Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 26

Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. SEPTEMBER 1992 Friðrik Sophusson fjármálaráðherra Þrátt fyrir mikinn fjárlagahalla og breytingar sem gerðar voru á hugmyndum hans hjá stjórnarflokkunum segir Friðrik Sophusson að hann sé að ná góðum árangri í ríkisfjármálum. Miðað við aðstæður. Friðrik Sophusson er að leggja fram önnur fjárlög sín, ekki halla- laus eins og gert var ráð tyrir, heldur með rúmlega sex milljarða halla. Hann lækkar meðal annars almennan virðisaukaskatt um eitt prósent, en hættir um leið að end- urgreiða fjölmiðlum, bókaútgef- endum og hitaveitum skatt af að- föngum. Hann hefði viljað skatt- leggja þessi og önnur viðskipti beint, með lægra þrepi, en á það var ekki fallist. Hann er samt á því að það geti gerst — að þessar greinar komi og biðji frekar um beina skattlagningu. „Það ber öllum saman um nauðsyn þess að breikka skatt- stofninn og lækka hlutfallið um leið, meðal annars vegna þess að hátt hlutfall freistar manna til þess að skjóta undan. Við erum að sigla inn í millibilsástand með þessari breytingu; næsta skref hlýtur að vera að taka upp nýtt þrep, lægra þrep, sem kæmi á þær vörur sem ekki bera virðisauka nú.“ Af hverju gerirðu þér vonir um að það takist þá frekar en nú, miðað við viðbrögðin sem þessar hugmyndir fengu? „Þeir sem ekki innheimta virð- isaukaskatt af vöru sinni nú eru tvenns konar: í öðrum flokknum er til dæmis hótelgisting og fólks- flutningar, þar sem ekki er inn- heimtur útskattur og innskattur af aðföngum fæst ekki endurgreidd- ur. í hinum flokknum eru til dæmis blöð, tímarit, bækur og hitaveitur. Þar er ekki heldur inn- heimtur útskattur, en innskattur- inn af aðföngum fæst endur- greiddur. Nú er verið að sam- ræma þetta tvennt. Ég spái því að nú vaxi skilning- ur á því hjá seinni hópnum, sem nú mun þurfa að borga innskatt- inn án þess að fá endurgreiðslu, að það getur verið betra að vera í lágu þrepi í virðisaukaskatti, til dæmis 14 prósent, og geta dregið frá innskattinn, sem gæti verið 22 prósent." Þú ert að segja að ef þú herð- ir nógu fast núna þá komi þeir og biðji þig að herða ekki alveg eins fast næst. „Ég er að segja að þeir sem hafa mótmælt harðast núna sjá kannski að upphaflega tveggja þrepa tillagan var eðli- legri og sann- gjarnari o g kannski b e t r i fy ri r ýmsa þ á s e m n ú lenda í því a ð rétturinn til endurgreiðslu inn- skatts er afnuminn.“ HUGMYND EN EKKITIL- LAGA Af hverju er þessi umdeilda kerfisbreyting, sem reikna má með að valdi usla, íyrst kynnt í tímahraki nokkrum dögum áður en á að ganga ffá fjárlög- unum? „Allar breytingar valda usla, en þessi hugmynd var ekki dregin upp úr hatti á svipstundu. Gall- arnir á virðisaukaskattskerfinu hafa verið vel þekktir lengi og það er eitt mikilvægasta verkeftii rflds- stjórna nú og í framtíðinni að koma því í rétt horf. Eina lending- in, sem skilar viðunandi árangri, er að undanþágunum fækki og hlutföllin lækki. Tillagan hefur verið í undir- búningi frá því í sumar, meðal annars í sérstökum vinnuhópi fulltrúa stjórnarflokkanna og ráðuneytis. Hún var kynnt í rflds- stjórn fyrir tveimur vikum og fékk verulegar umræður þar. Það var ákveðið að kynna þessar hug- myndir — því þetta voru hug- myndir en ekki tillögur — í þing- flokkunum. Við urðum fyrir nokkrum töfúm í undirbúningi af ýmsum ástæðum, til dæmis fjar- vistum þingmanna og ráðherra. Það var hugmyndin að klára þetta á miðvikudegi í síðustu viku, en ekki tókst að ljúka umræðum um málið. Þá voru atvinnumálatillög- urnar ekki til- búnar fyrr en á síð- ustu stundu. Þess vegna urðum við að ræða málið aftur síðar.