Pressan - 20.08.1992, Blaðsíða 26

Pressan - 20.08.1992, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR PRESSAN 20.ÁGÚST1992 Sagan sem hér kemur á eftir gæti hljómað kunnuglega. Þú ert einn. Þú ert að fá þér drykk. Þá sérðu hana. Þú gefur þig á tal við hana. Eitt leiðir af öðru. Kannski heldurðu að þú sért ástfanginn. Kannski eru þetta bara efnafræðileg viðbrögð... 13.30 Á hótelbarnum. Þú ert einn, einhleypur maðurinn, á flottum opinberum stað. Nóttin er ung. Það er ekkert um að vera. Líttu á þig. Þú ert alveg eðlilegur. Hjart- slátturinn, taugakerfið, heilastarf- semin; allt er eðlilegt. Þá kemurðu auga á hana hinum megin í for- salnum. Og það er þá sem það hefst. Þörfin fyrir aðra manneskju er skilgreind sem líffræðileg stað- reynd. Kallaðu það rómantík, ástríðu eða losta. Það er vísindaleg staðreynd. Karlar og konur eru leiksoppar líffræðilegrar forritun- ar. Þú ert þegar búinn að einangra konuna, hefur valið hana úr öllum þeim konum sem þú hefur séð síðasta hálftímann, öllum sem þú hefur séð yfir daginn. Tilfinningar þínar eru — hverjar? Áfall yfir því að hafa valið hana — og upphaf þrárinnar. Þú hefur borið kennsl á konu sem samsvarar fastmótuðum hugmyndum þínum — eða öllu heldur fullkominni ímynd þinni — um kynferðislegt aðdráttarafl. Þessi viðurkenning þín á því sem samkvæmt taugalíffræðinni er „frábrugðið“ stjórnast af fyrstu minningum þínum um kynferðis- legar ástríður: um móður þína. (Alla karlmenn hefur alltaf langað til að giftast mömmu sinni, bæði fyrir og eftir daga ödipusar.) Út- línur kjálkanna, ávali brjóstanna, hvernig hárið á henni fellur ein- mitt svona: ásamt þessum sterk- mótuðu fyrirfram gefnu hug- myndum um líkamann, sem Sim- one de Beauvoir kallaði „glóð“, ertu, hvort sem þér líkar betur eða verr, undir áhrifum ffá grunnfor- riti sem gefur þér fyrirmæli. Á meðan „efra“ ferli hugsunar þinn- ar flögrar um eins og býfluga á milli blóma samkvæmt hefðum 20. aldarinnar eru hlutar af heila þínum, sem stjórna eðlislægri hegðun, að leita eftir maka, konu sem býr yfir orku og líkamlegu at- gervi: einhverri til undaneldis. Þú ert að leita að konu sem getur bú- ið til heilbrigð böm. Þú lítur í kringum þig til að vera öruggur um umhverfið. Á ytra borði er allt við það sama, en hjá þér er friðurinn úti. Heila- börkurinn hefur sent út skilaboð til heilastofnsins um að vekja upp kynstrin öll af ffumstæðum taug- ungum, m.ö.o. örva netkerfið. Þessir taugungar setja af stað við- vörunarbjöllur í heilahálfhvelinu. Samt sem áður finnurðu ekki fýrir neinni sérstakri örvun. Fánýtar hugsanir þjóta í gegnum hugann. Þú veltir því fyrir þér hvað hún sé að gera þarna. Er hún að hitta elskhuga sinn? Á hún elskhuga? Er húngift? 19.40 Þá kemur hún auga á þig. Augu ykkar mætast sem snöggvast. Þú hefur á tilfinningunni að þau hafi rekist á; fyrirboði

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.