Pressan - 13.08.1992, Blaðsíða 19

Pressan - 13.08.1992, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR PRESSAN 13.ÁGÚST 1992 19 E R L E N T Yitzhak Rabin er á góðri leið með að koma í verk því sem kjósendur hans ætluðust til og líka því sem Bandaríkjamenn og Vesturlönd vildu að hann gerði. Þannig hefur Rabin á stuttum tíma risið úr ösku- stónni; þessi stjórnmálamaður sem hafði orð á sér íyrir að vera drykkfelldur og enginn bjóst við miklu af er búinn að taka örlítið skref inn í mann- kynssöguna. Ennþá er mjög langt í land, en flest bendir til þess að óvildarmenn hans, sem sögðu að hann rnyndi litlu breyta, hafi farið villir vegar. Síðustu dagar hafa verið fyrsta prófraun Rabins. Hann hefur þurft að sannfæra Bandaríkja- menn um að ísraelsmenn séu verðir efnahagsaðstoðar sem þeir þurfa sárlega á að halda. I því skyni hefur hann stöðvað frekara landnám gyðinga á Vesturbakkanum og reyndar ekki skirrst við að beita her- valdi til að reka ákafa land- nema burt. Við lítinn fögnuð heittrúaðra hefur hann látið loka skóla sem ofstækisfullir gyðingar höfðu sett upp í hverfi múslima í Jerúsalem. Og nú hefur hann líka tilkynnt að afnumin verði lög sem meina ísraelsmönnum að hafa sam- skipti við meðlimi frelsissam- taka Palestínumanna, PLO. Eftir formyrkvun Shamirs-tím- ans veit Rabin að hann þarf líka að reyna að ganga í augun á PLO, sérstaklega ef eitthvað á að verða úr friðarráðstefnunni sem hefst í Washington eftir svona þrjár vikur. Því hefur hann gefið í skyn að innan tíð- ar muni ísraelsmenn Ieggja fram áætlun um takmarkaða sjálfstjórn Palestínumanna. Fyrr í vikunni uppskar Rabin svo fyrstu laun erfiðis síns. Ge- orge Bush Bandaríkjaforseti tók honum með vináttu og hét láni upp á 10 milljarða dala. Bush veit líka að diplómatískur sigur í mið-austurlöndum gæti reynst dýrmætur í vonlítilli baráttu fyrir endurkjöri. DIE#WELT Hvað aðhefst NATO? Ætlar NATO að halda áfram að horfa álengdar á stríðið í Júgóslavíu? Hvaða þýðingu hefúr rándýrt hemaðarbandalag, sem ætlað er að tryggja öryggi í Evrópu, ef það horfir aðgerðalaust á ffiðinn rofinn og gmndvall- armannréttindi brotin? Er bandalagið líkt og forneðla, sem þekkir ekki vitjunartíma sinn og getur ekki horfst í augu við breyttan raunveruleika? Svona spyr almenningur, sem í sjónvarpi og blöðum fylgist með ein- hverju óhugnanlegasta stríði í seinni tíma sögu Evrópu. Fólk hefur - áhyggjur, en það er líka fúllt af óþolinmæði og vandlætingu. Síðan ófrið- urinn braust út á síðasta ári hefur samfélag þjóðanna reynst vera marg- klofið og getulaust, þetta á jafnt við um Sameinuðu þjóðirnar, RÖSE, NATO og Evrópubandalagið. Þessi samtök bera ábyrgð á því að málin fengu að þróast jafnlangt og raunin er í Suðaustur- Evrópu. Hvað er NATO að gera með öll sín vopn og mannafla? Líklega er bandalagið of upptekið við að halda leynifundi í Bmssel. JS/laður vikunnar Yitzhak Rabin Sómalía Hörmungarnar meðal hinnar sveltandi þjóð- ar við austurströnd Afríku eru ólýsanlegar, en um þriðjungur íbúa landsins stendur nú frammi fyrir dauðan- um. Öðruvísi en áður þegar hungursneyðir hafa ríkt í Afríku hefur hinn vestræni heimur ekki veitt ástandinu í Sómalíu neina athygli og horfir nær aðgerða- laus upp á milljónir manna svelta í hel. Frá því að Siad Barre forseta var steypt af stóli í ársbyrjun 1991 hefur ríkt algjört upplausnar- ástand í Sómalíu og ekkert lát virðist ætla að verða á ósköpun- um. f stríðinu