Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 33

Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. SEPTEMBER 1992 33 LUKK TRÖL 5ÖCUR Tröllin fást í öllum 'stærðum og gerðum og eru meira að segja orðin „trendí". Þau eru aftur að slá í gegn gömlu góðu lukkutröllin sem tröllriðu öllu hér á landi fyrir um það bil tveimur áratugum. (Bretlandi og Bandaríkjunum eru þau orðin svo vinsæl að stofnaðir hafa verið sérstakir klúbbar fyrir aðdáendur tröllana með tugum þúsunda meðlima. Það var í sumar sem tröllin náðu fótfestu aftur fyrir alvöru. (slend- ingar virðast einnig vera að taka við sér, þvi að i mörgum blóma- og barnabúðum sjást tröllin í breiðum og að auki hefur verið opnuð sérverslun þar sem hægt að festa kaup á þessum fallega Ijótu en krúttlegu tröllum í öllum stærðum og gerðurn. Þau eru nefnilega orðin „trendí". Tískubylgjan er gengin svo langt að meira að segja er orðið hægt að fá tröll með tattó. (hópi aðdáenda tröllanna eru ekki eingöngu börn því þau eru orðin afar vinsæl tækifærisgjöf meðal fullorðna fólksins, enda falleg hugsun sem fylgir því að gefa lukkutröll. Ein tröllasagan hermir að maður nokkur sem staddur var á eynni Möltu hafi fest kaup á lukku- trölli áður en hann tók þátt i lottói staðarins. Hann tók tröllið milli handa sér og strauk hár þess um leið og hann óskaði sér þess að vinna stóra vinn- inginn. Og viti menn: Hann vann stærsta vinninginn í Möltulottó- inu! Myndlistarsýning einhverfra Um þessar mundir stendur yfir held- ur óvenjuleg myndlistarsýning í Gerðu- bergi, en listamennirnir eru allir ein- hverfir. Um er að ræða þau Áslaugu Gunnarsdóttur, Önnu Borg Walters-________________________________ dóttur og Pétur Öm Leifsson, sem öll hafa unnið að því markvisst síðan í haust að sýna verk sín opinberlega. Flestir þeir sem einhverfir em eiga erfitt með tjáningu á mæítu máli en myndlistin er ein af þeim tjáningar- leiðum sem mörgum eru færar, hugsun í myndum. Tveir listamannanna em tuttugu og fjögurra ára og einn árinu eldri. Þau hafa lengi fengist við að teikna og mála myndir en fengu nú tækifæri til að vinna með fínni efni en áður. Sjöfn Guðmundsdóttir listmeðferðarffæðingur hefur unnið með lista- mönnunum og segir ákveðna þróun í notkun lita og forma hafa orðið hjá þeim. Það er kannski ekki á allra færi að skynja hvaða upplifun það var fyrir listamennina að haida svona sýningu, en þeir sem þekkja vel til segja að unga fólkið hafi verið bæði ánægt og stolt við opnunina. Viðburðurinn er einstakur í sögu mynd- listar á fslandi, þar sem einhverfir hafa aldrei áður sett upp sýningu sem þessa utan samsýningar sem haldin var fyrir allnokkrum árum. Markmiðið er að halda áfram á sömu braut og gefa fleirum tækifæri til að sýna myndverk sín. Nú stenduryf- ir heldur óvenjuleg myndlistar- sýning í Gerðubergi en þar sýna þrír einhverfir listamenn Þ U KEMST EKK! Hún hefur verið að halda því fram að hún sé eitthvað venjuleg, hún Sóley sem fer með annað aðalhlutverkið í spennugamanmyndinni með mafíósaívafinu, Sódómu Reykjavík. Þeir sem til henn- ar þekkja vita betur. Stúlkan er hvorki né hefur nokkurn tíma verið neitt venjuleg. Hún var til dæmis ekki nema tólf ára þegar hún ákvað að verða fyrirsæta (sem reyndar varð ekki, en verð ur kannski, maður veit aldrei) og enn yngri þegar hún ákvað að verða leikkona, sem hún er þegar orðin. Oftsinnis gantaðist hún með það, innan vinkvennahópsins, að þegar hún yrði orðin ffæg og rík leikkona ætlaði hún létta undir með vinkonum sínum í fjármálunum, gera hitt og þetta fyrir þær, enda sparar Sóley aldrei stóru orðin. Hún var vön að láta vaða, stúlkan. Það skal þó viður- kennt að Sóley er ekki lengur jafn- yfirlýsingaglöð og á sínum yngri árum, hefur enda þroskast nokk- uð og er farin að láta verkin ffem- ur en orðin tala. Afhveiju varst þú valin i aim- að aðalhlutverkanna í myndinni? „Ja, við Óskar kynntumst í London þegar við vorum bæði í námi og urðum eftir það ágætis félagar. Þar hefur hann sennilega kynnst því að ég hef einhverja leikhæfileika. Engu að síður var ég prófuð í myndina. Ég held að þetta hafi síður en svo verið vinar- greiði.“ Þú segir þetta mafíósamynd. Eru margar byssur og morð í Sódómu? „Nei, það eru hvorki notaðar byssur né ofbeldisáhöld í mynd- inni og engin morð framin.