. Hann átti viðtal við Pavelic. Hann rak augun í körfu við hliðina á skrifborði foringjans, fulla af ókennilegum glitrandi hlutum, sem í sýn voru eins og skeldýr. Fréttaritarinn spurði Pavelic hvort svo væri. Foringinn svaraði bros- andi: „Þetta er gjöf ffá hermönn- unum mínum. Tuttugu kíló af mannsaugum.“ ÞJÓÐVERJUM OFBAUÐ Möndulveldunum þótti meira að segja nóg um ofbeldisverk þessara sveita. Chiano greifi, utan- ríkisráðherra ftah'u, sagði að þetta væru glæpamenn. Meira að segja Þjóðveijum ofbauð. Þýskur hers- höfðingi sagði að takmark þeirra væri að svala Iægstu hvötum mannssálarinnar. Morðsveitirnar fóru milli þorpa Serba, smöluðu íbúunum saman, skutu þá þar eða leiddu til afföku úti í skógi. Oft lokuðu þeir fólkið inni í þorpskirkjunni og kveiktu í. Þeir fylgdu semsagt samviskusamlega stefhu stjómar- innar; að útrýma næstum helm- ingi Serba í r&inu, en reka hina á brott eða neyða þá til að taka kaþ- ólska trú. f borgum var ekki jafnauðvelt að komast upp með fyrirvaralaus fjöldamorð. 1 staðinn var Serbum, Gyðingum og Sígaunum safnað saman og fólluð sett í útrýmingar- búðir. Alræmdastar vora jaseno- vac-búðirnar nálægt Zagreb, en þar voru 7.000 börn tekin af lífi. Og eina nótt voru 1.370 fangar tískum samtímaheimildum er getið 54 pyntingaraðferða sem Serbar notuðu, meðal annars undu þeir sér við að skera brjóstin af lifandi konum. TITO STÍGUR FRAM Vorið 1941 kom svo fram á Upp frá því geisaði stríð milli skæruliðanna og konungssinna. Hömlulaus ofbeldisverk Ustas- a- og Tsjetnik- sveitanna og stríðsglæpir Þjóðverja færðu skæruliðum sífeÚt fleiri liðsmenn. Þegar leið á stríðið hafði Tito yfir öflugum her að ráða, sem átti í stórorrustum við Þjóðverja og ítali. Hann var, samkvæmt skýrslu þýska herráðsins, „sterk- asti maður á Balkanskaga". Þjóð- Króatískir Ustasa-liðar með herfang. Serbum skyldi útrýmt. Ante Pavelic, foringi króatískra fasista. Með 20 kíló af manns- augum í körfu. drepnir — með sveðjum. Kaþólskir klerkar litu ekki að- eins á þetta þjóðarmorð með vel- vilja, þeir beinlínis hvöttu til krossferðar Ustasa-sveitanna gegn rétttrúuðum Serbum og Bo- sníumönnum sem aðhylltust mú- hameðstrú. Prestar tóku jafnvel þátt í morðunum eða veittu fólki syndaaflausn áður en það var drepið. SERBAR MYRÐA f fyrstu áttu Serbar erfitt með að trúa að sjálf ríkisstjórnin hyggðist útrýma stórum hluta íbúa landsins. Serbarnir áttuðu sig þó smátt og smátt á því að allt gat gerst og þeir snerust til vamar. Úr rústum serbneska hersins myndaði herforinginn Draza Mi- hajlovic andspymuhreyfingu sem hann kallaði Tsjetnik. Sveitir hans réðust á lögreglustöðvar og bæki- stöðvar þýska hersins — enda þótt þeir vissu að Hider hefði fyr- irskipað að 100 Júgóslavar yrðu drepnir fyrir hvern þýskan her- mann. Sökum þessa sneru Tschetnik-sveitirnar sér brátt að óvinum Serba og Svartfjalla- manna — Króötum og múham- eðstrúarmönnum. Þeir gáfu Ust- asa ekkert effir í morðæðinu. í borginni Foca í Bosníu, þar sem Króatar höfðu áður ofsótt Serba, myrtu Tschetnik-sveitir þúsundir múslima í júlí 1941. Lík- unum fleygðu hermennirnir í fljótið Drinu sem tepptist af þess- um sökum. Og grimmdarverkin voru ekki síður hrikaleg. I króa- sjónarsviðið leiðtoginn sem hvað lengst tókst að halda niðri þjóð- ernishatrinu á Balkanskaga, Josip Broz — Tito. Hann var til helm- inga Króati og Slóveni og gerðist kommúnisti þegar hann var stríðsfangi í Sovétríkjunum effir fyrri heimstyrjöldina. Hann sat fimm ár í fangelsi, áður en hann gerðist starfsmaður Komitern í Moskvu. Hann lifði af hreinsanir Stalíns og varð