Pressan - 24.09.1992, Blaðsíða 36

Pressan - 24.09.1992, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR PRESSAN 24. SEPTEMBER 1992 LÍFIÐ EFTIR VINNU Klassíkin • Sinfóníuhljómsveitin heldur svokallaða kynning- artónleika og er efnisskráin frekar í poppaðri kantinum. Eða hvað segja menn um áheyrilegt léttmeti á borð við Rhapsody in Blue eftir Gershwin, forleikinn að Rómeó og Júlíu eftir Tsjaikofskí, að ógleymd- um verkum eftir Copland og Glinka. Stjórnandi er Petri Sakari, einleikari pí- anistinn Alexander Makarov, en Egill Ólafsson hefur verið fenginn til að gegna starfi kynnis. Háskólabló kl. 20. LAUGARDAGUR • Álandsdagar standa yfir í Nor- ræna húsinu og af þeim sökum er hingað kominn hópur listamanna frá Álandseyjum. Þeirra á meðal er svo- kallaður Carl Nielsen-kvartett ásamt píanó- og flautuleikara og verður leik- in álensk kammertónlist eftir Lars Karlsson, Jack Mattson og Sture Isacs- son. Norrœna húsið kl. 20.30. Leiklist MIVITUDAGUR Silamuit-leikhópur- ^^^^jinn kemur frá Grænlandi I'"''wJog heldur sýningu á ■hTjdfltrommudönsum og grímu- leikjum sem byggjast á hefðbundn- um sögum eskimóa á Grænlandi og í Alaska og Kanada. í hópnum eru fjórir leikarar og er ráðgert að hann verði kjarninn í þjóðleikhúsi Grænlands sem til stendur að stofna. Gerðuberg kl. 20.30. FOSTUDAGUR • Dunganon. Ef maður gerir kröfu til að leikverk sé dramatískt í upp- byggingu þá vantar slíkt í leikritið. En öðrum skilyrðurn er fullnægt; maður skemmtir sér vel og fær nóg til að hugsa um eftir að sýningu er lokið, segir Lárus Ýmir Óskarsson í leikdómi. Borgarleikhúsið, kl. 20. • Hafið Það er skemmst frá því að segja að áhorfandans í leikhúsinu bíða mikil átök og líka, eins og Ólafi Hauki er lagið í leikverkum sínum, húmor, oft af gálgaætt, skrifar Lárus Ymir Ósk- arsson í leikdómi. Þjóðleikhúsið kl. 20. • Kæra Jelena Mesta sigurstykki síðasta leikárs. Þjóðleikhúsið, litla svið, kl. 20.30. • Hafið. Það er skemmst frá því að segja að áhorfandans í leikhúsinu bíða mikil átök og líka, eins og Ólafi Hauki er lagið í leikverkum sínum, húmor, oft af gálgaætt. Þjóðleikhúsið kl. 20. • Dunganon Ef maður gerir kröfu til að leikverk sé dramatískt að uppbygg- ingu þá vantar slíkt í leikritið. En öðr- um skilyrðum er fullnægt. Borgarleik- húsið kl. 20. • Kæra Jelena Mesta sigurstykki síðasta leikárs. Þjóðleikhúsið, litla svið, kl. 20.30. SUNNUDAGUR • Emil í Kattholti Leikrit sem er lík- legt til að geta höfðað til allra barna á öllum tímum. Bessi Bjarnason kann svo sannarlega að leika fyrir börn. Þjóðleikhúsið kl. 14. • Dunganon Ef maður gerir kröfu til að leikverk sé dramatískt að uppbygg- ingu þá vantar slíkt í leikritið. En öðr- um skilyrðum er fullnægt. Borgarteik- hús kl. 20. • Kæra Jelena Mesta sigurstykki síðasta leikárs. Þjóðleikhúsið, litla svið kl. 20.30. Ókeypis • Það þarf ekki að kosta neitt að stofna félag, sér- staklega ef það er lítið og stórmerkilegt félag um eitthvert áhugamál sem fáir hafa. Þess vegna er kannski til- valið fyrir þann blanka að nota haustið til að stofna félag, haust- ið er nefnilega tími allskyns fé- lagsstarfs sem síðan er að logn- ast út af fram eftir vetri. Það skiptir litlu máli hvað félagið gerir eða er ætlað að gera — safna eldspýtustokkum eða berj- ast móti EES — aðalmálið er að vera í félagi með nokkrum góð- um félögum sem hafa sömu skoðanir og sömu áhugamál og maður sjálfur... Málþing FOSTUDAGUR Áland í fortíð og nú- I JJtíð. Það er kannski ekki PLJ|sjálfgefið að íslendingar ^■HHÍhafi