Pressan - 24.09.1992, Blaðsíða 2

Pressan - 24.09.1992, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 24. SEPTEMBER 1992 ÞETTA BLAÐ ERTILÍ ALLT Eins og Madonna. Hún er til i að fara yfír línuna sem Egill Ólafs- son dró; að koma nak- in fram fyrir frægðina. Allt um þetta á blað- siðu 20 — og myndir með. Eins og Jón Halldórs- son. Hann er til í að gera hvað sem er til að ná völdum i Sam- einuðum verktökum, eins og lesa má um á blaðsíðu 13. Eins og íslendingar. Þeirvirðastað minnsta kosti til í allt á kvöldin. Það má lesa um á blaðsiðu 26, þar sem niðurstöður háal- varlegrar skoðana- könnunar eru birtar; með hverjum vilja ís- lendingar helst eyða kvöldstund. Niður- staðan er: Allt frá fal- legri stúlku upp í Jó- hannes Nordal. Eins og starfsfólk á veitingahúsum. Það virðist að minnsta kostisvo, samkvæmt upplýsingum félags starfsfólksins. Það er til í að vinna svart, fá greitt i brennivini og láta eigendurna koma fram við sig á allra handa máta, eins og sjá má blaðsiðu á 4. Baraefþaðfærað vinna á barnum. Eins og Landsbank- inn. Það virðistað minnsta kosti ekkert hik á bankastjórunum þegar kemur að útlán- unum. Eins og 'já má á blaðsíðu 9 lánuðu þeir 280 milljónir út á fisk sem kostaði ekki nema 25 milljónir. Þeir virðast því sann- arlega til i hvað sem er. Heldur þú að tónleik- arnir gangi áfaUalaust, Gunnar? „Ef drengirnir eru komnir þá von- um við einlæglega að þeir verði ekki fyrir skakkaföllum heldur að þeir geti leikið sinn leik til enda. Þó í því ljósi að menn viti hverjir eru þama á ferðinni og hvaða boðskap þeir hafa að bera.“ Um næstu helgi fara fram tónleikar bresku hljómsveitarinnar Black Sabbath á Akranesl.Trúfélagið Krossinn hefur kennt tónlist þessarar hljómsveitar við djöflatrú og áður beðið gegn slíkum hljómsveitum. F Y R S T F R E M S T GUÐMUNDUR EINARSSON. Ekki sjálfsævisaga, en samt um ungan mann sem dettur inn á þing. SVEINBJÖRN BJÖRNSSON. Þykir hafa verið eftirgefanlegur við ríkisvaldið. GUÐMUNDUR SKRIFAR PÓLITÍSKAN RÓMAN Fyrir jólin kemur út hjá Erni og örlygi ný skáldsaga með óvenju- legt baksvið. Þetta er pólitísk skáldsaga um ungan mann sem tekur „sæti unga fólksins“ á ffarn- boðslista og dettur óvænt inn á þing í stórsigri flokksins í kosn- ingum. Höfundurinn er Guð- mundur Einarsson, aðstoðar- maður viðskiptaráðherra og fyrr- um alþingismaður, sem einmitt fór sjálfur inn á þing við óvenju- Iegar aðstæður árið 1983. Við höfum þó fyrir satt að skáldsagan sé ekki byggð á sann- sögulegum atburðum, en byggist væntanlega á reynslu höfundar af reykfylltum bakherbergjum. Sag- an gerist á einu kjörtímabili og lýsir ferð söguhetjunnar í gegnum hinar hefðbundnu magakveisur og krísur pólitíkurinnar. Þeir sem hafa lesið handritið segja að sagan . sé bráðfyndin á köflum og upplýs- andi um rangala stjórnmálanna. Ekki er komið endanlegt nafn á bókina, en fýrsti kafli hennar ber heitið „Mamma, ég var kosinn!" ANSA LÆKNAR EKKI SVEINBIRNI? Andrúmsloftið í Háskóla ís- lands mun vera svo slæmt nú á haustmisserinu að slíkt hefur ekki þekkst í aðra tíð. Ástæðan er nátt- úrlega niðurskurðurinn, sem veldur því að kennslustundum hefur stórlega fækkað, vinnuskil- yrði versnað og kaup lækkað hjá mörgum kennurum, bæði fast- ráðnum og stundakennurum. Sveinbjörn Björnsson há- skólarektor mun ekki hafa aukið vinsældir sínar í þessum darrað- ardansi. Þykir mörgum undir- mönnum hans að hann hafi verið of eftirgefanlegur í glímunni við ríkisvaldið og menntamálaráðu- neytið. Þóttu svör Sveinbjarnar á fundi með starfsmönnum háskól- ans ekki sannfærandi. Einnig er óánægja innan margra deilda með það hversu niðurskurðurinn bitn- ar misjafnlega