Pressan - 30.07.1992, Blaðsíða 36

Pressan - 30.07.1992, Blaðsíða 36
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 30.JÚIÍ 1992 í Þ R Ó T T I R GorvBmattasport fMiMiWnm-, 8.00 Tennis og róður Eurosport. Bein útsending frá Ólymp- (uleikunum. Beinar útsend- ingar frá greinum leikanna meira og minna allan dag- inn. 13.30 Golf Screensport. Bein út- sending frá Volvotúrnum .Scandinavian Masters', Yfir 600.000 pund f verðlaunafé og allir bestu spilarar Evr- ópu með. 21.30 Hnefaleikar Screensport. Okkur er bannað að boxa en megum ennþá horfa á útlendinga slást. 13.30 Golf Screensport. Annar dagur .Scandinavian Mast- ers'. Beint. 16.00 Monster Trucks Screensport. Ógurlega stór ökutæki keppa. 16.00 Kappakstur á mótorhjólum Sky Sports. Ökuþórinn Wayne Rainey ásamt mörg- um öðrum á ofsaferð. 19.00 Pílukast Sky Sports. ( Bret- landi stunda yfir 5 milljónir manna pílukast, á krám og hvar sem því verður við komið. Nákvæmnislþrótt. 7.00 Vatnalþróttir Sky Sports. Þeir árrisulu og þeir sem enn eru ekki farnir að sofa geta byrjað daginn, eða endað, á að horfa á keppnisfólk leika listir sínar á alls kyns vatna- tækjum. 12.00 Golf Screensport. Frá at- vinnumannamótum í þess- ari vinsælu Iþrótt. 20.30 Fjölbragðaglima Sky Sports. Þessa íþrótt telja margir svindl og leikaraskap frá upphafi tll enda. Sjálfsagt er það rétt en stundum má hafa gaman af látunum og hinum furðulegu mann- gerðum sem stunda þetta sport. SUNNUDAGUR 10.00 Snóker Screensport. Hreint stórkostlegt að sjá tilþrif þelrra allra bestu við borðið. 12.00 Tennis Eurosport. Bein út- sending frá keppni I tennis á Ólympluleikunum. 16.00 Krikket SkySports. Þeir sem botna I þessari íþrótt hafa sjálfsagt gaman af. Hinir geta reynt að skilja eltthvað og fylgst með I beinnl. mmMiWM'MíWVMm 16.00 Hjólreiöar Screensport. Fólk með fjallahjóladellu fær eitthvað við sitt hæfi. 18.30 Lyftingar Eurosport. Fyrir fólk með kraftadellu, lyftlng- aráólympluleikunum. Samtals 29.203 kr. Draumaliðið hf. Um leið og ljóst varð að at- vinnumenn úr NBA deildinni myndu skipa körfuknattleikslið Bandaríkjamanna á Ólympíuleik- unum ruku stórfyrirtæki upp til handa og fóta til að fá að nota stjörnurnar í auglýsingaskyni. Fjörutíu fyrirtæki munu eyða í kringum 40 milljónum dala, eða 2,2 milljörðum íslenskra króna, til að auglýsa tengsl sín við liðið. íþróttavörur, matvæli, leikföng, sælgæti og margt, margt fleira er skreytt með myndum af stjörnum Jordaná verðlé og á stundum skrifa þeir dálítinn texta þar sem þeir lýsa því til dæmis hvað þessi tegund af morgunkorni hafi nú gert þeim gott og hvað þeir eigi framleið- andanum mikið að þakka. Á myndinni sést brot af þeim vörum sem tengt er nafni Draumaliðsins og verð þeirra í ís- lenskum krónum en allar tölur miðast við útsöluverð í Bandaríkj- Leikmenn Drauma — liðsins bandaríska eru allir 1 samningsbundnir hinum og ._ þessum fyrirtækjum sem þeir ^ auglýsa fyrir. Því hafa orðið árekstrar þegar kostendur körfu- boltaliðsins vilja nota nöfn leik- mannanna á vörur sínar en leik- mennirnir eru samningsbundnir öðrum fyrirtækjum sem fram- leiða svipaða vöru. Þannig vildi hamborgara- kompaníið