“ Þú segir að þetta hafi verið hugmynd en ekki tillaga. „Það var tillaga mín til ríkis- stjórnarinnar að gera þetta með tilteknum hætti. Ríkisstjórnin af- greiddi hins vegar ekki tillöguna og þess vegna var þetta kynnt sem hugmynd hjá ríkisstjórnarflokk- unum. Þar var það ekki rætt sem tillaga mín eða ríkisstjórnarinn- ar.“ En þetta er kynnt sem eitt- hvað sem þú vilt gera og þing- flokkarnir segja „Gleymdu því“. „Nei, það er af og frá. í þing- flokkunun voru ræddir kostir og gallar og þar kom fram bæði stuðningur og andstaða. Við Iitum yfir umræðuna og reyndum að taka mið af því sem samstaða var um og niðurstaðan varð þessi. Að samræma reglurnar sem fyrsta skref, en geyma okkur þar til síðar að breikka skattstofninn. Það er verkefhi framtíðarinnar." Áttu ekki að h'ta á þetta sem vantraust á þig? „Nei, engan veginn. Vegna tímaskortsins var ekki hægt að gera þetta að tillögu ríkisstjórnar fyrr en það hafði verið nokkuð rætt í þingflokkunum. Ríkis- stjórnin og einstakir ráðherrar verða að sætta sig við að hér er þingræðisstjórnarfar og þeir gera ekkert nema með meirihluta þings á bak við sig. Það var farin sú leið að kynna málið í þing- flokkunum og móta síðan til- lögur á grundvelli þeirra um- ræðna. Ég tel þvert á móti að af- > greiðslan í þingflokkunum sýni skilning á því að veru- legur árangur hefúr náðst í ríkisfjármálum, að gjalda- niðurskurðurinn sé af hinu góða og að þegar við verð- um fyrir tékjutapi vegna fækkunar gjaldstofna þá sé eðlilegt að við finnum nýjar tekjur, svo framarlega sem / skattbyrðin vex ekki á milli ára. Það markmið náðist nú.“ EF... ÞÁ VÆRIÞETTAíLAGI Árangur í ríkisfjármálum, segirðu. Ríkisstjórnin lagði upp með nokkuð harða fjár- málastefnu, hallalaus fjárlög á tveimur árum án skattahækk- ana, sem átti að vera grund- völlurinn að árangri annars staðar. Nú sjáum við ffam á líklega tíu milljarða halla á þessu ári og ffumvarpið fyrir 1993 gerir ráð fyrir rúmlega sex milljarða halla. Miðað við reynsluna þýðir það líklega niu eða tíu. Er þetta ekki hrunið hjáþér? „Nei, langt frá því. Við verðum að átta okkur á því að markmið rfldsstjórnarinnar voru sett fram áður en við urðum fyrir skakka- „ Vegna tímaskorts- ins var ekki hœgt að gera þetta að til- lögu ríkisstjórnar fyrr en það hafði verið rœtt íþing- flokkunum. “ „Efvið byggjum við þœr aðstœður, sem gert hafði verið ráð fyrir, þá hefði náðst að hafa fjárlög nœsta árs halla- laus. “ „ Talanfyrir nœsta ár nœst ekki nema Búnaðarbankinn eða annað stórt fyrirtœki fari á söluskrá. “ föllum, til dæmis samdrætti í fisk- afla. Til viðbótar hafa verið ytri erfiðleikar, kreppa í löndunum í kringum okkur, sem hafa lækkað verð á mörkuðum. Það var reikn- að með að álver yrði byggt á þessu ári og að þorskafli yrði svipaður nú og árið 1990. Ef tekið er með í reikninginn hve mikill samdráttur hefúr orðið og áhrif hans á tekjur og gjöld ríkissjóðs, þá skakkar ekki nema nokkrum hundruðum milljóna að tekjur jafnist á við gjöld árið 1993. Hitt er svo rétt, að á þessu ári má búast við að útgjöld verði meiri en við höfðum ráðgert, en það er athyglisvert að það gerist ekki í rekstrarþáttunum. Út- gjaldavandamálin eru fyrst og fremst í svokölluðum tilfærslum, einkum í heilbrigðiskerfinu og landbúnaði. f báðum þessum málaflokkum eru það í raun aðrir en rfldsvaldið sem taka ákvarðan- ir um útgjöld. Það er sjálfvirknin í heilbrigðiskerfmu sem ræður út- gjöldum þar og til skamms tíma réðust útgjöld í landbúnaði af því hve mikið bændur þurftu fyrir ffamleiðsluna. Nú höfum við náð tökum á landbúnaðinum, en eftir situr heilbrigðis- og tryggingakerfið. Það er eitt stærsta viðfangsefni stjórnarinnar að ná tökum á því líka. Þótt það sé tíu milljarða halli á þessu ári, þá er hann annars vegar vegna minni tekna og aukinna út- gjalda vegna atvinnuleysistrygg- inga, sem við höfðum ekki reikn- að með, og hins vegar áhrif af kjarasamningum, sem breyttu áð- ur gefnum forsendum. Þegar þetta er tekið með auknum út- gjöldum í landbúnaði og heii- brigðiskerfmu, þá skýrir það þennan halla.