Pressan - 30.07.1992, Blaðsíða 37

Pressan - 30.07.1992, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. JÚLI' 1992 I Þ R Ó T T I R Handbolta- landslið allra tí PRESSAN fékk í lið með sér nokkra handboltasérfræðinga og bað þá að velja byrjunarlið í hand- knattleik. Gengið var út ffá því að allir íslenskir handboltamenn frá upphafí vega væru í sínu besta formi í dag og tilgangurinn var að velja íslenskt lið allra tíma. Menn voru sannfærðir um að liðið sem þeir völdu myndi sóma sér vel á Ólympíuleikunum og eiga góða möguleika á verðlaunum. Liðið skipa: Ólafur Benediktsson markvörð- ur. Ólafur lék lengst af með Val og þótti ótrú- legur þegar hann var kom inn í ham. Fyrir örfáum árum leit- aði Óli skóna sína uppi á ný og spilaði nokkra leiki í 1. deild og Evrópuleiki með Val. Hann þótti þá sýna að lengi lifir í gömlum //crsárÁK/d? Á?/g/a//SA?/z£fo/ sr///Xvr//sr/e//a/>//r/rr//.?c/Árcp/?.?gu/fri/ W/l&7J7r//7/7 Ragnheiður þyrfti 14 metra forskot Fyrsta greinin sem íslenskir íþróttamenn tóku þátt í á Ólymp- íuleikunum í Barcelona var 100 metra skriðsund kvenna. Helga Sigurðardóttir úr sundfélaginu Vestra á ísafirði tók þátt í sundinu en hafnaði í 39. sæti á 1.00.29 mínútum. Það var hins vegar kínverska stúlkan Zhuang Yong sem sigraði, en hún synti hundrað metrana á 54,64 sek. Fyrir Helgu, jafnt sem íslendinga alla, var þetta nokkurt áfall. Ragnheiður Runólfsdóttir var einnig langt frá sínu besta í 200 metra bringusundi kvenna sem fram fór á mánudaginn. Ragn- heiður, sem synti á um sjö sek- úndum yfir sínum besta tíma, náði bakkanum á 2.37,42 rnínút- um. Ragnheiður kom því um 11 sekúndum síðar í mark en jap- anska stúlkan Kyoko Iwasaki sem sigraði í greininni á tímanum 2.26,65 mínútum. Til að gefa hugmynd um hversu langt Helga og Ragnheiður voru á eftir sigurvegurunum þá hefði Helga þurft að byrja rétt tæpum tíu metrum ífamar í laug- inni og Ragnheiður um 13,8 metrum framar til að geta gert sér von um sigur. Gátu þjálfararnir eitthvað? Einhvers staðar stendur: Þeir sem geta framkvæma, þeir sem geta ekki kenna. Sjálfsagt er hægt að styðja þessa fullyrðingu ein- hverjum gildum rökum og sjálf- sagt er líka minnsta mál að finna rök gegn henni. En er hægt að heimfæra þessa fullyrðingu upp á þjálfara í fót- boltanum hér á landi? Ein skyn- samlegasta leiðin til að meta hversu góðir leikmenn hafa verið hlýtur að vera að athuga hve marga landsleiki leikmaðurinn hefur leikið. Og hvað hafa þá þjálf- ararnir leikið marga landsleiki? Njáll Eiðsson þjálfara FH-inga lék 7 landsleiki á ferlinum, þann fyrsta 1982. Eyjaþjálfarinn, Sigur- lás Þorleifsson, á að baki 10 lands- leiki og komst fyrst í liðið 1979, Gunnar Gíslason hjá KA hefur hins vegar leikið 51 leik síðan 1982. Pétur Ormslev, þjálfari Fram, er búinn að leika 31 sinni fyrir Islands hönd síðan 1979 en Átli Eðvaldsson, aðstoðarþjálfari KR-inga, hefur hins vegar klæðst landsliðstreyjunni 62 sinnum, fyrst 1975, oftar en nokkur annar Is- lendingur. Þing- maðurinn, Ingi Björn Albertsson, sem þjálfar Vals- menn lék fyrst landsleik 1971 og urðu þeir 15 talsins er yfir lauk (Ingi Björn er líka eini maðurinn sem komið hefur inn á