Pressan - 13.08.1992, Blaðsíða 25

Pressan - 13.08.1992, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR PRESSAN 13. ÁGÚST 1992 25 STJÓRNMÁL Glöggir menn ígóðkynja vandrœðum „Gœti orðið nokkuð óglöggt um raun- gengið áyfirlýsingum úr forsœtisráðu- neytinu næstþegar mikið liggur við“ Það er skrítið þegar sjálfstæðis- menn og alþýðuflokksmenn eru í ríkisstjórn, að þá einsog óglöggv- ist smásaman öll skil á milli hins formlega stjórnkerfis í landinu annarsvegar og stjórnmálaflokk- anna hinsvegar. Menn taka til dæmis eftir því að alltaf þegar sagt er frá því að kratar hafi verið sam- an á fundi útaf einhverju bregst það ekki að sjónvarpið sýnir okk- ur ábyrgðarmikla krata af ýmsum gerðum að ganga eftir einhverjum opinberum göngum. Þeir eru ým- ist að hópast saman í ráðuneytun- um til að undirbúa flokkssam- komur eða þá að spígspora í Rúg- brauðsgerðinni, sem virðist vera að verða helsta miðstöð flokks- starfsins. Ég vona bara að hann Elli í Borgartúninu hafi gott uppúr þeim og fái reikningana borgaða viðstöðulaust á kontórnum hjá Ámunda. Þetta er auðvitað bara góð- kynja. Og það er heldur ekki ann- að en góðkynja þegar forsætisráð- herra og fjármálaráðherra fara að kynna tillögur Byggðastofnunar í kvótahallærinu, og gera það fyrst á Vestfjörðum á fundi með trún- aðarmönnum Sjálfstæðisflokks- ins. Það er sjálfsagt þannig hvort eð er að enginn stendur í fiskiríi á Vestfjörðum eða annarstaðar nema vera skráður í flokkinn, og má þá einu gilda þótt skilin séu óglögg milli flokks og ríkis, sem hefur sosum komið fyrir á bestu bæjum. Það var líka heldur óglöggt fyrir okkur hinum að Þorsteinn Páls- son skuli ekki lengur vera talinn í hópi trúnaðarmanna Sjálfstæðis- flokksins. Hann fékk nefnilega fyrst að sjá tillögurnar á þriðju- daginn löngu á eftir trúnaðar- mönnunum fyrir vestan. Og við sem héldum hann væri í ríkis- stjórninni! En það var reyndar alltaf svolítið óglöggt í hvaða ríkis- stjórn hann var. Það varð svo ekki til að auka al- menna glöggskyggni þegar Matt- hías Bjarnason sagði að tillögur Byggðastofhunar væru allsekki frá Byggðastofnun heldur einskonar samkvæmisleikur ótilgreindra starfsmanna. Það var nefnilega talið að Matthías væri stjórnarfor- maður í Byggðastofnuninni, sem var meintur fæðingarstaður um- ræddra tillagna, og á því leikur enginn vafi að Matthías er einn af trúnaðarmönnum Sjálfstæðis- flokksins á Vestfjörðum. En hins- vegar er það alveg ljóst að Matthi'- as Bjarnason situr ekki í ríkis- stjórninni. Það er reyndar svolítið óglöggt eftir þessa afferu hvort Byggða- stofnun er ennþá Byggðastofnun eða hvort hún er núna orðin að skrifstofudeild í forsætisráðuneyt- inu, og þá eina stjórnarráðsskrif- stofan með hálaunaðan forstjóra, sjálfstjórn valinkunnra þing- manna, og sjálfstæða eignaraðild í fjölda fyrirtækja um landið vítt og endilangt. Og væri kannski hrein- legra að ríkisstjórnin stjórnaði henni bara sjálf? Það er líka ffekar óglöggt hvaða afstöðu Davíð Oddsson hefur til þessara tillagna sem hann fékk frá Byggðastofnun án þess Matthías og Þorsteinn væru látnir vita. Fyr- ir ekki nema hálfum mánuði spil- aði hann nefnilega út í fféttatíma sjónvarpsins sjálfu hátrompi for- sætisráðherrans, hótuninni um þingrof og kosningar. Það tromp er þeirrar náttúru að það er sjald- an nema einu sinni á hendi, og var núna nýtt til að slá á hugleiðingar um breytingar á lögum um Hag- ræðingarsjóð. Tillögur Byggða- stofhunar fjalla svo einmitt um að breyta þeim reglum sem Davíð sjálfur ákvað ásamt ríkisstjórninni sinni um Hagræðingarsjóð, og gæti þessvegna orðið nokkuð óglöggt um raungengið á yfirlýs- ingum úr forsætisráðuneytinu næst þegar mikið liggur við. Og hann er að minnsta kosti ekki til baga glöggur á peninga, fjármálaráðherrann sem í allt sumar hefur staðið á því fastar en fótunum að ríkissjóður megi ekki missa tekjurnar af Hagræðingar- sjóðnum, ef atburðarásin fleytir honum til þess að lokum að kaupa sjálfur með skattpeningunum all- an kvótann í sjóðnum til að gefa fyrirtækjum trúnaðarmanna Sjálf- stæðisflokksins út og suður. Og