Pressan - 19.11.1992, Qupperneq 18

Pressan - 19.11.1992, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. NÓVEMBER 1992 E R L E N T ]\^íaður vikunnar Spike Lee Spike Lee, frægasti svarti kvik- myndaleikstjórinn í Bandaríkj- unum, er sakaður um að hefja upp til skýjanna öfgamann sem var ekki mótfallinn því að beita ofbeldi, óæskilega hetju fyrir ungt fólk. Þetta segja þeir sem aðhyllast gildismat hvítrar millistéttar. Herskáir kynbræð- ur Spikes Lee segja að hann hafi gengið til liðs við Holly- wood; Lee og kvikmyndaborg- in ædi að hafa þennan mikla leiðtoga blökkumanna að fé- þúfu. Tilefnið er ný kvikmynd eftir Lee, en hún rekur ævisögu Malcholms X, blökkumanna- leiðtoga og múliameðstrúar- manns sem var skotinn til bana í New York 1965. Myndin var frumsýnd í Bandaríkjun- um núna í vikunni, en áður var hún reyndar orðin svo ffæg og umdeild að vart verður séð að hún geti orðið öllu þekktari og alræmdari. Undanfarið hefúr Lee verið upptekinn við að ríf- ast við hérumbil alla; við Warner Bros-kvikmyndafýrir- tækið um kostnaðinn við myndina (hann fékk Prince, Bill Cosby, Magic Johnson, Tracey Chapman og fleiri auð- uga blökkumenn til að leggja fram hluta af því fé sem vant- aði); við skólamenn effir að hann hvatti svört ungmenni til að skrópa í skóla og sjá mynd- ina; við hvíta blaðamenn sem hann sagði ekki verðuga að taka viðtal við sig; við yfirvöld sem vildu ekki leyfa honurn að nota myndband af lögreglu- mönnum að misþyrma Rodn- ey King í upphafsatriði mynd- arinnar. Svona má lengi telja. En varla tapar Lee á ævintýr- inu. Myndin fær sjálfsagt mikla aðsókn og það er farið að bóla á Malcholm X-æði í Bandaríkj- unum. Alls staðar blasa við stór X. Það er gert ráð fýrir að vörur sem tengjast leiðtogan- um látna muni seljast fýrir um 6 milljarða króna á þessu ári — hluti af því sjálfsagt í versl- unarkeðju sem er í eigu Spikes Lee. W\z pJaslitngtcrtT Past Pólverjum vegnar vel Ólíkt því sem er raunin víðast í Austur-Evrópu eiga Pólveijar ekki í vandræðum vegna deilna milli þjóða og þjóðabrota. Pólverjar eru líka miklu hagvanari á sviði verslunar og markaðar en fýrrum Sovétborgarar. Pólskur hagffæðingur hefúr sagt að öll árin á svartamarkaðnum séu nú farin að borga sig. Eftir fall kommúnismans tóku Pólveijar kjarkmiklar ákvarðanir sem hafa reynst þeim vel. Þeir ákváðu að tvínóna ekki við umbætur í efnahags- og stjórnmálum. Þeir samþykktu með hraði löggjöf sem er nauðsynleg umgjörð um markaðshagkerfi, um eignarétt, sam- keppni, banka og fjárfestingar. Þeir héldu kosningar sem sópuðu burt leifum af kommúnismanum. Rússar ákváðu hins vegar að láta efnahags- umbætur hafa forgang, en taka ekki áhættuna af að bíða nýrrar stjórnar- skrár og kosninga. Því á Boris Jeltsín nú í höggi við stjórnkerfi, sem er fullt af nótum gamla kerfisins, ekki síst forstjórum ríkisfýrirtækja sem draga lappirnar. Þjóðfélagsbatinn í Póllandi er rétt að hefjast. Það má þó glöggt greina vísi að honum og þannig hefur landið tekið forskot á önnur Austur-Evr- ópuríki. í Sovétríkjunum sjást hins vegar engin batamerki. Það er vanda- mál sem stjórnin í Washington þarf að gefa gaum. Af öllu því sem geng- ur á í heiminum eru umbætur eða ekki umbætur í gömlu Sovétríkjunum það sem er líklegt til að hafa mest áhrif á alþjóðastjórnmál og öryggi í upphafi næstu aldar. Margir telja að Jóhannesar Páls II páfa verði einkum minnst fyrir þetta mikla lífsreglurit kaþólsku kirkjunnar. Katekisminn kemur fyrst út í Frakklandi, enda er verkið samið á frönsku, af lærðustu guðfræð- ingum kirkjunnar — og heims- ins. En það er líka Frakkland sem komið er einna lengst kaþólskra ríkja ffá viðhorfúm kirkjunnar — þar tekur fólk upp til hópa lítið mark á banni kirkjunnar við fóst- ureyðingum, notkun getnaðar- varna og hjónaskilnaða. Því er ekki skrítið að margir Frakkar skuli hvá stundarhátt þegar kirkj- an gefúr út slíkt verk þarna mitt í öllu trúleysinu; þaulhugsaðan texta þar sem mestanpart er árétt- uð hin íhaldssama afstaða kirkj- unnar. f forystugrein í Libération, frjálslyndu og útbreiddu dagblaði, furðaði