Pressan - 24.09.1992, Blaðsíða 19

Pressan - 24.09.1992, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR PRESSAN 24. SEPTEMBER 1992 19 E R L E N T Sýklar hafa feiknarlega aðlögunargáfu. Frá vinstri sýkill sem veld- ur ígerð í sári, sýkill sem veldur lungna- bólgu, kóleru-sýkill og sýkill sem veldur heila- himnubólgu. Sýklar eru klókari en menn Fyrir aldanjórðungi skirrtust menn ekki við að lýsa yfir sigri í stríðinu gegn smitsjúkdómum. Þar voru menn helst til fljótir á sér. Sýklalyf, sem unnu auðveldlega á meinum á borð við berkla, lungnabólgu og blóðeitrun, duga ekki eins vel og áður. Það kann að vera að sýklarnir séu aftur að ná yfir- höndinni. Læknar telja margir að afleiðingarnar geti orðið skelfilegar. Alexander Fleming, læknir sem fann upp pensillín af hendingu og gerbreytti þannig læknavísindunum. Eftirmenn hans notuðu sýkla- lyf af slíkum ákafa að I sumum tilvikum var það eins og að nota fall- byssu til að drepa flugu. Hræðilegar smitsóttir herjuðu á mannkynið árþúsundum saman og bárust heimshluta á milli. Það var ekki fyrr en fyrir fáeinum ára- tugum að mönnum virtist að upp væri runnin ný og fögur öld þar sem þessar plágur væru sem næst úr sögunni. Árið 1969 lýsti Wilii- am Stewart, sem þá var landlækn- ir og æðsti yfirmaður heilbrigðis- mála í Bandaríkjunum, því yfir að það væri tímabært að „skrá niður- lagið á sögu smitsjúkdóma". Ste- wart tjáði bandaríska þinginu að vopnabúr sýklalyfjanna væri svo fullt að framvegis yrði hægt að halda í skefjum sjúkdómum á borð við bólusótt og berkla, blóð- kreppusótt og barnaveiki, kóleru ogmalaríu. Alis staðar voru læknar jafn- bjartsýnir. Þeir fylgdu ráði banda- rískra heilbrigðisyfirvalda sem hvöttu til að upp frá þessu yrði öll- um kröftum og ráðum beitt til að vinna bug á drepsjúkdómum nú- tímans. í mörgum suðlægum löndum var lokað stöðvum sem ædað var að rannsaka hitabeltis- sjúkdóma. Fé sem hingað til hafði verið varið í að kanna smitsjúk- dóma var beint annað. Nýir sjóðir urðu til og tútnuðu út, þeim fjár- munum var varið til rannsókna á krabbameini og hjarta- og æða- sjúkdómum. En þegar allir héldu að unnist hefði sigur á bakteríunum sneru þær aftur til að refsa hinum hrokafullu læknum. „Við hlupum á okkur,“ skrifaði bandaríski sér- fræðingurinn Richard Krause í nýlegu hefti bandaríska vísinda- tímaritsins Science. „Við gleymd- um að örverur eru lífsform sem hefur ótrúlega aðlögunarhæfi- leika.“ Staðhæfmg Krauses er í sam- ræmi við niðurstöður fleiri höf- unda sem fjaila um að sýklar séu aftur að ná sér á strik í þessu hefti Science. Harold Neu, prófessor við Columbia-háskóla í New York, skrifar að „veirur og sýklar séu manninum slyngari. Þær séu til í milljarðatali og þær kunni að breyta erfðaeiginleikum sínum til að verjast óvinum sínum, lyfjun- um sem maðurinn hefur búið til í því skyni að ráða niðurlögum þeirra". Læknarnir sem skrifa í Science telja að það séu tugir sýklategunda sem hafa þróast með þeim afleið- ingum að þær hafa byggt upp mótstöðuafl gegn lyfjum sem er beint móti þeim. ÚTBREIÐSLA