Pressan - 19.11.1992, Blaðsíða 20

Pressan - 19.11.1992, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. NÓVEMBER 1992 Mafíumálverkin fölsuð Hann á ekki sjö dagana sæla, mafíuforinginn Luciano Liggío, enda búinn að glata ær- unni — sem listmalari. Liggio, sem er 67 ára og hefur setið í fangelsi á Sikiley í 18 ár, haíði getið sér gott orð sem lands- lagsmálari og selt ógrynnin öll af málverkum undanfarin ár, sem unnin voru innan veggja fangelsins. Nú hefur einn samfanga hans hins vegar leyst frá skjóðunni, hvað snertir listamannshæfileika mafíuforingjans, og er þar með búinn að koma honum á kaldan klaka. Sannleikurinn á bak við listaverk Liggios mun vera sá, að hann kom ekki nálægt þeim sjálfur. f staðinn fékk hann áðurnefndan sam- fanga sinn, sem honum þótti hafa mun sterkari listamannstaug, til að útfæra hugmyndir sínir. Hrósið og ágóðann af málverkasölunni hirti mafíuforinginn hins vegar sjálfur. Tilþrif í brúðkaupi Það var ekkert venjulegt, brúð- kaupið sem haldið var í Los Ange- les á dögunum, þar sem gefrn voru saman Slash, hinn hárprúði gítarleikari þungarokkshljóm- sveitarinnar Guns’n Roses, og ást- mey hans, leikkonan Renee Surr- an. Hjónakornin voru afar frjáls- leg í fasi og stungu mjög í stúf við veislugesti, sem allir mættu prúð- búnir og hegðuðu sér eins og fyr- irfólki sæmir. Rokkarinn hafði ekki greitt sér frekar en fyrri dag- inn og birtist í gömlu góðu leður- buxunum með skyrtuna opna niður á bringu. Þegar búið var að pússa þau saman og veislan stóð sem hæst skellti hann konu sinni í nærliggjandi stól og vippaði af henni sokkabandinu, og var ekki laust við að viðstöddum brygði í brún. Ekki er vitað hvort Slash bauð upp á brennivín í boðinu til að koma mönnum aftur niður á jörðina, en hann hreifst sem kunnugt er af alíslenska miðinum Black Death á ferð sinni um Evr- ópu og hefur meira að segja sést til hans í stuttermabol með því nafni. Klúr skrif um Clinton Þýska dagblaðið Bild, sem er frægt fyrir slúður- og æsifréttir sínar, gekk heldur langt á dögun- um í kæruleysislegri umfjöllun sinni um nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, Bill Clinton. Blaðamaðurinn sem skrifaði greinina fjallaði um Clinton frá ýmsum hliðum og endaði á því að birta upplýsingar um persónu hans, í skeytastíl. Upptalningin byijaði svo sem ágætlega: „Aldur: 46, augu: blá, tómstundir: trimm og golf.“ Hins vegar tók heldur betur að kárna gamanið þegar blaðamaðurinn tók upp á því að klæmast með verðandi forseta Bandaríkjanna: „Stærð getnaðar- lims: f meðallagi stór (að sögn fyrrum ástkonu hans Gennifer Flowers).