Pressan - 20.08.1992, Blaðsíða 34

Pressan - 20.08.1992, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR PRESSAN 20. ÁGÚST 1992 BARIR Drykkjumaður PRESSUNN- AR dvaldi fyrir nokkrum ár- um á Englandi og kynntist þá þeim ágæta heimilissið að hafa vínskáp í einu stofuhorninu. Tæki maður hús á fólki eftir klukkan hálffimm, fimm (og fyrr um helgar) mátti jafnan reiða sig á að borið yrði fram Gin í tóniki og jafnvel einhverjar eðlari veigar. Af einhverri ástæðu eru fæst íslensk heimili svo vel búin. Helst að húsráð- andinn dragi fram pólskan vodka úr afviknum eldhússkáp þegar innt er eftir áfengi undir miðnætti á laugar- dagskvöldum. Þó minnist drykkju- maðurinn þess að hafa séð stofubar (að bandarískri bíófyrirmynd) á út- gerðarheimili fyrir vestan, en ein- hvern veginn virkaði það ekki nógu notalega. En nóg um það. Því kom drykkjumanni PRESSUNNAR það sér- lega skemmtilega á óvart þegar hann heimsótti nýstofnað heimili kunningjafólks síns á dögunum og lítill snotur vínskápur blasti við í stof- unni. Hann var þannig gerður að efst voru glös af ýmsum stærðum og gerðum, en að neðan áfengið. Ekki ýkja margar tegundir en ágætlega valdar, því það þarf ekki svo mikið til þess að eiga vel búinn vínskáp. Þarna var bæði skoti og búrbon, Campari og kjötæta, Stolítsjnaja og vermút, Calvados, grappa og koníak. Drykkju- maður PRESSUNNAR gat reyndar ekki stillt sig um að hafa orð á því að vínskápurinn væri galtómur án ís- lensks brennivíns, en var þá leiddur fram í eldhús af húsfreyjunni, sem fullvissaði hann um að frystirinn væri vel birgur af Svarta dauða. Svona eiga heimili að vera! Poppið J# HyDEMA spilar í Berlín en sveitin er tveggja manna techno-dans- grúppa sem samanstend- íur öðlingum. Annar þeirra er nýkominn frá L.A. úr nokkurs konar hljóðblöndunarnámi. Kvöldið er til- einkað Ibiza-eyjunni undan strönd- um Spánar því plötusnúðurinn LKJ er nýkominn þaðan með allt það nýj- asta frá Spáni. Efri hæðin í Berlín verður með Ibiza-stæl, hvernig svo sem hann er. • Galíleo verður á Gauknum og spilar allt frá rokki upp í eiginlega allt. Hvert sem það nú nær. • Karaoke og leyndó í Apríl í kvöld. Allir vita hvað karaoke er og þeir sem þekkja það einna best vita vafalaust að hægt er að syngja sjálf(ur) í Apríl allt til miðnættis. Það sem færri þekkja er leyndó, einfald- lega vegna þess að það er ennþá leyndarmál hverjir spila í Apríl í kvöld. Leyndó er sem sagt ekki hljómsveit. • Ný Dönsk skemmtir Göflurum í kvöld á stórdansleik í Firðinum. Loks- ins, loksins, heyrist hrópað um allan fjörðinn. • Nátthrafnar halda áfram að spila og spila dansmúsíkina sína á Dansbarnum í kvöld. • Músíkbox eru þeir Mummi og Balli frá Keflavík sem spila á hljóm- borð og gítar og spila rokk og ról á Nilla Bar í Hafnarfirði í kvöld. ninaiiiu'iit • Hermann Ingi gerir örugglega allt vitlaust á Feita dvergnum í kvöld eins og um síðustu helgi. Einn aðdá- andi gat ekki orða bundist og lýsti honum sem frábærum manni og ósviknu náttúrubarni. • Kúrekarnir ætla varla að geta hætt að troða upp í Borgarvirkinu og er þetta þriðja kvöldið í röð. Engin þreyta sjáanleg á Viðari og Þóri. • Völuspá með Bjögga Gísla, Halla, Jóni Ólafs og Svenna leikur fýrir dansi í Firðinum í allt kvöld. Nú fer hver að verða síðastur að dansa með Völu- spá því þetta er síðasta ball sveitar- innar. • Strip show og Svartur pipar verða á Púlsinum, og ekki bara þar heldur líka í beinni útsendingu á Bylgjunni. Að öllum líkindum verður Richard Scobie sérlegur gestur á tón- leikunum. • Hilmar Sverris og Anna Vil- hjálms stjórna kántríkvöldi á Dans- barnum. • Karaoke. Nú