SJÚKDÓMA HRÖÐ Það er líka fleira sem bendir til að orð Stewarts um sigurinn yfir smitsjúkdómum hafi verið heldur fljótfærnisleg. Samkvæmt skýrsl- um alþjóðaheilbrigðisstofnunar- innar WHO í Genf má nefnilega Ijóst vera að smitsjúkdómar eru ennþá aðaldánarorsökin víðast hvar. Þeir heimta fleiri mannslíf en krabbamein og hjartasjúkdóm- ar. Árið 1991 er til dæmis talið að 4,3 milljónir barna hafi dáið vegna sýkinga í öndunarfærum (t.d. lungnabólgu), um það bil milljón manns úr malaríu, en 2,9 milljónir manna úr berklum. Árlega grein- ast um 8 milljónir nýrra berklatil- fella. Vissulega heija þessir smitsjúk- dómar fyrst og fremst í þriðja heiminum, þar sem hreinlæti er mjög ábótavant og læknishjálp frumstæð. Sýklalyf eru þó vfða fyrir hendi og víst að ástandið myndi hríðversna ef áhrif þeirra minnkuðu til muna. Þetta má til dæmis sjá á malaríu sem er landlæg í Thailandi og ná- lægum löndum. Fulltrúar lyfjafýr- irtækisins Wellcome hafa nýlega staðhæft að innan fimm ára verði ekki hægt að meðhöndla mörg malaríutilfelli með þeim lyfjum sem nú þekkjast. Kínín, sem lengi dugði, gerir ekki gagn og skyld efni eins og chloroquin og me- floquine hafa misst áhrifamátt. Það fylgdi sögunni að innan tíðar yrði ekki hægt að ábyrgjast að lyf sem ferðamenn taka með sér í fjarlægar deildir jarðar myndu virka gegn malaríu. En það eru ekki einungis ferða- menn frá Vesturlöndum sem eru í hættu. Nú ferðast menn milli heimshorna á fáeinum klukku- tímum. Á tíma svo mikilla sam- gangna geta sjúkdómar á borð við mislinga og rauða hunda breiðst mjög hratt út yfir álfur og megin- lönd. Áðurnefndur Krause segir að útbreiðsla inflúensufaraldurs um heiminn sé núorðið ekki spurning um nema nokkrar vikur. Enn sem komið er eru Vestur- landabúar þó að mestu óhultir fýrir helstu smitsjúkdómum. Það þýðir samt ekki að menn búi við fullkomið öryggi hérna megin í veröldinni. Læknar í Þýskalandi hafa þegar þóst merkja að algeng- ar bakteríur á borð við þær sem valda lungnabólgu eða bióðeitrun hafi myndað mótstöðu gegn einu eða fleiri sýklalyfjum. LÆKNAR OFNOTUÐU SÝKLA- LYF En læknar eru heldur ekki al- saklausir í þessu máli. Eins og flestir vita hafa þeir verið ósparir á að útdeila í gríð og erg þeim 150 tegundum sýklalyíja sem hafa ver- ið þróaðar síðan pensillínið var fundið upp, stundum þegar þess er kannski ekki brýn þörf. „Við þurfum ekki Kadiljáka þegar við komumst leiðar okkar á Volks- wagen,“ skrifar áðumefndur Neu, sérfræðingur í New York, sem gagnrýnir mis- og ofriotkun sýkla- lyfja. Hann á við að þeim hafi ver- ið dælt í sjúklinga, oft án fullnægj- andi sjúkdómsgreininga og í slíku magni og styrk að nægt hafi til að strádrepa allar bakteríur margfalt. En þær bakteríur sem lifðu af virðast hafa komið sér upp mót- stöðuafli, sem þeim virðist lagið að miðla til annarra baktería. Lyfjaiðnaðurinn var sífellt að finna upp ný og betri lyf, þau vom kynnt læknunum sem tóku þau í notkun —. í sumum tilvikum var þetta eins og að nota fallbyssu til að drepa flugu. Menn óðu sem- sagt áfram. Samt