Pressan - 13.08.1992, Blaðsíða 20

Pressan - 13.08.1992, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR PRESSAN 13. ÁGÚST 1992 R L E N T Ólofaður auð- kýfingur Hann var strax byrjaður að fikta í tölvum 13 ára gamall, þegar tölvubyltingin var rétt að hefjast. Nú, meira en tuttugu árum síðar, er hann talinn ríkasti maður Bandaríkjanna — en ennþá sami tölvukallinn. Auðæfi Bill Gates eru metin á um 500 milljarða ís- lenskra króna og þá aura hefur hann að mestu leyti grætt á hlut- deild sinni í uppfinningum á borð við tölvukerfm Microsoft og Windows. En Gates er ekki hópi þeirra auðkýfmga sem sækja veisl- ur og velta sér upp úr munaði. Að vísu á hann sveitasetur með hundrað herbergjum í nágrenni heimaborgar sinnar, Seattle. Og þar eru ýmis leiktæki, þar á meðal tólf sportbílar. En sjálfur segir hann að peningar hafi ekki mikla þýðingu fyrir sig; honum finnst ennþá skemmtilegast að sitja við tölvuskjá, en annars les hann sér til um mannkynssögu. Og þessi forríki maður er enn ólofaður. Það hafa ekki heyrst neinar kvennafarssögur af honum þótt hann sé orðinn 36 ára. Ris og fall Bernards Tapie Bernard Tapie hefur lengi verið einn umtal- aðasti maður í Frakklandi. Fyrir stuttu neyddist hann til að segja af sér ráðherra- embætti vegna hneykslismáls. Skömmu síð- ar varð hann að selja meirihluta sinn í íþróttafyrirtækinu Adidas. En Tapie er varla dauður úr öllum æðum. „Ég ber fullt traust til hans, ég trúi að hann sé heiðarlegur, hann er sigurvegari í eðli sínu,“ sagði Pierre Bérégovoy þegar hann tók við sem forsætisráðherra Frakk- lands í apríl. Hann var að bera blak af nýjum ráðherra borgar- mála, milljarðamæringnum Bern- ard Tapie. Bérégovoy vissi líkt og flestir að ýmsar gjörðir Tapies gátu orkað tvímælis. Fótboltaliðið hans, Mar- seille, hefur sætt rannsókn vegna skattsvika og ýmislegt hefur þótt athugavert í bókhaldi eignar- haldsfélags Tapies. En eftir að Sósíalistar höfðu ekki fengið nema 18 prósent atkvæða í kosn- ingum gat varla sakað að taka Madonnu halda engin bönd Einn lykillinn að velgengni söng- konunnar Madonnu undanfarin ár er líklega sá að hún er alltaf reiðu- búin að ganga fetinu lengra en fyrr; þegar íjölmiðlarnir eru að fá leið á henni finnur hún upp á einhverju sem neyðir þá til að sýna henni at- hygli á nýjan leik. Yfirleitt fækkar hún fötum ögn meira en fyrr. Og nú er Madonna að bætast í hóp þeirra stjarna sem taka að sér að leika í funheitri ástarsenu í kvik- mynd. f myndinni „Body of Evi- dence“ sem frumsýnd verður á næstunni háttar hún með leikaran- um Willem Dafoe. Og ekki nóg með það; hún lætur líka drjúpa brenn- andi vax á brjóstkassann á honum, en kælir síðan með kampavíni... áhættu. Tapie var sífellt í sviðsljósi fjölmiðla, þjóðin hafði áhuga á honum, hann var af öðru sauða- húsi en grámóskulegir pólitíkusar — skoðanakannanir höfðu meira að segja sýnt að margir Frakkar voru ekkert afhuga því að hann yrði einhvern tíma forseti. En aðeins tveimur mánuðum síðar var Tapie kallaður á fund rannsóknardómara í París. Þar voru hlýddi hann á ákærur gamals viðskiptafélaga, Georges Tran- chant. Saman áttu þeir fyrirtæki sem flutti inn rafeindatæki frá Japan. Árið 1985 seldi Tapie fyrir- tækið fyrir 1,8 milljónir franka. Síðar sagðist Tranchant hafa komist að því að Tapie hefði að auki fengið 13 milljónir franka, sem hann hefði stungið í vasann. Tranchant, sem