Pressan - 20.08.1992, Blaðsíða 11

Pressan - 20.08.1992, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR PRESSAN 20. ÁGÚST 1992 11 Hönnunargallar koma í ljós í Herjólfi GÆTIK0S1A6 HÁLFAN MILLJARB AÐ GERA SKIPIÐ ÖRUGGT í VETRARVEBRUM Alvarlegir hönnunargallar hafa komið í ljós í Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi. Skipið lemur og heggur ef gerir einhverja öldu þannig að allt leikur á reiðiskjálfi. Framundan er vetur á einni erfiðustu ferjusiglingaleið heims og í kjölfar þess hafa komið upp efasemdir um öryggi skipsins. Ákveðnar hafa verið prófanir á skipinu sem verða í höndum hönnuða þess. Alvarlegir gallar hafa nú komið fram í hönnun Vestmannaeyja- ferjunnar Heijólfs, sem tekin var í notkun í sumar. Um síðustu helgi kom í íyrsta skipti veður þar sem reyndi á skipið. Margir eru á því að það hafi í raun fallið á prófinu. Aður en ákvörðun um smíði þessarar tegundar af skipi var tek- in kom fram margvísleg gagnrýni á hönnun skipsins. Margt af þess- ari gagnrýni er nú að koma á dag- inn. Um leið vakna spurningar um öryggi skipsins, því framund- an er fyrsti vetur þess. Spurningin er: Verður því treyst óbreyttu til að stunda áætlunarsiglingar á einni erfiðustu ferjuleið í heimi eða þarf að gera miklar og dýrar breytingar? Dugar það yfirleitt til að leiðrétta grundvallarmistök í hönnun skipsins? SKIPSTJ ÓRINN GAGNRÝNIR SKIPIÐ f Vestmannaeyjum eru þungar áhyggjur af framtíð skipsins. Hef- ur skipstjórinn, Jón Eyjólfsson, lýst yfir áhyggjum sínum. Jón sagði að þetta væri í raun í annað sinn sem slíkir hnökrar á siglinga- hæfni skipsins kæmu í ljós. Þegar siglt var í kringum landið í upp- hafi kom fram að það hjó mjög iÚa í öldu. „Það er mitt persónulega álit að skipið sé of breitt miðað við lengd og þá um leið of flatbotna,“ sagði Jón. Hann sagði að skip með 16 metra breiðan skrokk væru yfir- leitt um 100 metra löng en Herj- ólfur er 70,5 metrar. Hann væri því vantrúaður á að lenging dygði. Jón sagðist alltaf hafa verið á móti því að stytta skipið því þá hefði legið ljóst fyrir að það yrði verra sjóskip. Nú liggur fyrir að skipið „heggur" illa í öldu, sem fer mjög illa með það. Hættur á skemmdum á skipinu aukast vegna álags frá höggunum og þá fer þetta illa með tækjakost. Þá verður að reiða sig mjög á jafn- vægisugga skipsins. Ef þeir bila verður það eins og korktappi á sjónum. Og hugmyndir frá hönnuðum skipsins um að breyta um sigl- ingaleið telur Jón út í hött. „Bárð- ur Hafsteinsson hefur látið hafa eftir sér að það þurfi að fara að finna nýja leið hér á milli, sem er alveg fáránlegt. Það er bara um tvær leiðir að ræða; annars vegar beint á milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar og svo hins vegar að fara meðfram ströndinni í norðaustanátt. Um aðrar leiðir er ekki að ræða.“ EFASEMDIR UM ÖRYGGISKIPSINS En Jón hefúr áhyggjur af vetrar- veðrunum sem eru framundan. „Þetta um helgina var bara aust- an-bræluskítur þar sem var rifinn upp vindbárusjór, svona þrír/fjór- ir metrar. Eftir að vindur var dott- Sigurður Ingvason skipahönn- uður: Segist hafa efasemdir um öryggi skipsins. inn niður kom sléttur sjór. Síðan er bara allt annar hlutur sem við tölum um, sem er suðvestanáttin. Hafaldan sem kemur upp að landinu úr lægðunum suður í höf- um nær sér upp á mildnn hraða með langri öldu. Það er óskrifað blað,“ sagði Jón. Bæði hann og Sigurður Ingvason skipahönnuð- ur ræddu sérstaldega um það þeg- ar ölduhæð kemst upp í 15 til 20 metra, sem hefur mælst þama við suðurströndina og er nánast ein- stæð í heiminum. Það er þetta sem gerir siglingaleiðina sérlega hættulega. Hlutur Sigurðar í þessum mál- um er sérstakur, þar sem hann hefur unnið sem skipahönnuður víða um heim í áratugi. Hann var ráðgjafi við eitt af tilboðunum sem gerð vom