Pressan - 20.08.1992, Blaðsíða 36

Pressan - 20.08.1992, Blaðsíða 36
36 ____FIMMTUDAGUR PRCSSAN 20. ÁGÚST 1992 LfFIÐ EFTIR VINNU Fjöldi forvitnilegra mynda er á leiðinni í kvikmyndahúsin það sem eftir lifir ágústmánaðar og í september. Fjórar myndir verða teknar til sýningar á næstunni í Háskólabíói. Það eru myndimar Jessie Girls, sem fjallar um út- hverfastelpur og er fyrir unga fólkið, Rhapsody in Agust, leik- stýrt af engum iiðmm en Japan- anurn Kurosawa sem fékk til liðs við sig kvennagullið Richard Gere. Sú mynd nær allt ffá því fyrir fyrri heimsstyrjöld til dags- ins í dag. Inn í hana fléttast meðal annars kjarnorkusprengjan á Hi- roshima og afleiðingar hennar. Kínverska myndin Joudou verð- ur einnig sýnd í ágúst, mynd sem lagðist afar vel f frændur vora Norðmenn. Hún Ijallar að miklu leyti um fólk sem er fjötrað í að- stæður sfnar, ástina og fleira, og mynd Kristímr Jóhanimdóttur, Svo á jörðu sem á himni, verð- ur sýnd í lok ágúst. f septem- ber verður sýnd myndin P a t r i o t Games með Harrison Ford f aðalhlutverki. Henni leikstýrir Æ& f' Philp Noyce sem gerði Hunt for Red October. Þá er einnig von á nýrri grínmynd með Eddic Murpliy sem ber nafnið Boom- erang. Batman Returns verður frumsýnd í dag í Sambíóunum. Næsta mynd sem þar verður sýnd er afar sérstæð, myndin Atlantis undir leikstjórn Lucs Bessott sem gerði meðal annars myndirnar Big Blue og Subway. Sérstaða hennar felst íþví að hún er einungis tekin neðansjávar og ekkert er talað í myndinni. Myndefnið er þeim mun nieira konfekt og tónlistin mögnuð. í byrjun september sýna Sambíóin svo myndirnar Far and Away með hjónakornunum NicolcKid- man og Tom Cruise, innflytj- endamynd sem hlotið hefur góð- ar viðtökur. Þá verður sýnd mynditi vestanhafsi Aðalhlutverkið í þeirri mynd leikur Woody Harrelson (Jungle Fever) og fjallar hún um körfu- boltadrengi sem sífellt eru í veð- málum. Tónlistin ætti að höfða til unga fólksins. Alien 3 verður svo til sýningar í lok september. í Stjörnubíó er svo í ágústlok væntanleg mynd í Terminator- stíl sem nefmst Universal Soldi- er með Jolm Claudc Vandamme og hinum ínnvaxna Dolph Lund- grcn í aðalhlutverkum. Á eftir henni sýnir Stjörnubíó svo hina u m t ö 1 u ð u mynd Single [ White Fe- male með j Jcnitifer Ja- son Leigh og | B r i g d e t Fonda í aðalhlutverkum. Henni er leikstýrt af Barbet Schroeder og þykir Leigh takast einstaklega vel upp í myndinni. Sharott Stonc fer ekki á næst- unni úr Regnboganum því þar verður fljótlega frumsýnd önnur mymd með þessu hörkutóli. Hún heitir Year of the Gun og gerist á Ítalíu á tímum morðsins á Aldo Moro. Þar leikur Sharon Stone ljósmyndara sem flækist inn í þessa atburði. Myndin Defence- less verður einnig sýnd í Regn- boganum í ágúst, með þeini Bar- böru Herse)' og Sam Shcpard. Síð- ast en ekki síst verða Tvídrang- ar ffumsýndir jafnt á íslandi sem í Bandaríkjunum í lok ágúst. Stjörnumyndin The Player verður sýnd í byrjun september, en það er mynd Roberts Altman sem gagnrýnendur halda ekki vatni yfir — ★★★★-mynd að dómi flestra. Þá verður myndin Folks með Tom Sellcck sýnd í september, að ógleymdri Sód- ómu Reykjavík, sem einnig er áætluð í lok september. MYNDIR SEM LOFA CÓÐX3 Bannað að hlæja! VERDLAUN ♦ ♦ ★ FOSTI ZAGREB Æsir tóku jötuninn Ými, bút- uðu hann sundur og sköpuðu heiminn úr Iíkamspörtum hans. Svona hefst sagan Bannað að hlæja! sem Leikbrúðuland vann til verðlauna fýrir á alþjóðlegri leik- brúðuhátíð sem haldin var í Sló- veníu og Króatíu í sumar. Leik- brúðuland vann bæði til gagnrýn- endaverðlauna og verðlauna frá dómnefnd sem skipuð var böm- um og er það í fýrsta sinn sem eitt og sama félagið vinnur til hvorra tveggja verðlaunanna. „Við drifum okkur hins vegar fyrr heim en við ætluðum vegna ástandsins og verðlaunin hafa ekki enn borist til okkar,“ sagði Hallveig Thorlacius, höfundur verðlaunaverksins, sem ber yfir- skriftina Lítil sköpunarsaga. Vegna erfiðra póstsamgangna hafa verðlaunin ekki enn borist til landsins. „Það var mikil upplifun að koma til Zagreb og ekki veitti af að krydda tilvem þessa fólks örlítið." Hallveig sagði ástandið í borginni ömurlegt; öll sjúkrahús væm yfir- fúll og dls staðar flóttafólk. Þema sýningarinnar var um- hverfisvernd. Áður en sýning hófst fékk sérhver áhorfandi perlu um hálsinn. Með perlunni átti hann að reyna að hafa áhrif á gang sögunnar og bjarga sögupersón- unum úr ógöngum. Sýning þessi hefur verið á fjöl- um Leikbrúðulands ffá því í des- ember og verður aftur tekin upp í haust, eftir að Leikbrúðuland hef- ur bmgðið sér til Grænlands. Hann Askur boðar umhverfis- vernd í sýningu Leikbrúðulands sem fékk tvenn verðlaun á al- heimssýningu í sumar. Klassíkin Guðrið Poulsen og Tita Vinther, sem undanfarið hafa sýnt textíl- og kera- mikverk í Hafnarborg í Hafnarfirði, verða þar fram á mánudag. Síðustu forvöð að sjá sýninguna. Sverrissalur, opiðkl. 12-18. a# Ingunn Ósk Sturludóttir og Þórhildur Björnsdóttir lærðu báðar í Sweelinck- tónlistarháskólanum í Amsterdam; Ingunn Ósk að syngja og Þórhildur að spila á píanó. Þær halda tónleika í Hafnarborg og hefjast þeir ki 20.30. • Vífilsstaðakirkja Ensk barokktón- list frá 17. og 18. öld, m.a. verk eftir Purcell, Andrew Parchan, Hándel og Corelli. Guðrún Skarphéðinsdóttir leik- ur á blokkflautu og Nina Haugen á orgel. Vífilsstaðakirkja kl. 17.00. • Islandica. Hljómsveitin þjóðlega, með Gísla Helgason í fararbroddi, ætl- ar að flytja jafnt gömul sem og ný lög, en sveitin hefur sent frá sér eina hljómplötu, árið 1990. Norræna húsið kl. 20.30. Myndlist • Jón K.B. og Kristmund- ur sýna myndverk austur á Laugarvatni í Húsmæðra- skólanum og Menntaskólan- um. Kristmundur sýnir akrflmyndir, en Jón náttúrumyndir sem hann hefur gert með pastellitum, tússi og bleki. • Kristrún Gunnarsdóttir er ung myndlistarkona og upprennandi sem hefur að undanförnu stundað nám í Kaliforníu. Nú fer í hönd síðasta sýn- ingarhelgi hennar á skúlptúrum í vest- urforsal Kjarvalsstaða, en sýningin er kölluð Fjallamjólk. Opiðkl. 10-19.' J • Katrín Elvarsdóttir er ungur Ijós- myndari sem undanfarið hefur stund- að nám í Ameríku. Hún heldur einka- sýningu í Gallerí G-15 á Skólavörðu- stíg þar sem hún sýnir 20 svart/hvítar silfur-gelatín-ljósmyndir. Opið á versl- unartíma. • Haraldur Jónsson er heimsborg- ari og fjölmenntaður kúnstner frá Frakklandi og Þýskalandi. Hann sýnir teikningar unnar á pappír á Mokka- kaffi að minnsta kosti framyfir helgi. Opiðkl. 