Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 30

Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. SEPTEMBER 1992 ÍÞRÓTTIR Á baksíðu nýjasta heftis tíma- ritsins World Soccer er mynd af ellefu manna byrjunarliði Stuttg- art og Eyjólfur er þar á meðal. í enska fótboltablaðinu Match fimmta september er stórt plakat af Tottenham. Tuttugu og fjórir leikmenn eru á plakatinu en það er sama hvernig rýnt er í það: Guðna Bergsson vantar. Það er því ljóst að Guðni á ekki sjö dag- ana sæla hjá Tottenham nú um stundir. Aðallið Þýskalandsmeistara Stuttgart. Eyjólfur Sverrisson, sem er þriðji frá vinstri í efri röð, hefur staðið sig frábærlega hjá félaginu og tryggt sér öruggt sæti í liðinu. Leikmenn íítölsku 7. deildinni: 10QOOOOOQOOQ króna virði Það er ekki auðvelt að átta sig á tölunni í fýrirsögninni hér að of- an. íslenskir fjármálaspekúlantar lesa sjálfsagt ekki úr henni á auga- bragði og sennilega hefur flest venjulegt fólk aldrei íhugað tölu á borð við þessa. Eitt hundrað milljarðar króna, hundrað sinnum þúsund milljón- ir króna. Þetta er stjarnfræðileg uppphæð. En ef þú ætlaðir að kaupa alla leikmenn í ítölsku fyrstu deildinni þá er þetta fjár- hæðin sem þú þyrftir að punga út. Peningaflæðið í ítalska fótbolt- anum er með ólíkindum og engin takmörk virðast fyrir því hversu miklu lið geta eytt til kaupa á leik- mönnum. AC Milan vann deild- ina í fyrra með fáheyrðum yfir- burðum — tapaði ekld leik — en samt hefur félagið eytt litlum þremur og hálfum milljarði króna í nýja leikmenn fyrir tímabilið sem nú er nýhafið. Ruud Gullit er meira að segja dottinn út úr liðinu og menn geta ímyndað sér hvers- konar lið það er sem hefur ekki not fyrir mann eins og Gullit! Dýrustu leikmenn (rá upphafi VERÐ NAFN FRÁ TIL ÁR 1,3 milljarðar Lentini Torino AC Milan 1992 1,2 milljarðar Vialli Sampdoria Juventus 1992 1 milljarður Jean Pierre Papin Marseille AC Milan 1992 800 milljónir Roberto Baggio Fiorentina Juventus 1990 800 milljónir Igor Shalimov Foggia Inter Milan 1992 650 milljónir David Platt Bari Juventus 1992 580 milljónir Ruud Gullit Eindhoven Milan 1987 550 milljónir Paul Cascoigne Tottenham Lazio 1992 550 milljónir Thomas Hassler Köln Juventus 1990 550 milljónir Karl Heinz Riedle Bremen Lazio 1990 Dýrustu leikmennirnir sem seldir voru i sumar VERÐ NAFN FRÁ TIL 1,3 milljarðar Gianluigi Lentini Torino AC Milan 1,2 milljarðar Gianluca Vialli Sampdoria Juventus 1 milljarður Jean Pierre Papin Marseille AC Milan 800 milljónir Igor Shalimov Foggia Inter Milan 650 milljónir David Platt Bari Juventus 550 milljónir Paul Gascoigne Tottenham Lazio 500 milljónir George Weah Monako París SG 500 milljónir Stefanio Eranio Genoa AC Milan 440 milljónir Schillaci Juventus Inter Milan 440 milljónir Darko Pancev Red Star Inter Milan 440 milljónir Matthias Sammer Stuttgart Inter Milan 440 milljónir Dejan Savicevic Red Star AC Milan 380 milljónir Roberto Policano Torino Napólí 360 milljónir Alan Shearer Southampton Blackburn R 350 milljónir Claudio Caniggia Atalanta AS Roma 350 milljónir Brian Laudrup