Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 37

Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. SEPTEMBER 1992 37 LÍFIÐ EFTIR VINNU „Útfrá listraenu sjónarmiði býr verk Þórunnar yfir áberandi galla sem er sá að höfundi hættir til að ösla svo vasklega í tiifinninga- semi að lesandinn fer beinlínis hjá sér við lesturinn," segir Kolbrún Bergþórsdóttir meðal annars í gagnrýni sinni á bók Þórunnar Valdimarsdóttur; Snorra á Húsafelli. sem er sá að höfundi hættir til að ösla svo vasklega í tilfinningasemi að lesandinn fer beinlínis hjá sér við lesturinn. Sviðsetningar innan verksins líða einkanlega íyrir hið óhefta tilfinningastreymi höíund- ar. Einnig er þetta áberandi galli á formála verksins sem er ótrúlega slæmur en um leið blessunarlega stuttur. En nú er vert að ég ítreki aðdá- un mína á þessu mikla verki sem er sneisafullt af fróðleik og laust við sagnfræðilegan stirðleika. Það liggja mikil vinna og hugsun þessu riti til grundvallar og þeir gallar sem ég hef nefnt breyta í engu þeirri skoðun minni að hér sé á ferðinni stórvirki. Thomas Mann er einn af þeim greindu fagmönnum í rithöfunda- stétt sem aldrei slá feilnótu. Bók hans um blekkingarmeistarann Felix Krull var síðasta verk hans og langt frá því að vera í hópi þeirra bestu. En Mann er einn af bestu rithöfundum þessarar aldar, ef til vill sá mesti, og því er Mann í lægð yfirleitt betri en flestir rithöf- undar í sínu besta formi. Og Felix- ar Krull má ríkulega njóta í ein- staklega góðri þýðingu Kristjáns Árnasonar. En það læðist til manns ósk þess efnis að hið metn- aðarfulla forlag Mál og menning fái nú Kristján til að þýða stærstu verk Thomasar Mann. Og síðasta hrósið fær Montal- ban fyrir gæðareyfara um einka- spæjaran Cavalho. Frásögnin er hæg og stundum langdregin en bókin er full af litríkum þjóðfé- lagsmyndum og næmri persónu- sköpun. Og ef morðgátan virðist að nokkru verða utanveltu og jafnvel týnast í fjölskrúðugum stemmningarlýsingum af spænskri þjóðarsál þá varða þær litlu svo vel má við þær lýsingar una. Exizt AFTER MIDNIGHT EXIZT/JAPIS ★ ★ AB Það eru engir grænjaxlar ^vjjsem skipa þungarokks- ^TjBhljómsveitina Exizt. Nei, það eru allt vanir menn og það er auðheyrt þegar hlustað er á þessa fyrstu geislaplötu. Spilamennskan er pottþétt og hljómurinn góður, þungarokkið sem Exizt spilar er bara svo rosalega gamaldags; ein- hvem tíma gekk það undir heitinu amerískt iðnaðarþungarokk og Exizt bætir litlu við það sem hljómsveitir á borð við Van Halen gerðu fyrir tíu árum eða meira. Exizt-menn eru þó í spiliríinu af eldmóði og gallhörðum áhuga og það skín í gegn. Hér er hljómsveit sem hefur gaman af því sem hún er að gera. Drísill, Þrumuvagninn og COT em þær hljómsveitir sem liggja að baki Exizt. Allt svipaðar sveitir á kafi í „gamla góða“ þungarokk- inu. Nýja strauma á borð við drauðarokkið og ferska takta Met- allica og Pantera er ekki að finna hjá Exizt. Víðsýni er þó það eina sem getur bjargað Exizt frá enn ffekari stöðnun. After Midnight hefst á ósungnu lagi sem heitir í höfuðið á hljóm- sveitinni, eins konar forleikur sem Guðlaugur Falk stjórnar með fimri