Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 17

Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. SEPTEMBER 1992 17 STJÓRNMÁL Bœkurnar skattaðar „Lokaniðurstaðan varðþessvegna hálf- kák, ogfyrir bókaiðnað og bóklesara er sú skipan sem nú er lögð til áýmsan hátt verri enfullur venjulegur virðisauka- skattur“ Málið er flókið og viðkvæmt, sérstaklega í Sjálfstæðisflokknum, segir Davíð Oddsson um skatt á tekjur af peningaeign, og tilkynnir að þeirri skattheimtu verði frestað enn um sinn. Jón Baldvin brosir og kinkar kolli fullur skilnings og samúðar. Hvorugur notaði hinsvegar orðin flókið og viðkvæmt um þá niðurstöðu úr farsakenndu virðis- aukahringli nú í vikunnni að leggja sérstaklega skatt á bækur, fjölmiðla og húshitun, sem á að færa ríkissjóði 200 milljónir að sögn fjármálaráðherra, og hefur þá verið dregin frá örlítil lækkun á heildarskattprósentunni. Það er skrítin pólitík, og alveg sérstaklega skrítin jafnaðar- mannapólitík, að skatta húshitun og bækur en kinka kolli og brosa við viðkvæmum og flóknum mál- efnum kringum verðbréf og bankainnstæður. Og þessar breytingar á virðis- aukanum koma þvert á yfirlýst markmið flestra flokka, þar á meðal landsfundar Sjálfstæðis- flokksins og ýmissa frammá- manna í Alþýðuflokknum, þegar fyrir þremur árum tókst samstaða um að hlífa íslenskri bókaútgáfu og fjölmiðlun við skatti. Þá varð samstaða um það að ef við ætluð- um okkur að halda áfram væn- legri bókaútgáfu á íslensku og sæmilegri innlendri fjölmiðlun væri skylt að hlífa þessari atvinnu- starfsemi við öllum virðisauka- skatti. Fyrst Sjálfstæðisflokkur og ýmsir Alþýðuflokksmenn skiptu um skoðun um þetta mál á annað borð var auðvitað eðlilegast að samþykkja að kaupendur bóka og neytendur fjölmiðla gengjust hér- með undir fullan virðisaukaskatt. Það hefði verið djarfleg afstaða, og þá hefði um leið verið eðlilegt að sömu stjórnmálamenn gerðu grein fyrir því hvort þeir ætluðu með hverskonar ráðstöfunum að svara þeim menningar- og þjóð- ræknisrökum sem á sínum tíma lágu fyrir skattundanþágu á bæk- ur og fjölmiðla. Til þess voru stjórnmálamenn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins of hræddir við gamlar yfirlýsingar um stuðning við ís- lenska tungu og íslenska menn- ingu. Þegar ekki gekk lengur að búa til annað skattþrep — sem í augum Alþýðuflokksins fyrir að- eins þremur árum jafnaðist við drottinsvik — þá var búin til málamiðlun. Sú málamiðlun átti sér ekki efnislegar forsendur held- ur miðaðist annarsvegar við að afla ríkinu tekna og hinsvegar varð að verja hégóma nokkurra stjórnmálamanna — aðallega fjármálaráðherrans — alltof óvægnum áföllum. Lokaniðurstaða stjórnarflokk- anna í málinu varð þessvegna hálfkák, og fyrir bókaiðnað og bóklesara er sú skipan sem nú er lögð til á ýmsan hátt verri en fullur venjulegur virðisaukaskattur. Ekki eingöngu vegna þess að út- gáfukostnaður hækkar verulega, uppundir 18%, heldur einnig og einkum vegna þess að nú lenda bókaffamleiðendur í því að þurfa að borga virðisaukaskatt af óseld- um bókabirgðum. Það merkir að verulega dregur úr metnaðarfullri útgáfu, bókum sem seljast á löng- um tíma en svara hvergi nærri kostnaði á fyrstu jólum. Þessi ráð- stöfun brýtur þessvegna eitt af helstu prinsippum í skattamálum: að hverskonar skattaleg mismun- un spretti af skýrum pólitískum rökum, en byggist ekki á tækni- legum tilviljunum eða geðþótta valdsmanna. Það sama á við um fjölmiðlun að breyttu breytanda, en þar virð- ist peningadæmið þó heldur skárra. Það er svo merkilegt fyrir áhugamenn um pólitíska hegðun að sjá stjórnmálamenn búa sér til á færibandi fögur rök fyrir síðustu úrslitum í hrossakaupum