Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 32

Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. SEPTEMBER 1992 PRÍSSAN/JIM SMART BRYNÍA BENEDIKTSDÓTTIR Hamingjusöm þegar leikarinn stíeur með Hermenn nái í hjálma... bó- hemar og peysulið fari niður á saumastofu. — Það fer augljós- lega fram leikæfing í þessu húsi en það er ekki fyrir ókunnugan að rata um ranghala þess. Makalausir þessir krókar og kimar. Allt þetta fólk. Allir þessir búningar. Sviðið er þó ætíð á sínum stað og þar sit- ur leikstjórinn, einbeittur, tilbú- inn. Tilbúinn að fylgja hverju smáatriði eftir þar til hver einasti agnúi er horfinn og sýning getur hafist. Brynja Benediktsdóttir er að glíma við frumuppfærslu leik- verksins Dunganons eftir Björn Th. Björnsson og vinnur í fyrsta sinn á stóra sviðinu í Borgarleik- húsinu, en hún hefúr lengst af alið manninn í öðru leikhúsi, ekki minna þekktu. Það er lífskúnstn- erinn Dunganon sem fær hana til að gleyma umheiminum og sökkva sér ofan í líf horfinna ára. Ógnvekjandi en heillandi leikstjórn Hver er leikstjórinn Brynja réttjyrir frumsýningu? „Það er í senn bæði ógnvekj- andi og heillandi að vera leikstjóri sem glímir við frumuppfærslu á leikriti. Heillandi vegna þess að allt sem við gerum er nýtt og við erum að finna upp hluti til að tjá eða túlka verkið, sem enginn hef- ur gert á undan okkur. ðgnvekj- andi því ekki er hægt að styðjast við lausnir annarra eins og í leik- ritum sem hafa verið margreynd á leiksnði áður. Mir líður óskaplega vel og ég varð mjög stolt af leikurunum mínum í síðustu viku á því augna- bliki sem þeir þurfiu ekki lengur á mér að halda. Þá líður leikstjóran- um best, þegar hann finnur að leikararnir eru sjálfir farnir að skapa og ná valdi yfir því sem þeir eru að gera. Þá getur leikstjórinn í raun komið sér í burtu.“ Er uppsetning leikverks líkt og að ala barn sem vex úr grasi og flýgursvo úrhreiðrinu? „Nei. Þetta barn fæðist og vex úr grasi en verður síðan gestur hjá manni sem maður losnar ekkert við. Það verður að hlú að því og ég hef alltaf haft þann háttinn á að fylgjast með sýningum. Leikurun- um finnst það gott að leikstjórinn komi á sýningar vegna þess að á stundum vill koma þreyta í sýn- ingarnar og þá þarf að fn'ska hlut- ina upp.“ / vinnu ertu mjög ákveðin. Hvar í œfingaferlinu mcetir leik- stjórinn leikurum sínum? „Það byrjar með því að það tek- ur leikarann langan tíma að læra textann sinn og stöðumar það vel að hann þurfi ekki að skenkja þeim þáttum hugsun meir. Þegar því er náð er hægt að fara að kafa í persónusköpunina af einverju viti og þá koma stundum frá leikaran- um sjálfúm mun betri lausnir en ég hafði séð fyrir varðandi hans eigin rullu. Leikari hefur eðlilega ekki yfirsýn yfir heildina en ég er alltaf svo hamingjusö'm þegar leikarinn stígur með mér þennan dans og dansar miklu betur en mig hafði órað fýrir. Það er ákaflega margþætt að vera leikstjóri. I’ starfi hans felst til dæmis ákveðin verkstjórn, ákveð- in sálfræði og stundum þarf hann jafnvel að vera eins og geðlæknir. Einnig þarf hann að hafa yfirsýn yfir verkið og sjá það fyrir sér. Sjálf tek ég ekki að mér leikverk fýrr en ég er búin að finna því hugmynd og aðferð. Þá legg ég upp í vinnu með leikmyndateiknara og höf- undi, og ef til vill tónskáldi ef þannig ber undir. Þá fyrst er hægt að fara að velja leikarana. Leik- stjórar nota óskaplega mismun- andi aðferðir til að ná fram því besta úr verkinu og leikaranum og markmið þeirra er ef til vill ekki alltaf það sama. Mitt markmið er að skerpa skáldskap verksins með öllum þeim meðulum sem mér eru tiltæk innan leikhússins. Leik- stjórn er svo margslungin og í starfi mínu sem snýr að sjálfum leikaranum hefur reynsla mín sem leikari vegið þungt.