Pressan - 13.08.1992, Blaðsíða 31

Pressan - 13.08.1992, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR PRESSAN 13.ÁGÚST 1992 31 KARLMANNAFÖT KARLMANNAFRAKKAR um hönd árið 1962 er ekki þar með sagt að áfengis- vandamálið hafi ekki gert vart við sig. Og þar voru unglingar ekki undanskild- ir. Um sumarið var haldið hestamannamót á Þing- völlum. Þangað streymdu 15-20 ára unglingar í rút- um úr Reykjavík og voru allölvaðir. Hátt í hundrað voru handteknir og færðir í bæinn aftur. Blöðin veltu vöngum yfir þessum drykkjulátum, leituðu álits sálffæðinga og kenndu svo snöggri velmegun um. Effir þetta sukk um miðjan júlí gekk verslunarmannahelg- in ótrúlega tíðindalaust fyrir sig, en hún var ekki síður sukkhátíð þá en nú. Vinsælasti staðurinn var Þórsmörk. En það var ekki bara áfengi sem olli áhyggjum. Eiturlyfjaneysla var vax- andi vandamál. Margir voru teknir undir áhrifum deyfilyfja í bænum þetta ár. „Vinsælustu“ lyfin voru „nautnalyfm“ amfetamín og prelúdín, en einnig ríta- lín. Þrátt fyrir þetta var þjóðin mun siðsamari en nú. Það sést á því þegar auglýst var útkoma nýrrar kynlífsbókar. f staðinn fyr- ir bera rassa og bijóst á lif- andi fólki voru birtar myndir af styttunum Ven- ;t NAUST ft/ársdag 1963 CQRVRIS Í V ORR COWilUL CiLlSULK 0*U.ÍA>V Ur^MU «ur oe t ARKKLTT VOlT-TARIf R.uA v ril uiok 3uul-í «u. Oli.' Körœ O RANÍUE HLKT ár >úH> n viv* UcUKoifcUu AattMl.*- Áai vöruna á Laugaveginum og við Oxfordstræti. Það eru ennþá höft á verslun á Islandi. Til dæmis bannað að selja útlent tyggi- gúmmí... Verðlagning er heldur ekki frjáls og því kemst fljótt upp, þegar kvenskóhlífar lækka skyndilega í verði í einni búðinni, að hér er um smyglvarning að ræða. Annars þurftu konur ekki alltaf skóhlífar þennan vetur, því kuldaskór voru alls ekki ósmart, með hæl og rennilás. Konur gengu annars ennþá mest í kjól- um, þeir fínni voru ermalausir. Síddin var rétt fyrir neðan hné og þótti stutt. Það þótti taka því að auglýsa nýja sendingu af nælon- sokkabuxum og krepsokkabux- um. Fyrir þær sem völdu síðbuxur var flottast að hafa þær úr stretch, annars voru terelynbuxur líka í tísku. Menntaskólastelpurnar voru allar með stuttklippt hárið og greiðslu. Rúllur voru óspart not- aðar og þær létu sig jafnvel hafa það að vera með þær á nóttunni. Strákarnir þurftu helst að þjást í jakkafötum eins og fyrri daginn. Ekki var verra að hafa þau með mynstrinu „prinsinn af Wales“, sem þýðir víst köflótt. Að minnsta kosti ætti maður að fermast það árið. Allir áttu Old Spice-rakspíra. ÍSLENSK KVIKMYND FRUMSÝND Menningarlífið í borginni var kannski ekki eins blómlegt árið 1962 og það er í dag. Færri mynd- listarsýningar og bara tvö leikhús í Reykjavík, Iðnó og Þjóðleikhúsið. Það síðarnefnda setti á svið á vormánuðum söngleikinn My Fair Lady, sem sló ræki- lega í gegn. Vala Kristjáns- dóttir, móðir Einars Árnar Benediktssonar í Sykurmol- unum, lék aðalhlutverkið og varð ffæg á einni nóttu. Hún kynntist föður Einars, Bene- dikt Árnasyni, við uppsetn- inguna, en hann var aðstoð- arleikstjóri. f Iðnó