Pressan


Pressan - 20.08.1992, Qupperneq 22

Pressan - 20.08.1992, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 20.ÁGÚST 1992 „Hún er voðalega kúl í þessu öllu saman,“ segir Jón Stefán Hilmarsson um eiginkonu sína Berglindi Freymóðsdótt- ur, en þau eru margfaldir íslandsmeistarar í dansi. Saman hafa þau í sex ár dansað dans ástarinnar, rúmbuna; sóló- dans nautabanans, pasodoble; gleðidansinn sömbu; stríðsdaðurdansinn cha cha cha; fengið útrás í jive; dans- að alvörugefinn seiðandi tangó; sveiflast í hugljúfum valsi; skeiðað í gegnum quickstep og upplifað Lúðvíks- tímabilið í Vínarvalsinum. Það er Baróna sem kemur til dyra, falleg svört collie-tík, virðir mig vart viðlits þegar hún trítlar út á tröppurnar íyrir framan húsið og gáir til veðurs, að virðist. Salla- róleg. Af meðfæddri taugaveiklun og uppfull af goðsögnum um óhamingjusama hunda í borgum er mér skapi næst að stökkva á skepnuna og draga hana inn áður en hún hverfur fyrir næsta horn, frelsinu fegin. Ekki vinnst tími til þess þar sem eigandinn, Jón Stef- án Hilmarsson hárgreiðslumeist- ari, eigandi Saloon Ritz og dans- ari, kemur aðvífandi og biður hundinn að koma aftur inn. Hinn rólegasti. Og Baróna líka. Húsið er Árskógar í Hlíðunum, en það var Freymóður Jóhanns- son listmálari, fyrrum dansstjóri í Gúttó og lagahöfundurinn 12. september, sem byggði það á sín- um tíma. Jón Stefán og eiginkona hans, Berglind, hjúkrunarfræð- ingur og dóttir Freymóðs, hafa á skömmum tíma náð aðdáunar- verðum árangri í danslistinni, unnið til margra verðlauna og ell- efu sinnum orðið tvöfaldir ís- landsmeistarar. Hvort heldur það er rúmba, pasodoble, samba, cha cha cha, jive, tangó, vals, quick- step eða Vínarvalsinn — þau kunna það allt saman og kunna það vel. f stoíunni, íyrrum stúdíói Frey- móðs, tekur á móti okkur Nonni en hann er 10 ára og fagurgrænn að lit. Fjörugur kanarífugl sem lætur háan aldur ekki aftra sér frá að fara nokkrar glæsilegar dýfur í rúmgóðri og smekklegri stofunni. Berglind, sem ég hafði séð glitta í innan um pífur, púff og metravís af litríkum efnum niðri í sauma- herbergi, kemur brosandi. „Ég var aðeins að stússast, sauma smá- vegis,“ en þetta smávegis er í raun heilmikið. Þess bera merki tveir kjólar sem hún hefúr skilið eftir í stofúnni; annar ljósbrúnn alsettur pallíettum og steinum, og hinn ljósblár „ballroom“-kjóll með til- heyrandi efnismiklu pilsi og skrauti. „Hún saumar velflesta búningana á okkur, það sparar mikla fjármuni," segir Jón Stefán. Með krómska bakteríu frá 1988 Það er ekki lengra síðan en árið 1985 að Berglindi tókst að draga Jón með sér í rokk og tjútt, þá far- in að nálgast fertugt. Þau stopp- uðu stutt við og í janúar 1986 fluttu þau sig yfir í suður-amer- ísku dansana. Ári seinna hrepptu þau fyrsta sæti í standard-döns- um og annað sæti í suður-amer- ískum dönsum. Á ótrúlega skömmum tíma náðu þau frábær- um árangri. „Við fórum fyrst út haustið 1988 og fengum þá krón- íska bakteríu," segir Jón. „Frá 1989 höfum við dansað allt árið um kring og ekki sleppt úr sumri." Síðan þetta átti sér stað hafa þau unnið marga keppnina, bæði