Pressan - 13.08.1992, Blaðsíða 33

Pressan - 13.08.1992, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR PUSSAM 13. ÁGÚST 1992 33 Þeir eru á tuttugu þúsund króna línu- skautura Haftifirðingarnir Gísli, Hjalti og ívar. Þeir kunna allar hundakúnstir, enda meðal reyndustu línuskautakappa á land- inu. Þeir eru ekki nema 15 mínútur á skautunum milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. „Við höfum látið mæla hraðann á okkur á skautunum og við förum á um það bil 30 kllómetra hraða á jafnsléttu. Bíl- stjórarnir eru hins vegar ekki ánægðir með okkur á vegun- um, allt að annar hver bíll flautar á okkur,“ sagði Gísli Val- geir Gonzales, 18 ára, sem er ffemstur á myndinni, en hann hefur vart farið úr skautunum síðan í maí. Hann segir að hér á landi vanti tilfinnanlega hjólabrautir þar sem hægt sé að vera á línuskautunum þótt línuskautasvellið í Laugar dalnum sé auðvitað kærkomið. „Skemmtilegast er auðvitað að „teika“, en við vitum hins vegar að það má ekki. Víða erlendis teika kapparnir bfla og fara á allt að 100 kilómetra hraða um götumar. Það getur verið stórhættulegt. En það er líka mikið fjör að zik-zakka og stökkva á skautunum.“ Hann segir línuskautana líkasta íshokkískautum og þarf því meiri útbúnað en skautana eina ef vel á að vera; hjálmur er nauð: synlegur, olnboga- og legghlífar, grififlur eða úlnliðshlífar, helst leðurgrifflur, rasspúðar koma einnig að góðum notum, sérstak- lega fyrir þá sem ekki hafa góða rasspúða fyrir. Að auki þarf að skipta um dekk á skautunum endrum og sinnum og kostar það ekki minna en 3.000 krónur á settið. Rándýrt! Ekki má kalla hana paté og því síður kæfú. Ekki er hún heldur ódýr því 145 grömm af henni seljast á 2.236 krónur, ef til vill af því að hún flokkast sem lúxus og er ættuð ffá Frakklandi. En hver er hún þessi HÚN? Jú, gæ- salifur sem Pétur Kúld Pétursson í Kjötbúri Péturs er far- inn að bjóða viðskiptavinum sínum til kaups. En hvernig er hægt að selja 145 grömm af lifur fyrir rúmar 2.000 krónur? Það er í rauninni ekki svo flókið því hér er um að ræða hreina lúxusvöru sem er í raun ekki dýrari hjá Pétri en til dæmis í fbíhöfhinni á Heathrow-flug- velli. Gæsalifúr þessi er sériega dýr í ffamleiðslu, en gæsirnar eru aldar upp vegna liff arinnar einnar saman. Grágæsir eru aðallega notaðar í þessa lifrarframleiðslu og ku þær vera meira og minna railhálfar alla sína lífstíð, enda mikið til aldar á bjór. Gæsalifur skal helst borða eina og sér og drekka með fínasta víneða fyrsta flokks kampavín. Þó má borða hlutlaust kex með henni efdrukkið er hvítvín. Gæsalifrin er best sem óvænt uppákoma á undan forrétti. Hún er líka vinsæl til gjafa með góðri flösku af hvítvfni. Úr bindasafni Grjótsins. Þær eru óvægnar aðferðirnar sem dyraverðir Grjótsins beita ef einhver „lummó" gaur ætlar að lauma sér inn með bindi. Reykjavíkur- dætur Þær heita Sigrún og Bára, þess- ar flottu stelpur, og eru systur, nánar tiltekið Hólmgeirsdætur. Báðar vinna þær í tískuverslun- inni Spútnik við Vesturgötu og eru skartgripirnir sem þær eru með reyndar þaðan. Báðar hafa þær gaman af óvenjulegum föt- um. Sigrún, sem er 22 ára, segist hafa voðalega gaman af því að fara í gamla brúðarkjóla en þá sé til dæmis að finna í versluninni Fríðu ffænku. Bára, sem er árinu yngri, er aftur á móti hrifnari af leðrinu. „Búðarkonurnar" tvær segjast ætla að vinna í Spútnik eitthvað áffam, trúlega ffam að áramótum, og sjá svo til. Bára lærði hár- greiðslu en hefúr fengist töluvert við hönnun á skartgripum og hef- ur áhuga á að