fingraleikfimi. Guðlaugur er lipur gítarleikari og sólóar hans oft þolanlega óstaðnaðir. Hann hefur tæknina í lagi en hug- myndaflugið mætti oft vera meira. Næsta lag, After Midnight, kynnir Eið Eiðsson söngvara til sögunn- ar. Eiður er vel skrækur og kraft- mikill, enda ekki kenndur við Plant fyrir ekki neitt. Riþmaparið Jón Guðjónsson og Sigurður Reynisson stendur sig líka vel, gegnumgangandi ófrumleiki er það eina sem skyggir á hnökra- laust samspilið. Það eru níu lög á plötu Exizt og er skiptingin nokkuð jöfn á milli rokkballaða og hraðara rokks. Ballöðurnar em mun áheyrilegri en staðnað rokkið og er lagið „Child“ einna best heppnað, flott kassagítarplokkið hjá Guðlaugi setur sterkan svip á lagið og Eiður er ekki jafnskrækur og vanalega. Af rokkinu eru Iögin „Magical Ride“ og „After Midnight" skást, en þó ekkert til að hrópa húrra fyrir. Exizt-menn syngja allt sitt efni á ensku og því kannski ekki að furða þótt kanarnir á vellinum hafi fallið marflatir fýrir þeim. Kanagreyin verða jú að fá sitt þungarokk eins og aðrir og hér í næðingnum er þeim alveg sama hvort það kemur frá Van Halen eðaExizt. 1 lokin verð ég að skamma Ex- izt fyrir umslagið. Það er vægast sagt hörmulega óspennandi. Gunnar Hjálmarsson Reiðir gítarar SONIC YOUTH DIRTY DGC ★★★★ jMnNew York-sveitin Sonic ■vjYouth hefur með óþreyt- ^jfljamii rokktilraunum sín- umoroið að einskonar ömmu nýrra rokksveita á borð við Nir- vana og Helmet, sem sækja áhrif í gítarglamrið og töffröff-stælana. Sonic Youth bera með sér hrás- lagalegan andblæ stórborgarinn- ar. Það er næstum hægt að finna hlandstækju neðanjarðarlestanna með því að hlusta á hljómsveitina. Þrátt fyrir að Dirty sé áttunda plata hljómsveitarinnar er engan bilbug að finna á Sonic Youth; þeim tekst alltaf að velta upp nýj- um flötum og nálgast hrátt rokkið á nýjan hátt. Flestar hljómsveitir teljast heppnar ef þær hafa innanborðs einn góðan lagahöfund. í Sonic Youth eru þrír góðir lagahöfund- ar; hjónakornin Thurston Moore og Kim Gordon semja til skiptis megnið af plötunni, en Lee Ren- aldo á eitt frábæ'rt lag „Wish Ful- fillment". Best tekst Thurston upp í „100%“, sem er óvenjulega poppað miðað við fýrri affek, og „Sugar Kane“, gítarorgíu með texta um Marilyn Monroe. Bassakonan Kim er í stuði í „Swimsuit issue“, nöpru lagi um káf á vinnustöðum, og „Orange Rolls, Angel’s spit“ er kröffugt og ögrandi lag, fullt af reiðum gítur- um. Þessir reiðu gítarar eru vöru- merki Sonic Youth og lögin eru sem teppi ofin úr gíturum, góðum textum, frábærum rokktrommu- leik og heilsteyptu töffara-hugar- fari meðlimanna. Það er ekki eitt einasta leiðin- legt lag á Dirty og geri aðrir betur á sinni áttundu plötu. Gunnar Hjálmarsson Skiptibók klúbbsins er að þessu sinni Dreyrahiminn eftir Herbjorg Wassmo. Síðasta bókin í sagna- bálkinum sem færði Wassmo bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs árið 1987. Þetta er ein þeirra bóka sem komast nálægt því að fá mann til að sýna um- burðarlyndi þeirri staðreynd að þjóðin tekur sjónvarpsgláp fram yfir bóklestur. Bókin er skrifuð í þeirri ógæfulegu stíltegund sem nýtur mikillar hylli norrænna skáldkvenna og byggist á að skrifa stuttar málsgreinar sem hljóma álíka aðlaðandi og hamarshögg. („Var barið? Sársauki í snúinni öxl. Væmið bragð gamals þorsta?