er það víst orðið svo á Tveimur vinum að karaoke er gjörsamlega að slá allt og alla út. Allt að 100 manns mæta nú á hverju kvöldi í miðri viku til að spreyta sig og svo verður vafalaust í kvöld. Nú er bara að fá sér smáhunang í hálsinn áður en lagt er í hann því þá verða tónarnir svo mjúkir og sykursætir, rétt eins og hunangið. • Rick Barino and the Domin- os er glæný grúppa með Richard Scobie í fararbroddi. Sveitina skipa að mestu leyti sömu menn og Rott- una fyrir utan söngvarann. Tónlistin ku þó vera allt önnur, sem sagt gömlu Rotturnar í nýjum búningi. • Kúrekarnir ætla að hvíla Skjóna í kvöld og halda til á Borgarvirkinu. Kú- rekarnir eru reykvískir í húð og hár, þeir Viðar Jónsson, sá gamli í hett- unni sem spilar á gítar og syngur, og Þórir Úlfarsson á hljómborð og syng- ur bakraddir. Og þá er að taka fram stóru hattana og kaupa fullt af tyggj- ói. • Guðmundur Rúnar Lúðvíks- son myndlistarmaður og trúbador spilar og spilar á Fógetanum í kvöld alla músík, pottþéttur ,singalong“ maður. PRESSAN er fyrir löngu búin að birta skýringarmynd af Guðmundi og er stöðugt að minnast á það. Blaðinu þótti herra Lúðvíksson frekar flókinn maður. En í raun er hann bara svo skemmtilegur, svona skemmti- lega flókinn. FÖSTUDAGUR • Sú Ellen sú stóra og góða frá Neskaupstað mun trylla um Púlsinn, fram og aftur, út og suður, og allir með. Helgin er rétt að byrja. • Guðmundur Rúnar Lúðvíks- son trúbador er fínn, ekki bara á skellinöðrunni, heldur líka á Fógetan- um í kvöld. • Síðan skein sól treður upp á Hressó í kvöld. Það er ekki svo ama- legt að geta slegið tvær flugur í einu höggi í hjarta borgarinnar sama kvöldið með því að hlusta á Sólina og skoða Ijósmyndirnar hans Egils, allt á sama staðnum. Á Hressó. • Galíleo áfram á Gauknum í kvöld að spila eiginlega allt. • Sniglabandið treður upp á Tveimur vinum annað kvöldið í röð. Pálmi Sigurhjartarson hefur gengið til liðs við sveitina en er engu að síð- urenn í íslandsvinum. • Nátthrafnar spila danstónlist á Dansbarnum. niai'iiuij • Haraldur Reynisson reykvíski trúbadorinn tekur við af Guðmundi Rúnari á Fógetanum. Einhver sagði að hann væri alveg svakalega skemmtilegur og vel smurður eftir tónleika með Herði Torfa. • Músíkbox á Nilla Bar í kvöld. Mummi og Balli koma alla leið frá Keflavík rétt eins og í gærkvöldi. • Skriðjöklar vilja bjóða alla stuðningsmenn KA-liðsins sérstak- lega velkomna á Gauk á Stöng í kvöld. Eins og langflestir vita eru jökl- arnir nú einu sinni ættaðir að norðan og er því mikið í mun að norðan- menn komi og hvetji, eða bara njóti. • Guðmundur Rúnar trúbador er meira en líklegur til að mæta á skelli- nöðrunni á Fógetann í kvöld og skemmta gestum. • Sniglabandið ætti fyrir löngu að vera búið að jafna sig eftir verslunar- mannahelgina og því verður vafa- laust mikið fjör á Tveimur vinum í kvöld þegar Sniglarnir skríða af stað eins og þeim er einum lagið. • Kúrekarnir þeir Viðar og Þórir sjá um sveifluna með kántrítónlist í Borgarvirkinu. Þeir sem gleymdu hattinum í gær eru minntir á að svo- leiðis slappleiki er fyrir neðan allar hellur. • Karaoke fyrir þá sem langar að spreyta sig á söngnum eftir að hafa hlustað á alla aðra syngja þessa helg- ina. Þetta er hægt á Tveimur vinum í kvöld. Og svo er einnig á mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtu- dag. • Gammar verða á Púlsinum með útgáfutónleika en þeir voru rétt í þessu að senda nýjan geisladisk á markaðinn. örugglega vel þess virði að hlýða á sveitina spila og velta síð- an fyrir sér stórspurningunni: Að kaupa eða kaupa ekki nýja geisladisk- inn með