Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 31

Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. SEPTEMBER 1992 ÍÞRÓTTIR 31 Hinir efnilegu Halldór Áskelsson. Valinn efni- legastur 1985, erfið meiðsli hafa ■ sett strik íferil hans. _ » Nú um helgina halda samtök fyrstudeildarfé- laganna uppskeruhátíð sína og þar verður sam- kvæmt hefð valinn besti leikmað- ur deildarinnar og einnig verður sá efnilegasti kosinn. I þessu kjöri eru margir kallaðir en fáir útvald- ir. Margir leikmenn hafa spilað geysivel fyrir félög sín í sumar og fjölmargir efnilegir leikmenn stig- ið sín fyrstu spor meðal þeirra bestu. Það var árið 1985 að efnilegasti leikmaðurinn var valinn í fyrsta sinn. Þá varð Halldór Áskelsson fyrir valinu, en hann iék þá með Þór. Hann lék síðan með Völsur- um um nokkurra ára skeið áður en hann sneri á ný heim á leið, en nú leikur hann með Þórsurum. Halldór er traustur leikmaður en hefur verið afar óheppinn með meiðsli, og má að mestu leyti kenna því um að Haildór hefur ekki náð að verða slíkur afburða- leikmaður sem hann var efni í. Halldór hefur leikið 24 A-lands- leiki. Árið 1986 varð Frammarinn Gauti Laxdal fyrir valinu. Gauti fór síðar til KA og leikur með því félagi í dag og varð íslandsmeist- Árið 1986 var Gauti Laxdal val- inn efnilegastur. Gauti er sá eini sem titilinn hefur hlotið til þessa sem ekki hefur leikið A- landsleik. Rúnar Kristinsson fékk titilinn árið 1987. Máttarstólpi í KR-lið- inu, fastamaður í landsliðinu og að öllum líkindum á leið í at- vinnumennsku. Arnljótur Davíðsson vartalinn efnilegastur 1988. Síðan hefur ekki borið mikið á honum en hann er ágætur leikmaður engu að síður. Ólafur Gottskálksson var valinn árið 1989. Hann er eini mark- maðurinn sem hefur orðið heið- ursins aðnjótandi, hefur verið varamarkvörður Birkis Kristins- sonar í landsliðinu. ari með KA-mönnum 1989. Gauti hefur verið mikið meiddur í sum- ar, en hann hefúr verið mikilvæg- ur hlekkur í KA-liðinu án þess kannski að slá í gegn. Hann hefur ekki leikið A-landsleik fyrir ís- lands hönd. Rúnar Kristinsson KR-ingur var útnefndur efnilegastur 1987. Steinar Guðgeirsson. Efnilegasti leikmaðurinn 1990. Hann hefur ekki náð sér almennilega á strik í sumar frekar en félagar hans í Framliðinu. Rúnar leikur enn með KR og er, eins og öllum er kunnugt, frábær leikmaður. Flest stefnir nú í að hann fari í atvinnumennsku fljót- lega. Rúnar hefúr alla burði til að ná langt og er fastamaður í ís- lenska landsliðinu. Árið 1988 var annar Frammari útnefndur, Arnljótur Davíðsson. „Gerðu það Leifur" „Seinni hálfleikur hafði staðið yfir í 47 komma eitthvað mínút- ur þegar við fengum þetta víti. Svo náum við þarna skyndisókn — Blikamir gerðu þau mistök að pressa á okkur, jafntefli hefði sent okkur niður og sennilega dugað þeim til að halda sér uppi — og fáum víti. Ég gekk í það þegar vítið var dæmt að ftnna einhvern til að taka það, við er- um búnir að vera svo sjálfs- traustslitlir í sumar að það þorði enginn orðið neitt. Tommi (Tómas Ingi Tómasson) var bú- inn að taka víti í þessum leik og láta verja frá sér og upphaflega ætlaði hann að taka þetta víti líka en Malli (Martin Eyjólfsson) gekk að honum og sagði: „Þú tekur ekki þetta víti.