Pressan - 13.08.1992, Blaðsíða 37

Pressan - 13.08.1992, Blaðsíða 37
____FIMMTUDAGUR PRESSAN 13.ÁGÚST 1992 LÍFIÐ EFTIR VINNU 37 „Þannig er Veggfóðrið fín skemmtun með mátulega kæruieysislegu og strákslegu yfirbragði; ekki bara fyrir ungmennin sem henni er ætlað að höfða til, heldur þarf foreldrum þeirra alls ekki að leiðast," segir Egill Helgason meðal annars í gagnrýni sinni á Veggfóður. Fjörugt VEGGFÓÐUR - ERÓTlSKÁSTARSAGA Bióhöllinni/Sögubíói ★★★ ®I rauninni er ekki ástæða til að vera með miklar málalengingar um Veggfóðrið, bíómyndina þeirra Júlíusar Kemp og Jóhanns Sigmarssonar, og eiginlega alveg fráleitt að vera að tuða yfir ein- hverjum smáatriðum sem kunna ekki að vera í fullkomnu lagi. Því líkt og er eðlilegt um byrjendaverk er Veggfóðrið fullt af kraffi, ærsl- um og töffaraskap; þetta er líkt og þegar strákur fer í fyrsta sinn að gera sig til við stelpur — eftir smáfeimni í byrjun lætur hann öllum illum látum, er á útopnu við að sýna hvað hann sé skemmtilegur, sætur og klár. Og þannig er Veggfóðrið fín skemmtun með mátulega kæru- leysislegu og strákslegu yfirbragði; ekki bara fyrir ungmennin sem henni er ætlað að höfða til, heldur þarf foreldrum þeirra alls ekki að leiðast. Það fer varla neinn að halda því fram að sagan sé margbrotin. Hún hefúr birst í ótal útgáfum í aðskiljanlegum sjoppublöðum. Tveir strákar keppa um hylli sak- lausrar stúlku; annar er óframfær- ið öðlingsmenni, hinn fer vel með hvað hann er samansúrraður skít- hæll. Kannski skiptir sagan heldur ekki svo miklu máli, yfir henni er enginn hátíðarbragur og varla er henni ædað að hrífa áhorfandann með í einhverja örlagaspennu — hún er eins og rammi fyrir fjörleg og smáskrítin atriði, fallegt og fúrðulegt fólk. Helst er kannski að sagan verði um of hallærisleg þegar elskend- urnir ná saman í allsherjar-tón- listarmyndbandsvæmni í bláend- ann. Nú kann svosem að vera að einhverjum finnist nóg um: Það sjást brjóst í myndinni, nokkur tippi í fjarska, menn drekka sig útúr og éta dóp, brúka fúlan kjaft, og það sjást einar tvær nauðgun- artilraumr. En allt hefúr það samt frekar sakleysislegt yfirbragð, eins og ævintýraheimur, tómur leikur og bíó; meira að segja öfúgugginn í myndinni verður aldrei neitt sér- staldega ógnvekjandi. Og það er einmitt hann sem er hikstalaust stjarna myndarinnar, Steinn Ármann Magnússon í Jilut- verki hins bandóða Sveppa, sem er svo meinfyndinn og dásamlega kvikindislegur að óhugsanlegt er að fá illan bifúr á honum. Mótleik- ari hans Baltasar Kormákur er heldur dauflegur, enda er Wutverk góðmennisins kannski ekki vett- vangur til annars, en ábyggilega hefur útlitið hans þægileg áhrif á stelpur. Það sópar að Agli Ólafs- syni í smáhlutverki, en aðalleik- konan Ingibjörg Stefánsdóttir er sannferðugri þegar gjálífisstællinn er á henni en þegar hún túlkar saklausa sveitapíu. í bakgrunnin- um er svo Steingrímur Karlsson klippari sem skilar glæsilegu dags- verki. Egill Helgason Samafroðan STJÓRNIN STJÓRNIN STEINAR ...........©............ AFÉR Hvað er hægt að segja ^T^Jum hljómsveit sem hefur thjyflhelst unnið sér til frægð- ar að verða í fjórða sæti í Eurovisi- on; geldustu sönglagakeppni al- heimsins? Hvað er hægt að segja um hljómsveit sem allt venjulegt fólk vex upp úr um leið og það verður kynþroska en lætur sig hafa það að dansa við dauða- drukkið á sveitaböllum? Hvað er hægt að segja um hljómsveit sem auglýsir mjólk og appelsín? Ja, það er að minnsta kosti ekki hægt að segja að maður sé mjög spenntur fyrir nýrri afurð frá svoleiðis hljómsveit. Stjórnin er einmitt svoleiðis hljómsveit, og ný geislaplata frá þeim er jafnspennandi viðburður og þegar mjólk eða appelsín er sett í nýjar umbúðir, því auðvitað er ný Stjórnarplata bara sama gamla froðan í nýjum umbúðum. Og útfrá markaðslögmálum er auðvitað nauðsynlegt að skipta um umbúðir öðru hvoru til að halda áhuga almennings lifandi og trekkja á sveitaböllin á sumrin. Það eru ellefu lög á þessari þriðju afúrð Stjórnarmnar, þar af Nei eða já, það hryllilega Skandin- avíupopplag, á íslensku og ensku til að kóróna ósmekklegheitin. Ekkert þessara laga nálgast það einu sinni að vera þolanlegt í hófi. Hér er meðalmennskan í öndvegi, spilagleðinni drekkt í yfirunninni sykurkvoðu og lagasmíðarnar einhæfar og fyrirsjáanlegar; núna kemur gítarsóló, hér rekur Sigga upp stuðvein, hér kemur smá- hljómborðsflétta. Á nýju plötunni hafa orðið mannabreytingar, Friðrik og Jó- hann, strengjahljóðfæraleikarar Mezzoforte, eru gengnir til liðs við Siggu, Grétar og Halldór tromm- ara. Það eru svo sem ekki mildar breytingar, heildarsvipurinn er al- veg jafnsteingeldur og sykursætur og áður, enda hafa þeir Mezzófé- lagar varla gengið í bandið til að fróa tónlistarlegum metnaði. Þau Sigga og Grétar eru ímynd Stjórnarinnar. í bæJdingi geisla- plötunnar eru fjórar myndir af Siggu en bara tvær af Grétari og líldega táknar það eitthvað. Sigga er með galopinn munninn á þremur myndum og líklega á það að tákna að hún sé alltaf í svaka stuði, enda byggist öll ímynda- sköpun hjá hljómsveitinni upp á því að sýna að hér séu á ferð hressir krakkar í sífelldu stuði. Sigga er annars kraftmikil söng- kona og yrði örugglega fyrirtak ef henni yrði komið í skárra tónlist- arumhverfi. Verkefnaval hennar hefur þó verið hálfömurlegt í gegnum tíðina og kannski útséð með að henni verði beint af braut þriðja flokks vinsældapopps. Gunnar Hjálmarsson Uppstillt og lagfœrt Ljósmyndasýningar Ljósmyndarafélags íslands Ljósmyndatæknin er í grundvallaratriðum ein- föld, en ljósmyndir eru þó ótrúlega fjölbreytilegar að gerð. Þetta kemur berlega í ljós á sýn- ingum sem Ljósmyndarafélag ís- lands hefur staðið fyrir víðsvegar. Það er samt áberandi af þeirri yfir- sýn sem sýningarnar veita að ljós- myndun er starfsgrein og ljós- myndarar eru menntaðir og þjálf- aðir til að skila ákveðinni vöruteg- und. Sýningin í Ráðhúsinu sér- staklega höfðar fyrst og ffernst til áhugamanna um fagleg vinnu- brögð. Jafnvel þegar ljósmyndar- arnir setja í frígír þá hefur Ijós- myndin á sér yfirbragð hinnar vel hönnuðu vöru. Það þarf ekki að leggja áherslu á það að við erum gjörsamlega umlukin ljósmyndum á hverjum degi. Reynsla okkar af umhverf- inu er að talsverðu leyti mótuð af því sem við sjáum á ljósmyndum. Samt er eins og ljósmyndin sé smám saman að missa þann sess sem hún hafði sem „spegill nátt- úrunnar". Þegar við viljum sýna hvernig heimurinn virkilega er þá drögum við fram vídeómyndina. Ljósmyndin virðist aftur á móti Framhald og meira afgagnrýni á síðu 39. „Hvað er hægt að segja um hljómsveit sem allt venjulegt fólk vex upp úr um leið og það verður kynþroska en lætur sig hafa það að dansa við dauðadrukkið á sveitaböllum?" spyr Gunnar Hjálmarsson í gagnrýni sinni á nýja plötu Stjórnarinnar. 