Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 15

Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. SEPTEMBER 1992 15 Afleiðingar ótryggrar lánafyrirgreiðslu hafa berlega komið í ljós á undanförnum árum. Beinar og óbeinar afskriftir útlána hafa fimm- til sexfaldast að raungildi á fimm árum og bíða þó ýmis forstíðarslys handan hornsins. 440% aukn- ing afskriffta á fimm árum ’87 ’88 ’89 ’90 '91 Þegar horít er íramhjá aí- skriítum vegna ríkis- ábyrgðasjóðs og ríkissjóðs 5 kemur í ljós rúmlega limm-i földun afskrifta banka og 5 tiltekinna lánasjóða á að- 2 eins fimm árum. bankinn hafi afskrifað 5,1 milljón króna sérhvern virkan dag á þess- um tveimur árum. Um síðustu áramót voru á af- skriftarreikningi bankans sem nemur 3,25 prósentum af útlán- um bankans. Afskriftir síðustu fimm ára samsvara hins vegar 5,3 prósentum af útlánum bankans. íslandsbanki, þar áður Iðnað- arbanki, Verslunarbanki, Alþýðu- banki og Útvegsbanki, hefur af- skrifað á tímabilinu 3.738 milljón- ir króna eða litlu minna en Lands- bankinn. Þó skal þess getið að 700 milljónir af þessu voru afskrifaðar hjá gamla Útvegsbankanum, áður en honum var breytt í hlutafélag. Það breytir ekki hinu að íslands- banki í núverandi mynd afskrifaði nær 1.500 milljónir tvö síðustu ár- in. Um síðustu áramót voru á af- skriftarreikningi bankans sem nemur 4,19 prósentum af útlán- um bankans. Afskriftir síðustu fimm ára samsvara hins vegar 8,7 prósentum af útlánum bankans, en 7,1 prósenti ef áðurnefnd af- skrift gamla Útvegsbankans er undanskilin. Búnaðarbankinn afskrifaði á tímabilinu 1.085 milljónir króna og gerði það nokkuð jafnt yfir ár- in, mest þó 370 milljónir á síðasta ári. Afskriftarreikningurinn sam- svarar 2 prósentum af útlánum bankans en afskriftir síðustu fimm ára 3,14 prósentum. Sparisjóðirnir afskrifuðu til samans 1.330 milljónir á tímabil- inu, sem svarar tíl 5 prósenta af útlánum þeirra um síðustu ára- mót. SEX MILLJARÐAR GLATAÐ- IR HJÁ BYGGÐASTOFNUN Allsheijar afskriftahreingeming átti sér stað hjá Byggðasjóði, At- vinnutryggingadeild og Fllutafjár- sjóði á síðasta ári, f kjölfar sér- stakrar úttektar Rikisendurskoð- unar. Á síðustu fimm ámm hafa þessir aðilar afskrifað samtals 5.880 milljónir króna. Þar af guf- uðu upp „aðeins“ 808 milljónir fyrstu þrjú árin, en 1.105 milljónir 1990 og 3.965 milljónir á síðasta ári, þegar menn fóru að horfast fyrir alvöru í augu við árangur byggðastefnunnar. Afskriftimar á síðasta ári skiptust svo til jafnt á milli Byggðasjóðs og Atvinnu- tryggingarsjóðs og var sá síðar- taldi þó ekki gamall í hettunni. Samkvæmt sérstakri úttekt Ríkisendurskoðunar tapar Ryggðasjóður einkum á lánum vegna fiskeldisfyrirtækja eða 800 til 900 milljónum króna. Reiknar Ríkisendurskoðun með því að Byggðasjóður verði kominn í veruleg vandræði árið 1994 og í þrot árið 1997. Mestur hluti nærri 10 milljarða króna útlána At- vinnutryggingarsjóðs rann til sjávarútvegsfyrirtækja og er þegar búið að afskrifa um 2 milljarða. Fyrirséð er að ríkissjóður þurfi að leggja Atvinnutryggingarsjóði til um 1.300 milljónir á árunum 1992 til 1994 til að sjóðurinn geti lifað af. Er þá reyndar miðað við að skuldarar standi í skilum, sem telst í besta falli hæpið. RÍKIÐ: HREINGERNING EFTIR MARGRA ÁRA ÓREIÐU Nýlega var gefinn út ríkisreikn- ingur vegna ársins 1990 og