rnikinn áhuga á Álandseyjum. Það er jú alkunna að smáþjóðafólk er fjarska áhugalaust um ennþá fámennari þjóðir. En þeir sem eru ekki svoleiðis innstilltir geta notað tækifærið á laugardag og hlýtt á Álandseyinga ræða um landið sitt í fortíð, nútíð og framtíð. Norrœna hús- iðkl. 14. Myndlist • Tolli sýnir í Listasafni ASÍ málverk sem eru einfaldari í sniðum en þau sem hann hefur áður fengist við. Áhrif frá Austurlöndum eru auð- sæ, þetta er dálítið annað en Tolli hef- ur verið að bardúsa. Opið kl. 14-19. • Guðbjörg Linda Jónsdóttir er ísfirðingur sem heldur sjöttu einka- sýningu sína í listsalnum Nýhöfn í Hafnarstræti. Þar sýnir hún olíumál- verk. Opiðkl. 14-18. • Fígúra — ffgúra er yfirskrift sýn- ingar í vestursal Kjarvalsstaða. Þar eiga verk nokkrir helstu myndlistarmenn af yngri kynslóð, Brynhildur Þorgeirs- dóttir, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hulda Hákon, Jón Óskar, Kjartan Ólason og Svala Sigurleifsdóttir. í austursal er sýning á teikningum eftir Alfreð Flóka, en í miðsal afstraktverk eftir Ásmund Sveinsson. Opiðkl. 10-18. • Einhverfir listamenn halda sýn- ingu í Gerðubergi. Það eru þau Anna Borg Waltersdóttir, Áslaug Gunn- laugsdóttir og Pétur Arnar Leifsson, en öll hafa þau unnið að myndlist í lengri eða skemmri tíma. Gefur ein- staka innsýn í öðruvísi hugarheim. • Hringur Jóhannesson málar skýrar og litríkar myndir, einhvers staðar á mörkum popplistar og natúr- alisma. Sýning á nýjum málverkum eftir Hring stendur yfir í Norræna hús- inu. Opiðkl. 14-19. • Listhús í Laugardal Fyrstir til að sýna í húsinu eru þeir Jón Reykdal sem sýnir málverk og Leifur Breiðfjörð glerlistamaður. • Bengt Adlers er skánskur lista- maður sem hefur margsinnis komið til íslands og sýnir „verk í þróun" í Galleríi Sævars Karls. Þetta er eitt verk úr ýms- um hlutum, meðal annars Ijóðum. Opið á verslunartíma. • Káre Tveter er norskur listamaður, í talsverðu uppáhaldi hjá drottningu Noregs, og málar norrænar vetrar- stemmningar, úr kulda og einsemd á Svalbarða. Myndir eftir Tveter voru meðal annars valdar sem framlag Nor- egs á heimssýninguna í Sevilla, en hanga líka uppi í Hafnarborg í Hafnar- firði. Opiðkl. 12-18. • Ólöf Sigurðardóttir heldur mál- verkasýningu í Gallerí Úmbru sem er í gömlu húsi á Bernhöftstorfunni. Opið kl. 12-18. • Donald Judd einn frægasti lista- maður sem nú er á dögum, sýnir nokkur verk eftir sig í sýningarsalnum Annarri hæð, sem er á Laugavegi 37. Opið miðvikudaga kl. 14-18 eða eftir samkomulagi. • íslensk málverk hanga uppi í Listasafni íslands, úr eigu safnsins. í sölunum á neðri hæð gamla íshússins eru verk eftir frumherja íslenskrar mál- aralistar, á efri hæðinni nýrri verk, auk nokkurra verka frá útlöndum. Opið kl. 12-18. • Blöðum flett er sýning á breskum bókverkum svokölluðum sem stendur yfir í Listasafni íslands. Þarna eru verk eftir 32 listamenn — þetta eru verk þar sem er lagt út af bókarforminu. Opiðkl. 12-18. • Æskuteikningar Sigurjóns Elstu myndirnar á sýningunni í Safni Sigurjóns Ólafssonar eru frá æskuár- um hans á Eyrarbakka, en flestar frá ár- unum 1924 til 1927 þegar hann stundaði nám í Iðnskólanum. Skemmtileg sýning og svo er alltaf gaman að koma í safnið á fallega staðnum í Laugarnesinu, úti við Sund- in blá.Opiðkl. 