Pressan - 20.08.1992, Blaðsíða 4

Pressan - 20.08.1992, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR PRESSAN 20. ÁGÚST 1992 BÆTIFLÁKAR Með opna klauf „Það ereindœma ósmekklegt af Sjónvarpinu að sýna sem dag- skráruppfylliitgu myndbönd með lögum úr þessari nýju mynd, Veggfóðri, líkt oggert var itidtui- daginn 10. ágúst. Þetta er kannski ókeypis auglýsing íríkisrekna jjöl- miðlinum? En síður en svo er myndbaiidið geðfellt til áhorfunar þar sem í sífellu er verið að opna og loka buxnaklaufum. Og ekki vantaði strípalinginn. Og svo er verið að argast út t svokallaða „Jlassará'á aliiiannafæri!“ Jón Einarsson ÍDV Gísli Valdemarsson, út- sendingarstjóri Ríkissjón- varpsins: „Mér finnst ekki nema sjálfsagt að Ríkissjónvarp- ið styðji við bakið á íslenskri kvikmyndagerð og sýni mynd- bönd með lögum úr íslenskum myndum. Við notum slík myndbönd sem uppfyllingarefni á milli dagskráratriða og þetta umrædda myndband úr Vegg- fóðri er að mínu mati alveg jafn- gott og hvað annað. Ég get alls ekki sagt að mér hafi þótt þetta myndband dónalegt." BORGA TAKK „ Vtkverji hefur oft lagt leið sína í Dimniuborgir og er sammála því, sem segir í fréttabréfmu, „að sandurinn md ekki þokast feti fraitiar en orðið er íþessari ndtt- úruparadís. Slíkt tjón yrði seint eða aldrei bœtt“. Hins vegar cfast Víkverji um að það gangi til lengdar að kvabba á byrðum hlöðnum ríkissjóði um fjárveit- ingu tþessarframkvœmdir... Það er mjög auðvelt að innheimta gjald afferðamönnum, sem heiiti- sœkja Dimmuborgir. Staðurinn er girtur af oggengið inn í borgimar um eitt og sama hliðið, þar sem þyrfti ekki nema einn staifsmann til aðselja miða. Gjaldiðgœti ver- ið 100 krónur á mann. Að því gefnu að 100.000 manns heiiti- sœki staðinn á suitiri hverju, yrðu tekjuniartíu milljónir, tíusinnum ttieira en tekizt hefur að Iteija út úr íslandsbanka ogPokasjóði!" Víkverji í Morgunblaðinu Andrés Arnalds, gróður- vemdarfulltrúi Landgræðslu ríkisins: „Það er verk að vinna í Dimmuborgum, ekki aðeins við heftingu sandfoks heldur þarfn- ast göngustígar og bílastæði einnig lagfæringa. Okkur hefur gengið afar illa að fá fjárstyrk frá ríkissjóði, en aðrir aðilar hafa stutt við bakið á okkur, s.s. fs- landsbanki og Pokasjóður Land- verndar. Fyrir nokkrum árum var sett fram sú hugmynd að innheimta gjald af ferðamönn- um, en henni var hafnað af ríkis- valdinu á þeim forsendum að ekki væri fordæmi fyrir slíku. Ég er hlynntur því að tekið verði gjald af ferðamönnum í Dimmuborgum, úr því að ekki fæst annað fjármagn, en þó að því tilskildu að útbúinn verði aðlaðandi upplýsingabældingur með korti af svæðinu, svo fólk fái meira fyrir sinn snúð.