Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 18

Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. SEPTEMBER 1992 E R L E N T Rauði herinn enn og aftur til vandræða f Sovétríkjunum fyrrverandi eru 4 milljónir manna undir vopnum, en lið- hlaup er algengt, hermenn selja vopn sín fyrir mat og herinn er í upplausn. Nú velta menn því fyrir sér hvort herforingjarnir una þessu öllu lengur, en eins óttast menn að málaliðar flæði um öll fyrrum ríki Sovétríkjanna ]\/[aður vikunnar Helmut Kohl Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, er í frekar vondum mál- um. Hann heíur setið á veldis- stóli í tíu ár og lengstum verið farsæll þjóðarleiðtogi, en nú virðist sameining þýsku ríkj- anna, þetta mikla kappsmál hans, ætla að verða of stór biti. Það er náttúrlega tóm vitleysa að reyna að halda því fram að ný-nasismi sé að ná einhverj- um ítökum að marki í Þýska- landi. Lýðræðið þar er traust í sessi. En öfgamenn í austri hafa fengið að vaða uppi í næstum mánuð. Stjórnvöldum hefúr mistekist að koma á lög- um og reglu. Kohl sjálfur sætir mikilli gagnrýni fyrir að hafa sýnt ráðleysi gagnvart ofbeldis- mönnum, en líka gagnvart miklum fjölda innflytjenda, sem veldur gremju meðal þýskra. Fall kommúnismans breytti meiru fyrir Þýskaland en nokkurt annað ríki í Vestur- Evrópu; þangað hafa streymt 1,5 milljónir manna ffá komm- únistaríkjum. Landið er að drukkna í fólki sem þar vill fá búsetu. Það var Kohl sem var driffjöðrin í sameiningu þýsku ríkjanna. f austurhlutanum kraumar óánægja vegna at- vinnuleysis og ójafhaðar, í vesturhlutanum vita menn að Kohl sagði ekki allan sannleik- ann um kostnaðinn af samein- ingunni, sem verður meira en 200 milljarðar marka í ár. Það eru átta prósent af þjóðarffam- leiðslu Þýskalands. Efhahags- bata verður vart í austrinu, en Kohl þarf að geta gefið raun- hæf fýrirheit um hversu lengi þetta ástand muni vara. Hann hefur lofað upp í ermina á sér og er ekki lengur leiðtoginn sem nýtur óskoraðs trausts. Ef ffam heldur sem horfir getur hann varla búist við að sitja áfram eftir kosningar 1994. Það er rætt um að helsti mögu- leikinn að þeim loknum verði eins konar þjóðstjóm flokks hans, KristUegra demókrata, og andstöðuflokks Sósíal- demókrata. HATZOFE (Tel Aviv) Á borði ívans Bizhans, aðstoð- arvarnarmálaráðherra Úkraínu, er líkan af Mig-29-orrustuvél. f stað rauðu stjörnunnar, sem prýddi vélar sovéska flughersins, er depill með fánalitum Úkraínu, blám og gulum. Bizhan segir að ekki sé búið að taka endanlega ákvörðun um hvernig flugvélar úkraínska hersins verða merktar, en bætir við að þegar þar að kem- ur verði enginn skortur á flugvél- um til að mála. Úkraínski herinn hefur nóg af öllu: hermönnum, flugvélum, skriðdrekum og öðrum vígtólum. Á leiðtogafundi þeirra Kravtsjúks Úkraínuforseta og Jeltsíns Rúss- landsforseta í upphafi ágústs urðu þeir ásáttir um að skipta milli sín 380 skipa Svartahafsflota Sovét- ríkjanna til 1995. Þegar allt er talið hefur Úkraína næststærsta herafla í Evrópu. Á pappírunum er Úkra- ínuher stærri en sá franski, breski eða þýski, aðeins rússneski herinn er stærri. En tölur segja ekki alla söguna um hinn raunverulega herstyrk þeirra ríkja, sem áður voru innan vébanda Sovétríkjanna. Öll þeirra — litla Moldova innifalin — hafa einhvern her, þótt sumir þeirra séu reyndar í smæsta lagi. En sundrung Rauða hersins hefur vitaskuld