9.30-24.30. • Elías B. Halldórsson sýnir í Hafn- arborg, menningarmiðstöðinni í Hafn- arfirði, málverk og grafíkmyndir. í kaffi- stofunni stendur yfír sölusýning hjón- anna Einars Más Guðvarðarsonar og Susanne Christiansen á höggmynd- um úr ítölskum marmara, grásteini og móberg i. Opið kl. 12-18. • Reynir Sigurðsson sýnir lands- lagsmyndir á Hótel Lind, 24 olíumál- verk ásamt akrílmyndum. Opið á af- greiðslutíma. • Egill Egilsson Ijósmyndárl tók að sér að mynda þátttakendur og þar með talda áhorfendur í Klúbbi Lista- hátíðar í vor fyrir veitingahúsið Hressó og er hluti myndanna nú til sýnis þar. Má þar líta mörg og góð tilfinninga- viðbrögð — andartakið fest á filmu. Opið á afgreiðslutíma Hressó. • íslensk málverk hanga uppi í Listasafni íslands, öll úr eigu safnsins. Opiðfrá 12-18. • Galierí Llst átti fimm ára afmæli nú fyrr í vikunni og getur státað af því að hafa vaxið upp í að vera ein stærsta og elsta listmunaverslun landsins. Um fimmtíu listamenn sýna verk sín í dag, þeirra á meðal Margrét Jónsdóttir frá Akureyri, Daði Guðbjartsson og Sossa. Opið 10.30-18. • Myndlistarkonurnar frá Þórshöfn í Færeyjum, þær Astrid Andreasen, • Myndhöggvarafélagið heldur upp á tuttugu ára afmæli sitt með minningarsýningu um einn dyggasta félagsmann sinn, Ragnar Kjartansson myndhöggvara, sem lést fyrir nokkr- um árum. Nýlistasafnið, opið kl. 14-18. Ókeypis ænm Ganga um kirkju- F lgarðana í haust- L Irökkrinu er ókeypis sKemmtun sem getur boð- ið upp á spennu, fegurð, söknuð og jafnvel vissa hættu — kannski ekki vegna drauga og enn síð- ur nauðgara en það er allt- af viss hætta á að hrasa í rökkrinu. Vinsæll leikur meðal unglinga er að ganga á milli leiðanna og lesa fæðingar- og dánar- dægurhinna látnu. Spennan felst í að finna einhvern sem dó sama dag og maður fæddist. Það fóðrar endurholdgun- artrúna. Einnig má finna nálægð við hina látnu með því að leita að alnöfn- um sínum. Ungum ást- föngnum pörum er líka hollara að ganga um kirkjugarðana en til dæm- is Arnarnesið. Göngutúr um það hverfi getur byggt upp of miklar væntingar tif hinna tilvonandi fyrir- vinna. Sýninqar er svo geggjað. Ár- ■PIPMbæjarsafn snýst ekki lengur E^g^Sbara um moldarkofa heldur jjHlíka um fólk, sumt í fjarlægri fortíð. Sem dæmi er hippa- sýningin sem ber með sér andblæ ár- anna 1968 til 1972. Opiö kl. 10-18. • Handverksdagur. Á sunnudaginn stendur til að hafa handverksdag í Ár- bæjarsafni þar sem leitast verður við að fá fólk til að sýna gamalt handverk. • Kvikmynd um ísland. Island und- er fyra árstider heitir kvikmynd sem verður sýnd fimmtudag, föstudag og laugardag, á dönsku, norsku og finnsku, fýrir erlenda ferðamenn. Kvik- myndin er 30 mínútna löng. Norræna húsið, á dönsku eða norsku klukkan 13 alla dagana og á finnsku klukkan 13.30 sömu daga. • Kjörgripir frá Japan. Farandsýn- ing á hefðbundinni japanskri leirkera- gerð hefst á laugardag. Alls eru á sýn- ingunni verk eftir 56 leirkerasmiði og gefa þeir góða mynd af straumum og stefnum í þessari listiðn á þessari öld í Japan. Norræna húsið, niðri, opið frá kl. 14-19. • íslandskynning. Samfara kvik- myndasýningu í Norræna húsinu kynnir Unnur Guðjónsdóttir ballett- meistari ísland í myndum, dansi og söng. Kynningin fer fram á sænsku. Norræna