á deildum. Þykir hann tii dæmis hiutfallslega mun minni í lækna- og lögfræðideild en víðast annars staðar. Menn benda til dæmis á að í læknadeild hefði verið hægt að skera niður fé til ýmissa rannsókna sem gætu beðið betri tíma. Þegar stefni í at- vinnuleysi í stéttinni sé heldur ekkert vit í að læknar séu undan- þegnir sparnaði. Það fýlgir hins vegar sögunni að læknar séu svo fínir með sig að þeir ansi ekki kröfum um niðurskurð. MARGRÉT SIGLIRSINN SJÓ Eini þingmaður stjórnarand- stöðunnar sem greiddi atkvæði með bráðabirgðalögum ríkis- stjórnarinnar um kjaradóm var Margrét Frímarmsdóttir, þing- maður Alþýðubandalags. Kunn- ugir í þingflokki allaballa segja að þetta sé engin tilviljun. Það er stutt síðan Margrét ákvað að hætta for- mennsku í þingflokknum eftir töluverð átök og fékkst ekki til að halda áfram þrátt fyrir fortölur Ólafs Ragnars Grímssonar. Margrét mun hafa haft aðrar skoðanir en félagar hennar á ýms- um málum, en gat ekki látið þær uppi opinberlega á meðan hún gegndi trúnaðarstarfi fyrir þing- flokkinn. Nú hefur hún látið af því og hefur ffelsi til að sýna ákveðið sjálfstæði. Kjaradómsmálið er dæmi um það og ekki er talið ólik- legt að Margrét komi oftar á óvart íþinginuívetur. LOGITAPAÐI STÓRT Á föstudaginn var fundað í út- varpsráði. Þar var Jón Óskar Sól- nes ráðinn fréttamaður erlendra frétta, en hann hefur gegnt starf- inu undanfarið í leyfi frá íþrótta- deildinni. Þar af leiðandi þurfti jafnframt að ráða í þá stöðu, en henni hefur Logi Bergmann Eiðsson gegnt. Logi sótti um áður en hann hélt utan til þess að lýsa Ólympíuleikum fatlaðra, en þegar hann sneri heim var það fyrsta sem hann frétti að hann hefði tap- að 6-0 fyrir Adolf Erlingssyni. Mikill kurr mun vera meðal starfsmanna útvarps og sjónvarps vegna þessa og munu starfsmenn íþróttadeildar sjónvarpsins með Ingólf Hannesson í broddi fylk- ingar hafa hótað uppsögnum allir íslenskt reður- ristæki í hönnun í undirbúningi er hér á landi hönnum og smíði tækis til mælinga á reðurrisi í svefni við rannsóknar- stofu í læknislegri eðlisfræði. Hingað til hafa verið notuð tæki frá bandarísku fyrirtæki til mælinga á reðurrisi. „Málið snýst um að endurbæta þann mæli sem við erum þegar með. Svona tæki eru mjög fá til í heiminum. Tækið sem við notum nú er gallað að ýmsu leyti en tilgangurinn er að fullkomna tækið og gera það ódýrara í rekstri. Ég held að við höfum alla burði til þess, enda höfiim við mjög góðu tækniliði á að skipa,“ sagði Guðmundur S. Jónsson, læknir og einn hönnunarmanna, í samtali við PRESSUNA. Á hvaða hátt getur tækið orðið fullkomnara? „f því tæki sem við notum nú eru alkaline-batterí sem hent er eftir hveija notkun. Við ætlum til dæm- is að hanna batterí sem hægt er að hlaða aftur. Auk þess eru hringimir sem settir eru á liminn dýrir og vilja bila. Þetta er einungis lítil tölva sem getur tekið inn á sig allt að vikuskammt af upplýsingum.“ Hvaða tilgangi þjónar tækið? „Það þjónar þeim tilgangi að athuga hvort menn hafi ris að nóttu. Reiknað er með því að heilbrigður karlmaður hafi tvö ris á nóttu, í minnst 10 mínútur í einu, með ákveðnum styrkleika. Auk þess mælum við blóðþrýstinginn í limnum. Tækið er notað til að athuga hvort kyngeta karlmanna sé í lagi. Ef risin skila sér tvö eða fleiri getum við sagt að hann sé eðli- legur.“ Er tækið mikið notað? „Já, það er töluvert mikið um það að karlmenn séu sendir til mín ffá ýmsum læknum í bænum.