Bayern Munchen Fiorentina 300 milljónir Stefan Effenberg Bayern Munchen Fiorentina 300 milljónir Ivan Zamorano Sevilla Real Madrid Gianluca Vialll er annar dýrasti knattspyrnumaður heims frá upphafi. Hann var seldur frá Sampdoria til Júventus fyrir 1,2 milljarða króna. Af átján dýrustu leikmönnun- um sem seldir voru í Evrópu fyrir tímabilið voru fimmtán seldir ítölskum liðum. Það þarf því ekki að koma á óvart að allir tíu dýr- ustu leikmenn heims — ffá upp- hafi vel að merkja — leika á ftalíu, og allir hafa verið keyptir til þar- lendra liða á síðustu fimm árum. Aldrei fengið á sig 9 mörk áður „Svona úrslit fara náttúrulega illa í mann. Manni líður aldrei vel eftir svona útreið,“ segir Bjarni Sigurðsson, markmaður Vals. Bjami stóð í markinu á laugardag- inn þegar KR-ingar gjörsigruðu Valsara með níu mörkum gegn einu. Þetta er stærsti sigur KR- inga í fýrstu deild frá upphafi og stærsta tap Valsmanna ffá 1919 og varla þarf að taka fram að Bjarni hefur aldrei áður lent í því á ferlin- um að fá á sig níu mörk í einum ogsamaleiknum. Bjarni Sigurðsson hefur aldrei lent í því fyrr að þurfa að sækja boltann niu sinnum í netið í sama leiknum. Hann segirallar vangaveltur um að Valsmenn hafi ekki gefið sig alla í leikinn út í hött. Menn velta ýmsu fyrir sér í framhaldi af þessum úrslitum en KR-ingar urðu að vinna til að eiga möguleika á Evrópusæti. í DV á mánudaginn er haft eftir Svein- bimi Hákonarsyni í Þór, en Þórs- arar áttu í harðri baráttu við KR um Evrópusætið: „Maður segir nú ekki margt um þau úrslit (í leik Vals og KR) en hugsar þeim mun meira.“ Hér er verið að gefa í skyn að Valsmenn hafi tapað viljandi. Á Bjami von á að menn fari að væna þá um óheiðarleika? „Ég get náttúrulega ekkert sagt um hvað aðrir hugsa. Menn eru í þessu til að vinna og við áttum kost á öðru sætinu fýrir þessa umferð og við stefndum að því. Menn voru að gæla við að ná öðru sætinu en það mistókst svona herfilega. Ég veit ekki hvort rétt er effir Sveinbirni haft, en ef einhver er að gefa það í skyn að við höfum farið í leikinn til að tapa þá finnst mér það óheiðarlegt. Menn gera ekki svona að gamni sínu, það er auðvitað ljóst,“ segir Bjami. f kvöld klukkan 17.45 leika Valsmenn gegn Boavista frá Portúgal í Evrópukeppni bikar- hafa á Laugardalsvellinum. Er Bjami hræddur um að tapið stóra sitji í mönnum? „Ég vona að menn taki sig saman í andlitinu, hver og einn, og rífi sig upp og sýni hvað í þeim býr,“ svarar hann. Víst er að Valsmenn geta mun meira en þeir sýndu á laug- ardaginn og vonandi tekst þeim að velgja Boavistamönnum undir uggum. Sænski landsliösmað- urinn Jonas Thern, sem áður leik með Benfíca, hefur verið keyptur til Napólí á Ítalíu. Thern er miðju- maður og væntanlega verða aðdáendur liðs- ins ósparir á að bera hann saman við Diego Maradona sem áður var hjá Napólí — er reyndar enn samn- ingsbundinn liðinu en margt þykir benda til að hann fari til Sevilla á Spáni. Thern hefur þó ekki góða reynslu afitalíu og þvi sem fótbolta þar viðkemur. Benfica tapaði fyrirAC Milan i úrslitaleik Evrópu- keppni