“ Óvænt uppákoma sem rýtinguríbakið Þetta erfyrsta uppfærsla þín í Borgarleikhúsinu. „Eg hef áður sett upp sýningu með Leikfélagi Reykjavíkur en þetta er fyrsta uppfærsla mín í þessu leikhúsi og það er ekki hægt að kjósa sér betri aðstæður. Mér þykir mjög gott að vinna við stór svið þótt auðveldara sé að eiga við þau litlu, bæði fyrir leikara og leik- stjóra. Það fylgir því hins vegar visst frelsi og viss krafa um reynslu og útsjónarsemi að vinna á'stóru sviði.“ Þú varst lengi í Þjóðleikhús- inu og töluverður ágreiningur þegar farsœlum staifsferli þínum lauk þar. Var sárt aðfara þaðan eða fylgdi því eftirsjá? „Eg hélt upp á þrjátíu ára starfsferil minn hjá Þjóðleikhús- inu á sviði Borgarleikhússins 31. ágúst síðastliðinn, því daginn eftir gekk brottreksturinn í gildi. I þrjá- tíu ár hef ég með starfi mínu verið að skapa mér nafn sem listamað- ur. Það nafn skiptir máli fýrir mig en ekki hvort ég skipti um starf eða breyti um vinnustað. Þessi óvænta uppákoma stakkst eins og rýtingur í bakið á fólki sem var búið að gefa leikhúsinu alla sína alúð og elsku sem það lagði fram með vinnu sinni. Ef leikhússtjóm- in hefði gengið hreint til verks hefði verið hægt að afgreiða þetta á allt annan hátt og í mínu tilfelli hefði til að mynda verið hægt að gefa einhverja ástæðu, ef til vill þá að aðrir væru mér svo mildu fremri. Venjulegt hugsandi fólk, sem fýlgdist með því þegar þarna var skýringarlaust sagt upp hópi starfsmanna, ályktar eðlilega að við sem vorum látin fara séum vanhæf af einhverjum orsökum og það sé jafnvel eitthvað að okk- ur. Það heldur sjálfsagt að þarna fari ýmist alkóhólistar, dópistar eða geðsjúklingar... eða það sem er svo auðvelt að segja: „Þau eru svo erfið.“ Þetta er erfitt að sætta sigvið." Er það ekki listamönnum nauðsynlegt að flytja sig til í starfi? „Leikhúsfólk á fslandi hefur gífurlega alhliða reynslu, því vegna fámennisins fær það tæki- færi til að vinna í útvarpi, sjón- varpi og með frjálsum leikhópum. Við öll, sem töldumst fastráðin, höfðum okkar fýrstu tíu til tólf ár unnið með ffjálsum leikhópum og vorum á þeim tíma síður en svo á föstum samningi. Það er ekki eins og við höfúm verið ráðin reynslu- laus að þessu leikhúsi og ég taldi á sínum tíma að ég hefði verið ráðin til hússins einmitt vegna reynslu minnar og hæfni. En ef til vill er lítill áhugi fýrir reynslu fólks nú- orðið.“ Hvernig tilfinning er það að starfa nú í Borgarleikhúsinu - stóru leikhúsi, nýju leikhúsi? „Ég hef unnið með mörgum listamannanna áður, en þeir velj- ast eftir vali leikstjórans í hverja sýningu, tækniliðið er fámennt en sérstaklega góðmennt. Valinn maður í hverju rúmi. Nú hef ég það ekki á tilfinningunni að ég sé að bjarga einhverju fyrir horn, eins og ég hafði svo oft á tilfinn- ingunni áður. Nú finn ég að leik- hússtjórnin fýlgist með starfi mínu full áhuga og hjálpsemi og er ekki í samkeppni við mann.“ Þar fer skaftfellskur haus Það er Dunganon eftir Björn Th. Björnsson sem þú ert að setja upp. Hver varþessi Dunganon? „Galdrakarlinn Dunganon var lífskúnstner sem fæddist á Seyðis- firði 1897, ólst upp í Færeyjum og ól síðan aldur sinn í Kaupmanna- höfn og í mörgum stórborgum Evrópu, flæktist frá Kaupmanna- höfn til Spánar, frá Spáni til Frakklands og var í Belgíu um tíma. Hann var eins og jójó milli Kaupmannahafnar og Berlínar í stríðinu, þar sem hann var þulur í þýska útvarpinu. Alla tíð taldi hann sigþó íslending. Sumir hafa haldið hann vera fígúru eða eitthvað skrítinn en hann var svo sannarlega með báða fætur á jörðinni. Ég býst við að með lífi sínu hafi hann átt mik- ið erindi við