Pressan - 30.07.1992, Blaðsíða 33

Pressan - 30.07.1992, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. JTJLI 1992 33 STEINGRÍMUR HERMANNSSON, formaður Fram- sóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra. Steingrímur fékk 63 tilnefningar eða tæplega 14 prósent. Steingrímur var vinsælasti stjórnmála-. maður þjóðarinnar á níunda áratugnum. Það sýn- ir vel hvaða sess Steingrímur hefur unnið hjá þjóðinni að hann skuli verma fjórða sætið þótt hann sé ekki í ríkisstjórn og þar af leiðandi ekki jafn mikið í sviðsljósinu og áður. ÓLAFUR SKÚLASON, Biskupinn yfir íslandi. Ólafur fékk 55 atkvæði eða tæplega 12 prósent. Á sama hátt og Vigdís Finnbogadóttir hefur mátt þola opinskárri umræðu um forsetaembættið en fyrirrennarar hennar, gildir það sama um Ólaf í embættistíð hans. Þrátt fyrir það hefur hann ekki glatað miklu af persónuvinsældum sínum eins og þessi niðurstaða sýnir. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR, félagsmálaráðherra og varaformaður Alþýðuflokksins. Jóhanna fékk 51 atkvæði eða 11 prósent. Jó- hanna hefur löngum haft sérstöðu meðal ís- lenskra stjórnmálamanna. Hún hefur verið nokk- urs konar andspyrnumaður innan kerfisins og iðulega náð að knýja mál sín fram í krafti eigin persónufylgis frekar en samstöðu með samráð- herrum sínum. HALLDÓR LAXNESS rithöfundur. Halldór Laxness fékk43 atkvæði eða rúmlega 9 prósent. Halldór hefur hin síðari ár verið óumdeildasti rithöf- undur þjóðarinnar, Nóbelsverð- launahafi og hálfgildings sameign íslensku þjóðarinnar. Það ætti því engan að undra þótt hann sé ofar- lega á þessum lista. ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON, for- maður Alþýðubandalagsins. Ólafur Ragnar fékk 31 atkvæði eða tpælega 7 prósent. Ólafur hefur löngum verið umdeildur stjórnmála- maður og einn af þeim sem fólk ann- að hvort dáir eða er hreint og beint í nöp við. ÞORSTEINN PÁLSSON sjávarútvegs- ráðherra. Þorsteinn fékk jafn mörg atkvæði og Ólafur Ragnar. Þorsteinn er nú í brennidepli stjórnmálanna og hjá honum hvíla erfiðustu ákvarðanir þessara vikna. Það og árangurinn í þessari könnun sýnir styrk Þorsteins eftir að hann var felldur í kosningu sem sitjandi formaður Sjálfstæðis- flokksins fyrir rúmu ári síðan. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON, varafor- maður Framsóknarflokksins og fyrr- verandi sjávarútvegsráðherra. Halldór fékk 30 atkvæði eða 6,5 pró- sent. Halldór er því rétt við hæla arf- taka síns í sjávarútvegsráðuneytinu. Halldór er einn þeirra stjórnmála- manna sem hafa öðlast traust langt út fyrir raðir flokksmanna sinna. MARKÚS ÖRN ANTONSSON borgarstjóri. Markús fékk jafn mörg at- kvæði og Halldór. Markús situr í einu af þeim embætt- um sem líklegust eru til vin- sælda, eins og reyndar sumir þeirra sem eru með honum á listanum. Markús var ekki kosinn sem borgarstjóri en staða hans á þessum lista sýnir að þjóðin erfir það ekki við hann. INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLA- DÓTTIR, þingkona Kvenna- listans, fékk 16 atkvæði. Hún er sú Kvennalistakvenna sem fékk flest atkvæðin en Kvennalistinn er jafnframt sá þingflokkur sem kom sínum fulltrúa skemmst upp list- JÓN BALDVIN HANNIBALS- SON, utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokskins, fékk 26 atkvæði. Hann er eini formaður stjórnmála- flokks sem má sætta sig við að hafa varaformanninn fyrir ofan sig á listanum. FRIÐRIK SOPHUSSON, fjár- málaráðherra og varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, fékk 15 atkvæði. Hann er tólfti stjórnmálamaðurinn á listanum, fjórði sjálfstæðis- maðurinn og fimmti ráðherr- ann. ALBERT GUÐMUNDSSON, sendiherra og fyrrverandi ráðherra, fékk 22 atkvæði. Þrátt fyrir að rúm þrjú ár séu síðan Albert dró sig í hlé til Parísar eymir enn eftir af persónuvinsældum hans. SALÓME ÞORKELSDÓTTIR, forseti Alþingis, fékk 20 at- kvæði. Þessi æðsti embættis- maður Alþingis má sætta sig við að