Pressan - 30.07.1992, Blaðsíða 44

Pressan - 30.07.1992, Blaðsíða 44
44 _____FIMMTUDAGUR PRESSAN 30.JÚLfl992_ LÍFIÐ EFTIR VINNU Klassíkín USf'llCTll Sumartónleikar á Norðurlandi. Hvað eru að gera allir þessir út- hljóðfæraleikarar sem hingað koma á sumrin og spila á líklegustu og ólíklegustu stöðum á landinu? Líklega að túristast og hafa ofan í sig og á í leiðinni. Nú eru á ferð- inni þeir Egbert Lewark trompetleikari og Wolfgang Portugall sem spilar á orgel. Þeir halda tónleika og spila fornlega músík, til dæmis eftir Tele- mann, Buxtehude, Pachebel, Bach og Handel. Dalvíkurkirkja kl. 20.30. • Capella Media kallar hópurinn sig og syngur enska tónlist frá endur- reisnartímanum, semsagt miðalda- tónlist svokallaða. Þau hafa verið á ferðalagi um landið og eru komin í bæinn, kontratenórinn Sverrir Guð- jónsson og sópransöngkonan Rann- veig Sif Sigurðardóttir ásamt vinum sínum frá Þýskalandi, sem spila á forn- fáleg hljóðfæri — víólu da gamba, blokkflautu og lútur. Ekki dæmigerð verslunarmannahelgarmúsík. Krists- kirkja á Landakoti kl. 20.30. UBUjEÐia • Sumartónleikar á Norðurlandi. Trompet og orgel, Egbert Lewark og Wolfgang Portugall. Miðaldamúsík. Reykjahlíðarkirkja við Mývatn kl. 20.30. • Sumartónleikar í Skálholti. Tón- skáldið Oliver Kentish hefur drepið niður fæti í Skálholti og þar eru menn í óða önn að spila tónsmíð eftir hann sem byggir á íslensku Liljustefi. Þetta er kantata fyrir kór, einsöngvara, tvo sembala, óbó, básúnu, orgel og strengi, sem verður frumflutt af þeim góðkunna sönghópi Hljómeyki, hljóð- færaleikurum og einsöngvurum. Hálf- tíma fyrir tónleikana spjallar Oliver Kentish um verkið. Skálholtskirkja kl. 15. •Sumartónleikar í Skálholti. Hljóm- eyki flytur söngverk eftir Gunnar Reyni Sveinsson, Benjamin Britten og fleiri. Skálholtskirkja kl. 17. • Hádegistónleikar verða í Akureyr- arkirkju, en þar í bæ er líka haldin um helgina gleðihátíðin Halló Akureyri. Þetta er ögn hátíðlegra, því þarna leik- ur Björn Steinar Sólbergsson á orgel og það er líka ritningarlestur. Akureyr- arkirkjakl. 12. • Sumartónleikar á Norðurlandi. Trompet og orgel, Egbert Lewark og Wolfgang Portugall. Hóladómkirkja í Hjaltadalkl. 17. ■Jnaa'i'j.m-a'iiN • Sumartónleikar í Skálholti. Kant- ata eftir Oliver Kentish. Flytjendur eru sönghópurinn Hljómeyki, hljóðfæra- leikarar og einsöngvarar. Skálholts- kirkjakl. 15. • Sumartónleikar í Skálholti. Messa. Hluti af henni er Missa Piccola, sem útleggst lítil messa, eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Skálholtskirkja kl. 17. • Sumartónleikar á Norðurlandi. Trompet og orgel. Þeir Egbert Lewark og Wolfgang Portugall enn á ferð. Ak- ureyrarkirkja kl. 17. Ókaypis S% Verslunarmannahelgin kemur mörgum í vand- ræði að þessu sinni. Flest- ir fá nefnilega ekki út- borgað fyrr en eftir helgi, þegar allt gaman er búið. Hvað er til bragðs? Ef sá blanki á hundraðkall og smáklink kemur vel til greina að koma sér þægilega fyrir í kaffistof- unni á Umferðarmiðstöðinni, fá sér kaffi og síðan ábót á svona fimm tima fresti, sitja þar, horfa á rúturn- ar keyra hverja af annarri á útimót- inn og meðtaka þannig andblæ mestu ferðahelgar ársins; sitja á sama stað en vera samt að ferðast. • Af hverju ekki að vera öðruvísi um helgina? Ekki vera alltaf af fylgja straumnum. Lestrarsalur Landsbókasafnsins býður hinum blanka ágætt tækifæri til þess. Á meðan allir hinir eru að vesenast við að fara út á land getur hann sest í makindum (og ókeypis) inn á lestrarsalinn og skemmt sér kon- unglega við að fletta gömlum