Pressan - 24.09.1992, Blaðsíða 30

Pressan - 24.09.1992, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR PRESSAN 24. SEPTEMBER 1992 f Þ R Ó T T I R EYJAMENN EINA SÓL- ARLIÐIÐ Það hefur oft tíðkast að íslensk íþróttalið færu til útlanda að afloknu keppnistímabili. Eftir handboltann í vor fóru FH-ingar og Selfyssing- ar til Spánar i sólina. Það verður hins vegar lítið um slík ferðalög eftir knattspyrnuvertíð- ina og eftir þvi sem komist verður næst eru Eyjamenn með eina sólarliðið að þessu sinni. Þegar Ijóst varð að þeir höfðu mögu- leika á að forða sér frá falli var heitið á leik- menn sólarferð og þeir nældu sér i eina slíka. Önnur lið fara hvergi, en KR-ingar hafa þó boðað að þeir fari lík- lega með liðið i keppn- isferð næsta vor. Þá verða væntanlega ein- hver ferðalög hjá leik- mönnum liðanna sem keppa í Evrópukeppn- inni, en þau verða ekki á vegum liðanna sjálfra. Gervihnattasport 13.00 Snóker Sky Sporls. Bein út- sending frá miklu móti í Skotlandi þar sem allar helstu stjörnur sportsins keppa. Yndisleg sjónvarps- íþrótt. 18.00 Trukkakappakstur Euro- sport. Dálítið skrýtin íþrótt þetta. Vörubílar I kapp- akstri og aka gríðarhratt. 20.00 Spænski fótboltinn Scrcen- sport. 1 spænsku deildinni eru næstmestu peningarn- ir og þarafleiðandi l(ka næstdýrustu leikmennirnir. Margar stjörnur og bráð- um Maradona. 16.00 The Boot Room Sky Sports. Andy Gray í fótbolta- bomsuherberginu spáir og spekúlerar með öðrum sérfræðingum. Sýnir brot úr leikjum og slúðrar dulít- ið. 18.00 Rúbbí Sky Sport. Bein út- sending frá leik í rúbbí- deildinni ensku. Það getur verið gaman að því. 23.00 Frjálsar íþróttir Eurosport. Bein útsending frá ríki Ca- stros. Fullt af heimsfrægu frjálsíþróttafólki reynir með sér, margt af því hefur ekki keppt hvað gegn öðru síð- an á Ólympíuleikunum. MaMaaiM’iii 12.00 íþróttir á laugardegi Sky Sports. Fimm klukkutíma dagskrá með ýmsum greinum, til að mynda snóker og fótbolta. 12.50 Tennis Eurosport. Bein út- sending frá Davis Cup í Genf. Svisslendingar leika gegn Brasilíumönnum. 23.30 Hnefaleikar Sky Sports. Ólíkt þægilegra að sitja heima í stofu með ölið og horfa á slagsmál en vera á þvæl- ingi niðri í bæ að reyna að snapa slagsmál. Jájá. SUNNUDAGUR 12.00 Kappakstur Eurosport. Formúla eitt- kappakstur. Senna, Patrese og hvað þeir heita allir þrykkja pinnanum í botn. 13.00 Fótbolti Sky Sports. Fyrst er tveggja tíma umfjöllun um boltann frá öllum hliðum en klukkan þrjú verður bein útsending frá leik Sheffield Wednesday og Tottenham. Wednesday er með feikigott lið og nú er Chris Waddle kominn þangað. Tottenham-menn eru daprir núna og furðu- legt að Guðni Bergsson skuli ekki komast í liðið. 18.00 Snóker Sky Sports. Meðal annars bein útsending frá úrslitaleiknum á mótinu í Skotlandi. 19.00 Frjálsar íþróttir Eurosport. Úrslit í ýmsum greinum í beinni frá Kúbu. Allt eins von á heimsmetum frá stjörnunum. Markaskorun eykst þegar reglum er breytt Á nýloknu keppnistímabili í knattspymu voru skoruð 274 mörk eða 3,04 mörk að meðaltali í Ieik. Þetta er mesta skor á íslands- móti síðan 1985 en þá voru skor- uð 276 mörk sem gerir 3,06 mörk íleik. Við sögðum frá því í síðasta blaði að markaskorun hefði aukist mjög eftir að nýju markmanna- reglurnar tóku gildi. Það er at- hyglisvert, ef markaskorun síð- ustu tíu ára er skoðuð, að flest mörk em skomð á þeim tímabil- um sem breytingar á reglum eiga sér stað. Árið 1985 voru skoruð 276 mörk, eins og áður sagði, en það var einmitt fyrsta tímabilið sem spilað var eftir þriggjastiga- reglunni svokölluðu; þrjú stig voru gefin fyrir sigur í stað tveggja áður. Það voru skoruð 250 mörk árið 1984 eða 27 mörkum færri en á fyrsta tímabili eftir breytinguna. f fyrra voru skoruð 267 mörk í deildinni eða 2,96 mörk að meðal- tali. Aukningin nú er ekki eins mikil og var 1985, aðeins sjö mörlC en hins ber að gæta að ekki var spilað eftir nýju reglunum nema í fjóram síðustu