18.00 Fjörkálfar. 18.30 Kobbi og klíkan. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 ★★ Fjölskyldulffið. Ekki breskt lágstéttarfólk, heldur Ástralir. Ágætt fyrir þá sem fíla sápu. 19.30 ★ Sókn í stöðutákn. Breskt grín. 20.00 Fréttir. 20.35 Blóm dagsins. Fjörukál. Flvenær klára þeir flóruna? 20.40 ★★★ Til bjargar jörðinni. Um orku- og eldsneytis- notkun í heiminum. Víst fullmikið af því góða. 21.35 ★★ Upp, upp mín sál. Gott fólk og vont I Suðurríkj- unum. 22.25 ★★★★ Flerra Bean bregður á leik. Eitthvað fer úr- skeiðis. 22.35 ★★ Grænirfingur. Flafsteinn áAkranesi. E 23.00 Fréttir. FÖSTUDAGUR 18.00 Sómi kafteinn. 18.30 Ævintýri í óbyggðum. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 ★Ævistundir. 19.25 ★ Sækjast sér um líkir. 20.00 Fréttir. 20.35 Blóm dagsins. Geldingahnappur. 20.40 ★★ Leiðin til Avonlea. Framhald á myndaflokki um barnauppeldi. Konur kunna að meta þetta. 21.20 Svo á jörðu sem á himni. Fylgst með gerð myndar eftir Kristínu Jóhannesdóttur, 22.00 ★★ Matlock. í krumpuðum jakka. 22.50 ★★★ Fílamaðurinn. The Elephant Man. Bresk/banda- rísk, 1980. Mynd sem hefur á samviskunni að hafa gert David Lynch að einum umtalaðasta, og upp á síðkastið ofmetnasta, Jeikstjóra síðari tíma. Ágæt mynd, með góðum leikurum (John Hurt, John Gi- elgud, Anthony Hopkins) en menn þurfa ekki að eiga von á neinni opinberun. LAUGARDAGUR 13.00 Bikarkeppnin í frjálsum íþróttum. Bein útsending. Kannski eru íþróttamennirnir okkar best geymdir þarna. Hvar ætli þetta lið lenti á Ölympíuleikum? 17.00 íþróttaþátturinn. Umsjón Kristrún Heimisdóttir. Æ, hvenær fáum við Bjarna aftur á skerminn? 18.00 Múmínálfarnir. Hugljúfir þættir. 18.25 Bangsi besta skinn. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Draumasteinninn. Teiknmyndaflokkur. 19.20 ÍKóngur í ríki slnu. Ömurlegur breskur gaman- myndaflokkur. Er of seint að breyta dagskránni? 19.52 Hapþó. 20.00 Fréttir. 20.35 Lottó. 20.40 Blóm dagsins. Músareyra. 20.45 Fólkið í landinu. Ásgeir Elíasson landsliðsþjálfari er góður drengur, Frammari og veit allt um góðan fót- þolta, en frekar er nú hatturinn hans Ijótur. 21.10 ★ Hver á að ráða? Hvað hafa greiðendur afnota- gjalda unniðtil saka? 21.35 ★★★ Peningar. Geld. Þýsk, 1988. Ekki eru nú Þjóð- verjar frægir húmoristar, en þarna er þó komin ágæt þýsk gamanmynd. Örvæntingarfull húsmóðir sem hefur lifað um efni fram bregður á það ráð að ræna bankastjóra. Okkur hefur víst flestum dottið svoleiðis í hug, en varla væri gaman að sitja uppi með Sverri Hermannsson! 23.15 ★ Valin bráð. Prime Target. Amerisk, 1989. Lögreglu- konu er falið að hafa uppi á morðingja tveggja stall- systra sinna. Best að drífa sig á barinn. SUNNUDAG U R 13.00 Bikarkeppnin í frjálsum íþróttum. Enn dragast kepp- endur afturúr. Þeir eru bestir í því. 17.00 Hlé.Nada. 17.50 Sunnudagshugvekja. Hún féll niður síðást og nú þarf ekki minni mann en séra Pálma Matthíasson til að halda í horfinu í trúarlífinu. 