Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 16

Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. SEPTEMBER 1992 PRESSAN Útgefandi Ritstjóri Ritstjórnarfulltrúar Blað hf. Gunnar Smári Egilsson Egill Helgason Sigurður Már Jónsson Auglýsingastjóri Sigríður Sigurðardóttir Dreifingarstjóri Haukur Magnússon List hins mögulega en óskynsamlega Vinna ríkisstjórnarinnar við að berja saman fjárlög hefur breyst í farsa. Fyrst settust ráðherrarnir niður og reyndu að meta hversu langt þeir kæmust með að skera niður ríkisútgjöld án þess að nokkur yrði vondur við þá. Að því loknu reyndu þeir að áætla hversu mikill halli mætti vera á fjárlögunum án þess að hlegið yrði að þeim. Þá settu þeir skattasérfræðinga fjármálaráðuneytis- ins í að búa til matseðil yfir gamlar og ónotaðar hugmyndir að hækkun skatta. Þegar þeir höfðu valið af seðlinum kom í ljós að þingflokkar ríkisstjórnarinnar gátu ekki gleypt alla réttina. Þá ákvað ríkisstjórnin að afgreiða fjárlögin með rúmlega sex millj- arða halla. Þeim fannst það betri kostur að láta hlæja að sér fyrir hallann en að einhver kynni að verða vondur út í þá vegna niður- skurðar. Undanfarnar vikur hafa ráðherrarnir ekki leitað lausna á þeim vandamálum sem þeir eru kosnir til að kljást við. Þeir hafa ekki gert tilraunir til að sníða ríkisbáknið að þeirri stærð sem þjóðin getur staðið undir. Þeir hafa ekki leitað lausna á óumflýjanlegri byggðaröskun eða hvernig megi draga úr sársaukanum sem hún hefur í för með sér. Þeir hafa ekki reynt að móta framtíðarstefnu í heilbrigðismálum, menntamálum, sjávarútvegsmálum né nokkr- um öðrum málum. Eina vandamálið sem ráðherrarnir hafa séð og reynt að glíma við er vandamálið við að koma fjárlögum í gegnum eigin þingflokka. Hvernig þessi fjárlög líta út á eftir eða hvort í þeim felst stjórnmálaleg stefna sem einhver brú er í skiptir ekki máli. Formaður Alþýðuflokks sagði einhverju sinni að pólitík væri list hins mögulega — gott ef ekki um það leyti sem hann gekk í eina sæng með Steingrími Hermannssyni og stofnaði til atvinnu- tryggingarsjóðs og tapaði í gegnum hann um sex milljörðum af almannafé. Formaðurinn hefúr sjálfsagt metið það svo á þeim tíma að ekki væri mögulegt að vinna heilbrigðri skynsemi fylgi í þinginu eða hjá þjóðinni og því ákveðið að steypa sér í glórulaust sjóðasukk. Svipaður þankagangur virðist ráða ríkjum í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Það er auðvelt að ímynda sér ráðherrana sitja við rík- isstjórnarborðið og hafna allri skynsemi af því að það sé erfitt fyr- ir Egil Jónsson, Matthías Bjarnason eða Gunnlaug Stefánsson að standa fyrir henni í kjördæmum sínum. Og þar sem ráðherrarnir eru ekki svo sleypir sjálfir í skynseminni treysta þeir sér ekki til að vinna þessa kappa á sitt band og hafna henni. Þess vegna situr þjóðin uppi með nýkynntar aðgerðir ríkis- stjórnarinnar í atvinnumálum og komandi fjárlagafrumvarp. Hvorugt fyrirbrigðið kemst nærri því að snerta þau vandamál sem þjóðinni er brýnast að leysa. Ritstjóm, skrifstofur og augiýsingar Nýbýlavegi 14-16, sími 643080 Faxnúmen Ritstjórn 64 30 89, skrifstofa 64 31 90, auglýsingar 64 30 76 Eftir lokun skiptiborös; Ritstjórn 64 30 85, dreifíng 64 30 86, tæknideild 64 30 87. Áskriftargjald 700 kr. á mánuöi ef greitt er með VISA/EURO/SAMKORT en 750 kr. á mánuði annars. PRESSAN kostar 230 krónur í lausasölu BLAÐAMENN: Andrés Magnússon, Anna H. Hamar, Bergljót Friðriksdóttir, Dóra Einarsdóttir, Friðrik Þór Guðmundsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Haraldur Jónsson, Jón Óskar Hafsteinsson útlitshönnuður, Jim Smart Ijósmyndari, Karl Th. Birgisson, Sigríður H. Gunnarsdóttir prófarkalesari, Telma L. Tómasson. PENNAR: Stjómmál og viðskipti; Birgir Árnason, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hreinn Loftsson, Jeane Kirkpatrick, Mörður Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Ragnhildur Vigfúsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Össur Skarphéðinsson. Kynlíf; Jóna Ingibjörg Jónsdóttir. Listir; Gunnar