Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 19

Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. SEPTEMBER 1992 19 E R L E N T 50 ár frá Stalingrad Nú heitir borgin Volgograd, áður hét hún Tsarítsyn, en í stríðinu bar hún nafn Sovétleiðtogans og hétStaiíngrad. Hitler vildi fyrir alla muni leggja hana undir sig; þar tóku að hrynja brjálaðir loftkast- alar hans, draumórar um heimsyfirráð sem kostuðu 20 milljónir manna lífið. Það var í lok ágúst 1942 að árásin á Sta- língrad hófst. Tveimur vikum síðar náðu þýskar og rúmenskar hersveitir inn í út- hverfi borgarinnar. En lengra komust þær ekki; það skall á ofsakaldur vetur sem reyndist Þjóðverjum þungur í skauti. I borginni var háð sögufræg orr- usta sem stóð mánuðum saman, blóðug og hryllileg. í nóvember hafði Sovéther- inn náð að loka sjötta her Þjóðverja inni. Kannski hefði mátt koma i veg fyrir ósigur, en dómgreind Hitlers var tekin að bila — hann heimilaði ekkert undanhald. Um mánaðamótin janúar/febrúar var svo gott sem búið að eyða þýska hernum. Að minnsta kosti 100 þúsund þýskir hermenn féllu. 90 þúsund voru leiddir burt i fangavist og fáir sneru aftur. Hershöfðinginn Paulus var brotinn á sál og líkama og liðsinnti upp frá þessu Sovétmönnum. Upp frá þvi var varla neinn vafi að Hitler væri bú- inn að tapa stríðinu. Treholt orðinn blaðamaður Bandaríski sendiherrann á íslandi, Sig Rogich, brá sér bæjarleið í ágúst á flokksþing repúblikana í Houston. Viðvera hans virðist ekki hafa hjálpað for- setanum mikið, en það var ekki af því að Rogich hafi ekki reynt. í nýjasta hefti tímaritsins The New Republic segist ritstjóranum Fred Barnes svo frá 1 pisdi sínum ffá Houston: „Sig Rogich, sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, datt í hug hvemig mætti gæða kosningabaráttu Bush forseta lífi. Rogich er í raun og vem fjölmiðlaráð- gjafi repúblikana og ffamleiddi einu sinni sjónvarpsauglýsingar fyrir Bush og Reagan. Hann er sem sagt vanur að láta sér detta snjallræði í hug. „Fimmtug- asta og fyrsta fylkið,“ sagði hann við annan ráðgjafa repúblikana hér. Ef Bill Clinton er kosinn forseti, þá gera demókratar Washington D.C. að fimmtugasta og fyrsta fylkinu. Þetta er „Willie Horton-mál“ þessara kosninga. Forsetinn þarf ekki annað en að gera mál úr þessu og vera svo á móti því. Hinum ráðgjaf- anum fannst sem Rogich væri líklega búinn að vera of lengi á íslandi." KB þjóðin. Það var mestanpart ffiður í ríkinu og leppríkjunum, nema hvað skæruliðahópar gerðu usla austur í Úralfjöilum. Af íbúunum voru ekki svo fáir meðlimir lög- reglu- og hersveita á borð við SS, KRIPO og ORPO, en í miklum há- vegum voru líka hafðir verkffæð- ingar og tæknimenn sem sáu um að framleiða ódýrar vörur fyrir markaði í bandalagslöndunum og víðar og notuðu til þess fólk úr austurálfu sem hafði verið hneppt í ánauð og þrældóm. Arískar fjölskyldur hrúguðu niður ljóshærðum, bláeygum og kynhreinum bömum, en þeir sem spilltu kynstoffiinum með því að leggja lag sitt við Pólveija eða slav- neskt fólk lentu í þrælabúðum. Hommar og aðrir sem bmgðu út af venjulegri kynhneigð vom mis- kunnarlaust teknir af lífi. Fyrir svoleiðis fólk var ekki pláss í fyrir- myndarríkinu. Bömum var kennt að klaga foreldra sína fyrir lög- reglu ef þeir hegðuðu sér ekki rétt. Gyðingar voru á bak og burt löngu. Allir höfðu komist upp í vana með að leiða ekki hugann að því hvað hefði orðið um allt það fólk sem var horfið sporlaust. Linz í Austurríki, fæðingarborg foringjans, hét nú Hitlerpolis og þar var meðal annars gríðarstórt líkan af himingeimnum. í Berlín hefði unnið Clint styður Maastricht Jack Lang, mennta- og menn- ingarmálaráðherra Frakklands, hefur gegnt hlutverki sér- staks áróðursstjóra í baráttu Mitterr- aintEast. anas forseta til að fa wooti Maastrichtsamn- inginn samþykktan á sunnudag. Lang er ötull maður og hefur tekist að fá í lið með sér