stendur glöggt hvort heldur slík viðskipti flokkast undir almennar efnahagsaðgerðir eða sértækar efhahagsaðgerðir. Ég man það ekki glöggt, en held samt að sjaldan hafi gengið jafn- mikið á í pólitík og efnahagslífi á hundadögum síðan þarna um ár- ið, og alveg örugglega ekki með jafn-óglöggum niðurstöðum. Nú er þetta auðvitað bara góð- kynja. Þeir sem vilja fá peninga þeir fá peninga, og þeir sem vilja hafa haft rétt fyrir sér þeir munu að lokum hafa haft rétt fyrir sér, að minnsta kosti á þeim eina stað sem máli skiptir, í fréttatímum sjónvarpanna framaní háttvirtum kjósendum þegar fundirnir eru búnir fyrir vestan og í Rúgbrauðs- gerðinni. Og þeir fyrirgefa örugglega þótt óglöggir menn kunni að spurja í hálfum hljóðum um þessa hunda- dagakónga efnahagslífsins hvort þeir séu kannski komnir strax í jólaglöggina? En það væri þá ekki nema sjálf- sagt mál. Og afskaplega góðkynja. Éghefheyrt mannfræðinga segja aðfjöl- skyldumynstur okkar líkist einna helst því sem ríkir meðalfátækra svertingja í stór- borgum Ameríku. Þegar stúlkan rak upp rama- kvein yfir verðinu á smokkunum sagði afgreiðslukonan í apótekinu að okkur Islendingum veitti ekki af að fjölga okkur, við værum alit of fá. Mörgum finnst jákvætt að ísland skuli vera land hinna ungu mæðra. Viðkvæðið er að þetta reddist og fólk kýs að líta ffamhjá þeim dæmum þar sem það redd- ast alls ekki. Allar konur eiga að eignast börn, sem flest og sem fyrst, án tillits til aldurs, hjúskap- arstöðu eða nokkurs annars. Handahófskenndar barneignir þykja hið besta mál en fjölskyldu- áætlanir hallærislegar. Bömin eiga að „koma“ þegar þeim hentar, jafnvel án tillits til hvað foreldmn- um er fyrir bestu. Fjölskyldutengsl verða sífellt flóknari. Það þykir sjálfsagt að karlar gangi, tíma- bundið eða til frambúðar, annarra manna börnum í föðurstað og karlar sem eiga þrjú börn með þremur konum eru bara „óheppnir“. Flestir líta framhjá þvi' þegar feður vanrækja börn sín leynt og ljóst, borga aðeins lág- marksmeðlag og umgangast þau eingöngu þegar þeim sýnist svo. Umburðarlynd þjóð íslendingar, nema þá helst gagnvart börnun- um. Ég hef heyrt mannfræðinga segja að fjölskyldumynstur okkar líkist einna helst því sem ríkir meðal fátækra svertingja í stór- borgum Ameríku. Samkvæmt almenningsálitinu ganga íslenskar konur úr bameign á þrítugsafmælinu. Reyndar er í lagi að bæta þriðja barninu við ffamundir 36 ára en frumbyrjum- ar mega vara sig, þeirra bíður erfið meðganga (efþeim tekst að verða barnshafandi), hræðileg fæðing og auknar líkur á alls kyns af- brigðilegheitum. Auk þess reynist þeim móðurhlutverkið svo hræði- lega erfitt, geta varla vaknað á nóttunni, hugsa ekki um annað en barnið, ofvemda það o.s.ffv. Ef til vill taka konur móðurhlutverkið hátíðlegar því eldri sem þær eru. En andinn er líka sá um þessar mundir, samanber allar bækumar sem gefnar eru út um efnið. Ný- lega kom út bók sem ber titilinn Móðir og bam. Bókin er bresk að upprana og dregur að sjálfsögðu dám af því. Þar er gert ráð fyrir að fólk ákveði að eiga barn og hefji undirbúning getnaðar a.m.k. með þriggja mánaða fyrirvara. Höf- undur bendir á að fyrstu vikumar, „er þú veist kannski ekki einu sinni að þú ert ófrísk, geta haft mest áhrif á þroska barnsins". Einnig eiga tilvonandi mæður að huga að því hvort eitthvað í lifnað- arháttum þeirra geti skaðað barn- ið, því að öll „mikilvægustu líffæri fóstursins myndast á fyrstu þrem- ur mánuðunum og þá er því mest hætta búin“. Til að auðvelda kon- um lífið er gefinn listi yfir það sem ber að forðast: Reykingar, áfengi, ýmis lyf, kattaskítur og hrátt kjöt. Barnshafandi konur sem sjást reykja eða drekka áfengi á al- mannafæri em nánast réttdræpar. Auk þess er hamrað á því að kaffi- drykkja sé hættuleg og geti jafnvel valdið fósturiáti. Hin verðandi móðir verður að líta betur út en nokkru sinni, stunda líkamsrækt, sækja foreldranámskeið og vera smart í tauinu. Auðvitað saumar hún og prjónar á barnið, vinnur fram á síðasta dag og mætir vel upplögð á fæðingarstofuna eftir a.m.k. níu mánaða meinlætalifn- að. Hinn