“) Þessari aðferð virðast einhverjir gagnrýnendur hafa ruglað saman við góðan skáld- skap. Sannleikurinn er sá að þegar bókmenntaverk byggist að stór- um hluta á þessari aðferð verður því ekki forðað frá því að verða til- gerðarlegt, ólistrænt og þreytandi. Kolbrún Bergþórsdóttir „Exizt-menn syngja allt sitt efni á ensku og því kannski ekki að furða þótt kanarnir á vellinum hafi fallið marflatir fyrir þeim. Kanagreyin verða jú að fá sitt þungarokk eins og aðrir og hér í næðingnum er þeim alveg sama hvort það kemurfrá Van Halen eða Exizt," segir Gunnar Hjálmarsson í gagnrýni sinni á nýja plötu Exizt. 18.00 Fjörkálfar. 18.30 Kobbi og klíkan. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 ★ Auðlegð og ástriður. Áströlsk sápa. 19.25 ★ Sókn í stöðutákn. Breskt grín. 20.00 Fréttir. 20.35 Blóm dagsins. Friggjargras. 20.40 Austurlönd nær. Fyrrihluti franskrar myndar þar sem er rakin saga Austurlanda nær frá aldamótum til okkar daga, hrun Tyrkjaveldis, ítök nýlenduvelda, ísrael og Súez. Þetta er mikil saga og þátturinn lík lega forvitnilegur. 21.40 ★★ Eldhuginn. Framhaldsmyndaflokkur, ekki svo afleitur. 22.30 Froskalappir. Islenskur þáttur um franska poppara, sveitir sem fæstir hérlendis þekkja en eru sjálfsagt athyglisverðar. Franskt popp var inni í smátíma, en er það varla lengur. 23.05 Fréttir. ■■■■DDEECEX53K9HBHBÍ 18.00 Sómi kafteinn. 18.30 Barnadeildin. 18.55Táknmálsfréttir. 19.00 Magni mús. 19.25 ★ Sækjast sér um líkir 20.00 Fréttir. 20.35 Blóm dagsins. Blóðberg. 20.40 ★★ Leiðin til Avonlea. Vandað fólk. 21.30 ★★ Matlock. Andy Griffith grettir sig. 22.20 ★★ Háskaleg kynni. Dangerous Liaisons. Amcrísk, 1988. Vönduð mynd, en samt tilgerðarleg, á köflum langdregin og beinlínis leiðinleg og fjarskalega ofmetin. Leikarar, Glenn Close og John Malkovich, fengu hrós fyrir; þeirra framlag var líka ofmetið, sérstaklega Malkovich sem getur ekki leynt því hvað hann er að springa af monti yfir sjálfum sér. 00.15 Kylie Minogue. Á tónleikum með þessari áströlsku söngkonu sem leikur í Nágrönnum. Fyrir fólk sem ætti að vera farið að sofa, en er ekki heima. LAUGARDAGUR 17.00 íþróttaþátturinn. 18.00 Múmínálfarnir. 18.25 Bangsi besta skinn. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 ★ Strandverðir. Verðir á strönd. 20.00 Fréttir. 20.35 Lottó. 20.40 Blóm dagsins. Krækilyng, en engin ber. 20.45 Fólkið í landinu. „Ég var rekinn áfram af formgrillum.'' Ömurlegur titill á viðtali við Hafstein Guðmundsson prentsmjðjustjóra. 21.10 ★ Hver á að ráða? Síðasti þáttur. Húrra! 21.35 ★ Kossbragð. Kiss Shot. Amerísk, 1989. Sjónvarpsmynd, ekki bíómynd eins reynt er að halda fram, um einstæða móður sem spilar billjarð til að reyna að bja(ga fjárhagnum. Af því að þetta er sjón- varpsmynd má Whoopi Goldberg ekki brúka fúlan kjaft og því er myndin fyrir neðan meðallag. 23.15 ★★ Sverð samúræjans. Le systeme Navarro- Samurai. Frönsk, 1989. Navarro lögreglumaður er Ijótur og feitur og frekar leiðinlegur, en að lokum leysir hann gátuna. 