Pressan - 13.08.1992, Blaðsíða 15

Pressan - 13.08.1992, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 13. ÁGÚST 1992 15 Að minnsta kosti ef mistökin virð- ast nokkuð augljós, eins og í máli Sigfúsar Daða. HEILASKAÐIVEGNA SÚR- EFNISSKORTS Það sem vekur mesta athygli í máli Sigfúsar Daða eru skýrslur lækna, sem fengnir voru til að rannsaka málið og segja álit sitt. Þeir virðast gera allt sem þeir geta til að halda verndarhendi yfir starfsbræðrum sínum. Þegar móðirin, Bryndís Hall- dóra Bjartmarsdóttir, kom á fæð- ingardeild Landspítalans 12. októ- ber 1980 kom í ljós við skoðun að fóstrið virtist vera í óreglulegri stöðu. Við röntgenmyndatöku kom í ljós að það var í svokallaðri þverlegu (höfuðið sneri upp og fætur voru jafhhátt höfði). Læknir ákvað þá að framkvæma ytri vendingu, sem á venjulegu máli þýðir að snúa fóstrinu. Klukku- tíma síðar var Bryndís Halldóra tengd við sírita sem sýnir hvort tveggja, samdrætti í legi konunnar og hjartslátt barnsins. Eftir á að hyggja töldu bæði hún og Guð- laugur R. Guðmundsson sig bæði hafa séð að verulega hefði hægt á hjartslætti fóstursins þegar sam- drættir urðu í leginu. Hvort það var innan hættumarka eða ekki verður hins vegar ekki sannað því strimillinn úr síritanum týndist. Tveimur tímum síðar féll nafla- strengur sýnilega fram, sem þýðir að mikil hætta er á að lífsamband fóstursins við fylgju móðurinnar rofni, en fóstrið fær m.a. súrefni um naflastrenginn. Samkvæmt ffásögn foreldr- anna voru fýrstu viðbrögð læknis- ins þau að vilja ffamkalla fæðing- una með sogklukkum, þótt út- víkkun væri ekki fullnuð. Nokkur tími fór í að hugleiða þetta, en úr varð að gerður var keisaraskurður og náðist barnið út 40 mínútum síðar samkvæmt vitnisburði foreldra, en 33 mín. samkvæmt skýrslum. Hvort heldur sem var, er tíminn óeðlilega langur þar sem öll skilyrði voru hin bestu til keis- araskurðar. Engin skýring hefur fengist á því hvers vegna ekki tókst að ná barninu út fyrr. f ljós kom að það hafði hlotið alvarleg- an heilaskaða vegna súrefnis- skorts. Sigfús Daði var algjör ör- yrki og dvaldi á sjúkrastofnun þar til hann andaðist, 22. júní 1987. SÖNNUNARGAGN TAPAST Eins og ffam kemur í viðtali við Bryndísi Halldóru hér annars staðar á síðunni voru yfirmenn spítalans ekkert alltof viljugir til að gefa henni og föður Sigfúsar Daða upplýsingar um hvað hefði farið úrskeiðis. f dómi bæjarþings Reykjavíkur kemur líka fram að svör við fyrirspurnum voru lengi að berast. Bryndís og Guðlaugur skrifuðu stjórn Ríkisspítalanna fyrst bréf 28. júní 1981, þar sem þau fóru ffam á rannsókn á mál- inu. Þau fengu svar rúmu hálfú ári síðar. f millitíðinni réðu þau Jón Steinar Gunnlaugsson sem lög- ffæðing sinn, í þeirri von að það myndi eitthvað flýta afgreiðslu málsins. Stjórnin óskaði eftir greinar- gerð ffá þáverandi forstöðumanni kvennadeildar Landspítalans og umsögn frá læknaráði spítalans, sem leitaði til þriggja sérffæðinga um álit. Stjórn læknaráðs byggir svar sitt á skýrslum þessara lækna og segir að ekki sé hægt að benda á nein augljós læknisffæðileg mis- tök, en að þeir telji að konan hefði átt að tengjast sírita strax eftir að ytri vending var gerð, því fæðing- in var afbrigðileg. Þegar foreldr- arnir ákváðu síðan að fara í mál árið 1984 — þá hafði bótaskyldu verið hafnað af fjármálaráðuneyt- inu — kom í ljós við gagnaöflun að strimillinn úr síritanum, sem Bryndís hafði verið tengd við, var horfinn. Hann var talinn skipta miklu máli við mat á sök starfs- manna fæðingardeildarinnar í málinu. Strimillinn hefði getað skorið úr um hvort rangt var að framkvæma ekki keisaraskurð strax, ef óeðlilega mikið hefði hægt á hjartslætti barnsins við legsamdráttinn. Vegna óeðlilegrar legu