sem vara- maður í landsleik og verið tekinn útaf í sama leik). Þjálfari spútniks- liðs Þórs, Sigurður Lárusson, lék 11 leiki á ferlinum, þann fyrsta 1981. Hörður Hilmarsson hjá Blik- um komst í landsliðið 1974 og spilaði 14 leiki, en Guðjón Þórðar- son Skagamaður lék ekki nema 1 landsleik. Víkingsþjálfarinn, Logi Ólafsson, er hins vegar eini þjálfar- inn í fyrstu deild sem aldrei hefur spilað í landsliðinu. Og á ugglaust ekki eftir að gera það héðan af. Samkvæmt þessu var Logi lé- legasti leikmaðurinn af þjálfurun- um en hann gerði Víkinga að ís- landsmeisturum engu að síður. Guðjón er næstlélegasti leikmað- urinn en KA varð íslands- meistari undir hans stjórn og Guðjón er á góðri leið með að gera Skaga- menn að Is- lands- og bikar- meisturum. Guðjón og Logi léku saman- lagt einn landsleik en hafa staðið sig frábærlega sem þjálfarar. glæðum. Þor- gils Óttar Mathiesen línu, Óttar lék allan sinn feril með FH. Hann lék fjöld- ann allan af landsleikjum og var lengi fyrirliði Iandsliðsins. Bjarki Sigurðsson, hægra horn. Bjarki er eini leikmaðurinn sem valinn var sem er í liðinu á Ólympíuleikun- um. Mjög góður hornamaður og skilar einnig hlutverki hægri skyttu ágætlega. Guðmundur Guðmundsson vinstra horn. Lítill, snöggur og leikinn, hefur síðustu ár þjálfað Víkinga. Jón Hjaltalín Magnússon, hægri skytta. Þótti ótrúlegur skotmaður. Spilaði með Víkingum, og í Svíþjóð með Lugi ffá Lundi. Kristján Arason, vinstri skytta. Sennilega þekktasti hand- boltamaður Islendinga, lék með FH, í Þýskalandi og á Spáni. Þjálf- aði lið FH með ffábærum árangri síðasta tímabil. Geir Hallsteinsson miðjumaður. Þótt Kristján sé sjálfsagt þekktasti íslenski hand- boltamaðurinn í útlöndum, er Geir án efa besti íslenski hand- boltamaðurinn sem uppi hefur verið. Enda var minnst barátta um hans stöðu í þessu úrvali, lang- samlega flestir völdu Geir. Spánverjum verður seinthrósað fyrirað vera snöggir til verka eins og íslenskir sólar- landafarar hafa fengið að reyna. Á Ólympíu- leikunum í Barcelona gerist að sjálfsögðu allt með spænskum hraða og það getur verið pirr- andi fyrir menn sem vanari eru hraðari vinnubrögðum. „Man- ana," segja Spánverjarn- ir hinir rólegustu. Sam- kvæmt orðabókinni þýðir manana „á morg- un", en í vitund Spán- verja þýðir manana ein- faldlega „ekki í dag". Alltaf verið talinn lélegur skallamaður segir Helgi Sigurðsson 7 7 ára marka- maskína Víkinga „Þetta hefur gengið vonum ffamar hjá mér í sumar. Ég bjóst ekki við að komast í liðið, bjóst við að vera varamaður eins og ég hef verið. Síðan meiddist Guðmundur Steinsson og ég kom inn í liðið fyrir hann“ segir Helgi Sigurðsson, markakóngur Víkinga. Helgi er aðeins sautján ára gamall, fæddur 17. september 1974, en hef- ur vakið mikla athygli í sumar fyrir frábæra frammistöðu með Víkings- liðinu en hann hefúr skorað glæsileg mörk fyrir liðið. Hann kom inn í liðið í 6. umferð, á móti Þór á Akureyri, er Guðmundur meiddist. Nú er Guðmundur kominn aftur en Helgi er ekkert á förum og hefur tryggt sér sæti íbyijunarliðinu. Sem er ekki að undra því drengurinn hefur skorað 8 mörk, hvert öðru fallegra, og leikið stórvel. Fjögur þessara