hafa átta núverandi og fyrrverandi ráðherra fyrir ofan sig á listanum. PÉTUR SIGURGEIRSSON bisk- up fékk 19 atkvæði. Hann fékk því fæst atkvæði af biskupunum þremur. GUÐRÚN ERLENDSDÓTTIR, forseti Hæstaréttar, fékk 14 atkvæði. Hún er hæsti emb- ætttismaðurinn utan kirkju og stjórnmála á listanum. HRAFN GUNNLAUGSSON kvikmyndaleikstjóri fékk jafn mörg atkvæði og Guð- rún. Hrafn hefur löngum ver- ið umdeildur en er hér næsti listamaðurinn á eftir sjálfum Halldóri Laxness. GUÐRÚN AGNARSDÓTTIR, læknir og fyrrverandi þing- maður Kvennalistans, fékk 13 atkvæði. Fyrir utan Albert Guðmundsson er hún hæst þeirra stjórnmálamanna sem hafa að mestu dregið sig í hlé. 21. -61. sætið Þessir komust líka á blað Gankur Jörundsson, umboðsmaður Alþingis, var skammt frá því að komast inn á lista yfir þá tuttugu sem þjóðin ber mestan hlýhug til. Hann fékk 12 atkvæði; aðeins einu minna en Guðrúrt Agnarsdótt- ir, læknir og fyrrum þingmaður, sem hlaut 20. sætið. Og skammt undan Gauki komu þrír með tíu atkvæði. Það voru þeir Bubbi Morthens tónlistarmaður, Páll Pétursson, þingflokksformaður Fram- l sóknar, og Svavar Gestsson, þingmaður Alþýðubandalagsins og íyrrverandi menntamálaráðherra. Það voru einnig þrír sem fengu átta at- kvæði; Guðmundur Bjarnason, þing- maður Framsóknar og fýrrverandi heilbrigðisráðherra, Matthías Bjamason, þingmaður sjálfstæðis- manna á Vestfjörðum og fyrrverandi ráðherra, og Sigmundur Guðbjarnar- son, prófessor við Háskólann og fyrrverandi rektor. Tveir fengu sjö atkvæði. Það eru Eyjólfur Konráð Jónsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanrfkismálanefndar, og Þorsteinn Gíslason fiskimála- stjóri. Þrír fengu sex atkvæði; GunnarEyjólfsson, leikari, skátahöfðingi Islands og andlegurþjálfari Bridge- landsliðisins, Halldór Blöndal landbún- - og samgönguráðherra og Kristján Jóhanns- son stórsöngvari. Fjórir fengu síðan fimm atkvæði. Það voru Árni Tryggvason, leikari, trillu- karl og metsöluhöfundur fr á síðustu jólum, Einar Oddur Kristjánsson, bjargvættur og fyrrverandi for- maður vinnuveitenda, Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráð- herra og Steingrímur J. Sigfússon, varaformaður Alþýðubandalags- ins og fyrrverandi landbúnaðarráðherra. Þrír fengu fjögur atkvæði; Björn Ey- steinsson, fyrirliði landsliðsins íbridge, Haukur Morthens, Nestor íslenskra dægurlagasöngvara, og Sighvatur Björgvinsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Þeir sem fengu þrjú at- kvæði voru fjórir; Guð- mundur Sigvaldason jarðfræðingur, Harald- ur Ólafsson, dósent í mannfræði við Háskól- ann og fyrrum þingmað- ur Framsóknar, Sigurður Líndal, lagaprófessor og álitsgjafi þjóðarinnar númer eitt og Þorvaldur Guðmundsson í Síld og fiski, margkrýndur skattkóngur. Sex fengu tvö atkvæði; Ásgeir Guðbjartsson, skipstjóri á Guðbjörginni frá ísafirði, Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndaleikstjóri og höf- undur Barns náttúrunnar, Jakob Frímanns- son, fyrrverandi kaupfélagsstjóri, Jón M. Guð- jónsson, prófastur á Akureyri, Sigríður Bein- teinsdóttir, söngkona og Eurovision-ljón og Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari. Og loks koma þeir sem fengu eina tilnefn- ingu: Einar Vilhjálmsson spjótkastari, Guðmundur Jónsson, óperusöngvari og útvarpsmaður, Guðmund- ur Óskar Ólafsson, prestur í Neskirkju, Gunnlaugur Stefánsson, prestur og þingmaður krata, Laddi eða Þórhallur Sigurðsson gamanleikari og skemmtikraft- ur, Margrét Georgsdóttir læknir, Matthí- as Á. Mathiesen, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, Páll Bergþórsson veður- fræðingur, Pétur Reimarsson, ffarn- kvæmdastjóri Árness, Sigurður Sigur- jónsson, leikari og Spaugstofumaður og Þorsteinn Már Baldvinsson, fr amkvæmda- stjóri Samheija á Akureyri. Þetta fólk skipaði 21. til 61. sæti listans yfir það fólk sem þjóðin ber mestan hlýhug til.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.