í smíði Herjólfs og í framhaldi af þvi' spunnust miklar deilur á milli hans og forráða- manna Skipatækni hf., sem hönn- uðu skipið og höfðu alla umsjón með smíði þess. Sakaði Sigurður þá um stuld á einkaleyfishug- Steingrímur J. Sigfússon, fyrr- verandi samgönguráðherra: Sú ákvörðun hans að minnka Herj- ólf kann að reynast dýrkeypt. myndum og fyrir vikið reka Skipatæknimenn nú meiðyrða- mál gegn honum. En Sigurður sagði á sínum tíma að skipið væri hættulegt og í sam- tali við hann, þar sem hann var staddur í Svíþjóð, kom fram að hann er enn sama sinnis. ÓNÓGAR PRÓFANIR ÁSKIPINU „Ég hef séð ummæli skipstjór- ans og það er augljóst að margt er að við skipið. Þá er ljóst að það hefur engan veginn verið nóg að framkvæma prófanir á því á sín- um tfrna miðað við 6 metra öldu- hæð. Á siglingaleiðinni getur ölduhæðin orðið um 20 metrar, en þetta er að mörgu leyti einstak- ur staður í heiminum hvað þetta varðar. Eftir þær breytingar sem gerðar voru á skipinu sitja menn uppi með stutt og breitt skip, nán- ast kubb, sem lætur illa í sjó,“ sagði Sigurður. En telur hann það hættulegt? „Þetta veður sem var um helg- ina var ekki vetrarveður — þetta var bara fyrsta golan. Það er ekki enn kominn vetur. Ég mundi að minnsta kosti hafa góða veðurspá áður en ég sigldi með skipinu,“ sagði Sigurður. Skipstjórinn var spurður að því sama. - Hvað gerir þú þegar fer að vetra og öryggi skipsins er í þín- um höndum? Heldurðu að þú eig- ir eftir að liggja meira fyrir en með gamla Herjólf? „Ég skal ekkert segja til um það, en ég verð að viðurkenna að í þessum barningi sem kemur í brælu þá er viss beygur í manni gagnvart haföldunni." - Hvað áttu við með „beygur“? „Spurningin er: Hvernig lætur þetta skip í sjó ef ekki er hægt að keyra það áfram í stóra öldu? Það er með rnikinn stöðugleika, þ.e.a.s. þyngdarpunkturinn er neðarlega í því, og ef uggarnir eru settir inn þá veltur það ógurlega. Ef ekki er hægt að keyra það virka ekki uggarnir, en þeir þurfa að hafa 7 til 8 mílna ferð til að virka.“ - Hvað þýðir þetta ef það gerir mikið veður? Hafið þið þá hvorki tök á að liggja fyrir né keyra áffarn? „Ef maður lendir í sunnan/suð- vestanveðri og maður ætlar ekki að hafa það þá er ekkert annað að gera en snúa við.“ HÖNNUÐIRNIR EIGA AÐ ATHUGA EIGIÐ VERK Þarna er komið inn á notagildi hins nýja skips og það er að sjálf- sögðu það sem Vestmanneyingar hafa mestar áhyggur af, næst á eft- ir öryggismálum. Tryggvi Jónas- son, stjórnarmaður í Herjólfi, hef- ur áður gagnrýnt hönnun skipsins en hann telur að það hafi verið mistök að hafa það ekki 79 metra eins og stóð til í upphafi; þá hefðu þeir fengið á sama verði betra sjó- skip sem eyddi ekld eins miklu. í samtali við PRESSUNA sagði hann að veðrið um helgina hefði komið illa við menn, en enginn fundur hefði verið boðaður í stjórn Hetjólfs. Hluti smíðanefnd- arinnar hefði þó komið saman og ætlunin væri að ffamkvæma próf- anir á skipinu. Tryggvi sagði að sú ákvörðun að stytta skipið hefði ekki verið Vestmanneyinga. Ákvörðunin var pólitísk og tekin af þáverandi samgönguráðherra, Steingrími J. Sigfússyni. Það var gert til að gera Slippstöðinni á Akureyri kleift að bjóða í verkið. Tilboð hennar var hins vegar upp á 1,8 milljarða króna og því allt of hátt. Samkvæmt upplýsingum frá samgönguráðuneytinu hyggst ráðuneytið ekkert aðhafast að svo stöddu. I sama streng tók Páll Hjartarson hjá Siglingamálastofn- un. Hann sagði að stofnunin rnundi fylgjast með þróun mála en ekki stæði til að aðhafast neitt að svo stöddu. Nú er ætlunin að framkvæma athuganir þar sem borin verður saman sigling skipsins og módel- prófanir ffá Danmörku. Athugun- in verður í höndum hönnuða skipsins, Skipatækni hf,_____ Sigurður MárJónsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.