er þingmaður Gaullista, valdi hárrétt augnablik til að ná fram hefndum. Tveimur dögum síðar var tilkynnt að Tapie hefði sagt af sér ráðherraembætti. Þetta var áfall fyrir stjórnina; Tapie var í sárum. SONUR ALÞÝÐUNNAR Menn af sauðahúsi Tapies eru kannski algengir í Bandaríkjun- um, en í hinu stéttskipta Frakk- landi eru þeir fágætir. Hann er fæddur í úthverfi Parísar, sonur verkamanns. En reyndar er margt óljóst um uppruna hans, sökum þess að ffásagnir stangast á; hann er iðinn við að spinna goðsagnir um persónu sína. Sumir halda að hann trúi þeim sjálfur. Það er til dæmis vitað að hann ólst upp við þokkaleg kjör í út- hverfmu Le Bourget, en ekki í Eigandinn og stjarnan hans. Tapie með Jean Pierre Papin. Papin erfarinn til Italíu, en Tapie þarf aðfara aftur á byrjunarreit í pólitíkinni. slömminu La Courneuve, eins og hann hefur sagt. Hann hefur gefið í skyn að hann hafi tekið próf í verkfræði, en vitað er að hann gekk í tækniskóla. Hann er fædd- ur 1943, ekki 1946, eins og eftir honum er haft. En víst er að hann var alltaf dugnaðarforkur og skorti hvorki metnað né kjark. Að lokinni her- skyldu tók hann reyndar smáhlið- arspor. Hann vann söngvakeppni og ákvað að verða poppstjarna. Undir nafninu Bemard Tapy söng hann inn á plötu amerískt dægur- lag með frönskum texta. Utan á albúmið skrifaði hann: „Sannur sonur alþýðunnar, ungur og sportlegur, með aðlaðandi og glettið bros götustráksins." Tuttugu árum síðar kváðu franskar konur upp þann dóm í skoðanakönnun að Tapie væri maðurinn sem þær vildu helst eyða nótt með. Og Tapie hefur víst alltaf verið annt um að vera álitinn glæsimenni; svo mjög að hann hlýtur að teljast allhégómlegur. Hann á í eilífum megrunarkúrum og hefur farið í allnokkrar fegmn- araðgerðir. Samt hefur hann líka orð á sér fyrir að vera góður fjöl- skyldumaður; það er einn þáttur- inn í ímynd Tapies að hann flýgur heimshorna á milli í einkaþotu til að geta eytt nóttinni í litlu höllinni sinni í París. Eftir poppstjörnustandið fór hann vestur um haf og lét hrífast af vafningalausum viðskiptahátt- um Bandaríkjamanna. Heimkom- inn tók hann til óspilltra málanna. Hann keypti skuldugt prentverk fyrir slikk og breytti því í stórveldi. Úpp úr því fékk fátt stöðvað Tapie. Á árunum 1977-1989 keypti hann 40 fyrirtæki. Há- punkturinn var 1990 þegar eign- arhaldsfélag hans keypti 80 pró- senta hlut í þýska íþróttavörufyr- irtækinu Adidas. Það kitlaði þjóð- arstolt Frakka. Hann dró heldur ekki af sér í fjölmiðlum. Hann stjórnaði sjón- varpsþáttum og skrifaði ævisögu. Frakkland var undirlagt af ríkisaf- skiptum og skriffinnsku, en boð- skapur Tapies var skýr. Hann var maður einkaframtaksins, alþýðu- pilturinn sem fór allt af eigin rammleik, ögrun við útvalda stétt embættismanna sem státar próf- skírteinum frá réttum skólum. Kerfiskarlar litu hann hornauga, meðal almennings voru fáir vin- sælli. LE PEN ER SKÍTHÆLL 1987 keypti hann Marseille-lið- ið og var þá kominn hálfa leið inn í pólitík. I Marseille var allt í nið- urníðslu, líka skuldugt fótboltalið- ið. Tapie notaði félagið til að afla sér vinsælda, áhorfendur skiptu hann meira máli en fótbolti. Leik- irnir urðu fjölskylduhátíð með flugeldum og músík; hann keypti dýra leikmenn á borð við Jean Pi- erre Papin. Árið 1988 náðu þeir saman hann og Francois Mitterrand sem falaðist eftir stuðningi Tapies í forsetakosningum. I