McDonald’s gera samning við Ólympíuliðið og setja mynd af hverjum leikmanni á glös merkt þeim. Magic Johnson er hins vega samningsbundinn hjá Kentucky Fried Chicken og dá- samar þá mjög, rakvélablaða- ffamleiðandinn Schick er einn af kostendum körfuboltaliðsins en Charles Barkley er samningsbund- inn GiUette. Og sá frægasti þeirra allra, Michael Jordan, er á samn- ingi hjá Nike og þiggur fúlgur fyr- ir. Iþróttavöruframleiðandinn Reebok er stór stuðningsaðili bandarísku Ólympíunefhdarinnar og gerði samning um að allir verð- launahafar Bandaríkjanna yrðu klæddir Reebok göllum á verð- launapallinum. Taísmenn banda- rísku nefhdarinnar segjast æda að fylgjast grannt með að eftir þessu verði farið. Jordan segir að það komi ekki til greina að hann klæð- ist fatnaði frá Reebok við verð- launaafhendinguna, það reikna allir með gullverðlaunum í körfu- bolta, hann ætlar að vera í sínum Nike galla. Ef báðir aðUar halda sínu til sfreitu gæti svo farið að Jordan yrði ekki á pallinum. Dragan Manojlovic er sá leik- maður sem hefur fengið að líta flest gul spjöld á síðustu tveimur keppnistímabilum í fýrstu, annari og þriðju deild samanlagt. I fyrra fékk Dragan, sem leikur í annarri deild með Þrótti frá Reykjavík, samtals átta gul spjöld og eitt rautt. En það sem af er þessu sumri þrjú gul spjöld, samtals þrettán spjöld, sé eitt rautt reiknað sem tvö gul. Félagar hans í Þrótti segja hann þó alls ekki grófan leik- mann, heldur lýsa honum sem líkamlega sterkum varnarmanni sem leggi sig allan fram og hleypi engum mótherja framhjá sér bar- áttulaust. Einn samherja Dragans, eða „Banna“ eins og hann er kall- aður vegna hina mörgu leik- banna sem hann hefur verið dærndur í, sagði að hann tæki enga sénsa og sætti sig fremur við að fá spjald en að láta snúa á sig í vörninni. Sjálfur kvað Dragan hugsanlegt að hann spilaði stund- um of fast en líklega mætti rekja leikstíl sinn til þess tíma er hann var atvinnumaður í Júgóslavíu. Að lokum bætti hann við, að stund- um þætti sér sem dómarar á ís- landi væru aðeins of spjaldaglaðir, og að minnsta kosti 4 eða 5 af þeim spjöldum sem hann hefur fengið mætti rekja til mistaka dómara. Nokkrir aðrir leikmenn fylgja nokkuð fast á hæla hans, til að Hinn landskunni frjáls- íþróttakappi, Valbjörn Þor- láksson, hefúr á löngum ferli unnið til ótal verðlauna, sett urmul Islandsmeta og nokkur heimsmet. PRESSAN hafði tal Valbirni til að grennslast fyrir um. hvort hann hefði nokkra tölu á verð laungripum sínum. Hann sagðist vera löngu búinn að missa töluna á þeim en sagðist halda, að þau væru nokkur þúsund. í fyrstu hengdi hann verðlaunapeninga sína upp en hætti því þegar þyngd þeirra var farin að „sliga“ burðarveggi hússins. Nú geymir Valbjörn gripi sína í pappakössum niðri í kjallara og sagði að líklega væri auðveldara að áætla þyngd þeirra en fjölda. Eftir lauslega at- ; hugun sló hann á að þyngdin væri á milli 20 og25kfló. Að lokum sagði hin 58 ára gamla kempa, sem nú á um 80 íslandsmet og heimsmetið í 110 m grinda- hlaupi í flokki öldunga, alltaf jafngaman að vinna til verðlauna og sú tilfinning hefði ekkert dofnað þrátt fýrir ógrynni af- reka. mynda