þá hafði að tillögu Ríkisendurskoð- unar farið fram stórfelld hrein- gerning á glötuðum gömlum og nýjum lánafyrirgreiðslum Ríkis- ábyrgðarsjóðs, Endurlána ríkis- sjóðs og löngum lánum ríkissjóðs. Þó var ekki gengið að sinni eins langt og Ríkisendurskoðun lagði til, en óhætt má telja að það verði gert í náinni framtíð. Ríkisendur- skoðun lagði til að beint og óbeint yrðu nær 4.800 milljónir króna af- skrifaðar, að mestu beint og end- anlega. Stærstu póstarnir sem hér um ræðir eru 657 milljónir vegna Skipaútgerðar ríkisins, 560 millj- ónir vegna sérstaks raðsmíða- verkefnis skipa, 425 milljónir vegna Sjóefnavinnslunnar, 392 miíljónir vegna hagræðingardeild- ar Fiskveiðasjóðs, 322 milljónir Guðni Ágústsson þingmaður, formaður stjórna Búnaðarbank- ans og Stofnlánadeildar landbúnaðarins (leysti Stefán Val- geirsson af hólmi). Deildin afskrifaði 1,2 milljarða á tímabilinu, mest vegna glataðra lána til loðdýrabænda, sem þó voru veitt á hagstæðum kjörum. Útistandandi lán deildarinnar um síð- ustu áramót voru 7,5 milljarðar. Búnaðarbankinn sjálfur af- skrifaði 1,1 milljarð á sama tíma. Forstjóri Stofnlánadeildar er Leifur Kr. Jóhannesson. Bragi Hannesson, forstjóri Iðnlánasjóðs. Sjóðurinn afskrifaði rúman milijarð á tímabilinu. Útistandandi lán um síðustu ára- mót voru 10,8 milljarðar. Núverandi stjórnarformaður er Geir A. Gunnlaugsson, sem nýverið leysti sem slíkur af hólmi Jón Magnússon lögfræðing. vegna Arnarflugs, 320 milljónir vegna ábyrgðardeildar fiskeldis- lána, 200 milljónir vegna Álafoss og Hildu og 185 milljónir vegna Þormóðs ramma. Þá má nefna 120 milljónir vegna Hitaveitu Rangæinga, 105 milljónir vegna Gullskipsins, 92 milljónir vegna Sigló, 60 milljónir vegna Stálvíkur og 53 milljónir vegna Þörungavinnslunnar. Loks má nefna að vegna íslenska gagnagrunnsins hf., Samkomu- húss Vestmannaeyja hf., Nesco hf„ Veitingamannsins hf. og Skemmtigarðsins hf. (tívólíið í Hveragerði) teljast glataðar sam- tals 65 milljónir króna. FRAMKVÆMD ASJ ÓÐUR LAGÐUR AF EFTIR MIKLAR HREMMIN G AR Framkvæmdasjóður var form- lega lagður niður í upphafi þessa árs, effir miklar hremmingar, og hann settur niður í skúffu hjá Lánasýslu ríkisins. Lánveitingar til ullariðnaðar (Álafoss) og fiskeldis Iéku sjóðinn grátt og á fimm ára tímabili afskrifaði hann samtals 3.224 milljónir. Þar af voru 2.044 milljónir afskrifaðar 1991, á síð- asta ári sjóðsins, í kjölfar svartrar skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þá var staðan þannig að á afskriftar- reikningi voru sem nemur 3,7 prósentum af útistandandi lán- um, en afskriftir á árunum fimm svara til 15,7 prósenta af útistand- andi lánum um síðustu áramót. Fyrir utan að afskrifa lán hefur Framkvæmdasjóður þurft að leysa til sín mikið af fasteignum. Má þar nefna verksmiðjuhús, aðr- ar fasteignir og lóðir Álafoss (bók- fært verðgildi 413 milljónir), fast- eignir Naustsins við Vesturgötu (100 milljónir), eignir ísþórs í Þorlákshöfn (150 milljónir) og eignir íslandslax í Grindavík (96 milljónir). Þá hefur Framkvæmdasjóður þurft að leysa til sín eignir aðila eins og Fjallalax í Grímsnesi, Sjó- eldis í Höfnum, fslenska fiskeldis- félagsins á Lækjum og í Eiðisvík, Smára í Þorlákshöfn, Eldisstöðv- arinnar Króka og Búfisks í Land- mannahreppi, Laxalóns í Reykja- vík, Fiskalóns í ölfusi og Fjörfisks í Þorlákshöfn. Um síðustu áramót var bókfært virði innleystra eigna Framkvæmdasjóðs liðlega 1 millj- arður króna. MILLJARÐUR TAPAÐIST ÞRÁTT FYRIR BESTU FÁAN- LEGKJÖR Ef Búnaðarbankinn kemur vel út í samanburði við aðra banka er það vegna þess að Stofnlánadeild landbúnaðarins er með sérstakan fjárhag. Stofnlánadeildin hefur lánað talsverða fjármuni til land- búnaðar en þó ekki síst til loð- dýrabænda, lán sem hafa verið með bestu fáanlegu kjörum — 2 prósenta vextir á verðtryggðum lánum. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir 1.195 milljóna króna af- skriftir á síðustu fimm árum, mestmegnis ffá 1989. Þetta eru talsverðir peningar miðað við umfang og lánakjör deildarinnar. Útistandandi lán deildarinnar voru um síðustu ára- mót um 7,5 milljarðar króna, þeg- ar búið var að draga ffá 820 millj- óna króna innstæðu á afskriftar- reikningi. Reikningurinn svaraði því til um 11 prósenta af útistand- andi lánum, en afskriftir síðustu fimm ára svara til 15,8 prósenta af útistandandi lánum. Það er svipað hlutfall og hjá hinum grátt leikna Framkvæmdasjóði. Og eins og Framkvæmdasjóður hefur deildin þurft að leysa til sín eignir, einkum frá loðdýrabænd- um, eignir sem nýtast vart til ann- arra hluta. f árslok 1991 hafði deildin leyst til sín tíu eignir sem veðsettar höfðu verið vegna 215 milljóna króna lána. Deildin áætl- aði söluverð þessara eigna 145 milljónir og afskrifaði því 70 millj- ónir þeirra vegna. 28 MILLJARÐA RUKKUNAR- BRÉF TIL ALMENNINGS Afþeim aðilum sem PRESSAN skoðaði eru eftir Fiskveiðasjóður, Iðnlánasjóður og Iðnþróunarsjóð- ur. Þessir þrír sjóðir afskrifuðu samtals 2.570 milljónir á tímabil- inu, en geta þó vart talist „óheppnustu“ aðilarnir í úttekt- inni. Þó má ekki gera lítið úr hinu glataða fé. Fiskveiðasjóður hefur afskrifað alls rúman milljarð, en það samsvarar fimm prósentum af útistandandi lánum sjóðsins um síðustu áramót. Iðnlánasjóður hefur og afskrifað rúman milljarð, sem samsvarar 9,5 prósentum af útistandandi lánum, og Iðnþró- unarsjóður var með 515 milljóna króna afskriftir, sem samsvarar 9,7 prósentum af útistandandi lánum. Það skal að lokum ítrekað að upptalningin að ofan er á engan hátt tæmandi. Ýmsa fjárfestingar- lánasjóði vantar inn ímyndina, svo 28.063.000.000 krónur sem Verslunar- lánasjóð, Lánasjóð sveitarfélaga, Ferðamálasjóð, að ekki sé talað um Byggingarsjóði ríkisins og verkamanna. Það breytir ekki hinu að ofangreindir aðilar hafa á örfáum árum afskrif- að 28 milljarða og standa flestir hverjir höÚum fæti í kjölfar stór- kostlegs fjárfestingar- og fram- kvæmdafyllerís. Með einum eða öðrum hætti lendir fórnarkostn- aðurinn á almenningi, í gegnum skatta, versnandi lánakjör eða á annan hátt.___________________ Friðrik Þór Guðmundssor 15,4 milljónir afskrif- aðar á hverjum deai 12.000 milljón krónur------------- 10.000 -j PRESSAN/AM____________________________________________________________________________________________ * í tilfelli Ríkisábyrgðasjóðs og ríkissjóðs er miðað við tillögur Ríkisendurskoðunar um beinar og óbeinat afskriffir vegna uppsafnaðs vanda. Var að mestu farið eftir þessum tillögum í stórfelldri hreingcrningu vegna ríkisreiknings 1990. Allar tölur hér að ofan hafa verið framreiknaðar til núvirðis samkvæmt lánskjaravísitölu.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.