bakher- bergjanna. Ummæli vikunnar í þeim flokki eru sú yfirlýsing að það sé „óeðlilegt og ómaklegt“ að þeir fái endurgreiddan innskatt „sem ekki borga virðisaukaskatt". Fyrir utan þá grunnstaðreynd í virðisaukaskattskerfmu að það eru neytendur sem að lokum „borga“ skattinn er það svo sann- arlega sérkennilegt að sjálfur Sjálf- stæðisflokkurinn og formaður hans skuli aldrei hafa vikið orði að þessu „ómaklega" og „óeðlilega" fyrirkomulagi í allri skattaum- ræðu flokksmanna á þeim tæpu þremur árum sem liðin eru síðan þingflokkur Sjálfstæðismanna samþykkti einróma þessa grein í stjórnarfrumvarpi Ólafs Ragnars Grímssonar. Hvað sem því líður er megin- málið þó það að Sjálfstæðismenn — og þessir nokkru menningar- vinir í Alþýðuflokknum — hafa hérmeð lýst því yfir að þeir ætli að leggja virðisaukaskatt á bækur og fjölmiðla. Sjálfstæðismenn — og allir Alþýðuflokksmenn — hafa um leið lýst því yfir að því miður sé ekki hægt að sinni að skatt- leggja rífandi tekjur af bankainn- stæðum og verðbréfum. Og þótt Davíð sé góður brand- arakall þá á hann ekki ummæli mánaðarins í þetta skipti. Þau urðu nefnilega til á Rás tvö þegar rásarmaður spurði viðmælanda sinn hvort menn væru ekki bara að bíta í skottið á sér með þessum virðisaukaskattsbreytingum. Jú, svaraði viðmælandinn, öss- ur Skarphéðinsson formaður þingflokks Alþýðuflokksins: — Það er einmitt háttur stjórnmála- manna, og sumir eru reyndar að verða búnir að naga á sér skottið allt uppí rót.__________________ Hötundur er islenskulrædingur. VIÐSKIPTI Við skulum varast... Ég er líklegast einn fárra sem hræðast aukna þátttöku lífeyris- sjóða í atvinnurekstri, að minnsta kosti virðast ekki margir tilbúnir að gagnrýna hlutabréfakaup sjóð- anna undanfarin ár. Þvert á móti hafa flestir kappkostað að lofa líf- eyrissjóðina fyrir kaupin og verð- bréfasalar kvartað þegar þeir hafa haldið að sér höndum. Raunar hafa stjórnvöld reynt að ryðja veg- inn fyrir sjóðina til að fjárfesta í fyrirtækjum. Mér finnst sérkenni- legt að á sama tíma og gagnrýnt er hve nokkur fyrirtæki eru stórtæk á hlutabréfamarkaðinum og í at- vinnulífinu almennt leiða fáir hugann að lífeyrissjóðunum og hættunni sem fólgin er í auknum hlutabréfakaupum þeirra. En er ekki eitthvað að á íslensk- um hlutabréfamarkaði þegar hann byggist fyrst og fremst á því hvort h'feyrissjóðirnir stunda kaup eða ekki? Það sem er kannski verst er að fáir virðast sjá hættumerki með auknum umsvifum lífeyris- sjóðanna í atvinnurekstri. Aukin umsviflífeyrissjóða í atvinnulífinu eru í mínum huga í ætt við sósíal- isma andskotans. Með réttu ætti að banna beinar fjárfestingar lífeyrissjóða í at- vinnurekstri, nema hvað varðar kaup á hlutabréfum án atkvæðis- réttar, enda hlýtur eini tilgangur sjóðanna að vera sá að ávaxta fé umbjóðenda sinna. Auk þess eiga sjóðirnir að geta veitt fýrirtækjum Það sem er kannski verst er aðfáir virðast sjá hœttumerki með auknum umsvifum lífeyrissjóðanna í atvinnurekstri. Aukin umsviflífeyrissjóða í atvinnulífinu eru í mínum huga í œtt við sósíalisma andskotans. lán (t.d. með kaupum á skulda- bréfum) og þó kannski ekki síst látið umbjóðendur sína (laun- þega) fá sérstök lán til kaupa á filutabréfum. í versta falli á að tak- marka fjárfestingar h'feyrissjóð- anna í atvinnulífinu, þannig að þeir geti ekki átt meira en 10% hlutafjár á hverjum tíma. íslensku atvinnulífi stafar mun meiri hætta af lífeyrissjóðum en fyrirtækjum annarra landa þar sem hlutabréfamarkaðir eru þró- aðir og til eru margir öflugir og stórir fjárfestar. Vegna hlutfalls- legrar stærðar sjóðanna hér á landi, miðað við önnur lönd, er það ekki að ástæðulausu að ég ótt- ast að smám