fóstursins er talið að koma hefði mátt í veg fýrir slysið ef tekin hefði verið ákvörðun um að gera keisaraskurð strax. HLUTDRÆGT ÁLIT LÆKN- ANNA Engin augljós mistök, segir læknaráð Landspítalans í áliti sínu, sem það byggir á skýrslu þriggja sérffæðinga. I dómi bæjar- þings Reykjavíkur er aftur á móti vakin athygli á því að hvergi sé beinlínis minnst á það í skýrsl- unni að strimillinn úr síritanum sé horfinn og að ekki verði séð af skýrslunni að læknamir hafi leitað upplýsinga um orsakir þess. Einn- ig að ekkert sé „talað“ um hjart- slátt bamsins fyrr en eftir að nafla- strengur hafi fallið fram og þeir geti því ekki dæmt um hvort ein- hver viðvörunarmerki hafi komið ffam hjá baminu sem boðuðu það sem á eftir kom. Þá segjast lækn- arnir álíta að eftirliti með fæðing- unni hafi ekki verið jafnábótavant og ætla mætti af lestri sjúkraskrár- innar, en hér sé aftur á móti fýrst og ffemst um lélega sjúkraskrá að ræða! „Hvernig í ósköpunum geta höfundar gefið svona álit?“ segir í dómnum. Þá vekur einnig fúrðu sá hluti álits læknanna þar sem vikið er að réttmæti þess að framkvæmd var ytri vending: Við teljum að ekki sé hægt að segja að hér sé ranglega að verki staðið, enda tókst þessi vending. Og viðbrögð dómsins: Hvemig geta þeir hér fullyrt þetta þegar þeir rétt áður hafa sagt að þeir geti ekki dæmt um, hvort ein- hver viðvörunarmerki hafi komið fram hjá barninu eftir ytri vend- inguna. Læknamir láta líða hjá að bera saman áhættuna við ytri vendingu og við keisaraskurð strax. Skal í þessu sambandi haft í huga að þeir eru búnir að segja í áliti sínu að sérstakrar aðgæslu hafi verið þörf með tilliti til barns- ins eftir vendinguna. Þetta var ekki eina furðulega skýrslan ffá læknum sem dómur- inn hafði við að styðjast. Þáver- andi forstöðumaður kvennadeild- arinnar virðist einnig hafa gert allt til að vernda starfsbræður sína í þessu máli. Hann segist sjálfur ekkert vita um hvort ömggt eftirlit hafi verið við fæðinguna, en eykur svo við staðhæfingar um að svo hafi verið, eftir því sem hann gefur offar álit og réttlætir gerðir starfs- fólksins sem var viðstatt. f dómn- um segir að vissa forstöðumanns- ins um öruggt eftirlit hafi farið smávaxandi eftir slysið og að hvergi sjái þess merki í skýrslum hans, að hann viðurkenni a.m.k. að vanræksla á skráningu eftirlits sé ámælisverð. Og niðurstaða dómsins um all- ar greinargerðir læknanna er að þær beri það ekki með sér að verið sé af heiðarleika og einurð að leita að raunverulegum orsökum hins hörmulega slyss við fæðinguna. Þvert á móti virðist gengið mjög Fannst betta koma okkur við Bryndís Halldóra Bjartmars- dóttir er móðir Sigfúsar Daða Guðlaugssonar. Hún segir að aðdragandi þess að hún og faðir drengsins, Guðlaugur Rúnar Guðmundsson, ákváðu að fara í mál hafi verið tregða fólks innan spítalans til að veita þeim upp- lýsingar um hvað fór úrskeiðis í fæðingunni. „Við töluðum við starfsfólk sem fannst þetta hörmulegt og sagði að þarna hefði bersýnilega eitthvað farið úrskeiðis. Sumir tóku svo sterkt til orða að hand- vömm og klaufaskap væri um að kenna að svona fór,“ segir Bryn- dís Halldóra. „Þegar við síðan létum í það skína að við hygðumst gera eitthvað í málinu dró fólk í land, taldi opinbera umfjöllun ekki þjóna hagsmunum eins né neins. Þó skal tekið fram að enginn reyndi að banna okkur að opinbera þetta, en við vorum lött til þess. Á þessu stigi málsins vorum við ekki að hugsa um málshöfðun. Við fórum og töluðum við forstöðumann fæðingardeildar- innar, en vorum ekki ánægð með viðtökurnar og fannst við fá loðin svör. Við kynntum okkur því málið með því að lesa okkur til í fæðingarffæði og töluðum síðan við lögfræðing. Ekki heldur þá með það í huga að fara í