þingkosning- um sem fylgdu á eftir var hann ERLENT SJÓNARHORN Spurt umpólitíska ábyrgð HUGHES BEAUDOUIN „Blóðréttarhöldunum“ umtöl- uðu er nýlokið í París. Dómur verður ekki kveðinn upp fyrr en í október, en strax er óhætt að full- yrða að þetta er stórmál ársins. Hvernig er hægt að horfast í augu við þá staðreynd að 1.200 dreyra- sjúklingar hafi smitast af eyðni af hreinum viðskiptaástæðum; að- eins „stórflóð af blóði“ hafi á þeim tíma getað afstýrt því að Blóðbankinn yrði nánast gjald- þrota? Og að þetta hafi gerst með eins konar samþykki stj.órnsýsl- unnar, meðal annars þriggja ráð- herra sem aðhöfðust ekki þegar atburðurinn varð 1985: Georgina Dufoix félagsmálaráðherra, Ed- mond Hervé heilbrigðisráðherra og Laurent Fabius forsætisráð- herra? öll þrjú báru vitni við rétt- arhöldin. Allt Frakkland var á nálum þegar Georgina Dufoix sagði í sjónvarpi: „Eg ber fulla ábyrgð á öllu því sem ég hef gert sem ráð- herra (...) en mér finnst ég ekki vera sek.“ Líklega er það nærri lagi, en á hinn bóginn er svo fátítt að ráðherra lýsi á hendur sér slíkri ábyrgð, að Georgina Dufoix á heiður skilinn. Reyndar hefur það gerst alltof oft að stjórnmála- menn hafa ekki viljað bera neina ábyrgð. Og nú virðist Frökkum ofboðið. I blóðréttarhöldunum fengu þeir tækifæri til að láta reiði sína íljós. Er stjórnmálamaður ábyrgur? Auðvitað ætti svarið að koma af sjálfu sér, því á venjulegu máli eru þessi tvö orð ennþá samheiti. En í Frakklandi nútímans er það langt í frá sjálfgefið. 123 ára stjórnarandstöðu náðu vinstrimenn vissum siðferðisleg- um yfirburðum. Þetta færðu þeir sér í nyt þegar þeir komust til valda 1981. En 1985 kom Green- peace-málið upp og allri heims- byggðinni blöskraði, líka íslend- ingum. Hver bar ábyrgð á dauða portúgalska ljósmyndarans? Varnarmálaráðherrann Charles Hernu beið lengi vel áður en hann játaði neitt slíkt á sig, og þegar hann talaði loks var hann neyddur til þess af forsætisráð- herranum og forseta lýðveldisins. Að endingu sagði hann af sér, en það voru tveir leyniþjónustu- menn sem þurftu að greiða syndagjöldin fyrir hann. Nú í ársbyrjun var það svo Habache, palestínski hryðju- verkamaðurinn, sem fékk að- hlynningu á sjúkrahúsi í París. „Það er ekki lengur neitt mál,“ til- kynnti forsetinn eftir að nokkrir háttsettir embættismenn höfðu verið neyddir til að segja af sér (tökum eftir að þeir fengu allir mjög vænar sendiherrastöður). Margir Frakkar eru fráleitt ánægðir með slík viðbrögð. í þeim hópi er Michel Rochard, fyrrum forsætisráðherra sósíal- ista og hugsanlegur forseti í fram- tíðinni: „Að vissu leyti kemur það í sama stað niður. Annaðhvort vissu ráðherrar af þessu, og þá er það þeirra að taka afleiðingunum af þeirri áhættu sem tekin var; eða þá að þeir vissu ekki neitt, sem er að $umu leyti verra.“ Raymond Barre, fyrrum forsætis- ráðherra íhaldsmanna, er á sama máli: „Það er ráðherranna að taka afleiðingum þess sem er gert og ekki síst forsætisráðherra. Þeir eru þarna til að bera pólitíska ábyrgð.