aðalritari komm- únistaflokks Júgóslavíu. Kommúnistarnir undir stjórn Titos snerast ekki gegn Þjóðverj- um fyrr en eftir innrás þeirra í Sovétríkin, þegar griðasáttmáli Hitlers og Stalíns brast loksins. Stjórnarnefhd flokksins ákvað að koma á laggimar skæruliðahreyf- ingu þar sem allar þjóðirnar berð- ust saman. Þetta speglast í stjóm- arnefhdinni þar sem sátu auk Tit- os Slóveninn Kardelj, Serbinn Rankovic, Djilas frá Svartfjalla- landi, Gyðingurinn Pijade og Koncar frá Króatíu. Tito reyndi að fá Mihajlovic, foringja Tsjetnik-sveitanna, til samstarfs við sig gegn Þjóðverjum og her króatísku fasistanna. En Mihajlovic var einarður konungs- sinni og vildi ekkert með komm- únista hafa. Brátt sló í brýnu með skæruliðum kommúnista og Tsjetnik-sveitnum. Þær myrtu þrjátíu ungar konur sem ætluðu að ganga tU liðs við kommúnista. Þeir snerast til varnar. Mihajlovic leitaði liðsinnis hjá Þjóðverjum og afhenti þeim kommúnista sem sveitir hans höfðu tekið til fanga.. vetjar gerðu út sveitir til að reyna að koma honum fyrir kattarnef, en alltaf slapp Tito, stundum á undraverðan hátt. KOMMÚNISTAR MYRÐA LÍKA En skæruliðar kommúnista voru heldur engir englar. Þeir skirrtust ekki við að beita sömu aðferðum á óvini sína og var plag- siður f landinu. Milovan Djilas lýsti þessu síðar: „Það sem gerði þessi skuldaskil ennþá hryllilegri vora morð á ættingjum. f Herseg- óvínu reyndu synir að sanna trú- mennsku sína með því að myrða feður; síðan var dansað í kringum lfldn og sungið.“ Þegar ítalir gáfust upp í sept- ember 1943 snerist stríðsgæfan Tito í hag. Tveimur mánuðum síðar kom svokallað frelsisráð saman og myndaði stjóm samein- aðs bandalagsríkis Júgóslavíu. Tito varð forseti og hélt því emb- ætti til dánardags 1980. sigur Eftir skæru- 1 i ð a : magn- aðist blóð- baðið aftur. Grimmdarverk þeirra hafa lengi legið í þagnargildi, í Júgó- slavíu jafnaðist við landráð að ræða um þau, en þeim hefur þó verið lýst í bókum sem birst hafa á Vesturlöndum. f kjölfarið á undanhaldi þýska hersins fylgdu eins konar þjóð- flutningar í norðurátt. Þeir sem höfðu starfað með Þjóðverjum, hermenn sem höfðu farið með óffiði gegn löndum sínum, Ustas- ar og Tsjetnikar með sítt hár og mikið skegg, konur og börn — um hálf milljón manna streymdi í átt að ítölsku og austurrísku landamærunum þar sem Bretar höfðu nú tögl og hagldir. En Bretar hleyptu fólkinu ekki neitt. f örvæntingu fyrirfóru flóttamennimir sér í hópum. Bret- arnir horfðu skelfingu lostnir upp á hatursæði sigurvegaranna. A akri við borgina Bleiburg lögðu sveitir Króata niður vopn og drógu upp hvíta fána. í skóginum umhverfis voru skæruliðar með vélbyssur, þeir hófu skothríð. Blóðbaðið stóð yfir í tvo daga, 15. og 16. maí 1945. Enginn hefur tölu á því hversu margir vora drepnir, en líklega skiptu þeir tugum þús- unda. Bændur eru enn að grafa bein og líkamsleifar upp úr akrin- um. Bretar féllust lúca á að afhenda Tsjetnika og slóvenska kvislinga sem geymdir voru í fangabúðum. Blóðbaðið hófst á nýjan leik. Við námu í Kocevski Rog í Slóveníu störfuðu aftökusveitir ósleitilega í tvær vikur íjúm' 1945. Meira en 15 þúsund manns biðu bana; suma þurfti ekki einu sinni að skjóta — í dauðans angist stukku þeir út í námuna. Gulltennur voru rifnar úr fómarlömbunum, hringir rifiiir eða skornir af fingrum. Aftökusveitunum, sem myrtu að minnsta kosti 40 þúsund manns í norðurhluta Júgóslavíu, var umbunað með orðum, gullúr- um, myndavélum og sumarleyfis- dvöl við ströndina. Aðrir óvinir skæruliðanna vora reknir um landið þvert og endi- langt, að ungversku og