Pressan - 19.11.1992, Blaðsíða 15

Pressan - 19.11.1992, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. NÓVEMBER 1992 15 Ingibjörg Auðunsdó tth asamt systur smm, íHœstarétti ígœr ■ ■ ■ . eftir fæðinguna, til þess að súrefn- isskortur kunni að hafa varað í talsverðan tíma. Kemst höfundur að eftirfarandi niðurstöðu: „Horf- ur á bata eru slæmar í þeim skiln- ingi að um verulega hreyfihindrun til frambúðar verður sennilega að ræða hjá þessum dreng, en end- anlegt mat á magni hennar og andlegum þroska drengsins verð- ur ekki unnt að gera fyrr en hann er eldri.“ I ljós hefur komið að drengur- inn, Karl Guðmundsson, sem nú er rétt tæplega sex ára, hlaut alvar- legan heilaskaða vegna súrefnis- skorts fyrir og við fæðinguna og hefur hann verið metinn með 100 prósent örorku fyrir lífstíð. STARFSREGLUM SJÚKRA- HÚSSINS BREYTT EFTIR ATBURÐINN Eins og fram kom í upphafi efndi landlæknir til fundar á Ak- ureyri í febrúar 1988 með starfs- fólki sjúkrahússins og foreldrum drengsins, þar sem farið var ofan í saumana á málinu. Þar kom fram, að allt ffá því að farið var að nota lyfið prostaglandín til gangsetn- ingar á sjúkrahúsinu væru konur settar í ytri sírita í nokkum tíma effir gjöfina. Ekki fékkst skýring á því hvers vegna svo var ekki í um- ræddu tilviki. Þá tíðkaðist það ekki árið 1986, er drengurinn fæddist, að kallaðir væru til barnalæknar við áhættufæðingar, t.d. þegar tekið var eftir grænleitu legvatni. f kjölfar fæðingar drengsins hefur þessu nú verið breytt með setningu fastra starfsreglna þar um, að því er fram kemur í grein- argerðinni frá 1988. Auk þess mun vaktafyrirkomulagi aðstoð- arlækna hafa verið breytt, þannig að aðstoðarlæknar á barnadeild og á fæðingardeild skiptast nú á um að vera á sjúkrahúsinu, með tilliti til lífgunar nýbura. „DAUÐIR STAÐIR“ í SJÚKRAHÚSBYGGINGUNNI Baldur Jónsson, yfirlæknir barnadeildar, gat þess á fundinum með landlækni, að kalltækin sem notuð væru á sjúkrahúsinu hefðu oftlega brugðist, bæði á þeim tíma er drengurinn fæddist og eins eftir það, og Geir Friðgeirsson, sér- fræðingur í barnalækningum, lét þau orð falla að tækin væru „mjög varhugaverð". Læknamir og yfir- ljósmóðir, Friðrika Árnadóttir, sögðu að „dauðir staðir“ virtust vera í sjúkrahúsbyggingunni, þar sem ekki heyrðist vel í kalltækjun- um. Svo væri þó ekki um stað þann stað þar sem Oddgeir Gylfa- son aðstoðarlæknir var staddur þegar reynt var að ná til hans. Margoft mun hafa verið kvartað við starfsmenn tæknideildar spít- alans vegna þessara tækja, en þeir talið þau vera í lagi. TÍMASETNINGAR RANGAR Landlæknir ræddi sérstaklega við foreldra drengsins, Ingibjörgu Auðunsdóttur og Guðmund Svav- arsson, á fundinum á Akureyri og höfðu þau ýmsar athugasemdir við alla meðferð málsins, að því er segir í greinargerðinni. f máli þeirra kom fram að þeim hjónum hefði gengið afar illa að fá skýrslur um málið þegar þau báðu um það. Þá töldu hjónin tímasetning- ar í skýrslum sjúkrahússins rang- ar, en í slíkri fæðingu skipti hver mínúta að sjálfsögðu miklu máli. Ingibjörg kveðst hafa séð mjög vel á klukku sem blasti við henni á vegg fæðingarstofunnar sem Ijós- mæður sneru baki í og staðhæfa þau hjónin að drengurinn hafi fæðst þremur mínútum fýrr en ljósmæðurnar hafa haldið fram, eða kl. 21.17. Guðmundur kveðst viss um að sérffæðingur