Morgunblöðum. Einhvern tima höfum við haldið þv( fram að bóka- söfn séu getnaðarleg, góðir staðir til að mæla út hitt kynið. Það verð- ur lestrarsalurinn varla um helgina, enda Kkur á þvl að sá blanki sitji þar einn. Nema þá hann fari að skjóta sig f bókaverðinum... Myndlist ^HHnFjórir Hollendingar slá ■P^^saman og koma til íslands í staðinn fara fjórir ís- wi&uiáÉMlendingar bráðum til Hol- lands. Verk Hollendinganna hafa verið sett upp í Nýlistasafninu og eru af ýmsu tagi, en listamennirnir heita Pet- er Terhorst, Marceí Zalme, Eveline van Duyl og Willem Speekenbrink. Opið kl. 14-18. • Anima Nordica er yfirskrift sem fjórir norrænir listamenn hafa valið sér, en öll stunduðu þau nám við Va- land listaskólann í Gautaborg. Þetta eru þau Steinunn Helgadóttir, Anna Makela frá Finnlandi og Lena Hopsch og Michael Hopsch frá Svíþjóð. í sam- einingu sýna þau í Hafnarborg í Hafn- arfirði málverk, teikningar, skúlptúra og vídeóverk. Opið kl. 12-18. • Nobuyasu Yamagata er japanskur myndlistarmaður sem hefur verið bú- settur á íslandi allar götur síðan 1973. Hann lærði í málaradeildinni í myndl- sitarskólanum hér heima og hefur tek- ið þátt í sýningum í Japan. Einkasýn- ingu heldur hann í Galleríi 11 við Skólavörðustíg og sýnir þar olíumál- verk. Opið kl. 13-18. • Haraldur Jónsson er heimsborgari og fjölmenntaður kúnstner frá Frakk- landi og Þýskalandi. Hann sýnir teikn- ingar unnar á pappír á Mokkakaffi. Op- iökl. 9.30-24.30. • Ljósmyndahátíð mikil og sannan- lega samnorræn opnar í Perlunni, á Kjarvalsstöðum, í Ráðhúsinu og Kringlunni á sunnudaginn. Ef vel er talið má ætla að þetta séu í raun átta sjálfstæðar sýningar, en Ijósmyndar- arnir koma frá öllum Norðurlöndun- um, að íslandi meðtöldu. Þarna má til dæmis sjá í Ráðhúsinu myndir eftir 49 Ijósmyndara, þar af fjóra íslendinga. í Perlunni eru myndir af norðurljósum eftir Svíann Torbjörn Lövegren, sem telur ekki eftir sér að vera úti á köldum nóttum að taka myndir af þessu fyrir- bæri. Þar eru líka tískuljósmyndir eftir Torkil Gudnason tískuljósmyndara, en á Kjarvalsstöðum sýna tveir Svíar, Kenneth Sundh og Bent Waselius. • Daði, Helgi Þorgils & Tumi. Á sumarsýningu Norræna hússins leggja þeir til málverk Daði Guð- björnsson, Helgi Þorgils Friðjónsson og Tumi Magnússon. Allir eru þeir ágætir húmoristar og mála myndir sem eru fullar af skemmtilegum hug- myndum og uppátækjum — og oft svolítið sumarlegri birtu. Opið kl. 14-19. • Miklos Tibor Vaczi er Ungverji sem býr og starfar í Hollandi og hefur þar kynnst íslensku listafólki — með þeim afleiðingum að nú er hann kom- inn vestur á ísafjörð og sýnir þar þrett- án Ijósmyndaverk undir yfirskriftinni Karneval. • Sumarsýning í Hulduhólum sem standa við Vesturlandsveginn, á vinstri hönd þegar keyrt er norður, kippkorn frá Mosfellssveitinni. Þar er til húsa Steinunn Marteinsdóttir leirlistakona sem stendur fyrir sumarsýningu heima hjá sér. Þarna sýna Sveinn Björnsson og Inga Hlíf Ásgeirsdóttir málverk, Steinunn leirmuni og Sverrir Ólafsson skúlptúr. Opið lau. & sun. kl. 14-19, fim.&fös. kl 19-22. • Grétar, Jón Axel & Siggi Örlygs. Nýja galleríið í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu er alveg óvenju glæsi- legt, stórt, hrátt og bjart. Þar sýna þessa dagana Grétar Reynisson, Jón Axel Björnsson og Sigurður Örlygsson; þeir síðartöldu eru þekktir fyrir kröftug og stór verk sem ættu að sóma sér vel á veggjum gallerísins. Opið kl. 14-18. • Kjarval. Fyrir túristana, en líka fyrir okkur hin. í austursal Kjarvalsstaða hanga uppi verk eftir meistarann úr einkasafni Eyrúnar Guðmundsdóttur, sem var mikil hollvinkona Kjarvals og gaf honum oft að borða. Sýningunni lýkur um helgina. Opiðkl. 