Þór- arinn Jó- hanns- s o n , s e m hefur fengið á t t a spjöld á s í ð u s t u tveimur árum með liði sínu, Selfossi, og Björn Olgeirs- son, Völsungur, með fimm. Nokkra athygli vekur þó að Þorvaldur Örlygsson er í þriðja sæti með sex spjöld, þrátt fyrir að hann hafi ekki leikið neitt í fýrstu deildinni í ár, enda er hann nú atvinnumað- ur með Nottingham Forest á Eng- landi. Grófasta brotið árið 1991 á hins vegar Jóhannes Númason sem leikur með Leikni í öðrum flokki, en 3. september það ár var hann dæmdur í fimm leikja bann fýrir eitt brot, af aganefnd KSI. Golfsnillingurinn Jack Nicklaus var á ferðinni á Akureyri nýverið svo sem frægt er orðið. Ak- ureyringar voru að sjálf- sögðu ákaflega montnir yfir heimsókninni eins og skiljanlegt er. Nick- laus hefur þó spilað fleiri velli hér á landi en þá á Akureyri og Sel- tjarnarnesi. Árið 1982 var hann á ferð á velli Borgnesinga og spilaði þar ásamt tveimur son- um sínum, var með sýni- kennslu, gaf áritaða hanska og bolta, lék á als oddi og var leystur út með góðum gjöfum. Fjölskylda Nicklaus virð- ist kunna vel við sig á Hamarsvelli í Borgarnesi því á mánudaginn var kona hans þar á ferð og lék völlinn og kom aftur daginn eftir til að spila meira. Skákmaður ver mark fslands í knaltspyrnu Þær fféttir hafa vakið athygli hjá íþróttaáhugamönnum hér- lendis, að ungur maður, Helgi Áss Grétarsson, sem talinn er einn af tíu bestu skákmönnum íslands, hefúr nú verið valinn í mark U16 landsliðsins í fótbolta. Þar sem mörgum kann að fmnast það undarlegt að sami maður skari fram úr í svo ólíkum íþróttagrein- um, hafði PRESSAN samband við Helga Áss og spurði hann nokk- urra spurninga. I samtali við PRESSUNA sagðist hann hafa hafið skákmennsku sína um 7 ára aldur, eða um svipað leyti og hann fór að æfa fótbolta. Helgi, sem hefur unnið til fjölda verðlauna í skák hér heima og erlendis, sagði það fara betur saman en menn héldu, að stunda bæði einstaklings- og hópíþrótt. I fyrsta lagi sæi fótboltinn um að halda honum í góðu formi, en út- hald og þrautseigja eru nauðsyn- legir eiginleikar fýrir skákmenn er vilja vera í ffemstu röð. I öðru lagi er mun minna um að vera í fót- boltanum á vetuma, þegar skák- vertíðin stendur yfír, og öfugt. Helgi kvaðst mundu taka skákina fram yfir fótboltann, væri hann neyddur til að velja á milli en bætti við, að til að skara fram úr sem skákmaður þyrfti gríðarlega vinnu og óhemjumikinn tíma. Knattspyrnan sér hins vegar, eðli sínu samkvæmt, um að skilgreina menn ffá íþróttinni eftir því sem þeir eldast. Haft hefur verið á orði, að Helgi Áss sé svar íslend- inga við Simen Agdestein hinum norska, sem bæði þykir snjall skákmaður og lipur knattspymu- maður og hefur meðal annars leikið nokkra leiki með norska landsliðinu. Helgi vildi þó ekki gefa mikið út á þessa sam- líkingu enda væri mikill munur á því að spila með unglinga- landsliði og A-landsliði. Að lokum upplýsti „marka- hrókurinn" ungi að uppáhalds- skákmaður sinn væri David Bronstein, sem á sínum tíma setti mikinn svip á skáklþróttina en í knattspyrnunni væri það Pétur Ormslev, Frammari.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.