17.50 Sunnudagshugvekja. 18.00 Ævintýri úr konungsgarði. 18.30 Fyrstaástin. 18.55Táknmálsfréttir. 19.00 Jóki björn. 19.30 H Vistaskipti. 20.00 Fréttir. 20.35 Sjö borgir. Sigmar B. í New York, í Kínahverfinu og Litlu-Ítalíu. Vonandi verður hann ekki rændur. 21.10 ★ Gangur lífsins. Lokaþáttur. 22.00 Sonarheimt. Breski stórleikarinn Alan Bates leikur mann sem þarf að læra að elska tólf ára son sinn upp á nýtt. 23.25 Sögumenn. Vilborg Dagbjartsdóttir segir söguna af Gilitrutt. Eins og hún hefur sjálfsagt oft gert fyrir börnin í Austurbæjarskóla. 17.00 Undur veraldar. Jólaeyjan í Indlandshafi. Þar eru ekki alltafjól. 18.00 Dýrgripir landsins helga. Um alls kyns muni, sem sumra er getið í Biblíunni. 18.30 Tvö meistaraverk sautjándu aldar. Rakin saga tveggja verka, annað er eftir Rembrandt og hitt eftir Velasquez. SUNNUDAGUR 17.00 Felipe Benvenides. Um yfirgang bandarískra sjóman- na við strönd Perú. E 17.30 Gerð myndarinnar Drowning by Numbers. Þáttur um þessa mynd og leikstjórann, Bretann Peter Greenaway. 18.00 Samskipadeildin. Farið yfir stöðu mála í íslandsmóti sem er búið, en kannski vita þeir það ekki á Sýn. Við mælum með... Að Navarro lögreglumaður i Sjónvarpinu fari i megrun... ítalska fótboltanum á Stöð 2. Alvöru bolti, ekki bara hlaup og spörk... Kalla kanínu og félögum á Stöð 2. Alvöru ameriskt skrípó.. 39 þrepum á Stöð 2. Ungur og frískur Hitchcock að hita upp fyrir stórafrek... ★★★★Pottþétt ★★★Ágætt ★★Lala 16.45 Nágrannar. 17.30 Meðafa.E 19.19 19.19. 20.15 Eiríkur. Var kannski misráðið að byrja á Jóhanni Einvarðssyni? 20.30 ★★ Fótboltaliðsstýran. 21.25 Laganna verðir. 21.55 Dómur fellur... Seven Hours to Judgement. Amerísk, 1988. ★★ Frekar þunn en þó ágætlega þolanleg. 23.25 ★★ Hafnaboltahetjurnar. Major League. Amerisk, 1989. í hafnabolta sjá Kanar glatað sakleysi þjóðar sinnar. Því gera þeir svo margar myndir um hann. Þessi gamanmynd með Tom Berenger og Charlie Sheen er meðal þeirra máttlausari. E 16.45 Nágrannar. 17.30 Áskotskónum. 17.50 Á ferð með New Kids on the Block. 18.15 Trýni og Gosi. 18.30 Eerie Indiana. E 19.19 19.19 20.15 Eiríkur. 20.30 HKæriJón. 21.00 Stökkstræti 21. Nýr bandarískur spennumynaflokkur um ungar löggur sem starfa óeinkennisklæddar og vinna gegn glæpum meðal unglinga, meðal annars í skólum. Bjarki Elíasson myndi ekki fíla svona vinnubrögð. 21.50 ★★ Heimilishald. Housekeeping. Amerisk, 1987. Eftir meistaraverk sitt Local Hero fór Bretinn Bill Forsyth til Ameríku. Þar hefur hann aldrei náð sér á strik. Þessi mynd um unglingsstúlkur og skrítna móðursystur þeirra er ósköp mannleg, en í raun ekki í frásögur færandi. 23.40 ★★★ Morðingjahendur. Hands of a Murderer. Bresk, 1990. Þeir eru margir Sherlockarnir Holmesarnir, en Edward Woodward er með þeim betri. 01.10 ★★ Nautnaseggurinn. Skin Deep. Amerísk, 1989. Gamanmynd eftir Blake Edwards. Þær eru sjaldnast mjög góðar. Þessi fjallar um drykkfelldan og kven- saman rithöfund og er allt í lagi. E LAUGARDAGUR 09.00 Meðafa. 10.30 Lísa í Undralandi. 10.50 Spékoppar. 11.15 Ein afstrákunum. 11.35 Mánaskífan. 12.00 Landkönnun National Geographic. 