“ sem einn ef ráðið verður sam- kvæmt leiðbeiningu útvarpsráðs. Þeim finnst starfsreynsla Loga hafa verið lítils metin, en hann hafði verið blaðamaður á Mogg- anum um fimm ára skeið áður en hann fór til Rikissjónvarpsins. Innan sjónvarpsins hafa menn spurt sig hvaða hæfileika Adolf kunni að hafa ffamyfir Loga, sem valda því að útvarpsráð mælti ffemur með ráðningu hans, en fátt fundið til. Þeir, sem kunnugir eru innviðum útvarpsráðs, telja hins vegar skýringarinnar ekki langt að leita og benda á þá staðreynd að Davíð Stefánsson, útvarpsráðs- maður og formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, hafi rekið linnulausan áróður fyrir Adolf, enda séu þeir gamlir skólabræður að norðan. HELGA GREFUR UPP GAMALT HNEYKSLI Fjölmiðlakona skrifar ævisögu, það er svosem ekkert nýtt. En fyrir jólin kemur út hjá Vöku-Helgafelli fyrsta bók Helgu Guðrúnar Johnson, fyrrum sjónvarpskonu á Stöð 2, og mun efni hennar óef- að vekja athygli. Aðalpersónan er Lydia Páls- dóttir Einarsson leirkerasmiður, ekkja Guðmundar Einarssonar listamanns frá Miðdal, föður Er- rós. Hún flutti hingað til lands 1929 frá Þýskalandi í fylgd með móður sinni, sem þá var kona Guðmundar. Hún og Guðmundur felldu hugi saman, en sú ást var forboðin og vakti hneykslun í Reykjavík. Móðir Lydiu veitti Guðmundi ekki formlega skilnað fyrr en að tuttugu árum liðnum, en þá var hún búin að fæða hon- um fjögur af fimm börnum þeirra. Eitt barnanna er Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur, sem er þekktur af starfi sínu á út- varpinu og á Stöð 2. ' Það er ýmislegt fleira sem er rakið í bókinni. Guðmundur frá Miðdal var alla tíð mikill Þýska- landsvinur og segir ffá því í bók- inni hvernig þau hjónin voru und- ir stöðugu eftirliti breskra og bandarískra hermanna. MARGRÉT FRlMANNSDÓTTIR. Má búast við að hún fari einförum í pólitíkinni. DAVlÐ STEFÁNSSON. Talaði máli gamals skólabróður í útvarpsráði. LOGI BERGMANN EIÐSSON. Hefði það breytt einhverju fyrir hann að sleppa Spánarförinni? HELGA GUÐRÚN JOHNSON. Skrifar sögu mömmu Ara Trausta. UMMÆLI VIKUNNAR „Það er ekkert ris í verkinu og engin átök — enda Dunganon með fádæmum tilfinninga- sljór. Það er nánast eins og hjarta- og heila- línuritið í honum sé steindautt. Þetta er eig- inlega ekkert leikrit. “ I Súsanna Svavarsdóttir listasvipa. „Ég myndi mótmæla ef ég væri borgarstjóri." Davið Oddsson borgarstjórnarfulltrúi Það ler líklcga ekki á milli mála „Fyrir mér hefur stór hluti af kvik- myndagerðinni alltafverið eldur, reykur, skítur og erfiðleikar við hliðina á sköpunargleðinni." Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður Vertu ekl<i of viss! „Ég er ekki viss I um að nokkur /Tl hefði talið það Vj ff étt þótt ég hefði sagt ein- i [ 1 hvers staðar að í næstu samning- um ætti að hækka kaupið.“ Ásmundur Stefánsson samningamaður Kom þaö honum áóvart? „Það fór starfsmaður á klósettið ' og fann einhverja gaslykt." SigurðurGunnarsson verslunarstjóri í Bónus Þess vegna Ibr hcinn til hollywood „Það var litið svo á að ég væri bæði heimskur og latur og ég skammaðist mín hræðilega fyrir að vera settur í tossabekk." Tom Cruise stjarna Éq \as það (Mogganum um dagirm að bílum í Grímsey hefði fjölgað um 500% á aðeins sjö árum. Ur þremur bíl umí átján! Og gleymum þrí ekki að Grímsey er aðeins ur 10 km2 að stærð. isiand er allt 103.000 km2 að stærð, svo hérá meginlandinu rúmast hæglega 135.400 bíiar, sem þýðir að hver vísitölufjölskylda fær tvo bda í sinn hlut. ödaeign hérá landi er hins vegar ekki nema um 30.000 eða meira en tvöfalt minni. I þessu iparf eitt- hvað að gera. HeppHegast er að kaupa þessa 100.000 bda sem upp á vantar með erlendu láni til 10 ára og ef hver þeirra kostar 1 milljón þá þarf aðeins að skattieggja hvert mannsbam um 4.000 krónurá mánuði næstu 10 ár. Gáum að þessu.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.