húsið, fimmtudag kl. 20.30. • Höfnin í Reykjavík er mikið mannvirki og það voru stórhuga menn sem réðust í að byggja hana í kringum 1915, þar á meðal Jón Þor- láksson. Nú fer í hönd síðasta sýning- arhelgi í Hafnarhúsinu þar sem rakin er saga hafnarinnar í tilefni af 75 ára afmæli hennar. Opið kl. 11-17. • Franz Karl v.Linden. Þessi þýski Ijósmyndari sýnir myndir frá íslandi í anddyri Norræna hússins. Opið 9-19 nema sunnudaga 12-19. Fellini Fátt er eins skemmtilegt og að eyða kvöldstund við langborð í litríkum vina- og kunningjahópi, já, svona eins og ldipptum út úr Fellini-kvikmynd, et- andi þjóðarrétti frá öllum heimsálfum. Stemmningin er geysiskemmtileg; réttir eru bornir fram endalaust við tilheyrandi tónlist frá hverju landi og drykkjar- föng eins og hver vill og getur í sig látið. Uppákom- ur sem þessar geta tekið allt að fimm tímum. Um- ræðurnar og borðsiðir fjör- gast mjög er líða tekur á kvöldið. Pottagaldrar Sigfríðar Þórisdóttur bjóða upp á slíkt í heimahúsum. Sú sem er við sjórnvölinn í eldhúsinu fellur þá í trans og menn sjá fyrir sér bústna indíánakerlingu lauma dularfullum jurtum í pottana til að bragðbæta hráefhið, eða settlega ind- verska húsfrú galdra ffam rétti sem í fyrstu virðast af- ar saklausir á bragðið. Annað kemur í Ijós þegar kyngt er. Ekki má gleyma geis- unni frá Japan eða hinni hold- miklu Rússakerlingu með Borshch-súpuna sína. Matseðill frá Pottagöldrum gæti hljóðað eitthvað á þessa leið: Bombey Duck Snakk í forrétt (á ekkert skylt við önd). Afar smár fiskur sem veið- ist við Indlandsstrendur, þurrk- aður í heilu lagi og djúpsteiktur. Hann fæst ekki hér og því er vest- firskur harðfiskur djúpsteiktur í staðinn. Feitin verður að vera mjög heit. BORSHCH-SÚPA Rauðrófusúpa frá Rússlandi, matreidd tveimur dögum áður og hituð upp. Súpan er borin fram með sýrðum rjóma. Sigfríð Þórisdóttir galdrar fram bústna indíánakerlingu, fína geishu eða jafnvel holdmikla Rússakerlingu án nokkurra vandraeða. Himnesk kinversk MARÍNERUÐ SVÍNARIF Glóðuð yfir eldi. Hirame no Kobujime Marineruð lúða með uma-zu- sósu og vasabi, sem er þurrkuð græn piparrót. Lamb Islandia Glóðaðir lambavöðvar. Marín- eraðir með ýmsum villtum jurt- um og bornir fram með kaldri heimatilbúinni myntu- og pipar- rótarsósu. CARNE ADOBADAS Grísaskankar soðnir í kryddlegi sem Mexíkókerlingin kann upp- skriffina að og síðar glóðaðir yfir heitum eldi. Með þeim er borin ffam hin ffæga Salsa eða chili- sósa og hér laumar mexíkóska kerlingin aukakryddjurtum út í til að gera sósuna bragðbetri, ekki þó svo miklu að hún verði brennandi sterk, eins og oft vill verða. Sýrður ijómi er borinn fram með til að lífga upp á ásamt glóðuðu tortilla-brauði, þjóðar- brauði Mexíkóbúa. Tandoori Kjúklingabringur ásamt bragð- miklum grænmetisrétti í sósu þar sem allt að fimmtán kryddjurtum er blandað saman á mjög yfirveg- aðan hátt til að hárrétt bragð komi fram, rétt eins og sterk og áhrifamikil málverk Van Gogh. Nan-brauðið er ómissandi, þykkt léttkryddað hveitibrauð glóðað yfir eldi. Að lokum — effólk er ekki komið undir borðið — leyniréttur Potta- galdra: Frostogfuni, heimalagað- ur ís sem hitar hressilega. Verðiykkur aðgóðu! /

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.