14-17. • Þórdís Árnadóttir sýnir málverk í versluninni Borði fyrir tvo í Borgar- kringlunni. Hún er nýkomin heim frá námi á Fjóni í Danmörku. Opið á versl- unartíma. Sýningar a# Það var svo geggjað Árbæjarsafn er löngu hætt að snúast bara um moldar- kofa og gömul hús, heldur líka um fólk, sumt í ekki allt- offjarlægri fortíð. Til dæmis hippasýn- ingin sem ber með sér andblæ áranna 1968 til 1972, þegar herbergi ung- linga önguðu af reykelsi, allir gengu í útvíðum buxum og karlmenn voru hæstánægðir með að skvetta á sig Old Spice- rakspíra. Opið kl. 10-18. • Húsavernd á íslandi Aðalstræti er sorglegt dæmi um þegar menn vilja hvort tveggja halda og sleppa, vernda og rífa. Vissir hlutar Akureyrar eru á hinn bóginn fagurt dæmi um skynsamlega húsavernd. í Bogasal Þjóðminjasafns stendur yfir sýning þar sem er rakin saga húsaverndar á ís- landi. Opiðkl. 11-16. „Sýning Borgarleikhússins á Dunganon er vönduð og hugvitssamlega uppsett. Eftir að hafa verið hikandi í upphafi hreifst ég mjög eintóna leik Hjalta a Lárus Ýmir Óskarsson Frelsið er að vinna ekki DUNGANON EFTIR BJÖRN TH. BJÖRNSSON LEIKSTJÓRI BRYNJA BENEDIKTSDÓTTIR SKEMMTILEGIR ÆVIÞÆTTIR ÞESS KOSTULEGA MANNS DUNGANONS erum sagnaþjóð. Oj ^kkur Þykir skemmtilegt heyra sögur af fólki. Sögurnar sem við segjum og heyr- um eru ekki alltaf merkilegar sem slíkar. Oft fá þær aðallega gildi sitt af nálægðinni í okkar litla þjóðfé- lagi. Sögur af kynlegum kvistum hafa verið vinsælar og ekki síst í minni samfélögum, sveitum og þorpum þar sem allir þekkja sögupersónuna. Af sama meiði eru þær miklu vinsældir sem ævi- sögur þekktra einstaklinga njóta. Stundum er þar um (skemmti)iðnað að ræða, en ein- hvers staðar liggja þau mörk að þessar sögur verða að bókmennt- um — skáldskap. Það gerist til dæmis þegar skrásetjaranum eða skáldinu tekst að láta sögu ein- staklingsins spegla mannlífið í víðari skilningi. Til þess þarf höf- undurinn að taka afstöðu sem kann að vera misauðsæ í verkinu. Karl Einarsson hefur orðið mörgum yrkisefni. Það er ekki að furða. Hann hefur verið skraut- legur karakter eins og sagt er. Hann hlýtur líka að hafa verið mönnum sem kynntust honum skemmtileg ráðgáta. Hann var engum bundinn og dró dár að flestum þeim gildum sem stjóma lífi okkar hinna að einhverju marki, hvort sem við viljum við- urkenna það eða ekki. Höfundurinn Björn Th. Björnsson hefur greinilega velt þessum manni mikið fyrir sér og þó að leikritið sé mikið til saman- safn skemmtisagna af aðalpersón- unni lætur Björn hann segja hluti sem eru nokkurs konar lyklar að skilningi á þessum manni. Sú mynd sem hann dregur upp mót- ast af aðdáun á manninum og næmu auga fyrir honum. Dung- anon var frjáls af því að hann átti ekki til græðgi. Hvorki á peninga, völd né upphefð. Hann dró dár að öllu heimsins glingri og sigldi áfram án annars sýnilegs mark- miðs en að skemmta sér um stund. Skemmtanasmekkur hans var þó bæði frumlegur og skemmtilegur. Víst er að Dungan- on hefði ekki skrifað undir mottó samtímamanna sinna nasistanna (sem reyndar eiga stóran þátt í þessu leikriti) um að vinnan skap- aði frelsið: Arbeit macht frei. Það hvarflar reyndar að undir- rituðum að hluti af skýringunni á gátunni Dunganon sé sú að hann hafi verið í einhvers konar sálar- háska og vörn gegn heiminum, en í leikritinu er hvergi sýndur bil- bugur á honum. Það er kannski allt í lagi og meiningin að við áhorfendur botnum. Ef rhaður gerir kröfu til að leik- verk sé dramatískt að uppbygg- ingu þá vantar slíkt í leikritið. En öðrum skilyrðum er fullnægt; maður skemmtir sér vel og fær nóg til að hugsa um eftir að sýn- ingu er lokið. Samtölin eru fallega skrifuð og lipur í munni ieikar- anna. Sýning Borgarleikhússins á Dunganon er vönduð og hugvits- samlega