“ Og þar með var sjálfstraustið farið hjá Tóm- asi. Eg var í því í rólegheitunum að finna traustvekjandi menn til að taka vítið en það þverneituðu allir þangað til bent var á Malla greyið. Hann einhvern veginn hafði ekki geð í sér til að neita og stillti boltanum upp en segir síð- an við mig: „Nei Leifur, andskot- inn ég get þetta ekki. Ég þori það ekki.“ Eg var svo sem eldd tilbú- inn heldur — ekki strax. Það var þama heilmikil rekistefna og það leið einhver tími í viðbót og þá kom Malli: „Gerðu það Leifur." Og þá lét ég tilleiðast.“ — Á þennan veg segir Leifur Geir Hafsteinsson frá aðdraganda vítaspyrnunnar frægu sem hann tók að afloknum venju- legum leiktíma í leik ÍBV og Breiðabliks. Eyja- menn unnu 3-2 og Leif- ur Geir skoraði sigur- markið úr spyrnunni. Markvörður Blika hálf- varði, en inn fór boltinn einhvem veginn og Leif- ur Geir segir suma hafa komið með þá skýringu að verndarenglar hafi hjálpað boltanum síð- ustu sentimetrana. Eyjamenn björguðu sér frá falli á ævintýra- legan hátt. Er þrjár um- ferðir voru eftir höfðu þeir sjö stig, Blikar tólf og KA- menn þrettán. Níu stig í þremur síðustu umferðunum björguðu þeim; sigur gegn Fram í sex- tándu umferð, þá sigurinn gegn Breiðabliki og á sunnudag 2-1- sigur gegn KA. Það var einmitt fyrrnefndur Martin Eyjólfsson sem skoraði bæði mörk Eyja- manna á sunnudag. Til gamans má geta þess að Martin skoraði eitt mark í upphafsleik mótsins í fyrra, einmitt gegn KA. Þar til á sunnudag var það eina markið hans í fyrstu deild, þá skoraði hann mörk númer tvö og þrjú — gegn KA — og sendi Akureyr- ingana niður í aðra deild. Leifur Geir segir það krafta- verk að þeir skyldu ekki falla. „Fyrsta tilfinningin er geysilegur léttir, en þegar sumarið er skoð- Leifur Geir Hafsteinsson er tuttugu og tveggja ára eðlis- fræðinemi við Háskóla (s- lands. Hann segir að framtíðin sé björt í Eyjum, annar og þriðji flokkur félagsins hafi staðið sig frábærlega í sumar og þar séu margir strákar sem fari að banka á dyrnar hjá meistaraflokki. Hann segir ekki tímabært að ræða það hvort hann verður áfram í Eyj- um: „Ef ég yfirhöfuð spila fót- bolta næsta sumar þá veit ég ekkert hvar það verður." að hljóta að vakna blendnar til- finningar,“ segir Leifur. „Ég trúi ekki öðru en menn reyni bara að læra sem mest af þessu og láti hlutina ekki fara aftur í svona mikið óefni.“ Á síðasta ári var Blikinn Arnar Grétarsson valinn. Fer hann frá Breiðabliki eða spilar hann með þeim í annarri deild að ári? Hann lék ekki fótbolta 1989, fór stðan til Vestmannaeyja en leikur nú með Val. Arnljótur hefur ekki náð að tryggja sér öruggt sæti í Valsliðinu en hefur þó spilað flesta leiki liðsins í sumar. Hann hefúr spilað þrjá A-landsleiki, aiia árið 1988. Skagamaðurinn Ólafur Gott- skálksson var kosinn árið 1989, eini markmaðurinn í hópi hinna efúilegustu. Ólafur leikur nú með KR-ingum. Mjög traustur mark- maður og hefur verið viðloðandi landsliðið, leikið þrjá landsleiki en hefúr