Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 29

Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. SEPTEMBER 1992 29 „Allar staðreyndir sem passa ekki uið kerfið eru ósjálfrátt túlkaðar upp á nýtt, þeim hag- raett eða þeim hafnað." ópubandalagið. 7. LÝOSKRUMARINN DAIR ROD 06 REGLU Valdið læknar öll mein. í bók- inni 1984 var George Or- „Vegna þess að hann heldur i raun leiksýningu i hvert sinn sem hann opnar munninn hefur hann lag á því að láta fólk hfusta á sig." well líklega ekki íjarri sanni þegar hann skrifaði: „Valdið þýðir ör- yggi, frelsið er þrældómur." Þetta veit lýðskrumarinn, hann býður sjaldnast upp á aukið frjálsræði, hann talar ekki um blandaðra, opnara eða íjölbreyttara samfélag, heldur boðar hann meira aðhald, röð og reglu, effirtektarsamt vald. Þannig er lýðskrumarinn yfir- leitt maður gamalla gilda sem hann vill verja með kjafti og klóm. Hann vill nota valdið til að bjarga fólki, ef ekki frá öðrum, þá frá sjálfu sér. Hann er um síðir búinn að sætta sig við frjálst útvarp og sjónvarp, en vill helst ekki of margar stöðvar. Hann vill ekki rýmka afgreiðslutíma skemmti- staða eða gefa áfengissölu fijálsa, eða heldur að minnsta kosti í slík- ar hugmyndir meðan hann telur þær líklegar til vinsælda. Og hann er eindreginn talsmaður þess að löggæsla verði efld og refsingar hertar. 8. IVÐSKRUMARINN ALITUR FOLK SAUDI Lýðskrumarinn veit að það er ekki nóg að höfða til frumstæðra hvata mannskepnunnar. Hann verður líka að kunna að slá á aðra strengi sem alltaf hafa sent fagra hljóma í eyru lýðskrumara; þörf- ina fyrir að tilheyra heild, flokki, hópi, einhverju kerfi. Vera órjúf- anlegur hluti af umhverfínu, en ekki einmana og frjáls veslingur úti í horni. Vera partur af alheim- inum, rétt eins og barn í móður- kviði. Lýðskrumarinn er af þessum sökum maður einhverra af hinum miklu stofnun- um sem setja mark sitt á þjóðfélagið; kannski er hann ákaflega hliðhollur kirkj- unni eða verkalýðshreyfmgunni eða bændastéttinni, en al- gengast er vísast að hann sé uppfull- ur af ættjarð- arást. Það er nefnilega ein sérgrein lýð- skrumarans að fylkja liði með sér til að verja þjóðernið. Hitler er drjúgur þegar reynt er að I hafa hönd á lýð- skrumurum. Hann skrifaði: „Þeim mun lítilmótlegri sem 1 menn eru, þeim mun meiri er löngun þeirra til að tilheyra málstað sem er stærri en þeir; ef mér tekst að sannfæra fólkið um að örlög þýsku þjóðarinnar séu í hættu, verður til óstjórnleg hreyf- ing sem spannar allar stéttir þjóðfé- ýðskrumarinn sér semsagt hag í því að vera meiri og betri þjóðernis- sinni en allir hinir, hleypa helst engum nálægt íslandi, hvorki í fisknéfé... 9. LýDSKRUMARLNN SER SVIKARA I HVERJU HORNI Út um allt sér lýðskrumarinn menn sem eru reiðubúnir að svíkja hann, ef þeir hafa ekki orðið uppvísir að svikum þá þegar. Svikin geta jafnvel verið svo stór- felld að um allsherjarsamsæri sé að ræða, þar sem „kerfið" leggst á eitt gegn lýðskrumaranum. Sé hann snjallur í sínu fagi getur hann snúið slíku sér í hag. En þegar eitthvað gengur á aft- urfótunum er næstum öruggt að það er vegna þess að einhverjir hafa svikið, það má velja úr söku- dólgum, allt eftir skoðun og upp- lagi: Þurrkuntulegir og öfugsnúnir embættismenn, bíræfnir skatt- svikarar, heildsalar með falsaða faktúru. Mestu svikararnir eru þó yfir- leitt blaðamenn sem gera það af sér að flytja fréttir. í fornöld tíðk- uðu sumir harðstjórar að taka af lífi sendimenn sem báru vond tíð- indi. Sannur lýðskrumari hikar ekki við slíkt. Það gerir hann með ánægju, enda er svoleiðis fólk svikarar upp til hópa. toaYÐSKRUMARINN ALITUR SJALFAN SI6 FRELSARA Kannski hefur lýðskrumarinn ekki heyrt raddir eða fengið tákn að ofan, en hann lítur á sig sem frelsara, lausnara, sem forlögin hafi ákveðið að senda til að redda málunum. Hann getur nefnilega aldrei flokkað sig með öðrum og lítilmótlegri stjórnmálamönnum. En hverju á hann þá að redda? Yfirleitt er það eitthvað nauða- hversdagslegt, eins og til dæmis kreppa eða verðbólga. En lýð- skrumarinn reynir af fremsta megni að telja fólki trú um að það sé hann sem bjargaði þjóðinni frá meiri ógæfu, líklega stærri en hún var nokkurn tíma. Allt hefði farið til andskotans ef hans hefði ekki notið við. Þá hefði fjöregg þjóðar- innar vísast brotnað. Svo getur hann haldið áfram og gefið í skyn að öðruvísi hefði farið ef hans hefði notið við aftur á öld- um. Til dæmis þegar Gamli sátt- máli var gerður; hann hefði bjarg- að okkur frá þvf slysi._________ Egill Helgason „Ails staðar kemur lýðskrum- arinn auga á hneyksli. Hann