“ Þessi skortur á ábyrgðartil- finningu er reyndar mjög sam- gróinn franskri hefð. Að vissu leyti er þetta arfur frá guðlegu einveldi kónga, sem þurftu ekki að standa neinum skil nema Guði og sjálfum sér — það er að segja engum. En kannski er þetta að breytast. Að minnsta kosti eru Frakkar sífellt ófusari að umbera ábyrgðarleysi stjórnmálamanna. Nýlegar ákærur á hendur fjölda háttsettra stjórnmálamanna, sem tengdir eru ýmsum hneykslis- málum, eru augljóst merki um þetta. Stjórnvöld geta vart annað en beygt sig undir þennan breytta hugsunarhátt. Þeim er ekkert fyr- irgefið: ekki atvinnuleysið, fjár- svikin, reiði bænda né uppsteytur vörubflstjóranna sem lömuðu allt Frakkland í júlí. Til allrar ham- ingju stóð Frakkland sig vel á Ólympíuleikunum í Barcelóna (til „Hvernig er hœgt að horfast í augu við þá staðreynd að 1.200 dreyrasjúk- lingar hafi smitast afeyðni... “ dæmis í handboltanum); Frakkar hefðu kennt stjórninni um ef annað hefði komið á daginn! Að sönnu eru þessi réttarhöld sumpart óréttlát. Stjórnmála- menn geta auðvitað ekki verið ábyrgir fyrir öllu. En þessu ástandi mun ekki slota fyrr en þeir sem hafa fengið til þess kosn- ingu fara að horfast í augu við skyldur sínar. Á meðan beðið er halda dreyrasjúklingar áfram að deyja. Höfundur er tyrrum btaðatulltrúi transka sendirdðsins i Reykjavtk og ritar fyrir fran- ska dagblaðið Libération kominn á fullan skrið. Hann bauð sig fram fyrir Sósíalista nálægt Marseille og deildi heiftarlega í sjónvarpi við erkióvin sinn, hægriöfgamanninn Jean Marie Le Pen. Lýðskrumarinn Le Pen mætti óvæntri mótspyrnu. Tapie reyndist alveg jafnkjaftfor og kok- hraustur og hann. Le Pen setti hljóðan. Báðir féllu þeir í kosning- unum. En ári síðar slapp Tapie inn á þing í aukakosningum. 1 sveitarstjómarkosningunum í vor glímdu þeir aftur, enda hefur Tapie löngum talað máli innflytj- enda. Hann sagði að hver sem kysi Le Pen væri „skíthælT' og þótti ýmsum nóg um. Hann upp- skar þó ágætlega í kosningunum og fékk 26 prósent atkvæða, langt- um meira en landsmeðaltal Sósí- alista. Hann varð ráðherra nokkr- um vikum síðar. En þá brást stríðsgæfan á öllum vígstöðvum. Hann þurfti að víkja úr ríkisstjórninni og Adidas rann líka úr greipum hans; hluthafar vildu vita hvernig góður hagnaður breyttist í stórt tap á aðeins einu ári. Fyrir stuttu var svo tilkynnt að breska fyrirtækið Pentland hefði keypt hlut Tapies í Adidas. Það er ljóst að pólitíkusinn Tapie hefur látið viðskiptin sitja á hakanum, enda hefur auður hans skroppið saman. Svo virðist líka sem núorðið eigi stjómmálin hug hans allan. Hneyksli gætu reynst honum fjötur um fót og kannski á hann ekki mikla framtíð innan gamalgróinna stjórnmálaflokka. Ymsir félagar hans meðal Sósíal- ista treysta honum mátulega. En Tapie er varla af baki dottinn. Margir telja að næsta skref hans verði að bjóða sig ffam til borgar- stjóra í Marseille 1995. Sumir hafa lúca ráðlagt honurn að stofna nýj- an flokk, miðja vegu milli staðn- aðra fylkinga til hægri og vinstri. Óþolinmæðin gæti orðið honum skeinuhætt, en allir vita að hann stefnir hátt. Það hefur lengi verið talað um hvert takmarkið er: Tapie langar að verða forseti. Ekkert Hollywoodlið Fyrir kosnin- gar hafa banda- rískir demókrat- ar hafa átt auð- velt með að afla sér stuðnings í Hollywood. En nú virðast demókratar ekki áhugasamir um liðsinni slíks fólks. Ástæðan mun vera sú mikla umræða sem verið hefur um að þar séu framleiddar mynd- ir sem stríði gegn almennu sið- gæði. Á síðasta flokksþingi demó- krata komu þeir reyndar fram Oliver Stone og Richard Dreyfuss, en menn veittu því athygli að Warren Beatty var hvergi nærri. Þó er hann gallharður demókrati.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.