Árnason myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Lárus Ýmir Óskarsson leiklist. Teikningar; Andrés Magnússon, Ingólfur Margeirsson, Jón Óskar, Kristján Þór Árnason. Setning og umbrot: PRESSAN Filmuvinnsla, plötugerð og prentun: ODDI V I K A N ÞAÐ ÞARF AÐ FRIÐA ÞORSKINN Nú hafa fiskifræðingarnir kom- ist að því að áttundi lélegi árgang- urinn af þorski er að vaxa úr grasi (eða svifi) í sjónum. Það getur ekki verið einleikið. Þetta minnir á Vesturbæinn ffá 1953 til 1961. Það er ljóst að það þarf að friða þorskinn með einhverju til að hann fari að hegða sér aftur eins og hann var vanur. Til dæmis setja hann aftur í flaggið; annað- hvort flattan og saltaðan eins og á árum áður eða bara ferskan og ís- aðan. Fyrr verður hann ekki til ffiðs. LANDBÚNAÐARBARÓNARNIR VILJA HAFA RÉTT FYRIR SÉR Á sama tíma og allt kjöt hrapar í verði hefur fimm-, sex- og sjö- mannanefnd komist að þeirri nið- urstöðu að verð á kindakjöti skuli haldast óbreytt. Ástæða þess mun vera sú að nýjar tölur sýna að sala á kindakjöti dróst ekki jafhmikið saman á nýliðnu verðlagsári og bændaforystan bjóst við. Nú þeg- ar annað kjöt lækkar en kindakjötsverðið helst óbreytt má búast við að svín, naut og kjúklingar seljist meira og lambið minna. Það er því hætt við að spár bændaforystunnar rætist. Ákvarðanir nefndanna munu leiða til þess að hún hefur rétt fyrir sér. Á endanum. JAFNVEL FRIÐRIK LÆTUR UNDAN Aðgerðir ríkisstjómarinnar í at- vinnumálum þykja sérstaklega púkalegar og gamaldags. Þær voru reyndar í Bandaríkjunum á fjórða áratugnum og þá dugðu þær til að ffamlengja kreppuna í ein fimm ár eða svo. Þegar ráð- herrarnir kynntu þessar aðgerðir á þriðjudaginn eftir langar ftmda- setur höfðu þeir látið á sjá. Það hafði auðsjáanlega tekið á að ákveða brú yfir Kúðafljót í stað Mjóafjarðar. Jafnvel Friðrik Sop- husson (sem valinn var best klæddi karlmaðurinn í PRESS- UNNI í vor) var kominn með bauga og bindishnút eins og Dav- íð Oddsson; breiðan, slappan og með ffáhneppta tölu ábakvið. HVERS VEGNA Er ekki eðlilegt að ríkið selji kvóta á markaði? BIRGIR ÞÓR RUNÓLFSSON, LEKTOR VIÐ VIÐSKIPTA- OG HAGFRÆÐIDEILD Hl f sjálfú sér er ekkert eðlilegra en að ríkið selji kvóta, sem það ætlar að selja á annað borð, á markaði. Að selja á markaði leiðir jafnan til þess að hæsta mögulega verð fæst fýrir það sem selja á. Einstaklingar selja húsnæði sitt með aðstoð fast- eignasala, biffeiðir sínar með að- stoð bílasala og aðrar varanlegri eignir með aðstoð sérhæfðra markaðsaðila. Slíkt tryggir ein- staklingunum besta verð og kjör við söiu eignanna. Ríkisvaldið á að haga sölu eigna í sinni umsjá á svipaðan máta. Ríkið hefúr stund- um notað slíkar leiðir, en ætti að gera það í auknum mæli. Sama á við þegar ríkisvaldið selur nkisfyr- irtæki og hluti sína í öðrum fyrir- tækjum. Sala ríkisins á kvóta á að lúta sömu reglum. Nú gætu menn spurt: Hvers vegna á ríkið að hámarka tekjur við sölu eigna til þegna sinna? Er ekki ríkið samnefnari og sameign okkar allra? Þótt margt sé til í þessu merkir það ekki að ríkið eigi ekki að leita hæsta verðs fyrir eignir sínar. Eignirnar eru seldar til tiltekinna einstaklinga og fyrir- tækja, en ekki til allra landsmanna í senn. Þeir tilteknu einstaklingar, sem gerast kaupendur að ríkis- eignum, eiga að greiða markaðs- verð fyrir. Ríkiseignir eru í sam- eign allra og þegar einhverjir til- teknir aðilar fá eignarhald á þeim er eðlilegt að þeir greiði hinum markaðsverð fyrir. Ríkið á því að selja hæstbjóðanda eignir sem til sölu eru. Þetta er þó bara önnur hliðin á þessu máli og reyndar sú sem minna máli skiptir. Hin hlið- in snýr að hagkvæmniþáttum söl- unnar: Sá aðili sem er reiðubúinn að greiða hæsta verðið fyrir eign- irnar er oftast sá sem mest not hefur fyrir þær og koma mun þeim í bestu og arðbærustu notin. Þessi rök eru einnig mikilvæg- ust hvað varðar sölu ríkisins á kvóta Hagræðingarsjóðs. Tilgang- ur sjóðsins, eins og heiti hans bendir til, er að auka hagræðingu í sjávarútvegi og þá aðallega með því að fækka