10-19. • Æskuteikningar Sigurjóns minna okkur á að enginn er fæddur lista- maður, þótt sumir hafi jú meiri hæfi- leika en aðrir. Elstu myndirnar á sýn- ingunni í Safni Sigurjóns Ólafssonar eru frá æskuárum hans á Eyrarbakka, en flestar frá árunum 1924 til 1927 þegar hann stundaði nám í Iðnskólan- um. Skemmtileg sýning og svo er allt- af gaman að koma í safnið á fallega staðnum í Laugarnesinu, úti við Sund- in blá. Opið kl. 14-17. • 2000 ára litadýrð. í kvikindisskap sagði einhver að með því að flytja inn fornar mósaíkmvndir og gamla kjóla frá Jórdaníu hefði Beru Nordal tekist að breyta Listasafni íslands í Þjóð- minjasafn. Svona aðfinnslur eiga þó varla rétt á sér því sýningin er sérdeil- islega falleg og hefur orðið fjarska vin- sæl. Kjólarnir minna að sönnu á það tímabil í tískunni sem kennt er við hippa og mussur, en við mósaík- myndirnar getur maður látið sig dreyma, langt aftur í rómverska og ar- abíska forneskju. Sýningin hefur verið framlengd og stendur fram á sunnu- dag .Opiðkl. 12-18. • Jón K.B. og Kristmundur eru Sig- fússon og Gíslason og sýna myndverk austur á Laugarvatni, í Húsmæðraskól- anum og Menntaskólanum. Krist- mundur sýnir akrýlmyndir, en Jón náttúrumyndir sem hann hefur gert með pastellitum, bleki og tússi. CRODDA HÁLSTAU Þótt áfyllanleg hálsmen afýmsum toga kunni að verða mest notaða hálstauið um verslunarmannahelgina munu hin hef- bundnari sennilega ná aftur tökum á fólki þegar frá líður þessari mestu ferðahelgi árs- ins. Groddaraleg hálsmen í ýmsu formi eru um þessar mundir að slá i gegn, bæði stutt og sið, krossar, perlur, skeljar, kúlur, plötur, spelgar, eðlur og svo mætti áfram telja. Með dragt- inni og kjólunum fer betur að hafa perl- urnar og það sem er örlitið fíngerðara. En með hippamussunum og leður- vestunum og -jökkunum er meira grúví að hafa grófar keðjur með ýmsum furðuhlut- um hangandi á. Þessari háls- menatisku fylgja auðvitað grófír hringir. Þeirsem hafa meira fé milli handanna en sót- svartur almúginn hafa margir hverjir leitað tilJens gullsmiðs og félaga hans sem smíðað hafa grófa skartgripi á óvægu verði. D,AMM LANDSLIÐ Eyjólfs Kristjánssonar tónlistarmanns í fimmta til sjötta sæti eru Guffi og Gulia á Jónatan Livingstone Máv/. Guðvarður er sérstaklega góður djammari. í fjórða sæti set ég Lindu Pé. fegurðardrottningu. Hún er manneskja sem kann að skemmta sér. Hún virðist hafa efni á því að djamma vel. í þriðja sæti er Björn Jörundur Friðbjörnsson í Ný danskri. Hann er skemmtilegur djammari sem getur djammað endalaust. Hann má passa sig aðeins á því að drekka ekki of mikið. í fyrsta og annað sæti langar mig að setja Reyni Kristinsson í Tangó og sambýliskonu hans Helenu Jónsdóttur. Reynir er einn af þeim sem fer aldrei yfir strikið og er alltaf skemmtilegt að djamma með. Einhver skemmtilegustu partý sem ég hef farið í eru til Reynis og Helenu. FERÐABARINN Kjöt og kötsúpa hjá ömmu áð- ur en lagt er af stað. Frá ömmu er farið með helgar- útgáfu af „bitter sóda“ sem sam- anstendur af campari og sóda (fif- tí/fiftí) og fjórum appelsínusneið- um. Eftir nokkra svona verður þú mjög glaðbeittur og fyndinn og til- búinn til að finna réttasta stæðið fyrir tjaldið og vínkjallarann. Þegar það er afstaðið er tilvalið að skjóta upp nokkrum ffeyðivín og halda reisugilli með reisn. Nú er farið að skyggja og mað- ur dregur fram fjögurra Iítra háls- menið