þykir víst að á flesta smitsjúkdóma sem tíðkast á Vesturlöndum hefði fyllilega dug- að að nota sýklalyf sem voru þró- uð fyrir 30 árum. í Þýskalandi virkar til dæmis gamaldags pens- illín enn á 98 prósent sjúklinga. FEIKNARLEG AÐLÖGUNAR- GÁFA Hraðast virðist mótstöðuafl sýklanna eflast þar sem baráttan gegn þeim er hörðust og þar sem þeir breiðast hraðast og auðveld- ast út — á sjúkrahúsum, í fangels- um, skólum eða barnaheimilum. Harold Neu sérfræðingur neydd- ist til dæmis til að loka bráðamót- töku sjúkrastöðvar í New York ekki alls fyrir löngu, sökum þess að þar breiddist út bakteríutegund sem engin sýklalyf náðu að kveða niður. Ekki var hægt að opna móttökuna aftur fýrr en Neu hafði náð að einangra sýkilinn og þróa mótefni. Þá fýrst fengu sjúkling- amir bót meina sinna, en einn var þó látinn. Þetta var vissulega sigur, en læknar em þó svartsýnir á að þeir verði alltof margir í framtíðinni. Saga baráttunnar gegn bakteríun- um þykir nefriilega sýna að þessar örvemr hafa feiknarlega aðlögun- argáfu og virðast geta lagað sig að sérhveiju nýju sýldalyfi. Þær hafa ýmsar aðferðir til að verjast. Nátt- úrlega drepast bakteríur í millj- ónatali þegar sýklalyf eru notuð. En þær sem lifa af bregðast við af mikilli kænsku. Þær virðast geta gert breytingar á erfðalegu skipu- lagi sínu og líkt og lokað dyrunum sem hin banvænu lyf komast í gegnum. Aðrar bakteríur koma sér upp eins konar dælukerfi sem losar út aukaefnin hættulegu, enn aðrar framleiða ensím sem trufla virkni sýklalyfjanna. Það er ljóst að læknar og lyfja- fræðingar þurfa að berjast gegn þessari vá á ýmsum vígstöðvum. Almennt er talið að það sé ekki nóg að þróa einungis ný og ný lyf. Einnig sé nauðsynlegt að koma á fót alþjóðlegu eftirlitskerfi sem sé ætlað að fýlgjast með að bakteríu- tegundir sem orðnar eru ónæmar gegn lyfjum breiðist ekki út um allan heim. Líklega þurfa læknar líka að endurskoða vinnubrögð sín. Til að koma í veg fýrir sýkingar verða kröfur um hreinlæti ábyggilega enn harðari en áður. Og sam- kvæmt tímaritinu Science þurfa læknar sem eru vanir að dæla út sýklalyfjum í miklu magni og styrk að læra að nota lyfin af meiri kostgæfhi og nákvæmni. Hagur indíána vænkast Frumbyggjar Kanada, indíánar, hafa mátt þola miklar raunir og óréttlæti af hendi hvíta mannsins, verið hraktir af landsvæðum sín- um og sviptir öllum réttind- um. í kjölfar atvinnuleysis og vaxandi örbirgðar hafa margir indíánar misst fót- festuna í lífinu og hellt sér út í víndrykkju og eiturlyfja- neyslu, svo ömurlegt þykir upp á að horfa. Nú er þó loks útlit fyrir að hagur hins hrjáða minnihluta fari að vænkast, en í stjórnarskrár- frumvarpi ríkisstjórnarinnar er nú f fyrsta sinn kveðið á um sjálfsákvörðunarrétt indíána. Alls eru um 500 þúsund indíánar opinber- lega á skrá I Kanada. Hafa stjórnvöld í landinu varið gífurlegu fjármagni í þágu þeirra á ári hverju og þar með reynt að vinna gegn hnignun og siðspillingu meðal þessara frumbyggja landsins, en án árangurs. Indíánar hafa í mörg ár bar- ist fyrir bættum kjörum