Pressan - 20.08.1992, Page 21

Pressan - 20.08.1992, Page 21
FIMMTUDAGUR PRÍSSAN 20.ÁGUST 1992 21 Um rekstrarvanda Kaupfélags Húnvetninga Athugasemd ritstj. PRESSAN hefur í dag, 13. þ.m., birt grein þar sem rangt er með farið varðandi málefni Blönduóssbæjar, einnig sam- skipti bæjar og Kaupfélags Húnvetninga. Því er nauðsynlegt að gera efdrfarandi at- hugasemdir og óska eftir birtingu í næsta blaði. I. Um samskipti bæjar og Kaupfélags Húnvetninga. Frá upphafi vega hafa samvinnufélögin á Blönduósi greitt hæst aðstöðugjöld og fasteignagjöld allra gjaldenda á Blöndu- ósi. AUa tíð hafa þau verið í hópi skilvís- ustu gjaldagreiðenda OG ALDREIVERIÐ f VANSKILUM MEÐ NEIN ÞEIRRA, HVORKIFYRR NÉ SÍÐAR. ÞÁ HAFA ÞAU VERIÐ GÓÐUR SAM- STARFSAÐILI VARÐANDI VIÐHALD OG EFLINGU ATVINNULÍFS A BLÖNDUÖSI. II. Um vangoldin gatnagerðargjöld Kaupfélags Húnvetninga og fleiri. Það er hreinn þvættingur að vangoldin gatnagerðargjöld Kaupfélags Húnvetn- inga og fyrirtækja tengdra félaginu séu rúmlega 25 milljónir. Tilvitnuð skýrsla, sögð tæknifræðings, er samantekt undirritaðs, samkvæmt beiðni formanns bæjarráðs, um hugsan- legar tekjur af gatnagerðargjöldum sem ALDREI HAFA VERIÐ LÖGÐ A, og aldrei gerður reikningur fyrir vegna fyrir- tækja á svæði þar sem er ENGIN GATA, LAGNIR EÐA GÖTULJÓS, en einhvem tíma þyrfti að vinna verkefhið, þá vaknaði spuming um hvaða tekjur gætu hugsan- lega komið á móti gjöldum, vegna kostn- aðarins af holræsagerð, gatnagerð, gang- stéttum og uppsetningu götuljósa. ÞAÐ ER ÞVÍ ALRONG SÚ FULLYRÐ- ING PRESSUNNAR AÐ KAUPFÉLAG HÚNVETNINGA EÐA FYRIRTÆKI TENGD KAUPFÉLAGINU EIGI VAN- GOLDIN GATNAGERÐARGJÖLD. BÆJARSJÓÐUR A ENGA RAFVEITU, ÞVf SKULDAR KH BÆNUM EKKI KRÓNU VEGNA RAFORKU. III. Varðandi skuldastöðu bæjarsjóðs Blönduóss. f greininni birtir PRESSAN rangar töl- ur um skuldastöðu bæjarsjóðs og líklega skuldastöðu um næstu áramót, þrátt fyrir að blaðamaður hafi haft tækifæri til að fá réttar tölur í viðtali við undirritaðan í gær (miðvikudaginn 12. ágúst), eða ljósrit úr ársreikningi. Því skal eftirfarandi upplýst: a. Skuld í formi langtímalána 31. des- ember 1991 var kr. 113.668.579,79, þar af vegna félagslegra leiguíbúða kr. 18.266.028,26, afborganir ársins 1992 verða kr. 25.378.616, langtímalán nettó kr. 84.315.258,29, eins og kunnugt er fær- ast afborganir ársins 1992 með skamm- tímaskuldum. FRlAR HEIMSENDINGAR ALLAN SÓLARHRINGINN 7 DAGA VIKUNNAR PÖNTUNARSÍMI 679333 PIZZAHÚSIÐ Grensásvegl 11 — þjónar þér allan sólarhringlnn Langtímakröfur vom kr. 3.974.705,50 b. Skammtímaskuldir vom 31. desem- ber 1991 kr. 62.329.924,11 Veltufjármunir vom kr. 70.199.530, eða veltufé umfram skammtímaskuldirkr. 7.869.606. c. Ný langtímalán sem ákveðið hefur verið að taka samkvæmt fjárhagsáætlun á yfirstandandi ári eru áætluð kr. 45.000.000. PRESSAN getur með engu móti fengið út úr þessum tölum að skuldir bæjarsjóðs hafi verið 31.12. 