rúmensku landamærunum, þar sem þeim var gert að yrkja jörðina í heima- högum Dónár-Þjóðverja. Fyrir stríðið var íjöldi þeirra um hálf milljón. Allir vora þeir reknir burt eða líflátnir — um 200 þúsund þeirra týndu tölunni. Milovan Djilas skrifaði að þessi hermdarverk hefðu ekki verið samkvæmt neinni tiltekinni fyrir- skipun að ofan. Aðeins einu sinni sagði Tito að þetta hefði verið nauðsyn. f árslok 1945 mun hann hins vegar hafa fyriskipað að blóð- baðinu skyldi slota. Þá var hann orðinn óumdeild- ur drottnari yfir allri Júgóslavíu, „síðasti Habsborgarinn", eins og hann var einhverju sinni nefndur. Með valdboði bannaði hann ein- faldlega deilur milli þjóðanna sem byggðu ríkið. Fimm árum síðar lýsti kommúnistaflokkurinn því digurbarkalega yfir að þjóðernis- vandamálið í Júgóslavíu væri fylli- lega leyst. Þar lofaði Tito upp í ermina á sér. Ossiar lágt skrífaðir Þrátt fyrir að næstum þrjú ár séu liðin síðan múrinn féll og næstum tvö -síðan þýsku ríkin voru sameinuð, er Berlín ennþá tvískipt borg. Þarf að segja fleira en að á síðasta ári voru um 16 þúsund hjón gefin saman í Berlín. Um það bil hundrað konur frá Vestur-Berlín játuðust blökku- mönnum frá Afríku. Hins vegar giffust á sama tíma aðeins 46 karl- manni ffá Austur- Berlín. Jodie Foster líka blautleg Þeim íjölgar sífellt kvik- myndastjörn- unum sem komast í heimspress- una fyrir það eitt að hafa leikið í fun- heitum ástar- senum, sem I oftar en ekki verða efiiiviður í alls- konar vangaveltur um hvort stjörnurnar hafi bara verið að leika eða hvort þær hafi „gert það“ í alvörunni. Nú virðist stór- leikkonan Jodie Foster ætla að bætast í þennan hóp. í kvikmynd- inni Tune in Tomorrow leikur hún prestsdóttur sem giftist syni auðugs plantekrueiganda. Þetta er á tíma þrælastríðsins í Bandaríkj- unum, eiginmaðurinn fer í stríðið og sex árum síðar birtist hann aft- ur — eða maður sem segist vera hann. Með þeim takast ástir, eld- heitar að sögn, en eiginmaðurinn er leikinn af Richard Gere. Ollie North bersf gegn dónatextum I Banda- r í k j u n u m geisa deilur um bersögla | rokktexta, suma all- klámfengna en aðra sem þykja hvetja I til ofbeldis og haturs. Upp á | síðkastið hef- ur athyglin einkum beinst að lagi rapparans Ice T sem heitir „Cop Killer“, en menn bíða líka eftir nýrri plötu effir rapparann Paris, en þar mun ekki vera talað neinni tæpitungu. Nú hefur baráttunni gegn dónatextum bæst öflugur liðsmaður, en það er enginn ann- ar en Oliver North, einn helsti sökudólgurinn í frans-Kontra hneykslinu. Samtök Ollie North, sem beijast fyrir amerísku gildis- mati, hafa lýst því yfir að textar Ice T brjóti í bága við lög og hvetji til uppþota og stjómleysis. Kaninn vill Juliu og Hllel Mel Gibson er sá kvikmyndaleikari sem er í mestu uppáhaldi hjá Bandarikjamönnum, sérstaklega þó konum. Samkvæmt skoðanakönnun sem timaritið Bntertainment gerði er hann allmiklu vinsælli en þeir Kevin Costner, Tom Cruise, Michael Douglas og Harrison Ford. Julia Roberts er vinsælasta leik- konan, en næstar henni koma Goldie Hawn, Michelle Pfeiffer, Meryl Streep og Whoopi Goldberg. I könnuninni kom einnig fram að 44 prósent aðspurðra töldu að Catherine, persónan sem Sharon Stone lék í biómyndinni Ógnareðli, hafí verið morðinginn. Kántrítónlistarmaðurinn Garth Brooks var valinn vinsælastisöngvarinn, en Mariah Carey vinsælasta söngkonan. LA Law voru valdir vinsælustu sjónvarpsþættirnir, en flestir vildu sjá fram- hald afkvikmyndinni Lömbin þagna og hljómsveitina Eagles aftur á sviði. I

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.