elskar hneykslismál." „Hann talar um útlendinga sem koma og eyðilegoja tungumálið okkar, skyldfólk- ið sem kemur hingað og fjölgar sér." K Y N L í F JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR' Hvers vegna framhjáhald? Fáir neita því að framjáhald getur verið hinn mesti friðar- spillir 1 parsamböndum. Fram- hjáhald telst það þegar um er að ræða kynferðislegt samband við annan en maka (og makinn hef- ur ekki veitt leyfi sitt). Líkt og endranær í kynferðismálum hef- ur tvöfalt siðgæði lengi loðað við framhjáhald; misjafnlega er litið á málið eftir því hvort kynið á í hlut. Til langs tíma var til dæmis tekið létt á „crime passionel" eða 1 Bandaríkjunum er talið að um helmingur fólks í hjónabandi haldi einhvern tíma framhjá Stangast þetta greinilega á við þá staðreynd að langflestir eru alfar- ið á móti framhjáhaldi. Eitthvað annað en gildismat hlýtur því að hafa áhrif á raunverulega hegðun fólks og eru ýmsar vísbendingar á lofti um hvað veldur. Aðstæður hverju sinni virðast ráða miklu. Þeir sem hafa haldið framhjá segja að tækifærið til þess arna Þessu til stuðnings hafafrœðimenn bent á að hjóna- bönd þeirra sem haldaframhjá með vinnufélaga eru yfirleitt ham- ingjusamari en þeirra sem halda við aðra ástríðuglæp karlmanna í Frakk- landi; ef maðurinn komst að því að spúsa hans vermdi bólið hjá öðrum var honum vorkunn. Fremdi konan hins vegar glæp af því maður hennar héldi framhjá henni var það litið strangari aug- um. í Belgíu var framhjáhald eig- inkonu talið skilnaðarorsök — ekki ævintýri eiginmannsins. Þrátt fyrir að hjón og sambúð- arfólk strengi þess innilegt heit að vera hvort öðru trú og kann- anir á Vesturlöndum hafi ítrekað sýnt að meirihluti almennings sé á móti framhjáhaldi hefur fyrir- bærið verið lífseigt í gegnum ald- irnar. Þetta er óþægileg stað- reynd en ekki verður hjá því komist að kíkja nánar á hana. Hvað veldur því að framhjáhald er svona lífseigt? Komið hefur í ljós að karlar eru umburðarlynd- ari gagnvart hugmyndinni um ffamhjáhald en konur. Það sama má segja um yngra fólk, þá sem hafa lengri skólagöngu, eru betur stæðir, eru síður trúhneigðir, hafa almennt frjálslynd viðhorf til kynferðismála og eru búsettir í borgum. Svíar, Danir, Belgar og Hollendingar líta allir framhjá- hald illu auga en samt ekki eins illu og fólk í Bandaríkjunum. Eðli framhjáhaldsins skiptir'einnig miklu máli. Framhjáhald sem snýst bara um kynmök er ekki litið eins illu auga og framhjá- hald sem felur einnig í sér náin tilfinningaleg tengsl. hafi ráðið miklu. Freistingin hafi hreinlega orðið siðferðisvitund- inni yfirsterkari. Vinátta einstak- linga af gagnstæðu kyni er eitt slíkra tækifæra. Hjá mörgum kvenna sem halda framhjá hefur vinátta þróast út í náin kynni. Tilgangurinn með vináttunni var ekki að komast í bólið hjá vinin- um vegna ófullnægjandi sam- bands við rnakann. Vinskapur- inn varð einfaldlega of kær, ef svo má að orði komast. Þessu til stuðnings hafa fræðimenn bent á að hjónabönd þeirra sem halda framhjá með vinnufélaga e.ru yfirleitt hamingjusam^ri en þeirra sem halda við aðyá. Þégar einstaklingur stendur frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort eigi að sleppa sér lausum í framhjá- hald eður ei kemur fram munur á því hvernig kynin vega og meta kosti og galla. Karlarnir hugsa frekar um kostina sem framhjá- haldið gæti haft en konur pæla frekar 1 ókostunum. Karlar hyggja gott til glóðarinnar og vonast eftir kryddaðra kynlífi á meðan konur sem velta fyrir sér ákvörðun um framhjáhald eru uppteknar af mögulegu sam- viskubiti eða upplausn hjóna- bandsins. Stundum rekur ófull- nægjandi hjónaband fólk til að kíkja á græna grasið hinum meg- in við girðinguna. Komið hefur í ljós að karlar nota slæmt sam- band oftar en konur sem afsök- un fýrir að vera maka sínum ótrúir. Samt sem áður hafa ótví- ræð tengsl fundist á milli kynlífs- framhjáhalds og þess að vera í erfiðu hjónabandi þótt ekki sé alltaf á hreinu hvað er orsök og hvað afleiðing. Ákveðin fýlgni er á milli þess að halda framhjá og þess að vera reiðubúinn að þola slíkt hið sama hjá maka. Stund- um birtist þetta sem hefnd: „Þú fórst og hélst framhjá mér svo ég ætla að gera hið sama“ eða: „Ég lét þig komast upp með það svo ég gæti gert það líka“. Ýmislegt fleira virðist stuðla að viðgangi framhjáhalds, svo sem ævintýra- mennska, spennusækni, forvitni, sjálfstæðisþörf og þörf fyrir til- breytingu. Spyrjið Jónu um kynlífið. Utanáskrift: Kynlíf c/o PRESSAN, Nýbýlavegi 14, 200 Kópavogur.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.