undanfarið verið varamark- vörður liðsins. Steinar Guðgeirsson var valinn árið 1990. Hann lék þá með Fram og gerir enn. Góður leikmaður en hefúr ekki náð að sýna sínar bestu hliðar í ár frekar en aðrir leik- menn Framliðsins. Steinar hefur Nýju reglurnar í knattspyrnu MARKASKORUN JÓKST UM 1,5 MÖRKÍLEIK Semkunnugterurðu breytingar á knatt- spyrnureglunum í fyrstu deild í sumar. Breytingin átti sér stað eftir fjór- tándu umferð og voru fjórar síðustu umferðirn- ar leiknar með þeim hætti að markmenn máttu nú ekki taka knöttinn eftir sendingu frá samherja. Ekki er annað hægt að segja en þetta hafi haft jákvæð áhrifá marka- skorunina. í fjórtán fyrstu umferðunum voru skor- uð 189 mörkeða 13,5 mörk í umferð, 2,7 mörk í leik. í fjórum siðustu um- ferðunum varð mikil breyting og það þótt tekið sé tillit til leiks KR og Vals, sem endaði sem kunnugt er með 9-1-sigri KR. ísíðustu fjórum umferðunum voru skoruð 85 mörk eða 21,25 mörk í umferð, sem gerir hvorki meira né minna en 4,25 mörk í leik. Þetta er 57 prósenta aukning frá þvi fyrir breytingu, nemur 1,5 mörkum í leik. Ef timabilið i heild er gert upp kemur í Ijós að 274 mörk voru skoruð, sem gerir 3,04 mörk í leik. Svo einkennilega vill til að í síðustu fjórum umferðun- um í annarri deild voru skoruð jafnmörg mörk, eða 4,25 mörk í leik. Breytingin var hins vegar ekki jafnsláandi og í fyrstu deild vegna þess að annarrardeildarleik- mennirnir voru duglegir að skora framan afog enduðu með 3,4 mörk að meðaltali í leik í sumar. Arnar Gunnlaugsson, sóknar- maður í ÍA, skoraði fimmtán mörk í sumar en enginn hefur skorað þetta mörg mörk á tíma- bilinu síðan GuðmundurTorfa- son skoraði sín nitján árið 1986. leikið einn A-landsleik. Á síðasta ári féll heiðurinn Blik- anum Amari Grétarssyni í skaut. Arnar hefúr leikið tvo Á-landsleiki og verið einn besti maður Breiða- bliks í sumar. Liðið féll nú niður í aðra deild og framtíð Arnars sem knattspyrnumanns ræðst væntan- lega að einhverju leyti af því hvort hann afræður að leika með Blik- um í annarri deild næsta tímabil eða færa sig um set. Það er athygiisvert að aðeins einn þeirra sem valdir hafa verið mestu efnin skuli vera fastamaður í landsliði í dag. Allir eru þessir leikmenn á besta aldri sem knatt- spyrnumenn og einhverjir þeirra eiga örugglega eftir að leika fleiri landsleiki og verða betri en þeir eru í dag. Lélegasti árangur Frammara um árabil Það er víst örugglega óhætt að segja að lið Fram hafi valdið áhangendum sínum og knatt- spyrnuunnendum vonbrigðum í sumar. Frá árinu 1985 hafa Fram- marar ekki skorað eins lítið af mörkum — ef árið 1989 er und- anskilið — aldrei fengið á sig jafn- mörg mörk og aldrei fengið jafti- lítið af stigum. Og allar götur frá 1985 hafa þeir verið í Evrópu- keppni en það verða þeir ekki á næsta ári. f ár lentu þeir í fimmta sæti í deildinni og duttu út í átta liða úrslitum í bikamum. Skomðu 25 mörk en fengu á sig 27 og em því með tvö mörk í mínus. Ásgeir Elíasson þjálfaði Fram- liðið frá 1985 og fram að þessu tímabili. í ár héldu Pétur Ormslev og aðstoðarmaður hans, Ómar Torfason, um