Pressan - 24.09.1992, Blaðsíða 20

Pressan - 24.09.1992, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR PRESSAN 24. SEPTEMBER 1992 Marlon Brando Brando þungur Kvikmyndaframleiðendurnir Alexander og Ilya Salkind hljóta að vera með þeim seinheppnustu í bransanum, nema þá að þeir séu svona lélegir í faginu. Þeir græddu reyndar stórfé á Superman á sín- um tíma, en töpuðu miklu á hræðilegri mynd um jólasveininn. Nýlega veðjuðu þeir á gerð rán- dýrrar fjölskyldumyndar um Kristófer Kólumbus í tilefni þess að 500 ár eru liðin frá Ameríku- siglingu hans. Þetta er önnur tveggja mynda sem gerðar verða um Kólumbus þetta árið og virðist hafa tekist hrapallega til. Myndin, en henni er leikstýrt af John Glen sem hefur meðal annars gert myndir um James Bond, hefur fengið afleita dóma, aðsóknin er mjög léleg og Marlon Brando, sem leikur rannsóknardómarann illræmda Torquemada, er sagður vera þunglyndislegur og leika það afar illa. Allt kom fyrir ekki þótt hann sé sagður hafa fengið 5 millj- ónir dala fýrir vikið, eða um hálfa milljón fyrir hverja mínútu. Málarinn Pavarotti Þegar talið berst að „meistara" Luciano Pavarotti sjá flestir hann fyrir sér syngjandi uppi á sviði; þennan íturvaxna, broshýra ftala sem heillað hefur heiminn með söng sínum. Færri vita að hetju- tenórinn málar myndir í frístund- um og hefur gert um nokkurt skeið. Að sögn Pavarottis hefur málaralistin alltaf verið hans leynda þrá. Fyrir nokkrum árum varð svo draumurinn að veru- leika. Tildrögin voru þau að nótt eina, þegar hann lá andvaka uppi í rúmi, fann hann hjá sér óhemju- mikla sköpunarþörf. f hálfgerðum trans tíndi hann til liti og pensla og fór að mála og linnti ekki látum fýrr en níu tímum síðar, fullur ólýsanlegrar gleði. Síðan hefur Pa- varotti fengist við að mála. Hafa verk hans verið sýnd bæði í Bandaríkjunum og Evrópu en þau eru ekki til sölu, heldur ætlar meistarinn að gefa þau á „Pava- rotti-safn“ framtíðarinnar. Eins og endranær þegar list er annars vegar eru þó ekki allir á eitt sáttir um ágæti verkanna. Margir gagn- rýnendur líta á myndir Pavarottis eins og hvert annað grín og fmnst hann frekar eiga að halda sig við sönginn. Auk þess þyki sannað að myndefni þriggja verka hans sé tekið beint upp úr bandarískri bók um málaralist. Furstynja í Það þótti tíðindum sæta er fréttist að auðugasta fursta- fjölskylda Þýskalands, Thurn og Taxis, ætti í fjárhagsörð- ugleikum. Þegar Johannes af Thurn og Taxis, höfuð ættar- innar, Iést fyrir tveimur árum ákvað hin unga ekkja hans, Gloria, að binda enda á líf- erni fjölskyldunnar, sem hef- ur þótt fádæma óhófsamlegt. Gloria hefur nú fundið leið út úr ógöngunum sem marg- ir eru hreint ekki svo hrifnir af. Fyrir tólf árum gekk hinn 54 ára gamli glaumgosi Johannes af Thurn og Taxis að eiga Gloriu, sem þá var aðeins tvítug að aldri og vakti brúðkaupið óskipta at- hygli, ekki síst meðal fýrirfólks í Þýskalandi. Þau hjónakornin voru feiknadugleg við að skemmta sér og hneyksluðu marga með hátterni sínu sem og frjálslegum klæðaburði. Eins og við var að búast voru þau því E R L E N T Madonna kemur nakin fram fyrir frægðin Madonna Ciccione býr sig undir að hneyksla heimsbyggðina með ljósmynda- bókinni „Sex“ sem kemur út í október. Það ganga sögur um að myndirnar beri vott um öfuguggahátt og óeðli, þær séu í raun sama eðlis og má sjá í flestum dónablöðum. Er Madonna kannski farin að feta í fótspor Cicciolinu eða er henni nauðugur þessi kostur til að koma í veg fyrir að hún verði öllum gleymd. Það óttast Madonna nefnilega eins og pestina... Um fátt tala Bandaríkjamenn meira þessa dagana en bók með 120 ljósmyndum sem er ekki einu sinni komin út. En myndimar eru náttúrlega ekki af hverjum sem er, heldur em þær af sjálffi poppgyðj- unni Madonnu — og það sem meira er hún er meira eða minna nakin á þeim öllum. Þetta er sem- sagt bók með erótískum ljós- myndum, sem hefur verið valið það einfalda heiti „Sex“. 21. október verða 750 þúsund eintök af bókinni sett samtímis á markað í Japan, Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi og Banda- ríkjunum — á tungumálum þess- ara þjóða. Bókin þykir í dýrari kantinum, eintakið kostar 50 doll- ara eða rúmar 3.000 krónur ís- lenskar og er gert ráð fyrir að ágóðinn af þessu fyrsta upplagi verði ekki minni en 20 milljónir dollara. Bókina verða menn að kaupa, annars verða þeir af skemmtun- inni, því henni verður vandlega pakkað inn í plast og ekki gert ráð fyrir að áhugasamir geti skoðað hana í búðinni. Á umbúðunum stendur að bókin sé aðeins fyrir fullorðna. Og þetta er svosem bara liður í miklu stæra plotti. Bókin inni- heldur lítinn geisladisk með nýju Madonnulagi sem heitir „Erotic“. Það verður líka á plötunni „Erot- ica“ sem kemur út innan tíðar. Svo koma myndböndin, sem lík- lega verða sýnd í sjónvarpsstöðv- um um allan heim. KYNÓRAR MADONNU MYNDAÐIR Madonna gerir semsagt alls- herjarárás á markaðinn; þetta er eins konar tangarsókn þar sem aðalvopnið er kynlíf. Sjálf segir hún að þetta sé það verkefni sem hafi vakið með sér hvað mest stolt og ánægju um dagana. Það er ljósmyndarinn Steven Meisel sem er höfundur mynd- anna, en til að gera bókina sem glæsilegasta fengu þau til liðs við sig Frakkann Fabien Baron sem er yfirhönnuður hjá tímaritinu Har- per's Bazaar og blaðamanninn Glen O’Brien sem hefur starfað hjá tímaritinu Interview. Að sögn Barons hönnuðar verður pakkinn eins og dýrt kynlífsleikfang — kaupendur geti spilað geisladisk- inn og skoðað bókina og notið áhrifanna. Eftir Meisel Ijósmyndara hefur verið haft að ekki verði gengið lengra í þessa átt, að minnsta kosti ekki á opinberum vettvangi. Hann og Madonna hafi rætt kynóra hennar, hún hafi tjáð sér að það örvaði sig að vita af tveimur körl- um hafa kynmök, henni hafi líka orðið tíðrætt um slíkt samband tveggja kvenna. Þau hafi af mikilli kostgæfni valið fólk til að taka þátt í myndatökunum og líka tökustaðina — síðan hafi þau hafist handa. Að endingu voru það 20 þúsund myndir sem Madonna þurfti að velja úr. Það tók hana fjórar vikur. Þeir sem hafa haft nasa- sjón af út- komunni þ y k j a s t vissir um að henni muni takast ædunarverk sitt — að vekja á sér mikla at- hygli og líklega hneykslan. OFBELDIOG ÓEÐLI? í bókinni getur að h'ta alls kyns uppákomur. Myndir af henni og Vanilla Ice, þeldökkum rapptónlist- armanni, þykja einna venjulegastar og dæmigerðastar fýrir hversdagslegt samband karls og konu. Á