Pressan - 19.11.1992, Side 4

Pressan - 19.11.1992, Side 4
4 FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. NÓVEMBER 1992 LANDSBYGGÐ- ARAUMINGJ- AR OG RÍKIS- BUBBAR „Það er ekki margt sem kem- ur mér úr jafnvægi en ef heimsk- an södd og feit tekur völdin þá fæ ég tár í augun. — Gerðist það í alvöru eða var það bara lélegur grínþáttur rásar tvö þegar út- varpsmaður og skipuiagsfræð- ingur sögðu þjóðinni frá hug- myndum sínum um að flytja fólk á rnilli byggðarlaga? — Að vísu ekki til Reykjavíkur heldur innan sama landsfjórðungs og með aðstoð ríkisins! En tii hvers? Og hvert?“ Ríkharður Valtingojer Stöðvarfirði í DV Trausti Valsson skipulags- fræðingur: „Ég hef ekki sett fram þessar hugleiðingar sem óskadraum minn eða skipulags- manna yfirleitt, heidur eiga orð mín sér uppruna í því að fólki hefur um langt skeið verið að fækka víða á lansbyggðinni. Með aukinni tækni og minna sjávar- fangi er Ijóst að of margir vinna að sama verkefni og blasir við að einhverjar byggðir, sem tæpast standa undir sér, munu leggjast niður. Byggðaþróun hefur ekki tekist að snúa þeirri þróun við. Þessi staða er ekki ólík því sem varð fjóst í landbúnaði fyrir um áratug: of margir bændur að anna of lítilli eftirspurn. 1 því til- felli sýndi bændastéttin þá for- sjálni að taka þátt í skipulögðu undanhaldi; mönnum var hjálp- að að draga saman eða hætta búskap. Ég tel að stöðu ýmissa sjávarþorpa megi nú líkja við stöðu þeirra bænda sem þá stóðu hvað tæpast og tóku þessu tilboði, sem væntanlega hefur orðið til þess að bjarga sumum frá algeru hruni.“ ÞVÍLÍK RUDDAMENNI! „Eftir að hafa fengið frásögn hans hringdi ég í eiganda Dans- hússins, reyndi að skýra mál vinar míns og fá hann til að skýra þeirra, en allt til einskis. Manni þessum fannst ekkert um að klt'na þjófsorði á saklausan mann, og spurði mig í lokin til hvers ég ætlaðist af honum og þegar ég fór fram á afsökunar- beiðni fyrir vin minn sagði hann mér að gleyma því.“ Albert Jensen í Morgunblaðinu um vín sinn á áttræðisaldri sem fannst mannorð sitt fara fyrir lítið í viðskipt- um slnum við eiganda og dyraverði Danshússins í Glæsibæ. Magnús Halldórsson, framkvæmdastjóri Dans- hússins: „Þetta er í fjórða sinn sem gamli maðurinn er settur út úr húsi vegna ölvunar og þetta kvöld drakk hann líka úr ann- arra glösum. Það er spurning hvort hann vill sjálfur segja sög- una eins og hún var. Sannleikur- inn er sá að maðurinn fer yfir strikið og þarf þá að hvíla sig. Hann kemur svo bara endur- nærður næst.“ ER OKRAÐ Á BÖRNUNUM? „Hinsvegar varð Víkveiji nán- ast orðlaus af undrun í hléi. Þá er verið að selja „Berjasaft bangsa- mömmu“, sem er vatnsblönduð sólberjasaft, og glasið er selt á 100 krónur. örlítið glas af gosi er síðan selt á 120 krónur. Það verður að segjast eins og er að þetta nálgast okur og er Þjóð- leikhúsinu til skammar." Víkverji um leikhúsferð með börnum sínum á Dýrin í Hálsaskógi í Morgun- blaðinu Guðrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Þjóðleik- hússins: „Saftin er vítamínbætt og hún er dýr í innkaupum. Þeg- ar allur kostnaður er reiknaður kemur hvert glas út í 95 krónum. Verð á kókinu er sambærilegt við verð til dæmis í kvikmynda- húsum, og er ívið lægra ef eitt- hvað er. Það er ekki langur tími sem við höfum til að afgreiða börnin en fullvissa má Víkverja um að þetta er ekki þjónusta sem við græðum mikið á.“ Pétur Sigurðsson formaður Alþýðusam- bands Vestfjarða B E S T Hann hefurfarsælan og góðan skilning á samn- ingagerð og er með skarp- ari og hæfari mönnum. Hann er vinnusamur. Það er ákaflega gott að hafa hann með sér. Pétur er auðvitað að vestan og ákaflega góðurtalsmaður landsbyggðarmanna og þekkir kjör þeirra vel. Það yrði því mikill fengur fyrir verkafólká landsbyggðinni að fá hann sem formann ASÍ. Hann er auk þess góð- urfélagi. V E R S T Stærsti ókostur hans er eig- inlega sá að hann er að vestan og það hefur verið erfitt að fá hann í bæinn til að taka þátt í því sem þar er að gerast í samninga- gerð. Það að hann skuli vera harðsnúinn samn- ingamaður er einnig löstur. Það er ákaflega gott að vera sammála honum. Hvort hann er syndum hlaðinn skal ósagt látið. ALLIR UPP ÚR „En nú virðist sem verið sé markvisst að flæma venjulega sundlaugargesti úr Sundhöll- inni. Að minnsta kosti hefur fjöl- skylda