sem er fyllt með uppá- haldsblöndunni „vodka og kók“ og fer að kanna staðhætti og kennileiti. Skyndilega skellur á svarta myrkur og áhrifin leita fullmikið á þig og kjötsúpan hennar ömmu fer að sjóða á ný. Þegar þú hefitr smúlað kjötsúp- unni af tjaldi nágrannans með freyðivíninu úr reisugillinu, hress- istu nokkuð og svolgrar í þig ein- um pela af Southern Comfort sem setur sitt mark á kirtlastarf- semi náttúrunnar. Nú halda þér engin bönd og pelinn er kláraður. Upp frá því verða ógeðslegir hlutir fallegir og kirtlamir í fimmta gír. Snefilefnin úr áfengi gærdags- ins vekja þig með eigin smíðatól- um á óþyrmilegan hátt en þú ert þakklátur því hryllingurinn sem liggur ofan á þér með opið ginið og andar frá sér íslenskri brenni- víns- og Bananabols-gufu er rænulaus. Þú sérð Jagermeister í hilling- um og hann verður að raunveru- leika þegar á heimaslóð er komið og 16 brauðsneiðar í fljótandi formi (5 bjórar) koma í kjölfarið. Andfylan fer óneitanlega í taug- amar á nærstöddum gæslumanni svo þú opnar eina flösku af „Pe- ach“ bragðmiklum ferskjulíkjör til að verða ekki vikið af svæðinu. Nú er „Súper-blandan" komin í hálsmenið ásamt vænum Tequila- slurk og ermamar færast upp fyrir olnboga og fimm efstu tölumar á skyrtunni þrengja fttllmikið að. Þú ert mættur! Kjafishöggin sem þú áttir skilið vöktu þig og þú grípur til þess ráðs að hressa upp á kroppinn með kaffibollum og Sambuca Ro- mana-snöfsum. Þú verður stálsleginn þegar allir em búnir að koma sér fynr í tjöld- um hvors annars að dreypa á Southern Comfort. Vínsí^ápurinn 1 Campari 1 Freyðivín 3til4Vodka 1-2 pelar Southem Comfort 21 mini Jagermeister bitter 4 kippur flotbrauð (bjór) maður verður að nærast líka 1 Peach ferskjulíkjör 1 Tequila 1 Sambuca Romana 3 sætar hvítvín 3 pakkar Underberg Innveggir gámsins frá Eimskip vekja þig úr „black out“-inu dag- inn eftir og ein kippa af flotbrauði fær þig til að hneppa að þér. Dag- urinn líður í hvítvínsfláka og þú ert„ligeglad“. Nú er vínkjallarinn tæmdur og komið fyrir í meninu góða sem hefur breytt um lögun vegna efna- samsetningarinnar. Niður skal það! Það er mikilvægt því nú dregur að leikslokum. Niður fór það og hvað gerðist svo??? HVAÐVANT- AR REYKJA- VÍKTIL ÞESS AÐ VERÐA HEIMSBORG? Sushi-bar! Tex-mex veitingastaði! Sígarettusölukassa með 10 metra millibili! Eina vínbúð á hvert götuhom sem er alltaf opin! Næ-hæ-hæ-txn-klúbba sem loka aldrei! Almennilega kinverska, ind- verska og líbanska veitinga- staði! Dúfur og kanínur á hvem einasta matseðil! Gosbrunn í Austurstrætið! Fomar virðulegar byggingar, samræmdan byggingarstíl — dómshús! Neðanjarðarlestarkerfi fyrir neðanjarðarhagkerfið! Fleiri götusala — fatlaða! AUar stóm, alþjóðlegu ferða- skrifstofumar! Kínversk þvottahús — hreinn þvottur fyrir engan pening! Vændishverfi — nema hvað! Kauphöll! Lúxushótel! McDonald’s! Fleiri á reiðhjól — hjólastíga! Gamalt drykkjarvatn — sem hefur verið notað að minnsta kosti 9 sinnum! Alþjóðanlegan flugvöll í Reykjavík! Meiri mengun — stórborgar- loft! Heita opinbera umfjöllun um einkamál ráðherra og þing- manna! Troðfulla strætisvagna á hverjum morgni! Áberandi sumarrómantík! Date! Tívolí með töfrateppi! Upptroðara í Austurstrætið! Betlara! Útikaffihús! Virðulegar kirkjur! Borgartákn! Innflytjendur — Arabana og Tyrldna í Breiðholtið! Kebab og Gyðingapítur! Ástarbáta á tjömina! Einn næturklúbb með „transvestshow11 að minnsta kosti þrisvar á nóttu! Leyfa bjórdrykkju allan sól- arhringinn á götum úti.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.