fékk leik- rit Jökuls Jakobssonar, Hart í bak, frábærar móttökur. Jökull var talinn efnilegasta leikskáld sem þjóðin hafði eignast lengi. íslensk kvikmynd, 79 af stöðinni, var gerð um sum- arið eftir samnefndri skáld- sögu Indriða G. Þorsteins- sonar og ffumsýnd í tveimur kvikmyndahúsum um haustið. Leikstjórinn var reyndar danskur, en leikar- arnir íslenskir: Kristbjörg Kjeld, Gunnar Eyjólfsson og Róbert Amfinnsson. KARLMANNASKYRTUR karlMannaskór Athugið okkar hagstæða vöruvt*rð GEFJUN - IÐUNN Kirkjustræíi inn hélt því ffam að það væri ekki fyrir magaveika! Það voru hvorki meira né minna en tíu bíó í Reykjavík á þessum árum. I Hafnarfirði voru tvö bíó og meira að segja í Kópa- vogi var bíó. Flestar myndirnar voru amerískar þá eins og nú, en þær einokuðu ekki markaðinn, því þó nokkuð var sýnt af dönsk- um, ffönskum og þýskum mynd- um. Það voru engir pöbbar í Reykjavík árið 1962 og ófáir skemmtistaðir vínlausir. Þeir nutu ekkert minni vinsælda en þeir sem höfðu áfengi á boðstól- um. Það þýddi því alveg fyrir templara að reka danshús, Góð- templarahúsið. Ekki var það þó aðalstaðurinn, heldur fóru menn í Klúbbinn eða Þórscafé, Vetrar- garðinn eða Silfurtunglið. Lídó var líka geysivinsæll staður, þótt ekki væri þar bar, og þar var dans- að bæði síðdegis og á kvöldin um helgar. Hótel Borg var í fullu fjöri þetta ár og bauð upp á lifandi tón- list á öllum tímum dags. Borgin var einn af fáum veitingastöðum í bænum. Vildu menn fara út að borða var hægt að fara þangað, á Naustið eða á skemmtistaðinn Röðul, sem tók upp þá nýbreytni árið 1962 að bjóða upp á kalda borðið, sem síðan átti eftir að tröllríða öllum veislum á íslandi. Þetta var líka árið sem Hótel Saga var opnuð og Grillið, með „hið prýðilegasta útsýni yfir Reykjavík og nágrenni". Á sunnudögum borðuðu menn svið í hádeginu og fóru svo á bingó í t.d. Lídó, þar sem síðan var hægt að fá kvöldverð og dansa á eftir. Mokka var nýbreytni í kaffihúsamenningu bæjarins. Tíð- ir gestir voru frerhstu skáld og listamenn þjóðarinnar, eins og Þórbergur Þórðarson og Laxness. AFBROT OG EITURLYF Þótt margir hafi getað skemmt sér á fslandi án þess að hafa vín usi ff á Míló og Davíð í aug- lýsingunni. BANNAÐAÐ FLYTJA INN TYGGIGÚMMÍ Islendingar eru ekki sér- lega ferðavanir árið 1962. Sólarstrendur eru ekki farnar að heilla þá sérstak- lega og því telur Alþýðu- blaðið ástæðu til að hafa opnuviðtal við mann sem hefur búið á Mallorca í nokkur ár og láta hana lýsa lífinu þar. En fyrstu innkaupaferðirnar til Glasgow, Edinborgar og London eru farnar fyrir jólin. Það var held- ur ekki eins mikið til á íslandi þá og nú. Ekki hægt að finna sömu EIGUM VIÐ AÐ GANGA í EBE OG BYGGJA STÓRIÐJU? Sum umræðuefni virðast end- ast til eilífðar. Árið 1962 eru nefni- lega umræður um EBE, Efnahags- bandalag Evrópu, í fullum gangi. Bretar ganga í bandalagið á árinu og íslendingar velta vöngum yfir því hvað þeir eigi að gera. Komast svo að þeirri niðurstöðu, að hætt- an á erlendum ítökum í landinu sé alltof mikil. Við göngum sem sagt ekki í EBE þetta ár, þótt