Víkverja ákveðið að leita á önnur mið því Sundhöllin er farin að loka barnadeildinni klukkan hálfsex á daginn vegna þess að þar fer fram sundleik- fimi fyrir eldri borgara. Víkverji hefur nokkrum sinnum reynt að leika við börnin sín í almennu deildinni innan um þá sem eru að reyna að synda 200 metrana og komist að þeirri niðurstöðu að það sé ekki eftirsóknarvert." Víkverji I Morgunblaðinu Stefán Kjartansson, for- stjóri Sundhallarinnar: „Það verður engin sundkennsla í des- ember og janúar og Víkverji verður þá að nota tímann vel. Þegar vorar getur hann svo brugðið sér í útilaugarnar." PRESSAN/JIM SMART Mynd af listamanninum sem konu / bók Nínu Ámadóttur um Al- freð Flóka segir um Ástu að hún hafi orðið bombufrœg á einni nóttu, aðeins tvítug að aldri. Hver var sérstaða hennar sem skáldkonu? „í fyrstu sögu sinni, „Sunnu- dagskvöld til mánudagsmorg- uns“, er hún mjög bersögul og tal- ar um partí, svall og nauðgun. Svona skrifaði ekki nokkur maður á þessum tíma og allra síst kven- maður." Hún var ein umtalaðasta kona landsins. Hvað gerði hún sem hneykslaði samborgarana svona? „Hún var afskaplega ögrandi, var með litað svart hár, mikið ntáluð, klæddi sig sérkennilega og gekk jafnvel í buxum. Ásta reykti á götum úti og sást stundum drukkin. Meira þurfti ekki til að ganga fram af Reykvíkingum og vera útskúfaður. Það sem vakti þó hvað mesta hneykslan voru módelstörf hennar, en hún sat nakin fyrir hjá myndlistarmönn- um.“ Lifnaður hennar þótti ef til vill ekki eftirsóknarverður og sumir mundu tala um svall ogsvínarí. „Konan var auðvitað alkóhól- isti og ég skef ekki utan af því í bókinni. Goðsögnin um Kristján Fjallaskáld segir að enginn verði snillingur nema drekka sig í hel í leiðinni. Ásta er eina konan sem við eigum í þeirri goðsögn.“ Hún hlaut töluverða viður- ketmingu þegar kvennabaráttan fórígang? „Þá var dustað af henni rykið og henni komið aftur fram í sviðs- ljósið. Hún var kona sem þorði en var þó langt frá því að vera kven- réttindakona, eins og við leggjum skilning í orðið í dag.“ Eftir að hafa skrifað um skáld- konuna lieila bók, hvernig kemur hún þérfyrir sjónir? „Þetta hefur verið mjög sérstök kona og ákaflega hæfileikarík, skrifaði, málaði og gerði dúkrist- ur. Hún hefur verið ákaflega klof- in og skipst nokkurn veginn til helminga milli góðs og ills, en mein hennar fólst í því að átján ára byrjaði hún að drekka illa og síðustu fimmtán árin var hún mjög langt genginn drykkjusjúk- lingur. Það voru því aðeins um tólf ár sem hún átti eitthvert „líf‘.“ Afkastaði hún ntiklu á þeim tíma? „Ásta lét eftir sig liggja nokkrar smásögur og ljóð, en hún hlaut frægð fyrir þessa einu sögu. Það liðu tíu ár ffá því hún kom út þar til smásagnasafn eftir hana birtist á prenti, en allan þann tíma var hún ákaflega fræg og allir vissu hver hún var. Þetta er ekki stórt lífsstarf í ritmennskunni en það verður að taka með í reikninginn að'hún var barnmörg, eignaðist fimm börn nánast á jafnmörgum árum og átti eitt fyrir. Þau voru öll tekin af henni en eftir það brotn- aði hún endanlega og lagðist í drykkju. Hún hafði því í raun ekki aðstöðu til að skrifa mikið nema rétt íkringum tvítugsaldurinn.“ Hvað leggur þú aðaláherslu á í bókinni? „Þetta er ekki hefðbundin ævi- saga að því leyti að ekki er tíundað allt sem hún gerði. Þetta er fyrst og fremst persónulýsing; mynd af listamanninum sem konu.“ Á RÖNGUNNI TVÍFARAR _________'__________________________________________________ Drottinn minn dýri! Ætla þau aldrei að fara? Snúlli minn, prófaðu að opna dyrnarog kveikja á útidyraperunni... I amerískum löggumyndum erþví haldið að áhorfendum aðþað sé ekki starfað vera lögga heldur lífsstíll. Einhverjir mundu kannski segja að löggæsla vœri ekki starfheldur karaktergalli. Hvað um það;þá virðist augljóst að löggan í löggunum ergenískt fyrirbrigði. Þaðgeturað minnsta kosti ekki verið tilviljun hvað sjálfur Derrick ogsjálfur Bjarki Elíasson eru líkir. Það sést í hvítuna undir auga- steinunum hjá báðum. Báðirhafa dálítið efnilegar bulldogkinnar. Báðir hafa traust nef. Og báðir halda þeir í greiðsluna sem á upptök sín á mektarárum Elvis Presley. Eini munurinn er að Horst Tappert/Derrick er markaðri afsœldarlífi, enda er hann gervilögga en Bjarki alvöru.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.