hafi ekki komið fyrr en klukkan 21.37 og því hafi liðið nærfellt hálf klukku- stund frá fæðingu barnsins þar til nógu áhrifarík hjálp barst. í því augnabliki, þegar öllu máli skipti að vel færi, hafi sú þjónusta sem þau foreldrarnir höfðu vænst ekki verið fyrir hendi, og um „algjöra handvömm“ hafi því verið að ræða. FYRIRSPURNIR TIL LÆKNARÁÐS Með úrskurði dóms bæjarþings Akureyrar frá 8. mars 1991 var læknaráði gert að svara þýðingar- miklum spurningum varðandi óljósa þætti málsins. Læknaráð svaraði því öllu játandi er spurt var hvort ástæða hefði verið til að læknir væri viðstaddur fæðing- una; einnig því hvort eðlilegt hefði verið að sá læknir væri sérfræð- ingur í fæðingarhjálp og sömu- leiðis hvort nærvera íæknis hefði aukið líkurnar á að barnið hefði sloppið óskaddað úr fæðingunni. Einnig var spurt hvort ráðið teldi að eftirlit með ffamgangi fæðing- arinnar, eins og það var skráð á staðnum, hefði verið fullnægjandi. Því var svarað til að skráð gögn hefðu verið færð á fullnægjandi hátt, en notkun sírita hefði þó mátt vera meiri. Þá var m.a. spurt hvort ráðið teldi að hægt hefði verið að koma í veg fyrir það tjón sem varð vegna súrefnis- og nær- ingarskorts í fæðingunni með bestu læknishjálp og var því svar- að „já, hugsanlega“. FORELDRARNIR TAPA MÁLINU í UNDIRRÉTTI Foreldrar drengsins höfðuðu mál gegn Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, til heimtu skaðabóta og miskabóta úr hendi stefnda vegna mistaka starfsmanna sjúkrahússins við fæðingu sonar þeirra, Karls Guðmundssonar. Endanlegar dómkröfur til handa Karli voru aðallega kr. 18.639.000 á verðlagi ársins 1990. Þá var farið fram á kr. 10.308.590 til handa Ingibjörgu Auðunsdóttur og Guð- mundi Svavarssyni sameiginlega á verðlagi sama árs. Loks var krafist kr. 1.500.000 til handa móðurinni sérstaklega, á verðlagi árins 1990. Af hálfu stefnda var framan- greindum málsástæðum stefn- enda mótmælt og sýknukrafa byggð á því, að sjúkrahúsið beri ekki ábyrgð á tjóni stefnenda. Þeir hafi ekki getað bent á hvað hafi farið úrskeiðis í fæðingunni ogþví síður sýnt ffam á, að starfsmenn sjúkrahússins hefðu með ein- hverjum hætti getað komið í veg fyrir súrefnis- og næringarskort barnsins. Lögð var áhersla á að óvíst og ósannað væri, að besta sérfræðiþjónusta hefði getað komið í veg fýrir tjónið. Sönnun- arbyrðin væri stefnenda. Meðdómsmenn í málinu voru tveir sérfróðir menn, þeir Ólafur Hákansson og Benedikt Sveins- son, sérfræðingar í kvenlækning- um. Að þeirra áliti var ekki ástæða til sérstaks öryggiseftirlits í fæð- ingu Ingibjargar, umfram aðrar fæðingar. Að þeirra mati er sírita- strimillinn eðlilegur og ekki fallist á að á honum megi greina seina dýfu. Hvers vegna drengurinn fæddist svo veikur sem raun ber vitni, slappur og lífvana, verði aldrei skýrt að því er hinir sér- ffóðu meðdómsmenn telja. Niðurstaða dómsins er sú „að viss atriði hefðu mátt betur fara við þessa fæðingu. Hvergi kemur þó fram að um vanrækslu eða gá- leysi starfsmanna stefnda hafi ver- ið að ræða og í meginatriðum var fýlgt hefðbundnu effirliti og með- ferð“. Þann 31. mars sl. var kveð- inn upp dómur í málinu í héraði, þar sem Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri var sýknað af kröfum stefnenda. ÁFRÝJUN TIL HÆSTARÉTT- AR Foreldrar drengsins áfrýjuðu dómi bæjarþings