ffægðarfólk sem lýsir yfir stuðningi við samning- inn. A listanum eru 300 manns, meðal annarra kvikmyndastjörn- urnar Gérard Depardieu, Cather- ine Deneuve, rithöfundurinn Marguerite Duras, enski poppar- inn Elton John, söngvarinn Plac- ido Domingo og svo náungi sem býr hinum megin við hafið — sjálfur Clint Eastwood, sem reyndar er mikill vinur Frakklands og Jack Lang... voru menn í óðaönn að skreyta Si- egesallé, breiðgötu sigursins, 123 metra breiða og 5,6 kílómetra langa eða meira en tvisvar sinnum lengri en Champs Elysées í París. Á afmælisdaginn ætlaði foringinn að standa upp á Sigurboganum sem byggingarmálaráðherrann Albert Speer hafði teiknað. Hann var næstum fimmtíu sinnum stærri en fyrirmyndin í París. ÞJÓÐVERJAR ÁHUGALAUSIR Þetta er í grófum dráttum bak- svið nýrrar skáldsögu eftir Robert Harris, 35 ára Breta sem meðal annars hefur starfað sem blaða- maður við The Sunday Times, Observer og hjá BBC. Bókin heitir Fatherland eða Föðurland og hef- ur þegar verið þýdd á tólf tungu- mál, en útgáfu mun að vænta víð- ar í heiminum. Hún hefur undan- farið verið metsölubók í Bretlandi og Bandaríkjunum. Þegar bókin kom út í Englandi stóðu útlendir forleggjarar í bið- röðum og buðu í útgáfuréttinn. En í Þýskalandi var áhuginn ekki ýkja mikill. Þar höfnuðu um tutt- ugu útgefendur bókinni áður en Haffmans Verlag í Zurich í Sviss tryggði sér réttinn fyrir Þýska- landsmarkað. Annars er þetta í grundvallarat- riðum spennubók, sem byrjar að hætti svo margra spennubóka Árið 1964 ríkir kalt stríð milli Stór-Þýsk; lands og Bandaríkj- anna. Gyðingar eru horfnir sporlaust. Ar ískar fjölskyldur hrú niður ljóshærðum oj bláeygum börnum. Þetta er sögusvið skáldsögu sem fer sig urför um heiminn. Berlín 1964. Bæjarbúar er óðaönn að undirbúa stórh; sem haldin er í tilefni af 75 ára mæli foringjans. Það er smáþíi lofti, kalda stríðinu virðist vera slota. Kennedy Bandaríkjaforseti, ekki John heldur eldri bróðir hans Joseph, hefur ákveðið að heim- sækja stór-þýska ríkið í fyrsta sinn síðan friðarsáttmálinn var undir- ritaður 1946. Þá höfðu Bandaríkjamenn neytt Japani til að gefast upp með því að varpa atómsprengju á Hi- roshima og Nagasaíd. En á sama tíma hafði stríðsherrann Hitler sent V-3-flugskeyti yfir New York. Það hafði sprungið yfir borginni og sýnt hyers hann væri megnug- ur. Bandaríkin og Þýskaland höfðu gert með sér friðarsamning sem gerði Þýskaland að langvoldug- asta ríki Evrópu. íbúar ríkisins voru ríflega 100 milljónir, land- svæðið náði langt inn á sléttur Rússlands. Churchill, sem hafði goldið af- hroð í stríðinu, bjó í útlegð í Kan- ada. í Bandalagslöndunum, lepp- ríkjunum sem lágu umhverfis Þýskaland, gerðist aldrei neitt sem ekki féll í kramið hjá Þjóðverjum. Aðeins Sviss var eins og vin í eyði- mörkinni, en bara af því það hent- aði Þjóðveijum að leyfa þar njósn- urum að leika lausum hala; þar versluðu menn með ýmislegt góss, eðalsteina, listaverk og gull — bankahvelfingarnar geymdu leyniskjöl og ógrynni fjár. ÁNAUÐ OG ÞRÆLDÓMUR í Stór-Þýskalandi bjó herra- Rogich of lengi á fslandi? með því að það finnst lík. Sögu- hetjan, Xavier March, fulltrúi hjá rannsóknarlögreglunni KRIPO, er kallaður á vettvang og fer að rann- saka málið. Allt í kringum hann taka broddar í nasistaflokknum að deyja eins og flugur, sumir þeirra eru raunverulegar persón- ur. March kemst að því að undir yfirborði ríkisins kraumar spilling og hnignun, samviska hans vakn- ar; SS kemst á snoðir um athæfi hans og spennan magnast þegar March kynnist bandarískri blaða- konu í Berlín, sem er að reyna að grafast fyrir um sannleikann um hver urðu örlög gyðinganna. Um- heimurinn hefur enn ekki haft neinar fréttir af því — saman komast þau á snoðir um Wannsee-ráðstefnuna í Berlín 1942 þar sem „lokalausnirí' á gyð- ingavandamálinu var ákveðin. SENNILEGIR SPÁDÓMAR EN HÆPINN SAMANBURÐUR Höfundinum Harris