hér heima og erlendis, og ellefu sinnum orðið tvöfaldir íslands- meistarar. Verðlaunapeningar og bikarar eru orðnir um 70 talsins. Dætur þeirra tvær, þær Anna Björk og Jóhanna Elín, hafa líka smitast af suður-amerískum og ballroom-dönsum. Anna Björk hefur sex sinnum orðið fslands- meistari, þar af þrisvar í gömlu dönsunum, og einu sinni tvöfald- ur meistari, og Jóhanna ellefu sinnum orðið tvöfaldur fslands- meistari með Davíð Arnari Ein- arssyni. Anna Björk er núna í Li- verpool á Englandi og æfir dans með írskum dansherra. Á Dans- móti íslands árið 1990 kom fjöl- skyldan heim með 5 bikara en 500 pör skráðu sig í keppnina. „Ég varð í raun verri en Berg- lind í byrjun, fékk eiginlega meiri bakteríu. En við hefðum aldrei gert svona mikla og stórkostlega hluti ef hún, driffjöðrin í þessu K öllu saman, hefði ekki verið með. | Við eigum henni öll allt að þakka. * Svo hjálpar það að tvö í fjölskyld- | unni eru naut en Berglind er vog- j| in, diplómatinn í dæminu, og hef- $ ur þolinmæði í ótrúlegum mæli. g Svo maður gleymi nú ekki öllum saumaskapnum.“ Berglind hlær. „Hefðir þú sagt mér fyrir tíu árum að ég ætti eftir að standa í þessu þá hefði ég sagt þig ljúga,“ segir hún. Níunda sætið í Blackpool Þrjú ár í röð hafa þau hjónin hreppt annað sætið í Internazion- ale-keppninni á ftalíu, en sú keppni er mjög sterk og allt að 1.500 manns taka þátt í henni. f fyrrahaust náðu þau öðru sæti í suður-amerískum dönsum á Im- perial Competition í London og síðasta vor unnu þau West Eur- opean Competition í Fleetwood á Englandi, einnig í suður-amerísk- um dönsum. Á sama tíma tóku þau þátt í fjölmennustu og sterk- ustu keppninnni í greininni í Blackpool. „Við náðum níunda sæti í suður-amerísku dönsunum, sem er stórkostlegur árangur og mesti sigur okkar að mér finnst. Ég hef aldrei verið jafnhrikalega spenntur fyrir úrslitin og í þeirri keppni,“ segir Jón. „Byrjunin á keppnisferli okkar var sú að hingað til lands kom er- lendur kennari sem reyndi að tala okkur til og sagði að við litum vel út á gólfinu og ættum góða mögu- leika á að ná langt erlendis,“ segir Berglind. „Við héldum að hann væri að gera grín að okkur. Við út að keppa — gleymdu því...“ Jón tekur við. „Við höfum tvisvar hætt við að fara til Black- pool en drifum okkur á endanum nú í vor. Við vorum að gæla við þann draum að komast kannski í 24 para úrslitin, þannig að það var ótrúlegt að komast í 12 para úrslit. Það er fullt af pörum erlendis sem aldrei komast lengra en í 24 para úrslit — og eru alsæl með það. Við erum að tala um 160 para keppni og 400 para í Blackpool." Ekki vantar puntið og fínheitin þegar þið dansið. Hvaða áhrif hefttr útlitið á dansarann? „Ef þú ert sátt við spegilmynd þína þegar þú ferð út á gólf þá dansarðu miklu betur,“ segir Berglind. „Jón sér alveg um hár- greiðsluna og ég um förðun. Ef ég er ánægð með fötin sem ég er í þá gengur allt betur. Við fengum að finna fyrir þessu í Blackpool í vor. Þannig var að við gleymdum kjólfötunum hans Jóns heima en vorum með ein sem voru númeri of lítil. Hann varð að notast við það sem við vorum með.