uppsett. Eftir að hafa ver- ið hikandi í upphafi hreifst ég mjög af svoíítið eintóna leik Hjalta Rögnvaldssonar. Og ég held að þau Brynja Benedikts- dóttir leikstjóri hafi tvímælalaust valið rétta túlkunarleið. Aðrar persónur voru í þjónustuhlutverki — því að varpa ljósi á Dunganon. Af höfundarins hálfu fannst mér stúdentinn, sem kannski er Björn Th. sjálfur, vera hvað lakast skrif- aður, hálflitlaus og merkingar- snauður. Flestir leikarar skiluðu sínu verki ágætlega. Tónlist Hjálmars H. Ragnarssonar féll mér einkar vel í geð. Lárus Ýmir Óskarsson Gestirnir geta sjálfum sér um kennt SVARTA PANNAN ® HELSTIKOSTUR: ÞEIR SEM NÁ AÐ KLÁRA MATINN SINN HÆTTA AÐ VERA SVANGIR. HELSTIGALLI: STEIKARBRÆLA f LOFTINU SEM LYKTAR JAFNILLA OG MATURINN BRAGÐAST. Eitt af því sem sárast vantar í miðbæ Reykja- víkur er sómasamlegir skyndibitastaðir. Það yrði því fagnaðarefni ef MacDonald’s fal- aðist eftir lóð eða gömlu húsi í miðbænum í stað þess að byggja við hliðina á Verslunarskólanum í Kringlunni. Skástu skyndibita- staðirnir í miðbænum eru líklega Grillhús Guðmundar og Fjarkinn, en verstur er Svarta pannan í Tryggvagötu. Það má telja Svörtu pönnunni til hróss að hún villir ekki á sér heimildir. Um leið og gesturinn stígur fæti innfyrir dymar gengur hann inn í megna steikingarbrælu sem hefur safnast upp í áranna rás. Eftir smáviðveru verða því jafnvel hinir hrokkinhærðustu eins og smjörgreiddir rokkabillíar. Þeir sem taka ekki mark á þessari viðvörun geta síðan kennt sjálfum sér um þegar þeir hafa keypt sér mat. Svarta pannan býður upp á hamborgara, pítur, mínútusteik- ur, samlokur, fisk og franskar og flesta skyndibita sem upphugsaðir hafa verið í heiminum. Þrátt fyrir þessar tilraunir hefur matreiðslu- mönnunum ekki tekist að ná leikni í gerð neinna þeirra. Þótt hungrið hverfi ef til vill kemur engin vellíðan í staðinn. Svarta pannan skipar sér því í flokk með mörgum öðrum skyndibitastöðum: Þetta eru musteri fyrir þá sem vilja beita sig hörðu þegar sjálfsvirðingin minnkar. Ef maður er í rusli á maður að fæða sig á rusli. Þetta er speki sem er noldturs konar við- snúningur á þeim ágætu fræðum að maðurinn verði það sem hann borðar. Það er kjaftur á’ðí HAFIÐ EFTIR ÓLAF HAUK SlMONARSON LEIKSTJÓRI ÞÓRHALLUR SIGURÐSSON ÁTÖKOG SKEMMTUN AF BESTU SORT Sögusviðið er sjávarpláss úti á landi, nánar tiltekið stofan í stóru einbýlis- húsi útgerðarmannsins á staðn- um. Leikurinn byrjar á gamlárs- dag og endar á nýársdagsmorgun. Eining staðar og tíma. Hafið eftir Ölaf Hauk Símon- arson fjallar í vissum skilningi um tímamót — áramót í íslensku at- vinnulífi. Þórður (Helgi Skúlason), út- gerðarmaðurinn á staðnum, er kominn til ára sinna og hefur fengið slag, en andlegur styrkur hans og vilji er óbugaður. Hann hefur kallað börn sín til sín og allir vita að hann hefur einhver mikil- væg tíðindi að flytja þeim. Það er skemmst frá því að segja að áhorfandans í leikhúsinu bíða mikil átök og, eins og Ólafi Hauki er lagið í leikverkum sínum, húm- or, oft af gálgaætt. Það eru blendnar tilfinningar sem fólkið í þessari fjölskyldu ber hvert til annars. Væntumþykjan leynir sér ekki, en um leið eru þau flest full- komlega óvægin hvert við annað og grafa upp gamlar ávirðingar með glott á vör. Samtölin eru meitluð og kjarnyrt í meira lagi. Þetta leikrit, sem kannski er það besta sem Ólafur hefur skrifað hingað til, íjallar um þær breyt- ingar sem eru að verða í sjávarút- vegi og gildismati á íslandi. Spurningin er um tilgang