“ Ekkert mál að kenna „Þetta veldttr vissulega áhyggj- um en ef til vill eigum við ekki að Italda stíft í lögvenidun kennara- réttinda ogfleiri atvinnugreina. Ég skil Tryggi’a þannig að hann ráði ekki fólk sem ekki liefur réttindi. Við vitum íhverju þessi réttindi eru fólgin. Fólkið verður að hafa numið við Hí eða KHÍ og lokið prófi. Eii það cr hœgt aðfá hœfa kennara, án kennsluréttinda, til að keiina ákveðin fög. Égget ekk- ert við því sagt að Tryggvi ráði ekki t.d. doktor í stœrðfrœði til að kenna stœrðfrœði þótt doktorinn hafi ekki próf'iuppeldisfrœðum. “ ÖlafurG. Einarsson menntamálaráðherra (DV JÚLÍUS KEMP kvikmyndaleikstjóri B E S T Júlíusi tekst það sem hann ætlar sér, þótt hlutirnir virð- ist ekki ætla að geta heppn- astíupphafi. Hannhefur góða heildarsýn yfir það sem hann er að gera, sér hlutina í samhengi. Þannig var hann með það í kollinum frá byrjun hvernig Veggfóður átti að lita út. Hann er ákveðinn og duglegur og skipar vel fyrir. Það er gott að hafa hann ná- lægt sér af því hann er svo harður. Svo er alltaf hægt að treystaá Júlíus. V E R S T Hann er misjafn í skapi. Það er ekki mjög gott þegar hann kemurtil vinnu á morgnana, en lagast þegar líða tekur á daginn. Hann er lika óstund- vís og fatasmekkurinn ömur- legur. Svo flýtir hann sér of mikið. Á erfitt með að taka lífinu með ró. Eilífar rökræð- ur hans eru líka lítið skemmtilegar. Svanhildur Kaaber, for- maður Kennarasambands ís- lands: „Menntamálaráðherra hefur látið í veðri vaka að hér á landi sé nóg af fólki með góða menntun sem áhuga hafi á að starfa við kennslu. Þetta er rangt og veit ég því ekki hvar ráðherra ætlar að fá kennara sem hæfir eru til starfa, en eru.án kennara- réttinda. Tölur úr hans eigin ráðuneyti sýna að annar hver þeirra, sem voru réttindalausir við kennslu í grunnskólum landsins síðastliðinn vetur, var með stúdentspróf eða enn minni menntun.“ Undrarusl „Ég var inni í Undralandi á Grensásveginum þegar ég rakst þar á litmynd í ramma sem ég hafði hent liálfum mánuði áður,“ segir kona í Reykjavík sem lenti í því að kaupa fyrir tvö liundruð krónur mynd sem hún hafði ákveðið að losa sig við skömmu . áður. „Ég varað taka til ígeymsl- unni minni ogfórmeð fullt afdóti t gámastöðina á Sævarhöfða. Þar á meðal var litmynd sem ég átti af tveggja ára stelpu með bangsa. Myndin hafði skemmst og ég henti henni með rammanum. Stöðin er afgirt og þar er vaktmaður svo ég skil ekki hvemigsvona lagaðgetur komiðjyrir. “ „Kona" í DV Sigríður Ævarsdóttir, framkvæmdastjóri Undra- lands: „Að sjálfsögðu er Undra- land ekkert markaðstorg fyrir sorp. Við erum með feiknin öll af nýjum vörum, en auðvitað er alltaf eitthvert drasl innan um og ógjörningur að fylgjast með því hvaðan hlutirnir koma. Burtséð ffá þessu þá verð ég nú að segja að ég skil ekkert í konunni að vera að kaupa sitt eigið rusl!“ F Y R S T F R E M S T Maður á flótta undan fíkni- efnalögreglunni keyrir aft- an á lögreglubíl, það kvikn- ar í bílnum og lögreglu- þjónn sleppur naumlega úr eldinum. Skömmu áður hafði maðurinn gert til- raun til að stinga annan lögregluþjón í hjartastað með skærum. Þetta hljóm- ar kannski eins og Iýsing á atburðum í einhverri stór- borginni, en gerðist á ís- landi í þessari viku. Af- brotamenn, ekki síst þeir er tengjast fikniefnum, ger- ast sífellt óprúttnari, marg- ir bera vopn og hika ekki við að