sumir séu sannfærðir um að það geti hjálpað ef byggja á stóriðju. Já, það voru nefnilega líka miklar umræður í gangi um slíka byggingu árið 1962. Og hvort hún ætti að vera fyrir norðan eða sunnan. Það var líka rætt um sjónvarp. Eigum við að stofna sjónvarp? Á að loka fyrir Kanasjónvarpið og banna Kananum að fara of mikið út fyrir Völlinn? Læknar eiga í launadeilum við ríkið þetta ár og menn trúa blint á lækningamátt svo- kaflaðra gigtararmbanda. Hvar ætli þau séu núna og hvar ætli kristaUarnir verði effir 30 ár? Margrét Elísabet Ólafsdóttir PLAST- dregUlinn mottan IS I! J-f'" c V7 $>!______________ ~ ft \ \m i,-.- -;J, m Jyrir eldhús oy baðhmerai '!__ ... (Tx, iíi \ r Gef/ð konunni hentugri jólogjöf e/ Jbér getið SlaOUlr: Nuríljurður: A>.i-i N. ÓiRurvr-’i D.\2v:k: KKA SíiiiðArk-ó'rjf K.-u nfcla" •1ka"f.:r>.'n.;;a HúnavLr: KutRifélaj HnjvYirt’u Vfstcjinnaey.iar: Malar*'aV:ð!ii. K Y N L f F JÓNA INGIBJÖRG JÖNSDÓTTIR Vœndi Það er ekki ný saga að kynlíf má selja og kaupa. Nægir að nefna vændi, klámefni af ýmsu tagi og bera kroppa í auglýsingum. Fyrir stuttu var í PRESSUNNI viðtal við stúlku sem lifði um tíma á vændi. Enginn veit hversu marg- ir stunda vændi hér á landi en við skulum ekki vera svo bláeyg að halda að slíkt eigi sér bara stað í stórborgum erlendis. En hvað er vændi nákvæmlega? Vændiskonur og -karlar selja „blíðu“ sína fýrir ákveðna pen- ingaupphæð og láta sig litlu skipta hversu margir kaupa „þjónustuna“. Flestum sem stunda vændi er einnig nokk sama hver kaupir „vöruna“, svo framarlega sem kaupverðið er greitt. Heimur vændisins er marg- slunginn og erfitt að alhæfa nokkuð. Þrátt fyrir það má skipta eðli vændis í nokkra flokka. Bæði karlar og konur stunda vændi, þótt það sé mun algengara meðal kvenna. Karl- Langdýrasta vœnd- iskonan ersíma- vœndisstúlkan. Hún klœðirsigí glœsilegföt, leigir flotta íbúð ígóðum hluta borgarinnar og verðleggur þjón- ustu sína hátt. Við- skiptavinina, sem hún velur vandlega, fœrhún ígegnum persónulegan kunn- ingsskap. Símamell- an er oft sœmilega menntuð, jafnvel með háskólagráðu. kynshórur þjóna bæði konum og körlum. Langflestir vændis- karla stunda vændi sem hluta- starf og eru þá jafnframt í ann- arri vinnu eða nemar. Vændis- karlar vinna einnig á götunni og er viss hluti þeirra karlmenn sem komist hafa í kast við lögin. Þá stundar ákveðinn hluti vændis- karla símavændi í svipuðum stíl og kvenkynssímamellurnar. f starfsstétt gleðikvenna má finna ákveðna goggunarröð eftir samfélagsstöðu oglífsstíl. Lang- dýrasta vændiskonan er síma- vændisstúlkan. Hún klæðir sig í glæsileg föt, leigir flotta íbúð í góðum hluta borgarinnar og verðleggur þjónustu sína hátt. Viðskiptavinina, sem hún velur vandlega, fær hún í gegnum per- sónulegan kunningsskap. Síma- mellan er oft sæmilega menntuð, jafnvel með háskólagráðu. Næst- ar í röðinni eru hórumar sem vinna í vændishúsum, en slíkum vinnustöðum hefur fækkað ört eftir að síðari heimsstyrjöldinni lauk. Þess í stað hafa svokallaðar nuddstofur“ sprottið upp eins og gorkúlur. Vegna þess