vinn- unnar/útgerðarinnar. Er málið bara að græða seðla eða hefur at- vinnustarfsemin líka félagslegar skyldur? Hér kallast heimili Þórð- ar á við samfélagið: Hefur heimilið (samfélagið) einhvern annan til- gang en að stuðla að velferð heim- Uisfólksins? Ég er ekki í vafa um að Ólafur Haukur er á vissan hátt að kallast á við leikrit Vésteins Lúðvíksson- ar Stalín er ekki hér. Þetta sér maður á því að útgerðarmaðurinn heitir sama nafni og harðlínu- komminn Þórður í Stalín. Helgi Skúlason lék líka Þórð í Stalín. Báðir eru Þórðamir einræðisherr- ar á heimilum sínum, þó að hug- myndir þeirra um samfélagið séu ekki í samræmi við það. Komm- inn Þórður vildi jöfnuð allra og kapítalistinn Þórður í Hafinu vill tryggja atvinnu og öryggi allra í þorpinu þó að börnin hans hafi ekki fengið ást hans og umhyggju, heldur þorskurinn. Hvað sem þjóðmálaumræð- unni líður þá er greinilegt að það er fólkið, tilfinningar þess og sam- band innbyrðis sem skiptir höf- und Hafsins mestu máli. Þetta er fólk sem kemur okkur við og samtölin renna lipurlega og þjóna vel markvissri framvindu dram- ans, sem eins og vera ber fær stór- skorinn og óvæntan endi. Ef maður ætti eitthvað að finna að, þá finnst mér að höfundurinn hlífi Hjördísi Þórðardóttur (Ólaf- ía Hrönn Jónsdóttir) um of. Hún er að mörgu leyti heillandi per- sóna og gáta fyrir áhorfandann, en við þeirri gátu fæst svarið aldrei á sama hátt og við flestum hinna. Sýningin sem slík er mjög vönduð og er þetta ekki í fyrsta skipti sem samvinna þeirra Ólafs Hauks og Þórhalls Sigurðssonar leikstjóra tekst með ágætum. Leikmynd Þórunnar Sigríðar Þorgrímsdóttur er góð, sjónrænt hrein og þénug. Loftið er í stof- unni, en lýsing verður þó hvergi klúðursleg fýrir það. Leikur er yfirleitt góður og stundum ffábær. Án þess að taka þá framyfir aðra vil ég lýsa ánægju minni með góða frammistöðu þeirra spaugstofumanna Rand- vers Þorlákssonar og Pálma Gestssonar. Pálmi er í einu stærsta og átakamesta hlutverkinu og leikur það af miklum þrótti. Hér væri hægt að skrifa lofrullur um hvern leikarann á fætur öðrum, en ég mæli einfaldlega með að fólk drífi sig í Þjóðleikhúsið og njóti. Lárus Ýmir Óskarsson Tolli stokkar spilin ÞORLÁKUR KRISTINSSON LISTASAFNI ASf Hvað er á seyði, Tolli? gætu gestir á sýningu Þorláks Kristinssonar spurt sig þegar þeir ganga í sal Listasafns ASÍ. Svarið er líklega að finna í fyrirsögn á sýningarskrá: Spilin stokkuð. Goðsögulegir gol- þorskar, hetjur hafsins og fornar skræður hafa verið gerð brottræk. Landslagið er orðið mann-, dýra- og mannvirkjalaust. Pallettuhníf- urinn hefur verið lagður til hliðar og pensillinn gripinn föstu taki. Og pensillinn er enn lausari í rás- inni en áður. Landslagsmyndirnar eru á mörkum þess að vera laus- beislað abstrakt, ekki ólíkt því sem sjá mátti í verkum Kristjáns Dav- íðssonar í Gallerí Nýhöfn nýlega. Þótt um nokkra stefnubreytingu sé að ræða í þessum myndum má samt greina kunnuglegan Tolla. En það eru aðrar myndir sem koma gjörsamlega á óvart. Tolli, sem ávallt hefur verið þekktur fyr- ir að standa föstum fótum í kaldr- analegum íslenskum veruleika með sultardropa á nefbroddinum, virðist floginn á vit austurlenskrar hugleiðsluspeki. Hann hefur hreinsað út myndflötinn með lit- auðugum grunni og lætur nægja „Þetta leikrit, sem kannski er það besta sem Ólafur hefur skrifað hingað til,fjallar um þœr breytingar sem eru að verða ísjávarútvegi oggildismati á íslandi. “ Lárus Ýmir Óskarsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.