saman verði lífeyris- sjóðirnir óeðlilega stórir og áhrifa- miklir í atvinnulífinu. Stjórnkerfi lífeyrissjóðanna ætti enn frekar að hræða menn frá því að leyfa óheft hlutabréfakaup. Eig- endur sjóðanna (launafólk) hafa engin bein áhrif á rekstur þeirra og raunar engin afskipti af þeim nema til að fá nokkra lánafyrir- greiðslu og lífeyri í ellinni. En það sem er kannski verst við eignarað- ild og bein áhrif lífeyrissjóðanna á atvinnufyrirtækin er fýrst og fremst það að raunveruleg eignar- aðild er orðin fjarlæg, líkt og í rík- isfyrirtækjum. Það á enginn beinna fjárhagshagsmuna að gæta, — sá sem situr í stjórn fýrir- tækis sem fulltrúi lífeyrissjóðs á í raun ekkert undir því hvernig fyr- irtækinu vegnar. Sé það talið nauðsynlegt að lt'f- eyrissjóðir taki beinan þátt í at- vinnulífinu og hafi þar bein áhrif í gegnum fulltrúa í stjórn þeirra er forsendan frjáls aðild að lífeyris- sjóðum. Uppstokkun á lífeyris- kerfinu er því forsenda þess að löggjafinn heimili fjárfestingar sjóðanna t' fýrirtækjum. Á meðan skylduaðild er í gildi skulum við varast lt'feyrissjóðina.____________ Höfundur er framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins U N D I R Ö X I N N I Hvers vegna lækkar kindakjötið ekki eins og annað kjöt, Hákon? „Kjúklingarnir lækkuðu vegna þess að kaupmenn lækkuðu álagningu sína. Nautakjötið lækkaði vegna þess að birgðir höfðu safnast vegna óvenju- mikillar slátrunar á mjólkur- kúm sökum samdráttar í mjólkurframleiðslunni og þar var líka um að ræða lækkun á verðflokkum sem hafa selst illa. Verð á kindakjöti til bænda lækkaði um fjögur prósent vegna þess að þeir tóku á sig umsamda hagræðingarkröfu, en hins vegar kemur þetta ekki fram í verði til neytenda vegna þess að ríkið lækkaði niðurgreiðslurnar og hirti þess vegna þá lækkun sem ella hefði gengið til neytenda." Nú eru til umtalsverðar birgðir af lambakjöti í landinu, eruð þið ekki hræddir um að neyt- endurtaki annað framyfir lambakjötið og birgðir safnist upp? „Það hafa aldrei verið til jafn- litlar birgðir af kindakjöti og nú, 1. september. Við vitum nokkurn veginn hvað kemur af kjöti i haust, það verða milli 8.500 og 8.600 tonn, og bændur munu leggja áherslu á að selja þetta. Það er aiveg Ijóst að það þarf að vera meiri sveigjanleiki í verðlagning- unni og núna eru komnartil , sögunnarlagaheimildirsem gera hann mögulegan. Það verður því miklu meiri sölu- starfsemi í gangi á næstunni en við höfum þekkt á undan- förnum árum, þegar ríkið hef- ur borið ábyrgð á sölunni." Skýringin sem er gefin á því að 500 tonnum meira seldist af kindakjöti í ágúst, með þeim afleiðingum að birgðir hafa aldrei verið minni, er sú að verslanir og afurðastöðvar hafi keypt mikið af kjöti vegna sérstakra aukagreiðslna er giltu í ágúst. Og það muni þýða minTil sölu á næstunni. „Ég held að afurðastöðvarnar og verslanirnar hafi gert þetta á hverju hausti undanfarin ár, þó kannski heldur meira núna en áður. En ég held að eftir að rfkið ber ekki lengur neina ábyrgð á sölunni, heldur af- urðastöðvarnarog bændurnir sjálfir, þá verði þeir rhiklu meðvitaðri um að það sem gildir er að selja og við mun- um á næstu mánuðum sjá miklu líflegri sölustarfsemi en við höfum séð lengi." Þannig að þið ætlið ykkur í samkeppni við aðra kjötfram- leiðendur? „Við ætlum okkur í samkeppni á matvörumarkaðinum. Það er ekki bara annað kjöt, það er brauð, fiskur, pasta og allt mögulegt í keppni við kjöt. Vð ætlum okkur í samkeppni á matvörumarkaðinum i heild." Aðrar kjötvörur en kindakjöt hafa lækkað mjög undanfarið. Hákon Sigurgrímsson er fram- kvæmdastjóri Stéttarsambands bænda.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.