beita þeim. Þetta gerir störf íslenskra lög- regluþjóna vandasamari, en sjálfum er þeim óheim- ilt að beravopn. Hefurþetta atvik, sem varðfyrrí vikunni, ekki vakið upp neinar spumingar innan lögreglunnar um það hvorthún œtti að bera vopn? „Ég get ekki svarað þessu. f til- viki eins og þessu hefði skotvopn ekki breytt neinu. Það þarf að horfa á þetta atvik í miklu víðara samhengi. Lögreglustörf eru erfið og menn oft í hættu, en það er aldrei hægt að sjá hana fyrir. Eins og í þessu tilviki. Þarna var verið að reyna að stöðva bíl, en það var ekki einu sinni komið fyrir nein- um hindrunum á veginum þannig að hann hefði vel getið ekið ffam- úr. Það var því öll varúð sýnd. í raun ráðum við ekki ferðinni. Við getum aldrei tryggt okkur fyrir öllu. Sem betur fer höfum við verið heppnir hingað til og atburður eins og þessi ekki gerst áður.“ Hvernig er andrúmsloftið á lög- reglustöðinni núna eftir þeimaii at- burð? Slcer ekki óhugá menn? „Auðvitað eru menn slegnir yf- ir að sjá félaga sína lenda í lífs- hættu. Það má þakka það snar- ræði lögregluþjónsins sem var með þeim slasaða í bílnum að hann náðist út. Það hefði getað farið verr.“ Skotvopn hefði ekki breytt neinu Er kominn tími til að ísletiskir lögregluþjónar vopnbúist? „Þetta er stór spuming og erfitt að svara henni. Það væri meiri- háttar mál ef lögreglan ætti að fara að bera vopn og kallaði á breyt- ingar á reglum. En ég held að flestir vilji hafa óvopnaða lögreglu eins lengi og hægt er.“ Er engin umrœða um það í lög- reglunni að hún ætti að bera vopn? „Við erum með sérþjálfaða menn í víkingasveitinni sem mega bera vopn þegar þannig aðstæður skapast.“ Staða lögregluþjóna hlýtur þó að hafa breyst mjög mikið á undan- förnum árum vegtia meiri hörku þeirra sctn þeirþurfa að eiga við? „Það er allt orðið miklu harðara og erfiðara en það var fyrir tíu til fimmtán árum og kemur þar margt til.“ Einsog? „Bæði meiri áfengisneysla og tilkoma nýrra vímugjafa.“ Em menn ekkert hrœddir við sí- versnandi ástand? „Lögreglan hefur búið við þetta lengi og hefur m.a. þurft að af- vopna menn með skotvopn. Það veit enginn fyrirfram í hverju hann getur lent.“ Á RÖNGUNNI T V Í F A R A R Þeir Haile Selassie Eþíópíukeisari ogEiríkur Hreinn Finn- bogason bókmenntafrœðingur völdu sér ólíkan starfsvett- vang, en þegar grannt er skoðað eru þeir ótrúlega líkir utn rnargt, innra semytra. Báðir sýndu snemma áhuga áfag- urbókmenntum og hlúðu aðþeitn hvor á sinn hátt. Hvað útlitið varðar hafa þeir báðir satna háa entiið, greindarleg kollvik, tálguð kitmbein, íhugul augu, alvarlegan munn- svip ogmeira að segja menntamannslegur skeggvöxturinn er hinn satniþó að Eiríkur Hreinn snyrti skeggsitt meira. íraun og veru er aðeinsþrennt, sem aðskilurþá: sutnsé litarhátturinn, sú staðreynd að Haile Selassie er allur eti Eiríkur Hreinn ekki ogþað aðþráttfyrir að Eiríkur Hreinn njóti mikillar virðingar hefur hann ólíkt keisaran- um ekki enn verið tekinn íguða tölu.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.