“ Þess má geta að dyravarðar- mafíósana í myndinni leika þeir Eggert Þorleifsson, Stefán Sturla Sigurjónsson og Þröstur Guð- bjartsson." Erþetta fyndin mynd? „Alveg hryllilega. Hún er hreint og beint ógeðslega fyndin en allt öðruvísi fyndin en Veggfóður, enda um mjög ólíkar myndir að ræða. Þetta er mynd sem ætti að höfða tif allra aldurshópa.“ Ergottað vinna með Óskari? „Óskar er mjög góður leikstjóri. Ég myndi kalla hann leikara-leik- stjóra. Við æfðum mjög mikið fyr- ir þessa mynd, byrjuðum löngu áður en tökur hófust,“ segir Sóley, bjartsýn á framhaldið, enda að- standendur myndarinnar nokkuð vissir um að þeir sem sáu Vegg- fóður skili sér einnig á Sódómu og fleiri til. MERKAR POPPMINIAR Á þessum árum geisaði strið milli kynslóðanna sem flestir eru iöngu búnir að gleyma. Mörgu eldra fóiki þótti popptónlistin ógeðsleg og hryllti við textunum sem voru sungnir við bítlalög. Það var semsagt gaman að vera ungur og auðvelt að hneyksla foreldrana, ólíkt þvísem nú er. En þegar popparar eetluðu að færa sig ögn inn á svið klassískrar tónlistar, þá var virðulegum menningarpáfum nóg boðið. Þess vegna brugðu þeir hart við hinir eldri virðulegu menn sem stjórnuðu tónlistarflutningi íRikisút- varpinu þegar Trúbrot gaf út fyrstu plötu sína 1969 og nefndi einfaldlega Trúbrot. Þar varð nefnilega það hneyksli að popplandsliðið fékk að láni stefúr Pílagrimakórnum úr óperunni TannhNuser eftir Wagner og smíðaði um það lag um ferðirJesú Krists. Að sönnu ósmekklegt, en mjög i anda þess sem var að gerast annars staðar iheiminum. Og i lagi sem hét Konuþjófurinn komu fyrir einhverjar línur i texta Þorsteins Eggertssonar sem þóttu tviræðar og þvi var ákveðið að banna það líka, eins og Elskaðu náungann. En þeir á Rikisútvarpinu ætluðu ekki að tefla i neina tvisýnu. Það var ekki nóg að tilkynna bannið og merkja plöturnarsem út- varpinu bárust rækilega með ströngum aðvörunarorðum eins og „má ekkileika". ▼ Nei, þeir voru svo ákafir i andúð sinni , á poppi að þeir . i fengu útrás, þessir * ' eldri virðulegu menn, við að rispa allar plöt- urnar vandlega svo aldrei framar yrði hægt að spila hin óæskilegu Bannið mun ekki vera i m gildi lengur. " m GEGNUM VIKUNA Kaupmannahafnarferð fjórða des því þá verður karlafataflokkur- inn Chippendales frá Hollywood með undraverða hreyfilistasýn- inguþaríborg. Því nýjasta í pomóinu gervitám, eða afsteypu af tám Söru Ferguson með góðu bragði sem gott er að naga. Að ríkisstjórnin fari að spila út trompunum ef hún á einhver til, eila verður þjóðin brátt útdauð úr svartsýni. Að fólk fái sér gæludýr frem- ur en böm því þjóðfélagið verður sífelit vinsamlegra dýrum en óvinsam- legra börnum. Að vera klæddur eins og „drusla“. í öllu of stóru, eða of víðu, of gömlu, of þröngu, of not- uðu eða of ódýru, eða því sem streit fólkinu með „stíl“ finnst „of‘ eitthvað. Að vera í „of‘ ein- hverju er svar hinna meðvituðu um að nú séu krepputímar. Og þá skal andinn sterkari efninu. Það er nefnilega úti á krepputímum að vera ómeðvitaður streitari og klæðast öllu í stíl ffá toppi til táar; að vera í Chanel-dragt með Chan- el-veski og í Chanel-skóm og halda að maður sé ægilega fiottur og smart. Það er næsta heimsku- legt. UTI Kombakk er tvímælalaust úti og hefur verið um tíma þótt enn sé verið að hampa mönnum eins og Pétri Kristjánssyni, Flosa Ólafs- syni, Trúbroti, Pops og fleirum. Þegar kombakk er komið út í öfg- ar, eins og nú á íslandi, er það orðið merki urn andleysi á hæsta stigi. Þetta er eins og með allt ann- að hérlendis; ef ein beljan byrjar að míga þá þurfa allar hinar belj- urnar líka að míga. Kombakk Hjalta Rögnvaldssonar er hins vegar inni, enda á ferðinni með- vitaður leiksnillingur með skoðanir. .,, nmaíú. Pcdtiréír- aðms apb. -iín lH“ss að hussa (il al,ra frrða,as * i du r rr anna scm hu fors iinna sem þú fórst ckki í snniar. IJJJJ ... án kábojstígvéla. ... án þess að fá þér chilipipar. Þú þolir betur hitann á eftir. ... cf fíÚ crí cíiíti titci) íatíó cittljUcrc otaönr ú ítroþúit- uiit. „Erþað ekki dœmigertfyrir kallana í ríkisstjóminni að skera niðurfœðingarorlofið, — maðurhefurnú rekist á svona ábyrgðarleysi í kallpeningnum áður. Égheld þessir kallar œttu að hugsafyrr um hvaða afleiðingar það hefur að sofa hjá. Efþeir vilja spara fieðingarorlof- ið eiga þeir baraað nota smokka!"

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.