samtíð sína sem lista- maður og hann taldi sig ekki eftir- bát manna á borð við Gunnar Gunnarsson, Kamban og Laxness. Hann orti á mörgum tungumál- um og var á vissan hátt málasnill- ingur. En hann þreifst ekki á ís- landi — var maður stórborgar- innar — og því var hann hér að- eins í eitt ár eða svo. Nafnið Dung- anon tók hann sér ásamt fleiri nöfnum, en skírnamafn hans var Karl Einarsson." Þú manst eftir honum. „Ég man eftir honum þar sem hann gekk yfir Tjamarbrúna, árið 1961, og hann heilsaði mér mjög séntilmannlega. Þá man ég eftir að hafa hugsað: „Það má mikið vera ef þetta er ekki skaftfellskur haus,“ og mikið rétt, því seinna er ég átti orðaskipti við hann komst ég að því að faðir hans, Magnús Einars- son, var fæddur á sama bæ og amma mín, Steinsmýri í Meðal- landi austur í Skaftafellssýslu. Síð- ar var ég á Landsbókasafninu, en þar sat hann alltaf og las. Mér fannst hann svo furðulegur því hann las ekkert annað en blöðin og skrifaði stöðugt upp úr þeim. Það þótti mér skondið. Einnig man ég eftir klæðaburðinum og fasinu. Það er gott að hafa hitt mann- inn, en ég hef eytt miklum tíma í gagnasöfnun, talað við fólk sem þekkti hann og svo kemur maður ekki að tómum kofunum þar sem höfundurinn, Björn Th. Björns- son, er, hann er auðvitað sérfræð- ingur í fyrirmyndinni. Leik- myndateiknarinn, Sigurjón Jó- hannsson, skerpir einnig mynd- ina því hann var vinur Dungan- ons og gæti þess vegna verið ein persónan í leikritinu. Ég sjálf man aðeins eftir honum sem svip- mynd.“ Hvaða erindi á þessi maður, þessi Dunganon, við okkur í dag? „Við verðum að muna það að leikritið sem ég er að setja upp er ekki sagnfræði. Persónan í aðal- hlutverkinu byggist hins vegar á Dunganon, sem var uppi á þess- um tíma, og lífshlaupi hans. Á vissan hátt var hann snillingur. Hann bjó við þennan lífsháska sem stríðið var og lífsháska þess manns sem verður að hafa ofan í sig og á. Dunganon vann ekki eins og aðrir, var aldrei í fastri vinnu. Haft er eftir honum: „Við sem vinnum í andans heimi höfum ekki efni á að kaupa dýrt dót.“ Hann var því ekki að safna jarð- nesku góssi. Hann þurfti óskap- lega lítið til að lifa af þrátt fýrir að hann væri nautnamaður á ýmsa hluti eins og konur, tóbak og vín. Hann var á skjön við kerfið en lifði samkvæmt sínu eigin kerfi og eig- in siðfræði, sem hann stóð við. Hann lifði í andans heimi, orti ljóð, samdi lög og málaði mynd- ir.“ Á leið til Grænlands Hjalti Rögnvaldsson leikur Dunganon. Hvernig tókst þér að fá hann heim? „Ég fór yfir allan leikaraskar- ann til að velja þann sem væri hæfastur til að leika Dunganon og þá stóð Hjalti upp úr. Ég hafði annan einnig í huga en treysti þó Hjalta betur. Hjalta hafði ég kennt í Leiklistarskóla Þjóðleikhússins og leikstýrt honum áður og vissi því að hverju ég gekk. Hann er al- veg dásamlegur leikari og Dung- anon hefur tekið sér bólfestu í honum þennan stutta tíma sem við höfum haft til að æfa. Hvers getur leikstjóri krafist frekar?“ Hvað er á döfinni að þessari uppsetningu lokinni? „Ég mun vinna með Silamiut, fyrsta grænlenska atvinnuleik- flokknum, sem starfar í Nuuk, ásamt Hallveigu Thorlacius. Þetta er leikhús þar sem blandað verður saman brúðuleik og leik, lifandi mannvera í barnaleikriti eftir Hallveigu. Það verður gaman að takast á við þetta verkefni. Að því loknu er ætlunin að ég vinni við litla kvikmynd og má því segja að ég fari líka utan sem kvikmynda- gerðarmaður. Þegar heim kemur fer ég að vinna að verkefnum sem ég er með á minni könnu vegna starfslauna listamanna, og þá hyggst ég vinna með grísk leik- verk og eigið handrit." Telma L Tómasson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.