18.00 Ævintýri úr konungsgarði.Teiknimyndaflokkur. 18.30 Ríki úlfsins. Náttúrulíf í Norður-Noregi. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Bernskubrek Tomma og Jenna. 19.30 ©Vistaskipti. Bandarískur gamanmyndaflokkur, var aldrei fyndinn, en er búinn að ganga sér fullkomlega til húðar. 20.00 Fréttir. 20.35 Sjö borgir. íslenskir sjónvarpsmenn heimsækja sjö borgir og byrja í Amsterdam. Leiðangursstjóri er Sig- mar B. Hauksson. Yfirleitt eru svona þættir ekki gerðir fyrir áhorfendur, heldur til þess að sjónvarpsmenn komist til útlanda. Annars hefur Sigmar ágætan húmor — sem hann sleppir þó ekki lausum í sjón- varpi. 21.10 ★ Gangur lífsins. Hroðalega væmið, en sumum finnst það í góðu lagi. 22.00 Yfir sig ástfangin. Kanadísk sjónvarpsmynd. Á frönsku, með frönskum leikurum, um ástir, framhjá^ hald og svoleiðis. Hvað annað? 17.00 Villta vestrið. Fjallar um ferð svissnesks prins og lista- manns um vestrið í kringum 1830. 18.00 Smásögur. Fyrsta sagan af þremur í þessari þáttaröð. Sagan heitir Dawn og frambjóðandinn. S U N N U D A G U R 17.00 Konur í íþróttum. Enn um konur í blaki, en líka um íþróttasálfræði. 17.30 Háðfuglar. Þeir eru víst breskir. Breskur húmor. 18.00 Meistaraverk Metropolitansafnsins. Kynnt þrjátíu helstu listaverk þessa fræga safns í New York. I/id mælum med • Marlon Brando. Hann eróvenju væminn I Sayonara á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. • Bikarkeppninni I frjálsum íþróttum i Sjónvarpinu. Gerið samanburð við Ólympíuleikana. 16.45 Nágrannar. 17.30 [draumalandi.Teiknimynd. 17.50 Æskudraumar.'Uppvaxtarár íÁstralíu. 18.40 Feldur. Teiknimynd um hund. 19.19 19.19. 20.15 ★★ Leigubílstjórarnir. Lokaþáttur. 21.10 Svona grillum við. Lokaþáttur. Búið að grilla allt nema grillarana. 21.20 ★ Laganna verðir. Amerískar löggur við störf. 21.50 Samskipadeildin. Meðal annars frá leik Fram og Vals. 22.00 ★ Banvæn mistök. Lethal Error. Amerisk, 1989. Malc- olm Jamal-Warner, sem lék bróðurinn í Cosby þátt- unum, fer með hlutverk pilts sem er ákærður fyrir morð. Móðir hans reynir að sanna sakleysi hans og setur sig í hættu. 23.30 ★ Bræðrabönd. Island Sons. Amerisk, 1987. Fjórir bræður, sem allir heita Buttoms og Timothy einna frægastur af þeim, leika fjóra bræður reyna að bjarga auðæfum fjölskyldu sinnar þegar faðir þeirra hverfur sporlaust. Mjög í meðallagi. E 16.45 Nágrannar. 17.30 Krakkavísa. E 17.50 Á ferð með New Kids on the Block. 18.15 Trýni og Gosi. 18.30 Bylmingur. Þungarokk. 19.19 19.19 20.15 ©Kæri Jón. 20.45 ★★ Lovejoy. Ágætir þættir. 21.40 ★★ Á krossgötum. Crossroads. Amerísk, 1986. Sér- staklega fyrir áhugamenn um blústónlist. Ungurtón- listarmaður ferðast með öldnum blúsmanni suður til Mississippi, í Mekka blússins, en gamli maðurinn reynist hafa selt skrattanum sál sína. Tónlistin eftir Ry Cooder er góð. 23.Í5 ★ Martröð í óbyggðum. Nightmare at Bittercreek. Amerísk, 1987. Fjórar konur í fjallaferð ramba á felu- stað öfgamanna sem ætla ekki að láta þær koma upp um sig. Alkóhólíseraður leiðsögumaður kemur til hjálpar. 