flestum öðrum ljósmyndum þykir Mad- onna ganga fetinu framar, þar er kynlífið til dæmis blandið ofbeldi; líidega verða einhverjir siðprúðir landar hennar til að tala um öfug- uggahátt og óeðli. Hún bregður sér í gervi ein- mana húsmóður sem er skilin ein eftir allan daginn og skemmtir sér við að ferðast um á puttanum íklædd engu nema háhæla leður- stígvélum og með veski. Á bensín- stöð dælir hún bensíni, klædd svörtum nælonsokkum einum fata. Svona er hægt að halda áfram, kröggum ávallt vinsælt umljöllunarefni fýr- ir slúðurdálkahöfunda. Fursta- hjónin vellauðugu leyfðu sér allt sem þeim datt í hug, héldu íburð- armikil samkvæmi og sóuðu peningum af mikilli sniUd. Eignir Thurn og Taxis-ættar- innar eru vissulega geysimildar en skuldirnar sömuleiðis og hafa þær farið stöðugt vaxandi síðustu árin. Þegar furstinn gaf svo upp öndina fyrir tveimur árum sá ekkjan unga að við svo búið yrði ekki unað lengur. Nú skyldi tekið í taumana. Furstynjan hefur því undanfarið verið að losa sig við ýmsan óþarfa; fækkað starfsfólki um helming og minnkað dross- íuflotann úr 27 bílum niður í þrjá. Meira að segja hinn tryggi veiðihundur furstans, sem er af mjög fágætri tegund, var seldur. Ýmsir virtust undrandi á þess- um geysilega niðurskurði fursta- ættarinnar. Þegar svo spurðist út fýrir skemmstu að Gloria hygðist koma ævafornum listmunum og Furstahjónin Johannes og Gloria af Thurn og Taxis. skartgripum ættarinnar í verð þótti mörgum sem nú gengi hún of langt. Um væri að ræða feikna- verðmæta ættargripi sem ættu merka sögu að baki og alger óhæfa væri að selja. Jafnvel menntamálaráðherra Bæjara- lands hefur lýst yfir áhyggjum sínum vegna þessa máls og leitað leiða til að afstýra slíku menning- arsögulegu „slysi“. En furstynjan er föst fyrir og ætlar ekki að láta nokkurn ntann hindra sig í áformum sínum. Kveðst hún fýrst og fremst hafa velferð níu ára sonar síns, Al- berts, í huga og ekki verði hjá þvf komist að selja gömlu ættarskart- gripina. Víst er að þeir eru margir og verðmætir, þvf reiknað er með að hún fái um 800 milljónir króna fyrir þá á Sotheby’s-upp- boðinu sem haldið verður í Genf nú í september. Madonna vill frekaraðfólk leggi fæð á sig en gleymi sér og gerir allt til að hætta ekki að vera á forsíðum tíma- rita. f nýjasta hefti bandaríska tímaritsins Vanity Fair erfjallað um bókina væntanlegu og gefinn smáfor- smekkur að myndunum. KYNLÍF OG OFSAGRÓÐI í Bandaríkjunum búast menn semsagt við því versta. Það er gert ráð fyrir að foreldrar verði hneykslaðir og varla jafnginn- keyptir fýrir því og áður að börnin hafi Madonnuplötur í fórum sín- um. Femínistar eru að hita sig upp, þær telja að kvenkynið sé niðurlægt á hinum umtöluðu ljós- myndum. Lfklegt er að geðbilaðir menn og kynórasjúklingar gangi á lagið og elti söngkonuna á rönd- um. Það er alltént víst að hún gef- ur langt nef Qölskyldugildunum sem svo mikið er skeggrætt um í kosningabaráttunni í Bandaríkj- unum. Útgáfufyrirtæki hennar, Warner Brothers, getur varla Ieynt skelfmgu sinni; nógu mikið varð íjaðrafokið í kringum lagið „Cop Killer“ og rapparann Ice T, sem einnig er á mála hjá fyrirtækinu. > En forstjóramir ættu þó að hugga sig við að á öllu þessu má græða