mál, heldur vildum við að gerð yrði rannsókn innan spítalans. Okk- ur fannst við eiga rétt á því að fá einhverja greinargerð um það hvers vegna fór sem fór. Að við fengjum eitthvað að vita, því okkur fannst þetta koma okkur við. En það var eins og ráða- mönnum stofnunarinnar fyndist þetta vera sitt mál, en ekki okk- ar. Við ættum að sætta okkur við yfirborðskenndar skýringar. Við fengum því lögfræðinginn í þetta til að hjálpa okkur að ná í upplýsingarnar. Þegar hann fór af stað rak hann sig líka á hvað þetta gekk seint og treglega. Við fengum ekki upplýsingar sem við töldum okkur eiga rétt á að fá, eins og fæðingarskýrsluna mína. Það gekk mjög illa að fá þá skýrslu. Eins og ég sagði, þá ætluðum við ekki í mál fyrst þegar við töl- uðum við lögffæðinginn. Eneft- ir því sem við töluðum oftar við hann kom betur og betur í ljós að við fengjum ekki, að okkar mati, fullnægjandi svör við því hvað þarna gerðist, nema hrein- lega höfða mál. Lögfræðingur- inn var líka fýlgjandi því að við færum í mál og fannst fúll þörf á að þetta færi fyrir dómstóla og í gegnum kerfið. Við ákváðum því að láta reyna á þetta fyrir dómstólum, ekki bara okkar vegna heldur ekki síður í þeirri trú að málshöfðun sem þessi veiti opinberum stofnunum aðhald og hafi hugsanlega fyrir- byggjandi áhrif.“ langt í að reyna að bæta hlut starfsfólksins. SJÚKRAHÚS SÝKNAÐ Það er erfitt að dæma í málum um meint mistök lækna nema leita álits hjá öðrum læknum, sér- ffæðingum. Þess vegna Ieita dóm- arar alltaf til læknaráðs þegar þeir þurfa að fá svör við ákveðnum spurningum sem vakna við með- ferð slíkra mála. En er læknaráð hlutdrægt? Ekki segir Þórður Harðarson, sem átt hefur sæti í ráðinu í tíu ár. „Það lá það orð á ráðinu hér áður fyrr að það væri hlutdrægt, en það er mjög erfitt að ásaka ráð- ið um það lengur," segir Þórður. „Ráðið lendir aftur á móti stund- um í vanda, þegar dómari leggur fýrir það spurningar sem ekki eru vel orðaðar. Ef þeim er svarað beint út, þá hjálpar það málinu ekki alltaf áleiðis. Ráðið er ekkert að gaspra meira en það þarf. Það er því mikilvægt að spumingarnar séu rétt orðaðar." Þórður heldur því reyndar ffam að svörin hafi lengst, en þó virðast stutt svör ennþá vera einkenni á ráðinu. Það sést þegar lesinn er dómur í máli Sigfúsar Daða og líka þegar lesinn er dómur sem kveðinn var upp í Bæjarþingi Ak- ureyrarívor. Það mál var höfðað gegn Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri vegna meintra mistaka starfsfólks sjúkrahússins þegar barn varð fyr- ir súrefnisskorti í fæðingu fyrir átta ámm. Sjúkrahúsið var sýknað af ákærunni, en málinu hefúr ver- ið vísað til Hæstaréttar. í stuttu máli var þarna um að ræða eðilega meðgöngu, nema hvað móðirin var orðin 37 ára og hafði aðeins átt eitt barn áður, sextán árum fyrr, og var það frem- ur erfið fæðing. Barnið fæddist líf- vana, en var lífgað við og er í dag 100% öryrki. Með ástand og for- sögu móðurinnar í huga álitu stefnendur að sérfræðingur í fæð- ingarhjálp og barnalæknir hefðu átt að vera viðstaddir fæðinguna, en engar ráðstafanir voru gerðar til þess. í áliti ff á læknaráði kemur ffam að það telur að hefðu slíkar ráðstafanir verið gerðar hefði mátt greina hættuástand fyrir fæðing- una og hægt að minnka líkur á heilasbiða bamsins ef barnalækn- ir hefði verið viðstaddur til að gera lífgunartilraunirnar. Dómurinn komst hins vegar að þeirri niður- stöðu að ekki hefði verið um van- rækslu eða gáleysi starfsmanna að ræða, jafnvel þótt viss atriði „hefðu mátt fara betur við þessa fæðingu“. Það má kannski taka fram að tveir meðdómendur í málinu vom læknar. Svo er alltaf í svona málum Margrét Elísabet Ólafsdáttir

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.