fiskiskipum og auka kvóta þeirra skipa sem eftir verða. Tekjur þær sem sjóðurinn mun hafa af sölu kvóta eru því ekki að- alatriði hvað tilgang sjóðsins varð- ar. Ástæður þess að selja á kvóta sjóðsins á markaði eru, að aðeins þannig mun kvótinn lenda í höndum þeirra aðila sem best kunna með hann að fara, þeirra aðila sem reka arðbærustu út- gerðir hérlendis. Þess vegna er eðlilegt að ríkið selji kvóta á mark- aði, ædi það sér á annað borð að selja hann. Hitt kemur reyndar ekki að sök, að með því að selja kvóta á markaði og þannig til þeirra sem mest vilja fyrir hann greiða, eru tekjur Hagræðingarsjóðs einnig hámarkaðar. Ef tekjur sjóðsins af FJÖLMIÐLAR Erþjóðin heimsk? Ég veit ekki hvort ég er lentur á einhverjum villigötum í lífinu en að undanförnu hef ég rekist á óvenjumarga sjálfbirgingslega menn (og reyndar konur einnig) sem eiga ekki nógu sterk orð til að lýsa hneykslun sinni á íslensku þjóðinni fyrir að standa alveg á sama um EES, EB, EFTA og allt sem tengist Evrópumálunum svo- kölluðu. Skoðanakannanir hafa leitt í ljós að það eru ekki nema 20 prósent landsmanna sem láta sig þessi mál einhverju varða. Hinn hlutinn, 80 prósent, veit lítið sem ekkert um þessi samtök og samn- inga og hefur því ekki hugmynd um hvort það er gáfulegt eða ekki að skrifa undir EES-samninginn eðagangaíEB. Þegar hinir sjálfbirgingslegu hafa hneykslast nóg á þjóðinni vegna heimsku hennar taka þeir vanalega upp á því að skammast út í fjölmiðla fýrir að hafa brugðist þeirri skyldu sinni að uppfræða þjóðina um leyndardóma Evr- ópumálanna, út í Jón Baldvin og aðra í utanríkisráðuneytinu fyrir sömu sakir og út í þingmennina fyrir að vera svo leiðinlegir að þessi annars skemmtilegu mál tapi öllum sjarma. Ég get ekki verið sammála þessu fólki. Þótt ekki væri nema fyrir hvað ég er eitthvað venjuleg- ur maður og mikil múgsál og óra- langt frá því að lenda í einhverri elítu eða gensíu. Ég verð einhvern veginn ósjálffátt sammála 80 pró- sentunum ef þau deila við 20 pró- sentin. Ég held það sé ffekar merkilegt að 20 prósent þjóðarinnar skuli hafa fyrir því að setja sig inn í Evr- ópumálin en að 80 prósentin láti þau ffamhjá sér fara. Evrópumálið er án efa ofmetnasta mál seinni ára. Nokkrir Evrópusinnar hafa óljósa tilfinningu fyrir því að EB sé rétti hesturinn til að veðja á til að tryggja hér aukinn hagvöxt þegar fram líða stundir. Með versnandi efnahagshorfum í EB verður þessi óljósa tilfinning enn óljósari og enn tilfinningalegri. Að minnsta kosti fækkar hlutlausum rökum til að skjóta stoðum undir hana. Fyrir utan þessa framtíðarsýn Ríkið hefur stund- um notað slíkar leiðir; en ætti að gera það í auknum mœli. kvótasölu væru síðan notaðar til þess að kaupa fiskiskip úr rekstri mundu hærri tekjur leiða til þess að hægt væri að kaupa upp fleiri skip. Slík notkun teknanna væri því einnig sterk rök fyrir mark- aðssölu kvóta, því hagræðingin kemur öllum til góða. Stjórnvöld æfla þó ekki að nota tekjur sjóðsins af kvótasölu til þessa verkefnis, heldur láta þær renna beint í ríkiskassann. Rökin eru, að þannig standi sjávarútveg- urinn straum af kostnaði við þjónustu sem hið opinbera lætur honum í té. Að sjálfsögðu eru þetta nokkuð sterk rök, því verður ekki neitað. Hins vegar er þetta einnig aukin skattheimta á sjávar- útveginn, nema önnur gjöld lækki á móti. fela nánari tengsl fslands við Evr- ópu ekki í sér miklar breytingar á lífi venjulegra íslendinga. Fólk í útflutningi ætti þó að fylgjast með þróuninni, sömuleiðis ráðuneytis- fólk og ríkisbatterísmenn og ef til vill einnig menntafólk sem hefúr hug á að leita sér atvinnutækifæra í Evrópu. Öðrum ætti að vera óhætt að yppa öxlum og láta sér í léttu rúmi liggja hvort við skrifúm undir EES eða göngum í EB. Og þannig er það í reynd. Áhugaleysi almennings gagnvart Evrópumálunum sýnir að hann hefúr alltaf rétt fyrir sér. Hann læt- ur ekki samanlagðan þingheim og fjölmiðlaflóruna ljúga því að sér að EES sé stærsta mál í heimi. Gunnar Smári Egilsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.