Gömmunum. Sveitaböll • Hermann Ingi trúbador verður á Feita dvergnum í kvöld og þykir víst allverulega góður. Hann spilaði þar um síðustu helgi og gerði allt vit- laust svo lá við klikkun. Hermann spilar rokkslagara og yfirleitt alla hressa tónlist rétt eins og hann hafi aldrei gert neitt annað. BEBEEKOXI |# Hreðavatnsskáli Skriðjöklar • Þotan Keflavík Stjórnin • Selfoss Skriðjöklar Funkdjassgrúppan Gammar er skipuiMaarten van der Valk, Stefáni Stefánssyni, Birni Thoroddsen, Bjarna Sveinssyni, Halla Gulla og Þóri Baldurssyni. EÐALSVEITIN CAMMAR MEÐ ÚTCÁFUTÓNLEIKA Djasssveitin Gammar heldur útgáfutónleika á Púlsinum á sunnudagskvöld. Af Niðafjöllum heitir geislaplatan sem um þessar mundir er að koma út og en áður hefur sveitin gefið út tvær hjóm- plötur. Hljómsveitin er orðin 12 ára gömul en alltof sjaldan hefur heyrst til hennar: „f þessari sveit erum við allir að sinna áhugasviði okkar en þessi tegund tónlistar gefur ekki það mikið í aðra hönd að getum farið í hljómleikaferð á rútu um landið. Við höfum mestmegnis spilað á festivölum hérlendis sem á Norð- urlöndunum og tókum síðast þátt í djasshátíðinni á Egilsstöðum og á Rúrek ’92. Við steínum reyndar VIÐ MÆLUM MEÐ MARGARITU á Hard Rock vegna þess að það er einfaldlega besta Margarítan í bænum. Árni Ziemsen, sem er aðstoðarframkvæmdastjóri á Hard Rock og hefur menntun í hótel- og veitingarekstri frá Sviss, gefur okkur innsýn í þessa ljúffengu Margarítu. Meginuppistaðan í drykknum er hvorki meira né minna en eimaður kaktussafi, með öðrum orðum gylltur mexikóskur Tequila (sá upprunalegi). Það mun vera sannað innan læknavísindanna að í drykknum þeim sé efni, einhvers konar eiturlyf — þó ekki mjög eitrað — sem veldur því að maður losnar við þynnku daginn eftir. Og það sem meira er og ekki síður mikilvægt — því öll drekkum við til að fmna smábreytingu — eru áhrifin af Tequilanu. Maður verður HIGH af Tequilanu, ekki (S)LOW, eins og af öðrum drykkjum. Telist þið góðir? „Já, við erum það. Við spilum góðan djass.“ Gammarnir eru Þórir Baldurs hljómborðsleikari, Halli Gulli trommari úr Stjórninni, Stefán Stefánsson saxafón, Björn Thor- oddsen gítaristi, Bjarni Svein- björnsson bassaleikari og Hol- lendingurinn ljúgandi Marteen van der Valk ásláttarhljóðfæra- leikari. Árni Ziem- sen aðstoð- arfram- kvæmdastjóri með Margarít- una, sem inni- heldur meðal annars eimaðan Tequila. í venjulegri Marg- arítu er sumsé þetta sérstæða Tequila, Triple sec, sem er súrsætur sít- rónulíkjör, og sítrónusafi, að ógleymdri saltröndinni, sem setja verður á glasið áður en drykknum er hellt í, en það er gert með því að að bleyta glasröndina og leggja ofan á salthrúgu. Galdur þeirra á Hard Rock er falinn í öðru og meira, því þeir hafa yfir að ráða ákveðinni innfluttri, vandmeðfarinni blöndu sem þeir hella ofan í klaka- mulningsvél og hella síðan Tequilanu yfir. Galdurinn felst semsagt í klakamulningnum og blöndunni. „Þeim sem hefur smakkað Margarítu með muldum klaka finnst ekkert varið í Margarítu án klaka. That’s the real thing,“ sagði Ámi galdramaður. að því að auka við okkur og spila jafnvel einu sinni í mánuði á næstunni," sagði Björn Thorodd- sen gítarleikari Gammanna. Hverskonar djass spila Gamm- arnir? „Við spilum frekar léttan fimk- djass en erum þó örlítið djassaðri en Mezzoforte." Júlía Sveinsdóttirfararstýra, Ásgeir Óskarsson, Shirley King, Dóri Braga og B.B. King styðja sig hvert við annað á Rocce Rosse-hátíð- inni íSardiníu. VINIR DÓRA FÁ „COMPLI- MENTI" „Effir fyrstu tónleikana fengum við góða dóma og var blaðamaður einn mjög hress með hvað við spiluðum mörg ólík