stjórntaumaria og varþað fhunraun beggja í þjálfun. Árangur Ásgeirs með liðið var ffábær. Árið 1985 skoraði liðið 37 mörk, fékk 34 stig, lenti í fjórða sæti í deildinni og vann bikarinn. Árið 1986 skoraði liðið 39 mörk, fékk 38 stig og vann íslandsmótið. Árið 1987 skomðu Frammarar 33 mörk, fengu 32 stig, urðu í öðru sæti í deildinni og unnu bikarinn. Árið 1988 skoraði liðið 38 mörk, fékk 49 stig — stigamet í fyrstu deild — og varð íslandsmeistari. Fékk aðeins á sig átta mörk. Árið 1989 skoruðu Frammarar 22 mörk, fengu 32 stig, urðu í þriðju sæti í deildinni og unnu bikarinn. Árið 1990 skomðu þeir 39 mörk, fengu 38 stig og unnu íslandsmót- ið. I fyrra skoraði liðið 29 mörk, fékk 37 stig og varð í öðru sæti í deildinni. Hópurinn í ár var að mestu sá sami og undanfarin ár — reyndar var hann talinn sterkari en áður ef eitthvað var. Þrátt fyrir það náði liðið sem allir spáðu fslandsmeist- aratitlinum ekki góðum árangri. Um helgina HANDBOLTI 1.DEILD KA - Selfoss kl. 20.30. Selfyss- ingar komu mest á óvart allra liða í fyrra og nældu næstum því f (s- landsmeistaratign. Það er því til mikils ætlast af þeim f ár. KA- menn eru einnig með ágæt lið. ÍBV - FH kl. 20.00. Eyjamenn eru erfiðir heim að sækja og eiga stöndugt lið. Hafnfirðíngarnir unnu allt sem hægt var að vinna í fyrra og önnur lið ætla varla að Ifða slíkt annað árið 1 röð. FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Haustmót UMSB Ungmenna- samband Borgarfjarðar með mót í Borgarnesi. Iris Grönfeldt hoppar, hleypur, kastar og tekur við verð- launum. IWMfM.'WiMÆiMMíama BÍLASPORT Torfærukeppni Síðasta keppni ársins og liður [ hvorri tveggja fs- lands- og bikarmeistarakeppninni. Einhver Svfagrey verða meðal þátttakenda og Islensku kepp- endurnir eru búnir að heita því að Svfarnir verði neðstir. Við vonum það besta, Svíamir unnu nefnilega f fyrra. GOLF Golfklúbburinn Keilir. Völlur Hafnfirðinga á Hvaleyrarholtinu er fallegur og svo er llka komið nýtt klúbbhús og þvl er búið að breyta hringnum. Opið átján holu mót, rrieð og án forgjafar. FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Landsbanka- og Húsasmiðju- mótið í Kaplakrika f Hafnarfirði. Kannski Guðmundur Karlsson setjí nýtt met í sleggjukasti ef viðrar vel. HANDBOLT11. DEILD Stjarnan - HK kl. 20.00. Stjörnumenn hafa verið með eítt af sterkari liðum landsins undan- farin ár. HK-liöið er spurningar- merki, þeir hafa þó fengið marka- skorarann glúrna Hans Guð- mundsson. En er hann löglegur? Fram - |R kl. 20.00. Frammarar eru með ungt en geysiefnilegt lið, sem spríngur kannski út í vetur. Breiðhyltingar eru líka seigir. Haukar - Valur kl. 20.00. Haukamenn hafa alltaf staðlð í skugga Fimleikafélagsins og eru ekki anægðir með það. Valsmenn hafa fengiö Geir Sveins og eru óá- rennilegir. Vfkingur - Þór kl. 20.00. Vrk- ingar hafa verið snjallir f gegnum árin en liðið var ekki alltof burðugt sfðasta ár. Það veit enginn hvern- ig Þórsliðið er, kannski þeir taki fótboltastrákana sér til fyrirmynd- ar og slái í gegn, þvert ofan í allar spár.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.