bikarhafa árið 1990. Nokkrum vikum síðar var heimsmeist- arakeppnin á Italíu, Thern og sænska landsliðið töpuðu öll- um sínum leikjum. Annar landsleikurinn sem Thern lék var við Ítalíu í Evrópukeppni landsliða. Svíar töp- uðu og féllu út úr keppni. Þrátt fyrir þetta er Thern bjartsýnn og ákveðinn í að standa sig á Ítalíu. Kjarkmað- urJonas Thern. Það blæs ekki byrlega fýrir öll- um atvinnumönnum okkar í knattspymu erlendis. Arnór Guð- johnsen á í málaferlum við Bor- deaux og er kominn heim, Guðni Bergsson fær ekki einu sinn að spila með varaliðinu hjá Totten- ham hvað þá aðalliðinu, Ólafur Þórðarson er meiddur og spilar því ekki með Lyn þessa stundina, Þorvaldur örlygsson er að vísu í náðinni hjá Brian Clough, fram- kvæmdastjóra Nottingham For- est, þessa stundina, en segir sjálfur að hann viti ekki hversu lengi það verður, og Guðmundur Bene- diktsson er meiddur og leikur því ekki með Ekeren í Belgíu. Sigurð- ur Grétarsson og Guðmundur Torfason eru fastamenn í sínum liðum og gengur ágædega og Eyj- ólfi Sverrissyni gengur líka allt í haginn hjá Stuttgart þessa dagana. Þjáfari Stuttgart, Christoph Daum, hefur sagt um Eyjólf að það virðist nokk sama hvar á vell- inum hann sé látinn spila; Eyjólfur standi sig ávallt vel og skili því sem til er ætlast. Eyjólfur virðist vera búinn að tryggja sér fast sæti í liði Þýskalandsmeistaranna. Gervihnattasport 14.00 Hestaíþróttir Eurosport. Frá móti í Frakklandi. Mjög háir hestar og pínulitlir léttir knapar. 15.00 París-Moskvu-Bejing-rallíið Screensport. Frá sextánda degi þessarar ógnarlöngu keppni. 20.00 The Boot Room Sky Sports. Knattspyrnumenn muna eftir Andy Gray sem í den spilaði með Aston Villa og skoraði grimmt. Nú stjórn- ar hann fótboltaþætti og pælir í öllu sem fótbolta viðkemur. ■l'Hfll'Ml 13.00 Golf Screensport. Bein út- sending frá keppni á evr- ópska Volvo-túrnum. 17.30 Frjálsar íþróttir Eurosport. Sýnt frá heimsmeistara- móti þeirra yngri í Seoul í Kóreu. Stjörnur framtíðar- innar. 20.00 Hnefaleikar Eurosport. At- vinnumenn berjast og greiða þung högg. 11.00 Tennis Eurosport. Bein út- sending frá Bordeaux í Frakklandi. Undanúrslit. 19.00 Fjölbragðaglíma Sky Sports. Þær fréttir berast að Hulk Hogan sé hættur keppni og ætli að snúa sér að kvik- myndaleik. Það er óráð; hann slæst betur en hann leikur. 23.00 Ástralskur fótbolti Sky Sports. Harðsoðið rúbbí. Það er með ólíkindum að þeir skuli ekki drepa mann og annan í þessu, slík er harkan og fautaskapurinn. 10.00 Snóker Screensport. Jimmy White leikur gegn Mark Johnston.. Þessi nöfn þekkja dellumenn í snóker. 13.00 Fótbolti Sky Sports. Bein út- sending frá leik Manchest- er City og Chelsea í úrvals- deildinni ensku. Leikurinn byrjar að vísu ekki fyrr en klukkan þrjú en enskir Bjarnar Fel og fótbolta- spekúlantar spá í spilin tvo tíma fyrir leik og sýna vald- ar svipmyndir. 15.00 Blak Eurosport. Það horfa ekki margir á íslenskt blak, því miður. En hér verður sýnt frá útlendu blaki á heimsmælikvarða. Eyjólfur festir sig í sessi

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.