stílbrigði af blús. Það fyrsta sem við lærðum á ítölsku var „complimenti“ og „bravissimo“segir Dóri Braga í Vinum Dóra, en hljómsveitin er nýkomin úr tveggja vikna ferð til Sardiníu þar sem hún hélt eina sjö tónleika og spilaði í stórbrotnu umhverfi á Rocce Rosse-hátíðinni ásamt stórlistamönnum á borð við Chicago Bcau, Jimmy Dawkins, Shirley King og B.B. King. Og ekki lét Andrea Gylfadóttir sig vanta og slóst í för með sveitinni undir lok- in. „Það var einna líkast því að spila við Lóndrangana á Snæfells- nesi, upplifunin var mikilfengleg,“ segir Dóri. í kjölfar ferðarinnar hafa hljómsveitinni borist fyrirspurnir um þátttöku á hátíðum í Istanbúl í Tyrklandi, Amsterdam Blues-há- tíðinni í Hollandi, Chicago Blues í Kanada, í Frakklandi, Englandi og að spila með Chicago Beau í Ástr- alíu. Það er víst of snemmt að spá um hvar Vinir Dóra ákveða að drepa niður fæti næst á jarðar- kringlunni, en ekki vantar tæki- færin. Úrvalsmatsölustaðir Sigmars B. Haukssonar matgæðings Sigmar kýs að skipta þeim matsölustöðum sem hann mælir með í tvo flolcka; annars vegar fýrsta flokks staði og hins vegar forvitnilega staði. í FYRSTA FLOKKI ERU Hótel Holt með hagstætt verð, stöðugleika og góða þjónustu. Veitingahúsið Við Tjörnina vegna frumleika í matargerð og bestu fiskréttanna. Setrið á Holiday-Inn með frönsku línuna og vönduð vín. Perlan vegna skemmtilegs umhverfis, frumleika, fallegs útsýnis og góðra vína og áhugaverðasti nýi staðurinn er Bámannsklukkan. FORVITNILEGIR STAÐIR AÐ DÓMI SlGMARS ERU Veitingastaðurinn í Viðey vegna fallegs og óvenjulegs unthverfis, Grillið á Hótel Sögu vegna fallegs útsýn- is og góðrar þjónustu og Þrír Frakkar hjá Ulfari vegna þess hve heimilislegt þar er og fiskréttirnir góðir. HVERNIC VARÁ AFMÆLI HAFNAR- INNAR? Bryndís SCHRAM leikkona „Þetta var í einu orði sagt stór- kostlegt og dæmi um hvemig við getum bætt mannlífið í Reykjavík um helgar. Stemmningin við höfnina var eins og þegar afi var ungur, all- ir lögðu bílunum sínum og gengu um höfnina. Þarna hitti maður íjölda manns úr öllum stéttum þjóðfélagsins og loks- ins höfðu útlendingarnir eitt- hvað við að vera í miðbænum og fengu að njóta þess besta sem við höfum upp á að bjóða, því þama var boðið upp á úr- valsfisk, lunda og fleira. Það ætti að hafa oftar svona uppá- komur í miðbænum.“ Guðrún Helgadóttir alþingismaður „Ég komst ekki á hafnarhátíð- ina sjálfa sem haldin var á laugardaginn, en ég fór á sýn- ingu um sögu hafnarinnar fyrir skömmu í tengslum við af- mælið og hafði mjög gaman af. Hún var bæði fróðleg og skemmtileg. Börnin mín með börnin sín brugðu sér hins vegar á sjálfa hafnarhátíðina og höfðu mjög gaman af.“ VlLBORG HALLDÓRSDÓTTIR leikkona og hetja háloftanna „Ég fór aðallega niður á höfn til að stökkva teygjustökk og ekki nóg með það, heldur stökk ég bundin við manninn minn. Það var algjört kikk og ég er orðin nýogbreytt manneskja. Þetta er alveg meiriháttar, því maður fer í gegnum einhvern hræðsluþröskuld í lífi sínu. Andartakið áður en maður stekkur er ógleymanlegt. Og að stökkva með þeim sem maður elskarer"act oflove". Helga Thorberg leikkona „Hátíðin var virkilega ánægju- leg. Svona finnst manni að lífið eigi að vera niðri við höfn. Við sem erum fiskiþjóð og lifum á fiskútflutningi ættum að gera meira fýrir fiskinn innanlands. Ég bragðaði hins vegar ekki allt sem boðið var upp á, þar sem ég er svo íhaldssöm. Ég fékk mér þó hákarl og keypti mér poka af söli. Þar sem ég er svo- lítil skræfa verður að bera fisk- inn fram á aðlaðandi máta svo ég þori.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.