dregið úr hernaðargetu leifa hans. Sem er kannski eins gott því nægur er kryturinn. HANDÓNÝTUR STÆRSTIHER EVRÓPU Sem fyrr sagði er rússneski her- inn öflugasti her Evrópu þegar lit- ið er á tölurnar. Hershöfðingjarnir í hinum nýja Rússaher, sem Jelt- sín mótaði, segja hins vegar töl- urnar ómarktækar. Leontíj Kuz- netsov varaformaður herforingj- ráðsins sagði í blaðaviðtali á dög- unum að raunverulegur herstyrk- ur Úkraínu væri þrisvar sinnum öflugri en herstyrkur Rússlands. Þrátt fyrir að Kuznetsov barmi sér líkast til fullmikið er nokkuð hæft í kvörtunum hans, ekki síst þegar litið er til þess hvernig sov- éski herinn var uppbyggður. Bestu hersveitirnar voru flestar staðsettar andspænis heijum Atl- antshafsbandalagsins í Austur- Þýskalandi, Póllandi og Eystra- saltsríkjunum, því á þeim slóðum var helst búist við að myndi reyna á herinn. Annar öflugur hersöfn- uður var í Úkraínu og Hvítarúss- landi, en veikustu hersveitirnar voru síðan í Rússlandi sjálfu. f janúar síðastliðnum fóru úkraínsk stjórnvöld ffarn á að her- menn Rauða hersins á úkraínskri grundu ynnu Úkraínu hollustu- eiða eða færu ella. Talið er að um ein milljón hermanna hafi verið þá í Úkraínu eða um 'A Rauða hersins. Þar af hafa um 500- 600.000 manns gengið Úkraínu á hönd. í Úkraínu eru líka kjarnorku- vopn af ýmsum stærðum og gerð- um, en þau eru hins vegar (enn sem komið er) alfarið undir yfir- ráðum Kremlveija. Bestu hersveitir Rússa, sem þeir fengu í sinn hlut þegar Sovét- hernum var skipt upp, eru enn ut- an Rússlands, alls um 600.000. Talið er að í Þýskalandi séu enn um 200.000 manns, 30.000 í Pól- landi og meira en 100.000 í Eystrasaltsríkjunum. Þessar her- sveitir eru heimamönnum vita- skuld mikill þyrnir í augum, sem þykir Rússar draga lappirnar við að kalla herina heim. f Eystrasalts- ríkjunum ræður vafalaust miklu að yfirmenn hersins vilja einfald- lega ekki viðurkenna sjálfstæði ríkjanna og telja öryggi rússneskra borgara þar hætt ella. Mestu ræð- ur þó sennilegast sú staðreynd að Rússar hafa ekki hugmynd um hvar þeir eigi að koma öllum þessum herskara fyrir, hvað þá hvemig þeir eigi að fæða hann og klæða. SKRIÐDREKUM BEITT FYRIR PLÓGJÁRN En þrátt fyrir að þetta hafi verið blómi Sovéthersins em uppi mikl- ar efasemdir um bardagahæfni hans. Liðhlaup er gífurlegt, her- kvaðning í molum, heragi fyrir bí og liðsandi sömuleiðis. Af þessum sökum líta menn svo á að í raun séu afar fáar herdeildir undir átök búnar. Fregnir berast sífellt af her- sveitum, sem selja vopn sínar og verjur til þess að fá í svanginn, þannig að víðs vegar um leifar Sovétríkjanna má sjá traktors- lausa bændur plægja akra sína með lítillega breyttum T-52-skrið- drekum. Við rætur Kákasus hefur frést af málaliðaherflokkum, sem berjast með hinum og þessum fylkingum. Þar sem annars staðar hefur fjöldi hermanna ekki sýnt á sér neitt fararsnið heim til Rúss- lands og kosið að semja sig frekar að siðum heimamanna, þar er meira fyrir þá að gera og verk- kauparnir standa betur í skilum en ríkiskassinn í Moskvu. Heilu vopnabúrin eru tæmd. Þjóðvörðurinn í Eistlandi er til dæmis vopnaður rússneskum vopnum, sem enginn virðist vita hvaðan koma. Pavel Gravtsjev, sem Jeltsín skipaði vamarmálaráðherra, segir að Rússar verði að endurskipu- leggja herinn frá gmnni. Hann vill að herinn verði einvörðungu skip- aður sjálfboðaliðum, að hann verði atvinnuher líkt og