Akureyrar til Hæstaréttar og var málið tekið til dóms í gær, miðvikudag. Jón Steinar Gunnlauggson hrl. flutti málið af hálfu áfrýjenda. Vakti hann sérstaka athygli á því hvern- ig staðið hefði verið að allri skýrslugerð Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri, þar sem starfsfólk hefði fyrst gefið upplýsingar um atvikið allt að ári síðar, eftir minni. Engin rannsókn hefði farið fram á málinu af spítalans hálfu og aðeins verið að áeggjan foreldr- anna og landlæknis að ítarleg út- tekt varð gerð á því. Engar sam- tíma skýrslur eða athuganir hefðu verið gerðar um þetta hörmulega atvik og því væri um forkastanleg vinnubrögð sjúkrahússins að ræða. Jón Steinar sagði það óskiljan- legt hvers vegna enginn læknir hefði verið viðstaddur fæðinguna eins og reglur sjúkrahússins kveða á um, þegar um gangsetningu er að ræða, en henni fýlgdi ávallt aukin áhætta. Auk þess hefði móðurinni verið sagt að læknir yrði á staðnum. Jón Steinar taldi engan vafa leika á því að um áhættufæðingu hefði verið að ræða, vegna gangsetningarinnar, aldurs konunnar og þeirrar stað- reyndar að hún var komin framyf- ir settan meðgöngutíma. Þrátt fýr- ir þessar staðreyndir hafi engar viðeigandi ráðstafanir verið gerð- ar á fæðingardeildinni og enginn læknir litið til með hinni tilvon- andi móður allan þann dag sem hún átti drenginn. GREINA HEFÐIMÁTT HÆTTUMERKI f málflutningi Jóns Steinars kom fram að óútskýranlegt væri hvers vegna síriti hefði ekki verið notaður meira en raun bar vitni í fæðingunni, en hann var sem áð- ur sagði aðeins settur í gang um þremur klukkustundum fýrir fæðingu. Með stöðugri notkun sí- rita hefði mátt greina hættumerki, en eins og fram hefði komið í skýrslu Reynis Tómasar Geirsson- ar sérffæðings benti allt til þess að súrefnisskortur barnsins hefði varað í talsverðan tíma. Þá nefndi lögmaður sérstaklega, að í ljós hefði komið að ljósmæðurnar við fæðinguna hefðu ekki haft þjáfun í því að lesa úr merkjum síritans. Þá gagnrýndi Jón Steinar það harðlega að belgir hefðu ekki ver- ið sprengdir í fæðingunni, en þannig hefði hugsanlega mátt sjá að legvatnið var orðið grænt, sem er hættumerki. Við streitu í fæð- ingu, sem oft orsakaðist af súrefn- isskorti, losuðu börn úrgang í leg- vatnið og gæti skapast af því mikil hætta. Þá lagði lögmaður áherslu á þá alvarlegu staðreynd að kall- kerfið, sem koma hefði átt í stað vakthafandi læknis, sem ekki var á staðnum, hefði brugðist með áð- urnefndum afleiðingum. Enn- fremur vakti lögmaður athygli á tortryggilegum tímasetningum sjúkrahússins, þar sem margt stangaðist á, og væru skýrslur starfsfólks afar misvísandi. Allar upplýsingar væru skráðar löngu eftir atburðinn og ljóst að rík til- hneiging væri til að fegra hlut sjúkrahússins í máli þessu. Því væri framburður foreldranna mun líklegri til að vera réttur. Að mati Jóns Steinars Gunn- laugssonar var um að ræða röð mistaka við fæðingu skjólstæð- ings hans, Karls Guðmundssonar. Hann telur fullsannað að starfs- fólki sjúkrahússins hafi orðið á al- varleg mistök, sem valdið hafi hinu hörmulega slysi. Vinnu- brögðin á fæðingardeild sjúkra- hússins hafi verið með þeim hætti að það hafi ekki verið spurningin hvort þau mundu leiða til slíks skaða, heldur hvenær. Bergljót Friiriksdóttir

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.