marka hefur Helgi skorað með skalla, tvö í 2-2 jafnteflinu gegn Fram og eitt í bikarleik við Skagann og eitt á sunnudagskvöldið er hann skoraði þrennu þegar Víkingar burstuðu Eyjamenn sex eitt. „Ég hef fengið mikla gagnrýni á mig fyrir að vera lélegur skallamaður. Ég hef hreinlega aldrei skorað eins mikið með skalla og núna en ég hef verið að reyna að bæta mig sem skallamaður. Þetta kemur mér í rauninni W; mikið á óvart en þetta stingur upp í þá sem segja að ég sé lélegur skallamaður" segir Helgi. Víkingum hefur gengið afleitlega það sem af er, en Helgi segir að leiðin geti aðeins legið upp á við. Andinn í hópnum sé ágætur og menn staðráðnir í að standa sig. „Ég er ekkert hræddur um að við föllum, alls ekki“, segir markvarðahrellirinn Helgi Sigurðsson. „Það er alltaf gaman að skora mörk en það fer svolítið eftir stöðunni hvernig tilfinning- in er, en það var ólýsanlegt að skora eins og til dæmis jöfnunarmarkið gegn Fram“. Helgi stefnir á atvinnumennsku í framtíðinni og draumur hans, eins og allra knattspyrnumanna, er að spila á ftalíu. Tvær nýjar greinar í Barcelóna En samt er anúti JACKIE J0YNER K0MIN AFTUR Það þótti mörgum sorglegt þegar Jackie Joyner Kersee slas- aðist í 200 metra hlaupi í sjö- þraut á heimsleikunum í Tokió í ágúst. Jackie var á ofsaferð er hnébótarsin slitnaði og margir töldu feril hennar á enda. En þessi besta sjöþrautarkona ver- aldar er komin aftur og ætlar að keppa í sjöþraut og langstökki. Og kannski líka í 100 m grindahlaupi en hún keppti íþeirri grein í New Yorkímaíog vann, sjálfri sér til undr- unar. Laus við meiðsli segist þessi þrítuga íþrótta- stjarna alveg geta keppt í þrem- ur greinum á Ólympíuleikun- um. Einhverjum þætti nú sjö- þrautin ein og sér alveg nóg en Jackie vill bæta við nýjum titl- um og telur aldurinn ekkert rriál, hún sé að vísu farin að eyða aðeins meiri tíma hjá sjúkraþjálfurum en sé í topp- formi. Á Ólympíu- leikunum í Barcelóna verða tvær nýjar íþróttagreinar kynntar. Sú fyrri er hjólaskautahokkí, sem í flestu svipar til systurgreinar sinnar íshokkí. Hin síðari er suður-ameríski leikurinn „pe- lota“. Pelota er á margan hátt svipuð grein og veggtennis en völlurinn er mun stærri og í stað þess að slá boltann með spöð- um, er hann hentur á lofti og þeytt aftur í vegginn. Til að grípa boltann hafa leikmenn bjúglaga körfu spennta á aðra höndina. Það sem gerir leikinn erfiðan og spennandi er sá hraði sem knötturinn nær, er honum er þeytt í vegginn. I pelota fer boltinn hraðast af öllum knattleikjum og nær oft um 200 til 230 kíló- metra hraða á Jdukkustund. Þessi umfjöllun vekur uþp fremur napur'.egar minningar um örlög ís- lensku glímunnar á Ólymp- íuleikum. Hún var fyrst kynnt á leikunum í London árið 1908 og aftur árið 1912 í Stokkhólnri. íslendingar lögðu töluverða áherslu á að glíma yrði tekin upp sem keppnisgrein en svo varð þó ekki, þrátt fyrir að það sé nánast lögmál að greinar sem ná því að verða sýningar- greinar verði fullgildar keppnis- greinar á næstu leikum. Reyndar hafa aðrar og íjölmennari þjóðir einnig átt í erfiðleikum með að koma sínum íþróttum að. Til að mynda átti þjóðaríþrótt Kóreu- m • Jóhannes !