12.55 Bílasport. E 13.25 Visasport. E 13.55 Gengið í það heilaga. Amerískur þáttur þar sem er fjallað um undirbúning fyrir tvö brúðkaup, sem eru allólík í sniðum. En er ekki brúðkaupavertíðin búin? 15.00 Þrjúbíó. Svanirnir. 16.00 Hótel Marlin Bay. Ný röð níu framhaldsþátta sem gerastá Nýja Sjálandi. 17.30 Morgunflug. Olafur E. Jóhannsson fréttamaður ský- tur á allt kvikt, meðal annars gæsir. Þær eru flestar í Hljómskálagarðinum og hlæja að Ólafi. E 18.00 Popp og kók. Um popptónlist og bíó. 18.40 ★★ Addams-fjölskyldan. 19.19 19.19. 20.00 ★ Falin myndavél. 20.00 ★★ Morðgáta. 21.20 ★★★ Nadine. Nadine. Amerísk, 1987. Frekar yfir- lætislaus en ágæt kómedía um hárgreiðslukonu í Texas sem verður vitru að morði þegar hún ætlar að nálgast nektarmyndir sem af henni voru teknar. Kim Basinger kom á óvart í myndinni; þetta var í fyrsta skipti sem hún sást leika. Það hefur hún heldur ekki gert síðar. Jeff Bridges er ágætur að vanda. 22.40 ★★★ Á síðasta snúningi. Dead Calm. Áströlsk, 1989. Tryllir sem reynir heiftarlega á taugarnar um brjálaðan morðingja sem ofsækir hjónakorn sem sigla á skútu langt úti á rúmsjó. Spennan magnast hægt og ákaflega, en endirinn er nokkuð yfirdrifinn. 0.15 ★ Skæruliðarnir. The Beast. Amerísk/ísraelsk, 1988. Frekar fáránleg stríðsmynd sem á að fjalla um sovéskan skriðdreka sem villist í Afganistan. Einn her- mannanna gengur í lið með skæruliðum. Já, já. E 09.00 Kormákur. 09.10 Regnboga-Birta. 09.20 Össi og Ylfa. 09.45 Dvergurinn Davíð. 10.10 Prins Valíant. 10.35 Maríanna fyrsta. 11.00 Lögregluhundurinn Kellý. 11.30 ídýraleit. 12.00 ★ Stjúpa mín er geimvera. My Stepmother is an Alien. Eins og við mátti búast eru Kim Basinger og Dan Aykroyd allsendis ófyndin í þessari gamanmynd sem skýtur yfir markið í öllum deildum. E 13.55 ítalski boltinn. Bein útsending. Alvöru fótbolti, ekki bara spark og hlaup. 15.45 Kiri Te Kanawa. Þessi nafntogaða óperusöngkona kynnir áhorfendum . heim óperunnar og uppáhaldsverk sín. 17.00 Listamannaskálinn. Hljómsveitarstjórinn Christopher Hogwood um hlutverk Jósefs Haydn sem er einn af upphafsmönnum sinfóníunnar. E 18.00 Lögmál listarinnar. Breskur myndaflokkur um fólk sem á peninga til að kaupa sér list. Nú er fjallað um þá sem selja listina. 18.50 ★★★★ Kalli kanína og félagar. Ekta amerískt skrípó. 19.19 19.19. 20.00 ★ Klassapíur. Þreytandi, leiðinlegar, Ijótar og vit- lausar amerískar kerlingar. 20.25 ★★ Root fer á flakk. Breskur gamanmyndaflokkur, síðasti þáttur. 21.20 ★★★ Loforðið. Promise. Amerísk, 1986. Ágæt sjón- varpsmynd um kærulausan piparsvein, leikinn af James Garner, sem þarf að annast geðklofa bróður sinn eftir að móðir þeirra deyr. Stórleikarinn James Woods fer á kostum í hlutverki bróðurins. Myndin var gerð á undan Rain Man. 22.55 ★★ Arsenio Hall. Meðal gesta er Dudley Moore. 23.40 ★★★★ 39 þrep. The 39 Steps. Bresk, 1935. Hún er dálítið gömul þessi klassíska njósnamynd, en vel þess virði að henni sé gefinn gaumur. Þarna er meistari Hitchcock að hefja sig til flugs og svífur stundum í hásölum snilldar. Ung Peggy Ashcroft er indæl. E ★Leiðinlegt ® Ömurlegt E Endursýnt efni

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.