gerist í Bandaríkjunum og Bretlandi. f stað ógnarstórra skriðdrekafylkja vill hann byggja herinn á smærri herdeildum, sem bmgðist geti við aðsteðjandi vanda með skjótum hætti. Gert er ráð fyrir því að áður en yfir lýkur verði Rússar með um eina og hálfa milljón manna undir vopnum. ÓGN AF HERNUM HVORT SEM HANN FER EÐA VERÐUR Rússar segja að hinn nýi her verði einungis ætlaður til þess að verja landið, en ýmsir vestrænir hernaðarsérfræðingar hafa efa- semdir um það. Þeir efast ekki um pólitískan vilja Rússlandsstjórnar til þess ama, en eftir að hafa rýnt í herfræðistefnu herforingjaráðsins finnst þeim ýmislegt benda til þess að hershöfðingjarnir hafi ekki alveg skilið þessa áherslu- breytingu til fullnustu. Sem stendur eru herir Rúss- lands og Úkraínu þó fyrst og ffemst byrði á ríkjunum, sem að- allega er haldið uppi þar sem mönnum hrýs hugur við tilhugs- uninni um þúsundir atvinnu- lausra hermanna á götunum. Rauði flotinn gamli liggur að mestu bundinn við bryggju í hin- um og þessum hafnarborgum með nýja fána í skutnum, því flest ríkjanna, sem erfðu hann, hafa ekki efni á olíu. Sama er upp á teningnum hjá flugher Úkraínu, því flugvélabensín á hinar nýmál- uðu flugvélar er af skornum skammti. Hershöfðingjarnir vita sem er, að óæfður her er ekki til stórræð- anna og líst engan veginn á blik- una. Og þeir sjá ekki fram á að ffamlög til hersins aukist á næstu árum. Verst þykir þeim þó vafa- laust niðurlæging hersins. í blöð- um rússneska hersins hafa nafn- lausir pennar hafið gagnrýni á „uppgjöfma" sem hafi falist í því að draga heri Sovétríkjanna frá Austur- Evrópu og eftirgjöf í samningum við önnur ríki SSR um skiptingu heraflans. Aðrir gagnrýna „almenna upplausn í þjóðfélaginu“ (les: aukið frelsi), sem hafi valdið lausung innan hersins og þar með veikt öryggi ríkisins. Á sama tíma hefur GRU, leyniþjónusta hersins, aukið inn- anríldsumsvif sín. Mögulegt er talið að herinn eða hópar innan hans hyggi á valda- rán til að „koma á lögum og reglu á ný“. Hins vegar verður að teljast fremur ósennilegt að slíkt valda- rán tækist, þó ekki væri nema vegna þess hve herinn er sundrað- ur og eins og kom í ljós í valdarán- inu fyrir ári getur herforingjaráðið engan veginn reitt sig á að skipun- um þess verði hlýtt í hvívetna eða hvarvetna. Affur á móti er afar lík- legt að einstakar herdeildir taki að sér „sjálfstæða verktöku" í enn ríkari mæli en nú gerist og kann þvf enn að hitna í kolunum í hin- um gömlu Asíulýðveldum Sovét- ríkjanna.______________________ Andrés Magnússon Sýking í Þýskalandi Gleymum ekki lokum þriðja áratugar aldarinnar og upphafi þess fjórða. Þegar kúgarinn Adolf Hitler, bölvuð sé minning hans, kom fram á sjónarsviðið voru margir sem tóku ekkert mark á hatursorðum hans. Afleiðingarnar eru vel þekktar. Þess vegna megum við ekki láta eins og við heyrum ekki það sem er að gerast í Þýskalandi þessa dagana. Þeim mun fyrr sem þessi sýking er fjarlægð úr þjóðarlíkama sameinaðs Þýskalands, þeim mun betra. Þetta er einkum skylda stjórnarinnar í Bonn, en hinn frjálsi heimur ber líka þá skyldu að vara við uppgangi nasisma í Þýskalandi, ekki síst þegar hann hefur áhrif á önnur ríki hins frjálsa heims. Það er réttur gyð- inga, enn frekar en annarra þjóða, að krefjast þess af ákveðni að þýska stjórnin uppræti nasisma íþýskum þjóðarlíkama.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.