hefur yfir- leitt verið hrósað fyrir það hvernig hann notast við sögulegar stað- reyndir til að skrifa bókina; spá- sagnir hans um ffamtíð sem hefði getað orðið þykja heldur ekki ósennilegar. Hann grúskaði í fjög- ur ár áður en hann byrjaði að skrifa bókina og segir sjálfur að hann hafi ekki búið til leiktjöldin, það hafi Hitler og félagar hans gert í skrifum sínum, loftköstulum og draumórum. Um tíma hafði Þýskaland ein- hverja möguleika á að sigra Bret- land og Sovétríkin í stríði. Það var fyrir sléttum fimmtíu árum að stríðsgæfan snerist við Stalíngrad. En líkast til hefði Þýskaland aldrei getað sigrað Bandaríkin. En hefðu Bretland og Sovétríkin fallið, þá hefðu Bandaríkjamenn varla get- að aðhafst mikið í Evrópu. Þá hefði líklega allt frosið fast í köldu stríði, þar sem ríkt hefði ógnar- jafnvægi atómvopna. Líklega slær Harris naglann á höfuðið þegar hann segir að Þýskaland hefði þurft að gh'ma við skæruliðaheri á útjöðrum ríkisins. Sennilega hefðu þeir notið stuðn- ings ffá Bandaríkjunum. Lögregla hefði haldið áfram að vaxa og her- inn hefði sem fyrr verið ríki í rík- inu. Líkt og í kommúnistaríkjum hefði tútnað út stétt skriffinna sem smátt og smátt hefði orðið undirlögð af spillingu og getuleysi. Þetta Þýskaland hefði ekki getáð keppt við hin kapítalísku Banda- ríki og líklega hefði það ekki átt lengri lífdaga en Sovétríkin. En Harris hefúr líka ffeistast til að draga fleiri ályktanir af bókinni sinni, sumar þeirra orka kannski dálítið tvímælis. í grein í Sunday Times gefur hann í skyn að spá- sagnir sínar hafi að vissu leyti ræst: „f mörg ár áttu Þjóðveijar engu að ráða, en núorðið gerir enginn neitt í Evrópu áður en þýski kansl- arinn hefur ákveðið sig. Landið var sameinað og það stærsta í Evr- ópu. Berlín er aftur höfuðborg. Þegar múrinn var rifinn söng mannfjöldinn: „Deutschland, Deutschland uber alles.“ Ungir þjóðernissinnar vilja varðveita hreinleika kynþáttarins, en hægri- öfgamenn ráðast með offorsi á út- lenda verkamenn. 1942 vildi Walther Funk fjármálaráðherra koma á fót bandalagi Evrópuríkja, sem skyldi hafa samráð um efna- hagsmál. Efnahagnum skyldi stýrt af þýska ríkismarkinu, frá stór- þýska þjóðbankanum í Berlín. Nú er öllu stýrt af markinu og Kohl vill að Evrópubandalagsbankinn verði í Frankfúrt. Hin löndin eru orðin eins og útkjálkar þýska efriahagsstórveldisins." Strax eftir að hann var náðaður fyrir stuttu hélt norski njósnarinn Arne Treholt til Grikklands, en þar mun hann eiga fjölda vina. Og nú er Treholt búinn að fá vinnu. Hann ætl- ar að dvelja áffam í Grikklandi, en skrifa greinar um j\rne ástandið á Balkan- yreilo|t skaga fyrir A-press- una svokölluðu í Noregi, en það eru Arbeiderbladet og önnur blöð sem eru í eigu sósíaldemókrata. Treholt mun reyndar ekki fá fast starf, heldur verður einhvers kon- arlausapenni... Vandi að feðra krónprinsinn f Harvard-há- skólann í Massac- husetts í Bandaríkj- unum hefúr nú ver- ið innritaður ungur stúdent sem kallast Frederik Henrik- sen. Það var reynd- ar reynt að innrita hann undir öðru nafni, því vesal- ings pilturinn á sér ekkert föður- nafn og heitir bara Friðrik Dana- prins. I Bandaríkjunum eru þeir þó ekki ginnkeyptir fyrir kónga- fólki og svoleiðis dellu og vildu að drengurinn hefði föðurnafn eins og önnur ungmenni. Og því var hann í snarhasti kenndur við föð- ur sinn, Hinrikprins. En af því að hann er enginn almúgapiltur hefúr hann með sér tvo lífverði sem fylgja honum hvert fótmál. Þó tókst sonum Helmuts Kohl kansl- ara og Rajivs Gandhi að komast af án lífvarða og hið sama gerir dóttir Als Gore varaforsetaframbjóð- anda. Hitt er gott að vita fyrir lýð- ræðissinna að prinsinn fær engan styrk, en það fær hins vegar ís- lensk alþýðustúlka, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir... F. Hendrik- sen Ef Hitler slrí

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.