fé. En það er enginn bilbugur á Madonnu sem nú er 34 ára. f við- tali við bandaríska tímaritið Van- ity Fair ræðir hún um kynlíf sitt og segir að hún vilji helst gera það með mönnum, þótt hana dreymi kynlífssenur með konum og hafi gaman af þeim. Hún áréttar að kynlíf sé ekki slæmt, fólk þurfi að geta talað um kynhvötina sína. Hún taiar um að hún sé misskilin vegna þess að hún fjalli svo mikið um kynlíf, en fæstir vilji viður- kenna hversu miklu máli það skipti. Varla þarf þó að vorkenna Madonnu af þessum sökum og varla heldur þótt samstarfsmenn hennar segi að hún vinni of mikið og sé kannski ekki svo ýkja ham- ingjusöm. Hún fer ekki leynt með að hún hafi kynhvöt, enda gerir hún sér fullkomna grein fýrir að með henni er hægt að viðhalda frægðinni og græða mikla pen- inga. Hún notar öll ráð til að sýna sig, til að vekja á sér athygli, til að gleymast ekki, til að halda áffam að vera stjarna, til að hún hætti ekki að vera á forsíðum tímarita. Fyrrum sambýlismenn hennar tveir eru nýorðnir feður, Sean Penn og Warren Beatty. Madonna er sögð vera reiðubúin að gefa menn og börn upp á bátinn fýrir frægðina. Eftir henni er meira að segja haft að hún vilji frekar að fólk leggi fæð á sig en gleymi sér. Til að engum verði það á er hún reiðubúin að leggja ýmislegt á sig. Kannski er háttalag hennar núorðið ekki svo ósvipað fram- ferði þeirrar ítölsku Cicciolinu. Madonnu hefur tekist mætavel að spila með fjölmiðlana. Eða hvað — hér er hún að minnsta kosti þessi grein, lengst norður á fs- landi... ýmsar sögur hafa kvisast út. Hún gamnar sér nak- in á strönd með rapp- tónlistarmanninum Big Daddy Kane og fýrirsæt- unni Naomi Campbell. Leikur- inn æsist þegar hún er í félags- skap tveggja nakinna, nauðrak- aðra og tattóveraðra lesbía. Þær stöllunar gamna sér með alls konar leðurdót, grímur, svipur og hnífa. Steininn þykir þó taka úr á mynd þar sem söngkonan er að raka skapahárin af mót- orhjólatöffara. Með þessu fylgja svo textabrot eftir söngkonuna sjálfa. Þar skrifar hún meðal annars að ónefnt líffæri á sér hafi níu líf, um kynlíf með konum og um sadó- masókisma. Kannski er þetta ffamferði ekki svo ýkja frumlegt hjá poppstjörn- unni, að minnsta kosti ekki jafn- frumlegt og hún lætur í veðri vaka í viðtölum. Myndir af þessu tagi má jú sjá í ótal dónablöðum, að sönnu misjaínlega grófum. En hitt er víst að stjarna af stærðargráðu Madonnu hefur ekki gert svona- lagað áður. Ekki þykir heldur bæta úr skák að í upphafi næsta árs er von á kvikmyndinni „Body of Evi- dence“, þar sem Madonna leikur aðalhutverkið á móti Willem Dafoe. Þar fer hún með hiutverk kvenvargs sem er ákærð fyrir að hafa beinlínis riðið gömlum manni til bana. f myndinni fróar hún sér og mök hennar við mót- leikarann eru sýnd eins berlega og bandarísk ritskoðun leyfir. Fyrir þetta fékk hún reyndar ekki nema rúmar 2 milljónir dala, sem þykir ekki mikið í Hollywood. En í kvik- myndaborginni getur söngkonan ekki búist við meiru, enda hafa bíómyndir með henni gengið af- spyrnu illa. Hún getur varla gert tilkall til að vera álitin mikil leik- kona. En það er vitað að hana dreymir um að verða kvikmynda- stjarna.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.