“ Þú getur eflaust fundið skýr- ingar á því sem gerðist, en spurningin er hvernig fólk á að bregðast við því að raunveru- leikinn er allur annar en þið sögðuð að hann yrði. „Við setjum okkur markmið miðað við tilteknar aðstæður, vaxandi landsframleiðslu, byggingu álvers og að minnsta kosti jafnmiklar fiskveiðar og áður. Þegar þetta breyttist verulega, þá varð vitanlega að b r e y t a markmið- unum. Ef við byggjum við þær aðstæð- ur, sem gert hafði verið ráð þá mark- miðið um hallalaus fjárlög náðst í fjárlögum næsta árs.“ Hvenær ætlið þið nú að ná hallalausum fjárlög- um? „Það hefúr ekki verið tekin ný ákvörðun um það.“ Þetta eru sex milljarðar í frumvarpi, sem svo fer í gegnum þingið og raun- veruleikinn á næsta ári verður einhver allt annar. „Einstakir ráðherrar standa auðvitað að baki vinnunni í hveiju ráðuneyti og ffumvarpið er að því leyti öruggara en mörg frumvörp sem hafa verið smíðuð.“ Fjárlög hafa aldrei staðist próf raunveruleikans. „Nei, en ég bendi á fjárlög þessa árs. Ef við hefðum haldið tekjun- um sem við misstum vegna sam- dráttar og erfiðra skilyrða, upp á um tvo og hálfan milljarð, þá hefðu útgjöldin verið um tveir til tveir og hálfur milljarður umffarn það sem ætlað var. Það þýddi þá halla innan við sjö milljarða. Það má meta þann árangur miðað við halla síðasta árs, sem var tólf og hálfur. Það er talsverður munur. Það verður að taka tillit til að- stæðna sem við búum við.“ VERÐUM AÐ SELJA BÚN- AÐARBANKANN Þið ætlið að ná inn 1.400 milljónum með arðgreiðslum og sölu ríkisfyrirtækja. í ár var gert ráð fyrir milljarði af sölu, en í kassann eru komnar kannski þijú hundruð milljón- ir. Af hverju ætti þetta að tak- ast betur næst? „Það er búið að selja fyrir meira, en inn komnir peningar gætu verið á þessu bili, já. Talan fyrir næsta ár næst ekki nema Búnaðarbankinn eða annað stórt fyrirtæki fari á söluskrá.“ Samt er lagt upp með stóra tölu sem óvíst er að komi inn. „Það á við um allar áætlanir fjárlaga.“ Sumt er þó tryggara í hendi en annað. „Já, þetta er auðvitað ekki ör- uggt í hendi, en háð því að við get- um selt stórt fyrirtæki á borð við Búnaðarbankann eða aðrar lána- stofnanir. Þessi tala nýtur stuðn- rngs í báðum stjórnarflokkunum.“ Á þingflokksfúndi sjálfstæð- ismanna voru endanlegar til- lögur ykkar ekki samþykktar, heldur „afgreiddar". Hvað þýðir það? „Frumvörp eru ekki lögð fram til samþykktar eða synjunar. Mál- in eru afgreidd, sem þýðir að rík- isstjórninni er heimilt að vinna að og leggja ffam frumvörp á grunni þess sem rætt hefur verið í þing- flokknum. Slík afgreiðsla átti sér stað nú. Þetta ffumvarp fékk eðli- lega afgreiðslu. Ég hef setið þing- flokksfundi frá 1973 og ég hygg að aldrei á þeim tíma hafi fjárlaga- frumvörp verið rædd jafnmikið ognúogífyrra." Heldurðu að þú hafir þing- meirihluta fyrir frumvarpinu? „Ég færi ekki fram með frum- varpið án þess að ég tryði því. Frumvarpið getur hins vegar tekið breytingum alvegtiljóla. Meginat- riðið er að þær breytingar koll- varpi ekki niðurstöðutölum á tekju- og gjaldahlið. Ég útiloka það ekki sjálfur að fyrri virðis- aukaskattsbreytingin yrði tekin upp, ef menn komast að þeirri niðurstöðu á leiðinni að hún sé skynsamlegri. Ég hefði ekkert á móti því.“ Karl Th. Birgisson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.