að nudd er löglegt hafa hómr í útlöndum eygt þarna leið til að koma virðu- legra yfirbragði á vændið. Þessi leikur vændiskvennanna kemur illa við alvöm nuddara, sem lenda stundum í því að við- skiptavinurinn biður um eitt- hvað annað og meira en venju- legt nudd. Til að gefa vændinu fínni svip hafa vændiskonur einnig stofnað svokallaða „fylgd- arþjónustu", en þá er viðskipta- vininum boðin samfylgd, t.d. í samkvæmislífmu. Þær mellur sem njóta minnstrar virðingar meðal vændiskvenna sjálfra eru strætishórurnar og eru þær lang- Qölmennastar og einnig mest áberandi. Á síðustu árum hefur eftirspurn eftir ungum vændis- konum farið vaxandi og er skýr- ingin meðal annars sú að við- skiptavinirnir eru haldnir þeirri ranghugmynd að yngri mellur séu síður smitaðar af kynsjúk- dómum s.s. alnæmi. Hvers vegna stundar fólk vændi? Tekjuöflun er ein aðal- ástæða þess að konur og karlar stunda vændi. Þeir sem eru verr settir í þjóðfélaginu og hafa litla menntun hafa lifibrauð sitt oft af vændi. Tökum sem dæmi tví- tuga stúlku í stórborg í Evrópu sem getur ekki hugsað sér að vinna fyrir fimmþúsundkalli á viku í daunillri verksmiðju þegar hún getur unnið sér inn sömu upphæð á einum degi. Aðrar láta heillast af óraunveruleikaheimi vændisins, láta tilleiðast vegna vinar sem stundar vændi eða selja líkama sinn til að geta keypt sér fíkniefni. Fínu hórurnar eru sagðar njóta ímyndaðs valds sem þeim finnst þær hafa þegar þær sænga hjá valdamiklum mönn- um, til dæmis stjórnmálamönn- um. Hvers vegna vill viðskiptavin- urinn kaupa sér þjónustu vænd- iskonu eða -karls? Sé viðkom- andi giftur vill hann kannski hafa kynmök oftar en makinn og eyg- ir þarná leið til að svala löngun sinni eða hann vill prófa að gera eitthvað í kynlífmu sem makinn hefur ekki áhuga á að taka þátt í, s.s. munnmök eða kvalalosta- kynlíf. Sé viðskiptavinurinn ógiftur er ástæðan einfaldlega löngun eða forvitni. Unglingar sem leita til vændiskvenna gera það stundum sem eins konnar manndómsraun eða til að öðlast kynlífsreynslu. Að lokum má nefha að sumir leita á þessi mið einmitt af því það er litið horn- auga og er forboðið. Vændi er eitt af þessum störfum sem ekki er hægt að stunda að eilífu, líkt og módelstörf og atvinnufótbolti. Hvað gerir vændiskonan eða - karlinn þegar árin færast yfir, hrukkur fara að sjást eða áfengis- og dópfíknin nær yfirhöndinni? Þær sem eru svo heppnar að búa þar sem yfirvöld sýna þessu starfi skilning geta kannski sótt um einhvers konar starfsþjálfun og búið á áfangastað á meðan þær koma sér út í samfélagið og hefja nýtt líf. Giftu vændískon- urnar snúa sér alfarið að eigin- manni og börnum. Ógiffa vænd- iskonan reynir að koma sér í hnapphelduna. Sumar vændis- konur gefast upp vegna hótana um langtímafangelsisvist eða að börnin verði tekin af þeim, eða þegar einhver vinkonan sem stundar sömu vinnu verður fórnarlamb ofbeldis hjá einum viðskiptavinanna. Spyrjið Jónu um kynlífið. Utanáskrift: Kynlíf c/o PRESSAN, Nýbýlavegi 14, 200 Kópavogur.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.