í,: Jósefsson á Borg. Hann sýndi íslenska glímu á Olympíuleik- unum 1908 í von um að hún fengist samþykkt sem keppnis- íþrótt. manna, TaeKwondo, að verða sýningargrein í Barcelóna en hætt var við það á síðustu stundu. Kjartan Lárusson, starfsmaður Glímusambands íslands, kvaðst ekki hafa neinar skýringar á reið- um höndum um slæmt gengi glímunnar aðra en þá, að of fáar þjóðir hefðu fengist til að taka hana upp á sínum tíma. Á síðustu árum hefúr glímuhreyfingunni þó tekist að vekja áhuga á þjóðar- íþrótt íslendinga erlendis og nú hefur glíma skotið traustum rót- um í átta þjóðlöndum öðrum en fslandi. Þar á meðal eru Skotland, England, Frakkland og Kanaríeyj- ar, svo nokkur séu nefnd. Ef svo heldur sem horfir kann glíman einhvern tfmann að verða tekin upp sem keppnisgrein á Ólympíu- leikum og þá ættum við íslend- ingar loksins að sjá fyrir endann á einu vonlausasta baráttumáli okk- Um helgina 1. DEILO KA-Þórkl. 20. Derby leikur á Akureyrarvelli. Þórsar- ar eru i mun betri stööu en KA- menn. Sigri þeir eru þeir enn I bar- áttunni um titilinn og Evrópusæti. KA-menn verða að fara hrista afsér slenið ætli þeir að ná sér upp úr botnbaróttunni. UBK - KR kl. 20. Blikarnir hafa aðeins eflst eftir þjdlf- araskiptin, en betur md ef duga skal. Ætli þeir að sleppa við aðra deildina segir jafntefli i þessum leik ekki neitt. Þeir verða að sigra. KR- ingar gefa sitt ekki eftir mótþróa- laust. Fram - ÍA kt 20. Frammarar hafa einhvern veginn virst hálfmeðvitundarlitlir iundan- förnum umferðum. Þeir fóru iila i fyrri umferðinni gegn ÍA, töpuðu tvö núll. Skagamenn töpuðu siðasta leik öllum að óvörurp stórt og ætla sér sjálfsagt ekki að láta slikt henda sig á ný. 2. DEILD IR-Bfkl. 20. Staða Ísfírðinga er ekki vænleg en þeir geta svo sanriarlega bitið frá sér og i siðasta leik komu þeir mjög á óvart er þeir lögðu Fylki, efsta líð deildarinnar. IR-Iiðiðer með fjórum stigum meira en Bi. Mikil barátta. - Víðir- Fylkir kl. 20. Viðismenn eru i mikilli fallhættu en ekkert virðist geta komið I veg fyrir að Fylkismenn leiki í 1. deild að ári. Þeir eru þó ekki ósigrandi eins og kom i Ijós I leiknum við Bl. Viðis- menn eru sterkir á heimavelli. Stjarnan - Selfoss kl 20. Selfyssingar eru á leið i 3. deildina. Leikur Stjörnunnar hefur valdið vonbrigðum og Ijóst er að vonirnar um sæti 11 deild eru úti. Það lið sem tapar hér er í afar stæmum málum. Grindavík - Þróttur kl. 20. Þrótti hefur ekki auðnast að ná sér- stökum árangri undanfarin ár. Þeir eru nú fyrir neðan miðju og vinna varla til verðlauna þetta árið. Grind- vikingar eru i þriðja sæti og þótt sjö stig séu i liðið I öðru sæti halda þeir enn i vonina sigri þeir nú. Leiftur- ÍBK kl. 20. Keflvlkingar eru á leiðinni upp og hafa spilað vel það sem af er móti. Fyrstudeildardraumur Ólafsfirðing- anna virðist hins vegar fjarlægur. 1. DEILD KVENNA Höttur - Stjarnan kl. 18 Stelpurnar frá Egilsstöðum eiga heimaleik gegn Garðbæingum. GOLF Landsmótið i Grafarholtinu. Þar spila allir bestu kylfingar okkar og það er til mikils að vinna. ra.EWnraiMMIl:! GOLF Landsmótið síðasti dagur lands- mótsins er i dag.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.