“ í sparibuxunum og allt of þröngumjakka „Ég dansaði í svörtu sparibux- unum mínum, sem ég hafði sem betur fer með mér,“ segir Jón. „Jakkinn var aftur allt of lítill og ég gat varla andað. Ég dansaði nátt- úrulega í stíl við þetta og í raun undravert að við kæmumst inn í 96 para úrslitin. Mér leið alveg hræðilega. Daginn eftir laumuð- um við okkur yfir til Fleetwood, kepptum og unnum. Þetta redd- aði okkur. Hjálpaði okkur að fá egóið aftur. Þegar ég svo labbaði inn á dansgólfið í Blackpool dag- inn eftir fannst mér ég eiga allan heiminn." Nú hljóta áhorfendurnir að skipta miklu máli. Hverjir eru bestu áhorfendurnir? „Við náum sérlega vel til ftal- anna og eigum alltaf hjá þeim öskur og hrós. Það höfum við fundið þessi þrjú ár sem við höf- um keppt þar syðra.“ Jón lítur til Berglindar, sem tekur í sama streng. „Þeir eru alveg ofsalega opnir. Við eru kannski að dansa úti á gólfi og þá senda þeir manni fingurkossa og kalla upp yfir sig: „Bella, bella.“ Sjáið þið þetta fyrir ykkur gerast hér á Islandi, að fs- lendingar mundu yfir sig hrifnir í íþróttahöllinni í Garðabæ klappa og kalla: Fallegt, fallegt, en fal- legt...?“Fjölskyldan hefur náð undraverðum árangri á síðustu árum. Þið hafið líka dansað sam- an á sýningum. „Það má segja að byrjunin á fjölskyldusýningunum hafi verið í brúðkaupi vinafólks okkar, þeirra Reynis og Unnar, í sept- ember 1988, en þar komum við brúðhjónunum algjörlega á óvart með því að dansa saman fjöl- skyldan,“ segir Berglind. „Við pöntuðum sérstaklega glimmer- hatta, stafi og pífusólhlífar frá Ameríku og mikið stóð til. Sýn- ingin heppnaðist sérlega vel og í framhaldi af því kom Hermann til okkar og bað okkur að dansa opinberlega.“ Margir byrjað í dansi útafokkur Mér finnst sérstaklega skemmtilegt hvað við sem fjöl- skylda höfum vakið mikinn áhuga hjá fólki á dansinum." Jón er ánægður. „Það eru mjög margir sem hafa byrjað í dansinum út af okkur. Fólki finnst það hafa möguleika á að geta dansað þegar það lítur á okkur, sem byrjuðum seint að dansa og höfum þrátt fyr- ir það náð langt.“ Berglind er sama sinnis. „Dans- inn er góð íþrótt, mjög heilbrigð og þarna ná drengir að koma við hitt kynið án þess að það þurfi að vera einhver meining á bak við það. Bara þessi snerting, að hald- ast í hendur, er mikilvæg. Sú kredda að dansinn sé bara fyrir konur er mesta vitleysa." I Ástralíu verður á næsta ári í fyrsta skipti haldin heimsmeist- arakeppni fyrir „senior“ dansara sem ykkur. Þið eruð fýrsta parið frá fslandi. „Við erum fyrsta parið frá fs- landi og það er heiður að fá að vera með. Við stefnum að því að komast til Ástralíu," segir Berg- lind. „Það kitlar náttúrulega eg- óið þegar gengur svona vel. Fólk spyr okkur hvað við ætlum að gera í framtíðinni. Við erum orð- in rúmlega fertug og gerum okk- ur grein fyrir því að það er ekkert eitthvað-kannski-í-framtíðinni, það er annaðhvort að gera þetta núna eða ekki.“________________ Anna H. Hamar Að lœra dans er eins ogþegar mað- ur byrjar að spila á fiðlu. Maður sargar fyrst, en síðanfer tónninn að mýkjast og verða fallegur.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.