stolti faðir verður að vera viðstaddur og strax að fæðingu lokinni á að leggja barnið á maga móðurinnar til að hin mikilvægu tengsl geti myndast. Reyndar herma nýjustu fréttir að amerískir sérfræðingar séu búnir að afsanna mikilvægi fyrstu tveggja mínútn- anna og í lagi sé að tengslin mynd- ist seinna. Mikið hlýtur konum að létta sem einhverra hluta vegna geta ekki lagt barnið strax á brjóst. Það má ekki sjást á konum að þær hafi gengið með og alið barn og þær verða helst að ná fyrri líkams- vexti á fæðingardeildinni. Þegar heim.er komið hefst annar kaflinn í meinlætalifnaðinum. Konur verða að hafa börn á bijósti fram á annað ár og lifa hollu lífi til að gæðin verði sem mest. Af umræð- unni um mikilvægi brjóstagjafar mætti ætla að þurrmjólk væri banvæn. Konur eiga að vera alsæl- ar heima hjá unganum og mega ekki hafa önnur áhugamál. Fram- tíð barnsins veltur á að vel takist til fyrsta árið. Sjálfsagt þykir að fara með barnið í ungbarnanudd, og ungbarnasund virðist vera for- senda þess að barnið nái eðlileg- um þroska. Er ekki viss mótsögn í þessari mæðradýrkun og því hvernig bú- ið er að börnum sem komin em af höndum? Við stærum okkur af lægsta hlutfalli ungbarnadauða í heimi en horfum framhjá því að óvíða eru slys á börnum tíðari. Vinnuvika er óheyrilega löng og börn neyðast til að vera ein heima lengi dags þar sem ekki er boðið upp á gæslu eftir að skólatíma lýk- ur. Um leið og bameignarfríinu lýkur blasir blákaldur raunveru- leikinn við. Gamla lumman um að það séu forréttindi að alast upp á Islandi stenst ekki, eða eru það forréttindi barna að ganga sjálfala? Þegar fykur í flest skjól er þægileg- ast að hverfa í faðm fjölskyldunn- ar, eignast annað barn þegar það fyrsta fer í sex ára bekk og stóla svo á að amman geti passað. Hvers vegna heyrist ekkert frá for- eldrum? Eru allir sáttir við að leysa þjóðfélagsleg vandamál á einka- basis? U N D I R Ö X I N N I Eykon, ætlar þu ekki að sleppa for- mennskunni í utanríkis- málanetnd? „Nei, nei." Þó að það verði farið fram á það við þig? „Það hefur enginn gert." En setjum svo að þú verðir beðinn að víkja sem formaður utanríkis- málanefndar, mundirðu verða við þeirri beiðni? „Ég héldi áfram að vera formaður utanríkismála- nefndar svo framarlega sem ég hefði stuðning til þess, sem mér skilst ég hafi." Telur þú ekki, eins og Davíð Oddsson, æski- legra að formenn nefnda komi úr sama flokki og fagráðherra? „Ég er nú orðinn æði gamall í þinginu og hingað til hefur það alltaf verið sitt á hvað. í tveggja flokka stjórn hefur það oft verið talið æskilegra að formaður viðkomandi nefndar sé ekki úr sama flokki og ráðherr- ann í viðkomandi mála- flokki. Mér finnst í raun hvort tveggja koma til greina, en ég skil ekki að það skuli vera kappsmál Sjálfstæðisflokksins að láta af formennsku í utanríkis- málanefnd nú á þessum tímum. Ég skil ekki hvað ætti að verða þess vald- andi." Er það ekki afstaða þín til Evrópumálanna sem skiptir máli í þessu tilfelli? „Ja, ég veit ekki. Hún liggur að minnsta kosti Ijós fyrir. Ég hef ekkert að fela. Ef það eru einhverjir sem vilja að ég hætti þá skýra þeir sjálfsagt sjónarmið sín." Ef kemur á daginn að þú hefur ekki þennan stuðning á bak við þig, hvað muntu gera? „Ég held náttúrulega ekki áfram ef ég verð ekki kos- inn." Telurðu þig hafa tryggan stuðning? „Já, já. Ég fékk öll atkvæði nema eitt í formannskjöri síðast og því var reyndar skilað auðu." Verður fýla ef stuðn- ingurinn er ekki fyrir hendi? „Nei, nei. Það þýðir ekkert að vera með fýlu í pólitík. Maður verður að gera það sem er rétt og eðlilegt." Sú hugmynd er uppi og til um- ræðu milli forystu stjórnarflokk- anna að gera þær breytingar við kosningar til þingnefnda þegar Alþingi kemur saman eftir helgi að Alþýðuflokkurinn fái for- mennsku í utanríkismálanefnd en Sjálfstæðisflokkurinn í fjár- laganefnd. Þrátt fyrir að Davíð Oddsson segist hafa orðað þess- ar tillögur við Eyjólf Konráð Jónsson, núverandi formann utanríkismálanefndar Alþingis, kemur Eykon af fjöllum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.