og segja peninga hins opin- bera ekki koma neinum að gagni. Það sem þeir vilji sé réttur til sjálfsákvörðunar og aðeins þau sjálfsögðu mannréttindi geti komið f veg fyrir að indíánar bugist af örvæntingu, lendi á göt- unni eða hafni í fangelsi. Kasparov lætur Fischer fá það óþvegið I viðtali í nýútkomnu hefti þýska tímaritsins Der Spiegel tal- ar Garrí Kasparov, heimsmeist- ari í skák, vítt og breitt um íýrir- rennara sinn Bobby Fischer og ber honum ekki mjög fallega söguna. Kasparov er meðal ann- ars spurður hvort hann muni eft- ir einvíginu 1972. Hann segist þá hafa verið níu ára strákur með móður sinni í ffíi í Kákasusfjöll- um. Alls staðar hafi menn fýlgst með einvíginu, þetta hafi ekki síður verið einvígi milli tveggja þjóðfélagskerfa. En þótt hann hafi verið ungur segist hann hafa áttað sig á því að Fischer hafi opnað nýjar dyr í skákinni. Um einvígið sem heldur áfram í Belgrad eftir nokkra daga segir hann að nú séu öldurnar gengnar yfir. Hversdagurinn ríki aftur. Fi- scher sé ekki nógu mikill maður til að halda athygíinni. Kasparov segist varla óttast að Fischer nái fýrri styrkleika. Þetta sé ekki ósvipað tennismeistaran- um Björn Borg, sem eigi enga möguleika lengur. Núorðið sé teflt í annarri vídd. Fischer yrði fýrir miklum vonbrigðum, ef hann væri þá á annað borð heill á geðsmunum. Kasparov ætlar að hann hafi ekki fleiri en 2.600 skákstig sem myndi tryggja hon- um 42. sætið á heimsstigalistan- um. Kasparov; setur Fischer í 42. sæti á heims- stigalistanum segist láta þau sem vind um eyru þjóta. Hann muni hins vegar ekki etja kappi við Fischer nema hann sýni fram á að hann sé betri skákmaður en hann virðist vera og ef heimsbyggðin telji að skák- gáfa Fischers sé mikilvægari en fr amferði hans og ljót orð. Kasparov er einnig spurður hvort eitthvert vit sé í að kalla Fi- scher heimsmeistara. Það finnst honum náttúrlega ffáleitt. Þarna sitji þessi náungi sem geti ekki haldið uppi almennilegum sam- ræðum, tefli illa og eyðileggi goð- sögnina um sjálfan sig — mestu goðsögn í sögu skáklistarinnar. Kasparov endur- tekur það sem hann sagði í viðtali við Jón L. Árnason í DV að skákirnar í einvíginu séu lélegar, hann sjái ekkert áhugavert í þeim. Fischer geri mörg mistök. Skákin hafi líka breyst að því leyti að varnar- tækni sé orðin miklu þróaðri en á mektar- árum Fischers, meira að segja hann, heimsmeistarinn, geti átt í erfiðleikum með að rjúfa varnir hjá miðlungsskák- mönnum. Því ætti Fischer ekki möguleika á sterku skákmóti. Ungu skákmennirnir myndu ekki bera neina virðingu fýrir honum. Kasparov gefur líka lítið út á verðlaunaféð í einvíginu og segir að það séu áróðurspeningar Serba. Nær væri að gefa Fischer 5 milljónir dala fyrir allt það sem hann hefði gert fyrir skákina á árum áður. Sjálfur hefði hann vísast getað teflt í Medellín fýrir eiturlyfjakónginn Escobar og fengið 15 milljónir dala fýrir vik- ið. Kasparov lýsir eðlilega van- þóknun á ljótum orðum sem Fi- scher heftir haft um gyðinga, en

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.