reyna frekar fyrir sér á því sviði. Sigrún hefur lært köfún og segist hafa mikinn áhuga á að læra að kafa enn betur og þá helst í útlöndum. Dósin kostar 2.236 krónur, en þetta er heldur ekkert ófínni matur en kavíar. Burt með bindin! VIÐ MÆLUM MEÐ Ostrum verður einhvern tíma hægt að fá þær á íslandi? Að íslenskur MacDonald’s verði í miðbænum helst ekki í Kringlunni Lystigarðinum á Akureyri liðið fýrir norðan á flottari „park“ en Reykvíkingar og Hafn- firðingar Að Ólympíuleikarnir verði haldnir á íslandi tilvalin landkynning INNI Það er í raun dálítið kátlegt að reyna að spila tennis á fslandi. f útlöndum forða tennisleikarar sér nefnilega í skjól þegar hreyfir vind eða seytlar úr lofti. Samt eru menn farnir að paufast við að leika þessa íþrótt á Islandi og eru svo hæst- ánægðir með það að þeir fást ekki til að þegja yfir ástunduninni. Því það er næstum jaftigaman að tala um að maður iðki tennis og að gera það í alvörunni, en best er þó að láta sjá sig með tennisspaða á almannafæri — helst í alþjóðlegri flugstöð í útlöndum. Dæmigerður tennisiðkandi á fslandi er rúmlega þrítugur karlmaður, gjarnan tann- læknir eða úr auglýsingabransan- um, sem kvíðir því mjög að þurfa að færast á miðjan aldur. Bagalegt er þó að einn helsti sjarminn við tennisleik skuli vera létt, hvít sportföt sem eru ákaflega klæðileg í góðu veðri. Tennis er einhvern veginn ekki jafnffábær í djogging- galla. Það er afsem áður var þegar allir þurftu að vera með bindi til að komast inn á skemmtistaði. Aumingja karlarnir þurftu allir að vera eins, með mishall- ærisleg bindi. Margir ungir og uppreisnargjarnir menn, sem vildu alls t ekki láta sjá sig með bindi, létu sig þó hafa það að setja það upp * svona rétt til að komast inn á skemmtistaðinn en tróðu þvísvo í vas- ann um leið og dyravörðurinn var úr augsýn. Nú er öldin önnur. Á Grjótið, rokkaða skemmtistaðinn við Tryggva- götuna, er bannað að koma inn með bindi, já, það er bannað! Þeir sem það reyna verða bindinu fátækari því dyraverðir sem verða varir við einhverja ofstífa bindiskarla á leið inn á Grjótið hreinlega klippa bindi þeirra ísundur. t» Ú K E M S T EKKI Þegar er komið nokkurt safn binda á veggi Grjótsins, til mikils skrauts. Það er eigandi staðarins, Björn Baldursson, sem tók upp á þessu. Hann færprik fyrir uppátækið. G EG N U M V I K U N A ... nn (JC80 nð fn dnn 00 cínn mnrtcöð Nú þegar ungir kvikmynda- gerðarmenn ryðjast fram á sjónar- sviðið með látum tíðkast eins konar ósjálfráður samanburður á þeim og eldri kynslóð kvik- myndagerðarmanna. Og þótt varla neinn hafi séð myndir ungu kvikmyndagerðarmannanna er líkt og það sé almenn ákvörðun að þær séu miklu skemmtilegri en allt sem á undan kom; þeir séu kynslóðin sem ólst upp við bíó og viti gjörla hvað fólkið vill sjá — hinir eldri hafi þá lík- lega alið aldur sinn á baðstofuiofti eða á I lestrarsal Landsbóka- safnsins. Þannig felur hinn ósjálfráði saman- jr burður í sér að þeir hafi gert púkalegar myndir, fuilar af sauðfé, þúfum, víkingum, norpandi hestum, kjag- andi bændum og upp- flosnuðum sveita- ^ drengjum — enda ~ hafi áhorfendum dauðleiðst. „Ég á ekki til eitt einasta orðyfir þessum lista- mönnum í dag. Égfór með barnungri frœnku minni á Veggfóður um daginn og vissi ekkifyrr en annar hver leikari í myndinni girti niður um sigeða einhvem annan leikara. Mér varð um og ó. Og ekki skánaðiþaðþegar ég rakst á einn af karlleikurunum á bamum seinna um kvöldið. Ég bara stokkroðnaði þegar ég sá hann. “

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.