Pressan - 13.08.1992, Blaðsíða 14

Pressan - 13.08.1992, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR PRESSAN 13.ÁGÚST 1992 Barn hlýtur varanleg örkuml í fæðingu vegna mistaka starfs- fólks fæðingardeildar Land- spítalans. Foreldrunum er neitað um skýringar á því hvað fór úrskeiðis. Árið 1980 fæddist drengur á fæðingardeild Landspítalans. Allt þar til hann fæddist benti ekkert til annars en hann yrði eðlilegt og heilbrigt barn. Sig- fús Daði varð hins vegar 100% öryrki frá fæðingu vegna þess sem Hæstiréttur úrskurðaði tæpum níu árum síðar að hefði verið röð mis- taka starfsfólks fæðingar- deildarinnar. Þegar ljóst varð hve alvarlega Sigfús Daði var skaddaður vildu foreldrar hans fá að vita hvað hefði far- ið úrskeiðis. Þegar þau fóru að spyrjast fyrir ráku þau sig hins vegar á vegg: Enginn innan spítalans var tilbúinn til að gefa þeim greinargóð svör um það sem gerðist. Þau fóru á endanum í mál, sem þau unnu í undirrétti, áfrýj- uðu til Hæstaréttar og unnu það þar líka. í héraðsdómi í Reykjavík er nú eitt mál til af- greiðslu vegna fæðingarslyss á Fæðingarheimili Reykjavík- ur og í vetur var Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri sýkn- að af ákæru um meint mistök við fæðingarhjálp. Því máli hefur verið áfrýjað til Hæsta- réttar. Það er ekki alltaf auðvelt að eiga við lækna og starfsfólk í heil- brigðiskerfinu. Það vita foreldrar Sigfúsar Daða. f dómi Hæstaréttar í málinu kemur skýrt fram að skýrslur lækna sem fengnir voru til að gefa álit sitt voru langt því frá að vera hlutlausar. Blaðamaður PRESSUNNAR rak sig líka á vegg þegar reynt var að fá Olaf Ólafsson landlækni til að tjá sig um málið. f upplýsingum frá embættinu kem- ur fram að frá árinu 1985 hafi því borist 12 kærur vegna fæðinga. Þar af hafi þrjú mál verið afgreidd með dómi, þrjú séu til dómsmeð- ferðar, einu máli sé ólokið, fjögur mál hafi verið afgreidd sem óhappatilvik og að einu máli hafi lokið með sáttum. Landlæknir var gersamlega ófáanlegur til að skýra nánar frá þessum málum eða tjá sig um þau. Sagði að með því bryti hann trúnað. OFTAST SÆST Á BÆTUR Þeir sem PRESSAN ræddi við voru flestir sammála um að í flest- um málum sem upp kæmu væri sæst á bætur. Mál fara sjaldan fyr- ir dómstóla, kannski af því fæstir eru sérlega öruggir frammi fyrir læknum. Starf þeirra er svo sér- tækt og okkur langar til að treysta þeim. Og getum það sem betur fer oftast. En læknar eru mannlegir, þeir geta gert mistök. Fyrir þann sem fyrir þeim verður eru þau sár. Ekki síst þegar þau hafa áhrif á allt líf einstaklingsins frá fæðingu og fjölskyldu hans. Læknar eru affur á móti tregir til að ræða þessi mál, það viðurkennir Þórður Harðar- son, sem á sæti í læknaráði. „Þeir eiga að vera tregir til að ræða mál einstakra sjúklinga." Sem betur fer virðist oftast vera hægt að sættast á bótaskyldu heil- brigðiskerfisins þegar mistök eða slys verða og ekki er langt síðan stofnaður var svokallaður sjúkra- tryggingasjóður. Úr honum eru greiddar bætur ef fólk verður fyrir tjóni á opinberri heilbrigðisstofri- un. Þegar ekki er sæst á bætur er lítið annað að gera en fara í mál. Aðgerð fylgir alllaf viss áhætta Samkvæmt upplýsingunr frá Landlæknisembættinu berast þangað árlega 150-200 kvartanir og kærur. Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir segir að þessi mál séu af ýmsurn toga og alls ekki alltaf alvarleg. „Almenn dæmi eru t.d. mál er varða fram- komu læknis. Sjúklingi finnst hann kannski hafa verið hrana- legur. önnur mál eru síðan hrein- lega byggð á misskilningi sem auðvelt er að leiðrétta," segir Matthías. Landlæknir úrskurðar ýmist sjálfur beint um mál sem til emb- ættisins berast eða vísar þeim til umsagnar læknaráðs. Af 45 mál- um varðandi meint mistök sem afgreidd voru af landlækni og læknaráði á tímabilinu 1989-1991 var í 19 tilfellum áætl- að að um mistök hefði verið að ræða og í 2 tilfellum trúlega mis- tök. „Það gerir enginn læknir bein mistök í lögfræðilegum skilningi, en með því er átt við eitthvað sem hann hefúr ætlað sér að gera. Það er frekar ef hann hefúr ekki farið eftir viðteknum siðum og venj- um, sem hægt er að ræða um mistök, og þegar læknir er ásak- aður um þau er byrjað á að at- huga hvort sú hafi verið raunin. Ef svo er ekki þá hvort vítavert kæruleysi eða gáleysi hafi verið sýnt. En það getur líka gerst að að- gerð heppnist ekki, án þess að hægt sé að benda á eitthvað sér- stakt sem farið hefur úrskeiðis, t.d. ef sjúklingur fær sýkingu. Það þarf líka að taka með í reikning- inn að aðgerð fylgir alltaf viss áhætta og því er mikilvægt að læknir skýri sjúklingnum frá þessari áhættu ef aðgerð skyldi ekki fara á besta veg,“ segir Matt- hías. Þú nefiiir að ef aðgerð lieppnast ekki geti verið erfitt að benda á að eitthvað sástakt liafifarið úrskeið- is. Það gerir auðvitað stöðu sjúk- lingsins erfiða, ef hann telur að mistök hafi áttsérstað. „Það er rétt að sönnunarbyrð- in í svona málum getur verið erf- ið.“ Hvemig tekur Landlxknisemb- ættið á kœrum sem fram koma vegna lœkna efsektsannast? „Viðkomandi lækni er send aðvörun eða áminning. Ef um al- varlega áminningu er að ræða er hún einnig send ráðherra og ef brotið er endurtekið gerir land- læknir tillögu til ráðherra um sviptingu læknaleyfis."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.