blaðamaðurinn sig á hetjulund og jafnvel fífldirfsku kirkjunnar. Þarna reyndi hópur manna að tilkynna meira en 5 milljörðum jarðarbúa muninn á réttu og röngu, góðu og illu, á næstum öllum sviðum jarðlífsins. Þetta sýni glöggt hversu lítið hafi breyst síðan 1566, á tíma siða- skiptanna; í augum kirkjunnar sé sannleikurinn ekki aðeins einn og óskiptur, heldur sé bara hægt að segja hann á einn hátt og af einum manni — páfanum í Róm. Að svonalagað skuli eiga sér stað árið 1992 sé blátt áffam stórfúrðulegt. / „Eg hafði einhvernvegThn a\dre\ hugleitt pað að við ættum eftir að verða fórnarlömb efnahagssamdráttarins...“ Um fátt er meira rætt og ritað í kaþólskum lönd- um þessa dagana en hinn nýja katekisma kaþ- ólsku kirkjunnar, rit upp á 676 blaðsíður sem kom út í Frakklandi í gær. Þessi stóra bók kostar ekki nema tæpar 1.500 krónur og næsta víst að hún nær metsölu. En það skiptir kannski ekki höfuðmáli. Hér leggur kaþólska kirkjan undir- sátum sínum lífsreglur af meiri nákvæmni en þekkst hefur í fjórar aldir — síðasti svonalagað- ur katekismi kom út 1566. Bókin verður örugg- lega umdeild. Þarna þykir kirkjan ekki færast neitt að marki í frjálsræðisátt og álíta margir að Jóhannesar Páls II páfa verði einkum minnst fyrir þetta verk. Það er að minnsta kosti ljóst að kaþólska kirkjan hyggst ekld gefa neitt eftir af völdum sínum, and- legum og veraldlegum. Hún vill áfram vera miðstýrt bákn. Verði þessi viðhorf ofan á þykir næsta víst að ekki dregur á næstunni saman milli íhaldsmanna annars vegar og frjálslyndari kaþólikka hins vegar og varla heldur milli Rómarkirkjunnar og klofnings- kirkna á borð við þá lútersku og ensku biskupakirkjuna. Lítum á nokkur lykilorð í þess- ari miklu bók. Þýðingarnar eru gerðar eftir útdráttum sem und- anfarið hafa birst í frönskum blöðum. Englar: „Tilvist andlegra vera, sem hafa engan líkama og heilög ritning kallar engla, er trúarleg staðreynd." Fóstureyðingar: „Mannslífið ber að virða og vernda fullkom- lega allt ffá getnaði. Bein þátttaka í fóstureyðingu varðar við bann- færingu kirkjunnar." Getnaðarvarnin „Aðferðir til að stjórna fæðingum með sjálfs- effirliti og ófrjósemistímabilum eru í samræmi við siðferðisregl- ur.“ 111 er hins vegar „öll sú hegð- un sem fýrir, eftir eða á meðan á samræði hjóna stendur hefur að markmiði að koma í veg fyrir getnað". Helvíti: „Að andast í dauða- synd án þess að iðrast og án þess að meðtaka náð Drottins þýðir viðskilnað við Hann að eilífu og af fúsum og frjálsum vilja. Það er þessi sjálfsútilokun frá samneyti við Guð og hina sælu sem við köll- um helvíti.“ Hjónaskilnaðir: „Þeir eru al- varlegt brot gegn lögmálum nátt- úrunnar. Skilnaður er líka ósiðleg- ur vegna þeirrar óreglu sem hann magnar upp innan fjölskyldunnar og þjóðfélagsins. Hann er eins og smitsjúkdómur sem getur orðið að samfélagsplágu.“ Hómósexúalismi: „Athæfi hómósexúalista er óeðlilegt og brýtur í bága við lög náttúrunnar. En hómósexúalista ber að um- gangast með virðingu, samúð og hófsemi. Forðast ber að beita þá misrétti. Hómósexúalistar eru hvattir til skírlífis.“ Óvígð sambúð: „Ást milli fólks þolir enga tilraunastarfsemi. Hún krefst þess að einstaklingar gefi sig fullkomlega og endan- lega.“ Sjálfsfróun: „Athæfi sem er skilyrðislaust og í hæsta máta óeðiilegt. Það ber þó að hafa í huga vanþroska, vondar venjur sem erfitt getur verið að kasta fýrir róða og aðra andlega og félagslega þætti sem geta verið til afbötunar hinni siðferðislegu ábyrgð.“ Sjálfsmorð: „Brýtur alvarlega í bága við réttmæta sjálfselsku. Andleg vandræði, kvöl eða ótti við þjáningu eða pyntingar geta minnkað ábyrgð sjálfsmorðingja. Það þarf þó ekki að gefa upp alla von um að fólk sem hefur fyrirfar- ið sér geti hlotið eilífa blessun." Skírlífi: „í skírlífi felst fýrirheit um ódauðleika.“ Spádómar: „Að ráðfæra sig við stjömuspádóma, stjömuspeki, spásagnir, skyggnilýsingar og framferði miðla — allt samræm- ist þetta ekki þeirri virðingu, studdri af lifandi trú, sem við skuldum Guði einum.“ Kirkjan leggur lífsreglur

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.