umferðun- um. Fram að fimmtándu umferð voru skoruð 2,7 mörk í leik en í fjórum síðustu umferðunum vom hinsvegar skomð 4,25 mörk í leik. Þetta er aukning um hvorki meira né minna 57 prósent. Meiri reynsla á vissulega eftir að komast á nýju reglurnar, en verði fram- haldið svipað er ljóst að þær skila sér í aukinni markaskorun og fj öragri leikjum. Markaskorun í 1. deild í knattspyrnu siðustu 10 ár ÁR SKORUÐMÖRK MEÐALTAL (LEIK 1983 230 2,55 1884 250 2,77 1985 276 3,06 1986 249 2,76 1987 261 2,9 1988 244 2,83 1989 228 2,53 1990 256 2,84 1991 267 2,96 1992 274 3,04 Tvíburarnir hlið Metgod og Whitschg Tvíburabræðurnir af Akranesi, Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, em án efa þeir leikmenn sem hvað mesta athygli vöktu af íslenskum knattspymumönnum í sumar. Og það ekki bara hér innanlands, því erlend stórlið eru þegar farin að bera víurnar í þá bræður. Þar á meðal er hið fræga hol- lenska félag Feyenoord, en með því leika menn eins og Rob Whit- schge og hinn hárlitli Johnny Metgod, sem er fyrirliði liðsins. Metgod er nú orðinn þrjátíu og fjögurra ára og segja sumir að hann hafi aldrei leikið betur en nú. Hann kemst þó ekki í hollenska landsliðið og hefur ekki leikið landsleik í tíu ár. Metgod er ís- lenskum knattspyrnuáhuga- mönnum að góðu kunnur, en hann lék með Nottingham Forest og Tottenham á Englandi fyrir nokkrum árum. Hann þótti leika sérlega vel með Nottingham For- est og Rinus Michels, sem þá var landsliðsþjálfari Hollendinga, valdi hann í landsliðshóp sinn. Þá var haft eftir Metgod í blöðum að hann teldi sig eiga skilið fast sæti í hollenska landsliðinu og svoleiðis yfirlýsingar voru Michels ekki að skapi og hann sendi Metgod ein- faldlega heim. Metgod sagði að rangt hefði verið eftir sér haff en enginn virð- ist hafa tekið mark á þeim vitnisburði því Metgod hefur ekki komist í landsliðið síð- an, en hann hefur ekki leikið nema 21 leik fyr- ir Hollands hönd. Feyenoord er mjög sterkt og gott lið og þar eru Metgod og Whit- schge lykilmenn. í fyrra hafnaði liðið í þriðja sæti í hollensku fýrstudeildinni og leik- ur því nú í Evrópu- keppni félagsliða. Metgod vonast nú effir að verða í sigurliði í Evrópukeppni, hann hefur leikið tvo úrslitaleiki í Evr- ópukeppni en aldrei verið í sigur- liði; Var í liði AZ 67 Alkmaar, sem tapaði fyrir Ipswich í úrslitaleik Evrópukeppni félagsliða fyrir ell- efu árum, og fyrir níu árum var hann í liði Real Madrid, sem tap- aði fyrir Aberdeen í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa. En allt er þegar þrennt er og Metgod von- ast eftir að hlutimir gangi upp í ár. Tvíburabræðurnir eiga ef til vill eftir að hjálpa Metgod til að láta draum hans rætast. Johnny Metgod var hárprúðari fyrirtíu árum þegar hann lék síðasta landsleik sinn fyrir Hol- land (það má geta þess að pabbi hans er rakari). Hann er nú fyrirliði Fey- enoord, liðsins sem vill fá markabræðurna af Skag- anum til liðs við sig, og hefur aldrei leikið betur. Rúnar til hjálpar Rrann Liðið hefur ekki orðið Noregsmeistari í 30 ár. Norska liðið Brann hefur sem kunnugt er áhuga á að fá KR-ing- inn Rúnar Kristinsson til liðs við sig. Rúnar er nú í Noregi að kynna sér aðstæður hjá félaginu. Brann er frá Bergen og er eitt ffægasta lið Noregs, áhangendur Brann þykja þeir bestu og tryggustu í Noregi og iðulega koma tuttugu þúsund manns á heimaleiki liðsins. Þótt Brann sé einn stærsti klúbbur Noregs og áhugi á fótbolta mikill í Bergen hefur liðinu gengið bölv- anlega að vinna norsku fyrstu deildina; ekki orðið meistari síðan árið 1963 eða í tæp þrjátíu ár. Síðustu tvö keppnistímabil hef- ur Svíinn Karl Gunnar Björklund þjálfað liðið. Hann er nú hættur með það og sonur Karls Gunnars, sænski landsliðsmaðurinn Joac- him Björklund, er sömuleiðis far- inn ffá Bergen. Nýr þjálfari liðsins er Norðmaðurinn Hallvar Thore- sen, sem þjálfaði áður Stromsgod- set í annarri deild. Hallvar og Stromsgodset komu verulega á