00.45 ★★ Á bláþræði. Bird on a Wire. Amerísk, 1990. Mel Gibson og Goldie Hawn, stórvinsælir leikarar, í hasar- gamanmynd um kærulausan náunga og sambýlis- konu hans sem lenda í vandræðum þegar eiturlyfja- salar komast að því að hann átti þátt í að koma þeim í steininn. Maður hefur séð Mel Gibson áður í þessu hlutverki. E IWMBMT l'f-f 09.00 Morgunstund 10.00 Með björn í fóstri. Um eskimóakonu sem elur upp bjarnarhún. 10.30 Krakkavísa. 10.50 Brakúla greifi. 11.15 Ein af strákunum. Myndaflokkur um stúlku í París sem á sér þann draum að verða blaðakona. 11.35 Mánaskífan. Fyrsti þáttur af sex í röð sem fjallar um unglingsstúlku sem ratar í ýmis ævintýri. 12.00 Landkönnun National Geographic. 12.55 Bílasport. E 13.25. Visasport. E 13.55 ★ Myrkármálið. Incident at Dark River. Amerísk, 1989. Um verkamann sem tekur yfir rafhlöðuverksmiðju eftir að dóttir hans veikist af völdum eiturúrgangs. E 15.30 ★ Kærastinn er kominn. My Boyfriend's Back. Amerísk. Þrjár konur hittast og syngja saman eftir 25 ára þögn. E 17.00 ★Glys.Sápa. 17.50 Svona grillum við. E 18.00 Nýmeti. Popp. 18.40 ★★ Addams-fjölskyldan. 19.19.19.19. 20.00 ★ Falin myndavél. 20.30 Á tónleikum með Tinu Turner og Súsönnu Hoffs. Frá tónleikaferð þessara ágætu kvenna á síðasta ári. 21.30 ★★ Stórviðskipti. Big Business. Amerísk, 1988. Fjörleg gamanmynd um tvö pör af tvíburasystrum sem hafa ruglast í fæðingu. Bette Midler og Lily Tomlin láta öllum illum látum. 23.05 ★★ Havana. Havana. Amerísk, 1990. Mikil stórmynd um fjárhættuspilara sem verður ástfanginn af konu byltingarmanns. Myndin er í þunglamalegri kantin- um og Robert Redford nær sér ekki vel á strik í aðal- hlutverki. Lena Olin og Raoul Julia eru betri. 01.25 ★ Feigðarflan. Curiosity Kills. Amerísk, 1990. Ljós- myndara fer að gruna að nágranni hans sé leigu- morðingi. E —TO¥Jgr.W!W^T«?1^1 09.00 Kærleiksbirnir. 09.20 Össi og Ylfa. 09.45 Dvergurinn Davíó. 10.10 Prins Valíant. 10.35 Maríanna fyrsta. 11.00 Lögregluhundurinn Kellý. 11.25 Kalli kanína. 11.30 (dýraleit. 12.00 Eðaltónar. 12.30 ★★★ Sayonara. Sayonara. Amerísk, 1957. Fjarskalega rómantísk stórmynd um ástir og örlög hermanna í herferðinni gegn Japönum I síðari heimsstyrjöld. Marlon Brando er í aðalhlutverki. E 14.50 ★ Ruglukollar. Crazy People. Amerisk, 1990. Dudley Moore er eins og hann er alltaf I hlutverki auglýs- ingamanns sem er lokaður inni á vitlausraspltala fyrir að semja ruglaða texta. Daryl Hannah er sæt. E 16.20 Hættur á hálendinu. Keyrt upp I Þórsmörk og farið yfir viðsjárverðar ár. E 17.00 Listamannaskálinn. Heimsókn til Yuri Bashmet, en hann erslðhærðurfiðlusnillingur. 18.00 ★★★ Petrov-málið. Annar þáttur. Petrov þessi var sovéskurdiplómati sem leitaði hælis I Ástralíu. 18.50 Áfangar. Kirkjan á Grund I Eyjafirði. E 19.19 19.19. 20.00 ★ Klassapíur. Amerískar kerlingar. 20.25 ★★ Root fer á flakk. Breskur gamanmyndaflokkur um furðufugl sem er sjálfskipaður útvörður breskrar menningar. 21.20 ★★ Arsenio Hall. Spjallþáttur. 22.05 Samskipadeildin. Fjórtánda umferð. 22.15 Ein og yfirgefin. The Last to Go. Amerísk, 1991. Sjón- varpsmynd um hjón sem missa ungana úr hreiðrinu einn af öðrum. 23.45 ★ Ógnir eyðimerkurinnar. High Desert Kill. Amerisk, 1989. Vísindaskáldskappr. I óbyggðum Nýju-Mexíkó er eitthvað á sveimi sem virðist hertaka sálir og lík- ama fólks. E ★★★★Pottþétt ★★★Ágætt ★★Lala ★Leiðinlegt © Ömurlegt E Endursýnt efni

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.