1991 165 milljónir og verði um næstu áramót 220-240 milljón- ir. Það er von undirritaðs að PRESSAN vilji hafa það sem rétt er á síðum sfnum og leyfa aðilum að njóta sannniælis. Blönduósi 13. ágúst 1992, Ófeigur Gestsson bæjarstjórí. f tengslum við grein um rekstrarvanda Kaupfélags Húnvetninga (KH) er birt var í síðasta tölublaði PRESSUNNAR óskaði bæjarstjóri Blönduóssbæjar eftir að yfir- lýsing sú sem hér fer á undan yrði birt. Um fyrsta átriði hennar er að segja, að ekkert kemur fram í greininni, sem varpa kann skugga á samskipti KH og bæjaryf- irvalda. Þvert á móti er vitnað í kaupfé- lagsstjóra KH, þar sem hann segir hið gagnstæða. Um annað atriðið virðist ljóst, að þótt ekki hafi enn verið gerður reikningur vegna gatnagerðargjalda KH hlýtur fyrir- tækið að þurfa að greiða þau rétt eins og aðrir. f skýrslu varðandi gatnagerðargjöld á Blönduósi segir orðrétt: „Samkvæmt upplýsingum byggingarfulltrúa á eftir að greiða A- gjald af eftirtöldum eignum. TiJ fróðleiks er einnig B-gjald og lóðargjald." Því næst kemur listi yfir þá sem enn eiga eftir að greiða gatoagerðargjöld og er KH þar nefnt vegna húseignar sinnar við Efstubraut 2 á Blönduósi. Ef vitoað er til bréfs sem bæjarstjórinn hefur sent frá sér í tenglsum við gatnagerðargjöld hlýtur það að vera réttmæt túlkun að fyrirtækið eigi vangoldin gatnagerðargjöld fyrst að: „Bæjarráð [staðfestir] samhljóða, að ekki er unnt að afsala sér lögbundnum tekju- stofnum..." Hins vegar ber PRESSUNNI að leið- rétta upphæð áætlaðra gatoagerðargjalda KH. Þau eru alls 8.202.403 krónur en ekki 25 milljónir, sem er heildartala þeirra gatoagerðargjalda er Blönduóssbær hefur ekki enn fengið greidd. PRESSAN dregur fýrri orð sín til baka og biðst fullrar vel- virðingar á þessum mistökum. f umræddri grein er einnig setning sem hljóðar svo: „...einnig skuldaði KH raf- veitu bæjarins tæpa níu og hálfa milljón.“ f setningunni féllu niður tvö orð og seto- ingin, leiðrétt, á að vera á þessa leið: „.. .einnig skuldaði KH rafveitu RARIK til bæjarins tæpa níu og hálfa milljón." Bæjarstjórinn vill einnig leiðrétta upp- lýsingar um skuldastöðu Blönduóssbæjar. A fjölmiðlum er það hefð, að greina frá heildartölum varðandi skuldir og ágóða fyrirtækja, enda eiga lesendur betra með að glöggva sig á þeim en nettótölum. Samkvæmt upplýsingum frá Ófeigi Gests- syni bæjarstjóra voru heildarskuldir Blönduóssbæjar tæpar 176 milljónir króna um síðustu áramót og mun bærinn taka 45 milljónir að láni í ár. í greininni var hins vegar sagt að bærinn hefði skuld- að 165 milljónir um síðustu áramót. Einn- ig er beðist velvirðingar á þeirri óná- kvæmni. Ritstj. LANDSBANKINN KQMINN í HJARTA KÓPAVOGS Landsbanki íslands, Kópavogi, tók til starfa föstudaginn 7. ágúst að Hamraborg 7. I Landsbankanum færðu alla almenna bankaþjónustu. Þarmá nefna Einkareikning sem veitir p ýmis hlunnindi, Reglubundinn sparnað (RS) sem auðveldar fólki að eigriast sparifé, hina kostum hlöðnu Kjörbók, Námu fyrir námsmenn og Vörðu sem er víðtæk ráðgjafar- og fjármálaþjónusta fyrir einstaklinga. Vertu velkominn í Landsbanka fslands, Kópavogi. A L Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.