óvart í fyrra, en þá vann liðið bik- arinn og keppir því í Evrópu- keppni í haust. „Ég stóðst ekki þá ffeistingu að taka við Brann, þetta er draumastarf sérhvers norsks knattspyrnuþjálfara,“ segir Hall- var. Kröfumar em miklar hjá Brann og áhangendur liðsins orðnir óþreyjufullir og krefjast titils. ís- lendingar em ekki ókunnir í her- búðum Brann. Teitur Þórðarson þjálfáði liðið á sínum tíma og Ól- afur Þórðarson og markmaður- inn Bjarni Sigurðsson léku með því. Nú er Rúnar jafnvel á leið til liðsins og hann er kannski maður- inn sem Brann vantar til að geta unnið titilinn. Það yrði þá í fyrsta sinn íþijátíu ár. VIGGÓ SIGURÐSSON Úrskurðurinn mannréttindasigur Úrskurðurinn setur hins vegar forráða- menn félaganna í mikinn vanda, skyndi- lega er„eign“þeirra (það er leikmaður- inn) þeim einskis virði nema hann skuldi félaginufé eða hann sé með samning um aðfá svo ogsvo mikla peningafyrir að leika meðfélaginu. Svipað og á síðasta keppnis- tímabili er upphaf íslandsmóts- ins í handbolta með þeim blæ að varla er það til að auka hróður handboltans. Deilur um verð- mæti leikmanna sem ætla að skipta um félög eru allsráðandi. Það er skrýtið mat hjá forráða- mönnum félaganna að félögin hafi alræðisvald en réttur leik- mannsins sé alls enginn. Því er úrskurður dómstóls Handknatt- leikssambands fslands í vikunni, þess efhis að skuld- og samnings- laus leikmaður geti skipt óhindr- að um félag, viss sigur fyrir leik- menn, og segir okkur að þeir eigi jú að njóta almennra mannrétt- inda þó svo þeir hafi áhuga á að stunda handbolta í frístundum sínum. Úrskurðurinn setur hins vegar forráðamenn félaganna í mikinn vanda, skyndilega er „eign“ þeirra (það er leikmaðurinn) þeim einskis virði nema hann skuldi félaginu fé eða hann sé með samning um að fá svo og svo mikla peninga fyrir að leika með félaginu. Einhvern vitrænan botn verður að fá í þessi mál. Það er engin spurning að handboltinn er á uppleið á Is- landi. Deildin verður örugglega jöfn og spennandi í vetur. Nýlið- arnir, IR og Þór, ætla ekki að láta neinn kaffæra sig og byrja deild- ina með stæl. Ljóst er að fyrir lak- ari liðin er mikilvægt að byrja vel, birgja sig upp fyrir veturinn, því hvert stig kemur til með að verða hvngdar sinnar virði í gulli þegar á líður. Góð byrjun gefur liðum eins og ÍR og Þór blóð á tennurn- ar. Það yrði saga til næsta bæjar að sjá eitthvert hinna liðanna falla í aðra deild. Liðin eru að finna taktinn og erfitt er að sjá skýrar línur ennþá í leik þeirra. Miklir peningar em í húfi og ör- uggt að þjálfarar munu þurfa að starfa undir mikilli pressu. Það gildir jú ekkert nema sigur. Fyrirkomulag fslandsmótsins er það sama og heppnaðist svo vel í fyrra. Fólk vill spennu — að hver einasti leikur skipti máli. Það sýndi sig í fyrra að það var ekki dauður punktur í öllu mót- inu nema kannski rétt í byrjun. Sannarlega spennandi vetur ffamundan. Hötundur er hondknattleiksþjálfarí. fslendingar hafa staðið sig vel hjá Brann og nú vilja forráða- menn liðsins fá Rúnar Kristins- son til liðs við félagið. Tvíbur- arnir af Skaganum, Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, eru hins vegar á ieið til Hollands og ætla að skoða aðstæður hjá Feyeno- ord og síðan ætla þeir til Þýska- landsmeistara Stuttgart. Sænski varnarmaðurinn og fyrr- um fyrirliði sænska landsliðsins, Glenn Hysen, má muna fífilsinn fegurri. Gamli varnarjálkurinn fór frá Liverpool til Gautaborgar- liðsins GAIS og hafi hann haldið að hann ætti náðuga daga fram- undan þar i vörninni miðað við árin i Englandi var það mesti mis- skilningur. Nýlega tapaði QAIS fyrir Öster með níu mörkum gegn engu, leikmenn Öster léku Hysen oft grátt, fífluðu hann á alla kanta og gamli maðurinn vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. „Þetta er það versta sem ég hef lent i á öllum minum ferli— hræðileg martröð,"sagðiHysen eftir leikinn.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.