sem geisað hefur hafa um 40 þúsund Sómalir látið lífið eða slasast. Ofan á bætist svo hungursneyðin sem þegar hefur dregið þúsundir manna til dauða og er talið að um þriðjungur íbúa landsins, tvær milljónir manna, láti lífið innan skamms ef ekki verður komið til hjálpar hið fyrsta. Þegar hungursneyðin mikla geisaði í Eþíópíu um miðjan ní- unda áratuginn áttu Afríkubúar samúð alls heimsins og var meðal annars efnt til stærstu popphljóm- leika allra tíma, „Live Aid“, til styrktar hinni sveltandi þjóð, eins og frægt er orðið. En nú er aldeilis annað upp á teningnum. Fáir hafa veitt hörmungunum í Afríku at- hygli og er engu líkara en Sómalía sé gleymd með öllu. Margar Vesturlandaþjóðir munu vera orðnar langþreyttar á því að rétta hrjáðum Afhíkubúum hjálparhönd vegna stöðugra þurrka, hungursneyða, borgara- styrjalda og valdarána og eru farn- ar að efast um að aðstoð þeirra beri nokkurn árangur. Auk þess hefur Evrópa nú sitt eigið stríð að hugsa um og þar er víst nóg um hörmungar. Evrópubúar eiga auðveldara með að finna til sam- kenndar með nauðstöddum á Balkanskaganum en hinni svelt- andi þjóð í Afríku. Því eiga íbúar Bosníu-Herzegovínu alla samúð vestrænna ríkja en ógnarástand- rnu í Sómalíu er lítill gaumur gef- Butros Butros Ghali, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefúr gagn- rýnt þetta afskiptaleysi harðlega; öll mannslíf séu jafndýrmæt og ekki sé hægt að horfa framhjá hörmungunum í Afríku einungis vegna þess að Júgóslavía standi okkur nær. Öryggisráð Samein- uðu þjóðanna var fljótt að bregð- ast við þessari gagnrýni og skipu- leggja flutning og dreifmgu hjálp- argagna handa hinni sveltandi Afríkuþjóð. Er friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna ætlað að annast matvæladreifinguna og reyna að stilla til friðar í landinu. Starfsmenn alþjóðadeildar Rauða krossins sem eru við störf í Sómalíu eru á einu máli um að harmleikurinn þar sé sá mesti sem þeir hafi upplifað. Einn þeirra, sem unnu við hjálparstörf í Eþíópíu í hungursneyðinni miklu 1984 til 1985, segist ekki hafa haldið að hann ætti eftir að upp- lifa slíka eymd aftur. Annað hafi þó komið í ljós. Sómalía sé nú einna líkust helvíti og enginn hefði getað trúað því að heimur- inn ætti eftir að horfa upp á slíkar hörmungar aðgerðalaus. Minnisvarði um nasista? Mikill kurr er nú í Þjóðverjum vegna loftvarnabyrgis nasista sem fundist hefur skammt frá Bran- denborgarhliðinu í Berlín og ýms- ir vilja að gert verði að minnis- varða. Viku áður en heimsstyrj- öldinni síðari lauk flúðu SS-sveitir Hitlers loftvamabyrgið þegar sýnt var í hvað stefhdi og komu Rússar því að byrginu tómu. Skömmu síðar lokaðist inngangur loft- varnabyrgisins í sprengingu og það féll í gleymsku. Fyrir tveimur árum uppgötvaðist það svo fyrir algjöra tilviljun og hafði þá hvflt í skjóli Berlínarmúrsins í 45 ár. Nasistarnir höfðu greinilega yfir- gefið byrgið í hasti og skilið allt eftir, vopn og persónulegar eigur. Það sem mesta athygli vakti voru þó myndir sem undirmenn Hitl- ers höfðu málað á veggi byrgisins í frístundum sínum. Og nú rífast menn um hvað gera eigi við byrg- ið. Sumir vilja reisa þar minnis- varða sem opinn verði almenn- ingi. Aðrir, meðal annars samtök gyðinga í Berlín, eru ævareiðir og orðlausir af hneykslun yfir þeirri hugmynd og krefjast þess að loft- varnabyrginu verði lokað og öll ummerki um nasista afmáð.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.