Pressan - 30.07.1992, Blaðsíða 27

Pressan - 30.07.1992, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. JÚLÍ 1992 27 Alnæmi Hvað má ganga langt í auglýs- Ingum? Hvar eru takmörkin? Var það til daemis í lagi þegar ítalski tískuhönnuðurinn Luci- ano Benetton notaði alnæmissjúkling í andaslitrunum í auglýsingu? Eða hvað má og hvað má ekki þegar baráttan gegn al- næmi er annars vegar? Er til dæmis rétt að ganga gegn almennri siðgæðisvitund til að gera fólki bilt við, til að koma því í skilning um að sjúkdómurinn er lífs- hættulegur og breiðist ört út — oft eftir leiðum sem ögra almennu velsæmi? Heilbrigðisyfirvöld víða um heim þurfa að reyna að svara slíkum spumingum. Á sínum tíma vakti það mikla hneykslun þegar farið var að auglýsa notkun smokka, líkt og um sjálfsagðan hlut væri að ræða. Víða í Evrópu þykir það núorðið í hæsta máta eðlilegt, en í Bandaríkjunum eru slíkar auglýsingar hvorki gerðar né birtar. Auglýsing sem hneykslaði Þjóöverja. Og í Evrópu hafa menn viljað ganga skrefi lengra, en við misjafnar undirtektir. Nýlega bönnuðu yfirvöld í Þýskalandi til dæmis notkun plakatsins sem birtist í nokkuð ritskoðaðri mynd hér til hliðar; var gerð þess þó fjármagnað af heilbrigð- isyfirvöldum í Bonn. Á plakatinu em tveir hommar í ástaleik og segir textinn: .^Allt í lagi að sjúga, en út með hann áður en það kemur.“ Og í Danmörku hefur orðið mikið fjaðrafok út af öðru plakati. Það hefur hangið uppi á Kastrup-flugvelli og er beint til þeirra Dana sem eru á leið til Thailands. Á plakatinu stendur; „Maður þarf að vera hálfgerður drumbur til að passa upp á nætursvefninn á svona stað. En það er fleira í hættu en nætursvefninn. Alnæmi þekkir engin landamæri. Átt- unda hvern dag smitast Dani í útlönd- um.“ EININGABREF 1 Raunávöxtun s/. 3 mánuði * __________ V' KAUPÞING HF Löggilt verðbréfafyrirtœki Kringlunni 5, stm 't 689080 í eigu Búnaðarbanka íslands ogsparisjóðanna Rarmagnsgitarar kr. 10.900. 10* . GítléliHnnVf hlióðfsraverslun, Laugavegl 45 - siml 22125 - fax 79376 ÍRVAL HUÓÐFÆRA Á GÓÐIIVVERb/ Rýmingarsala 10-80% afsláttur af gardínum ogfataefnum Verö frá kr. 290pr. metra Álnabúðin, Suðurveri. sími 679440. Auglýsing sem hneykslaði Dani. Þetta em náttúrlega mikilvæg skilaboð og þegar síðast fféttist hékk plakatið enn- þá á Kastmp, þrátt fyrir mótmæli sendi- ráðs Thailands og thailenska flugfélagsins, sem töldu óréttlátt að sjónum væri alltaf beint að alnæmi íThailandi. Eða hvað? pnny ...stóri smdbtUinn, sem hcefir öllum • 3 og 5 dyra hlaðbakur. • 4 dvra stallbakur. • 84 hestafla vél. • 5 eíra beinskipting eða 4 þrepa tölvustýrð sjálfskipting. • Rafdrirnar rúður og samlæsing á hurðum á GLS og GS. • Hvarfakútur. HYunom ...til framtiðar Verð frá: 694.000,-kr. BIFRHIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. ÁRMÚLA 13, SÍMI: 68 12 00

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.