Pressan - 20.08.1992, Blaðsíða 6

Pressan - 20.08.1992, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR PRESSAN 20.ÁGÚST 1992 F Y R S T M E N z: o o cc < o o F R E M S T Slagorðakeppni Herjólfs HlJ/kDföfr/ 7^^ Jóhannn J. Ólafsson, stjórnarformaður Stöðvar 2 Jói útherji Jóhann J. Ólafsson er ágætt dæmi um mann sem skiptar skoðanir eru um. Nokkrir af sam- starfsmönnum hans í Fjölmiðlun sf. líta á hann sem nytsaman sak- leysingja í höndum Jóns Ólafsson- ar, sem hafi misnotað aðstöðu sína innan þess fyrirtækis og stjórnar Stöðvar 2 til að maka krókinn. Sjálfur lítur Jóhann J. á sig sem guðföður fslandsbanka og bjargvætt Stöðvar 2. Enda þótt þessar skoðanir séu skiptar þá eru þær dálítið mis- skiptar. Það eru margir tilbúnir að kaupa álit fjölmiðlamanna á Jó- hanni- J. Þeir eru hins vegar færri „Eftir að þetta rann út í sandinn má segja að Jóhann J. hafi runnið á rass- inn. Hannfœr vissulega að vera formaðurfram að nœsta aðalfundi, þegar honum verð- ur steypt með húrrahrópum. “ sem tilbúnir eru að skrifa undir álit Jóhanns J. á sjálfum sér. Ef til vill engir aðrir en Jón Ólafsson og Haraldur í Andra og þá aðeins ef þeir hafa hag af því. Það er að minnsta kosti erfitt að trúa því að maður, sem hefúr for- stjóralaun fyrir formennskuna í Stöð 2 og gífurlegar þóknanir fyrir að hafa skrifað nafnið sitt við skuldir Stöðvarinnar, sé sá bjarg- vættur fyrirtækisins sem hann lýs- ir og sá píslarvottur ráðabruggs Verslunarbankans og samstarfs- manna sinna sem hann vill vera Iáta. Að minnsta kosti trúðu helstu forkólfar verslunarinnar ekki þessu áliti Jóhanns J. á sjálfum sér. Þeir felldu hann svo hratt niður metorðastigann í félögum sínum að það var vart hægt að greina hann í fallinu. Svo hratt hrapaði hann. Hins vegar ætti almenningi að vera hlýtt til Jóhanns J. Hann hef- ur skaffað fólki ókeypis skemmt- un við að fylgjast með valdabrölt- inu á Stöðinni. Og með síðasta leik sínum sannaði hann að hann er ekki bara góður Ieikstjóri heldur fádæma hugmyndaríkur. Fyrst stofnaði hann fyrirtækið Útherja og lét það síðan kaupa hlutabréf þeirra manna sem fóru mest í taugarnar á honum. Með því taldi hann sig geta bolað þeim út úr fyrirtækinu. Því miður kom í ljós að hann komst ekki upp með að gera þetta án þess að spyrja mennina hvort þeir vildu selja. Því miður. Ef Jóhanni hefði tekist þetta hefði mátt búast við hol- skeflu samskonar hreinsana í öðr- um fyrirtækjum, þar sem menn sem sífellt væru með eitthvert kvabb yrðu einfaldlega gerðir eignalausir. Eftir að þetta rann út í sandinn má segja að Jóhann J. hafi runnið á rassinn. Hann fær vissulega að vera formaður fram að næsta að- alfundi, þegar honum verður steypt með húrrahrópum. Það er orðið ljóst að honum mun aldrei takast að fá meirihluta hluthafa til að spila með sér. Hann, Jón Ólafs- son og Haraldur í Andra verða óhreinu börnin innan Stöðvarinn- ar á meðan Áramótahópurinn, Knútur Sighvats og minnihlutinn í Fjölmiðlun fara með fyrirtækið þangað sem þá lystir.________ AS HERjOLFUR SIGLIR SEM KLETTUR Fyrir skömmu var haldin slag- orðasamkeppni á vegum Her- jólfs hf. í tilefni komu hins nýja skips. Því miður liggja úrslitin fyrir, því hætt er við að nýjustu upplýsingar mundu eitthvað breyta niðurstöðunni. Sigur- vegarinn, Áki Heinz Haralds- son, setti saman slagorðið „Herjólfur brúar bilið“ og fékk 50 þúsund-kall fyrir. önnur verðlaunaslagorð voru „Her- jólfur — það gefur augaleið" og „Herjólfur — farsæll ferða- máti“. Til að gefa hugmynd um hvernig niðurstaðan yrði í keppninni í dag settum við saman nokkur sýnishorn: Flerjólfur — siglir sinn sjó Herjólfur — aðeins á sumrin Herjólfur — alltaf á leiðinni Herjólfur — stutt gaman Herjólfur — brjálaður í brælu Herjólfur — puðar alla leið Herjólfur — stöðugt í slipp Herjólfur — kafar áfram Herjólfur — flýtur eins og korkur Herjólfur — siglir sem klettur Herjólfur — skoppar sinn sjó Herjólfur — alltaf í höfn Herjólfur — gakktu frekar Herjólfur — klárir í bátana Herjólfur — með kafbáti á Þjóðhátíð Herjólfur — gubbast áfram Herjólfur — ferð án fyrirheits Herjólfur — ein ferð, ei meir Herjólfur — með öndina í hálsinum Herjólfur — besti vinur Flugleiða Herjólfur — heggur af stað Herjólfur — alltaf á fjárlögum Herjólfur — sterkur sem Skallagrímur Herjólfur — fljúgðu frekar Herjólfur — þú leggur af á Ieiðinni Herjólfur — bestur í landi Herjólfur — nötrar í stafni Herjólfur — það gefur á alla leið Á L I T Á að hafa þjóðanatkvæðagneiðslu um EES-samninginn? Vilhjálmur Egilsson framkvæmda- stjóri Versl- unarráðs „Nei, ég tel að ekki eigi að fara fram atkvæða- greiðsla um EES-samning- inn vegna þess að engin sérstök hefð er fyrir slíkum atkvæða- greiðslum hér á landi. Til að mynda fór engin atkvæðagreiðsla fram um aðildina að Mannrétt- indasáttmála Evrópu, þó að hann hafi í raun gjörbreytt forsendum íslenska dómskerfisins. Engum af þeim mönnum, sem nú heimta þjóðaratkvæðagreiðslu í sam- bandi við EES, datt í hug að gera ráð fyrir henni þó að margir þeirra stæðu að meirihluta samn- ingsins. fslenska stjórnkerfið og íslenskt samfélag byggjast á full- trúalýðræði, þar sem kjörnir fúll- trúar þjóðarinnar fara með lög- gjafar- og framkvæmdavald í málefúum Islendinga allra.“ Sigurður Pétursson form. Sambands ungra jafn- aðarmanna „Almennt tel ég I að halda eigi þjóðaratkvæða- j greiðslur um jafúmikilvæg mál er varða framtíð þjóðarinnar og EES- samning- inn, sem er stærsti milliríkja- samningur sem við íslendingar höfum staðið að.Hins vegar er ekki hefð fyrir þjóðaratkvæða- greiðslum hér á landi og þótt EES-samningurinn sé ef til vill mikilvægasti samningur sem við höfúm haft í bígerð, þá er hann í eðli sínu áþekkur þeim samning- um sem við höfúm áður gerst að- ilar að. “ Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur „Ég er fylgjandi | þjóðaratkvæða- greiðslu um EES-samning- 1 inn en slík at- §§§ kvæðagreiðsla hefúrbæðikosti og galla. Helstu kostirnir eru þeir, að þjóðar- atkvæðagreiðsla mundi auka gagnrýna umræðu um EES og um leið knýja stjórnmálamenn til að útskýra greinarmuninn á EES annars vegar og EB hins vegar. Ef þannig yrði staðið að málum gæti almenningur tekið raunhæfa afstöðu og án þess að einskær tilfinningasemi og til- efnislaus ótti við breytingar vörpuðu þar skugga á. Ég tel því að mikilvægi samningsins rétt- læti þjóðaratkvæðagreiðslu.Gall- ar þjóðaratkvæðagreiðslu í þessu máli eru þeir, að samningurinn er nokkuð flókinn og því tíma- ffekt að kynna sér hann. Hann er þó ekki flóknari en Maastricht- samningurinn. f þessu tilviki vega kostirnir þyngra en gallamir." Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ „Já, ég tel óhjá- kvæmilegt að halda þjóðarat- kvæðagreiðslu um inngöngu í EES. Mikilvægi málsins gerir það óhjá- kvæmilegt að leita eftir stað- festingu á vilja þjóðarinnar og tryggt sé að Alþingi muni ekki sniðganga hann. Áður en til atkvæðagreiðslu kemur þarf að vera ljóst hvaða áhrif innganga í EES hefur á hagkerfi okkar fs- lendinga og þjóðfélag. Enginn milliríkjasamningur annar mun snerta daglegt líf manna hér eins mikið. Þess vegna á þjóðin sjálf að taka ákvörðun um örlög hans.“ Jóhannes Gunnarsson framkvæmdastjóri Neytenda- samtakanna „Já. Ég tel eðlilegt að í svo stóru *» máli, máli sem hefur jafnmikla þýðingu fyrir ís- lensku þjóðina, sé það eðlileg og lýðræðisleg krafa að þjóðin hafi úr- slitaorðið. Þjóð- aratkvæða- greiðsla stuðlar einnig að því, að almenningur kynni sér málið af gaumgæfni eins og nauðsynlegt er í þessu mikilsverða máli. Að sama skapi neyðast stjórnmála- menn og hagsmunaaðilar til að leggja harðar að sér ef þeir vilja gera málstað sinn trúverðugri og komast síður upp með lýðskrum og hræðsluáróður."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.