“ Hjá Bild áttuðu menn sig ekki á neyðarlegum skrifunum fyrr en um seinan, en þá hafði blaðinu þegar verið dreift um allt Norður-Þýskaland. Því var ekki annað að gera fyrir ritstjóra blaðs- ins en bera í bætifláka fyrir starfs- manninn klúra og sagði hann af- sakandi að slík „slys“ gætu alltaf orðið íblaðamennsku. Listaverk úr skriðdrekum Banda- ríska mynd- höggvaran- um Scott Thoe hefur hugkvæmst afar óvenju- leg leið til takmörkun- ar vígbún- aðar Evr- ópuríkja. Samkvæmt afvopnunarsamningum er í bí- gerð að gjöreyða 43 þúsund evr- ópskum skriðdrekum. Listamað- urinnn frumlegi fékk þá hug- mynd, að í stað þess að eyða í slík- ar aðgerðir óhemjumiklu fé og í ofanálag leysa við það ýmis skað- vænleg eiturefni úr læðingi væri gráupplagt að búa til risavaxið friðarlistaverk úr skriðdrekunum. Hann hefur nú útbúið módel af „friðarboganum“ sem hann reiknar með að verði rúmur kíló- metri að lengd og fúndinn staður einhvers staðar á landamærum Þýskalands og Póllands. Það hefur aldrei verið logn í kringum bresku dýraverndunar- samtökin Lynx, sem stofnuð voru til höfuðs loðdýrabændum og kaupmönnum um miðjan níunda áratuginn og hafa komið ótal- mörgum úr þeirra röðum á kald- an klaka. Samtökin fengu strax í upphafi fjöldann allan af þekktu bresku listafólki til liðs við sig og síðan hafa sífellt fleiri bæst í hóp- inn og lýst yfir óbeit sinni á loð- dýrarækt. Lynxsamtökunum tókst á skömmum tíma að ná til fjölda fólks úr öllum stéttum þjóðfélagsins, ekki síst með áhrifamiklum áróðursauglýsing- um, sem draga upp óhugnanlega mynd af loðdýrarækt og láta eng- an ósnortinn. Samtökunum vegn- aði vel framan af en undanfarið hafa skuldir þeirra farið ört vax- andi og í kjölfar málaferla sem höfðuð voru gegn þeim fyrir skömmu ramba samtökin nú á barmi gjaldþrots. BLÓÐIDRIFIN SLÓÐ Lynxsamtökin voru stofnuð 1985 af nokkrum fyrrum meðlim- um grænfriðunga. Uppgangur samtakanna var ótrúlega hraður og fengu þau ekki síst góðan hljómgrunn meðal þekkts fólks úr listamannaheiminum, sem reynst hefur þeim mikil lyftistöng bæði vegna frægðarinnar og einnig drjúgra fjárstyrkja. Á örskömm- um tíma tókst Lynx að breyta ímynd loðfelda úr eftirsóttri mun- aðarvöru í afsprengi fyrirlitlegra grimmdarverka. Auglýsingar samtakanna áttu stærstan þátt í að vekja viðbjóð fólks á loðdýrarækt. Sú minnis- stæðasta, eftir grafiska hönnuðinn David Bailey, sýnir konu á háhæl- uðum skóm draga dýrindis loð- feld á eftir sér og er slóðin blóði drifin. Textinn er svohljóðandi: „Það þarf næstum 40 skepnur til að búa til loðfeld — en aðeins eina til að klæðast honum“. Linda McCartney, eiginkona LYNX lf you don't want animals gassed,electrocu Áróðursauglýsing samtakanna, sem vakið hefur hvað mesta athygli. bítilsins, er ein þeirra sem lagt hafa sitt af mörkum, og fékk hún frægt fólk til að sitja íyrir á mynd- um sínum, klætt bol samtakanna. Þeirra á meðal má nefna tískusýn- ingarstúlkuna grannholda Twiggy og rokksöngkonuna Siouxsie Sio- ux. Af öðrum frægum sem snúist hafa á sveif með samtökunum og barist hatrammlega gegn loðdýra- rækt og sölu loðfelda má nefna leikarann góðkunna Sir John Gi- elgud, Neil Kinnock, fyrrum leið- toga Verkamannaflokks Bret- lands, og konu hans Glenys og Chrissie Hynde, söngkonu hljóm- sveitarinnar Pretenders. Þegar svo frægir fatahönnuðir eins og Vivi- enne Westwood og Sir Hardy Amies, auk þekktra fyrirsæta eins og Yasmin Le Bon og Paulu Ham- ilton, slógust í hópinn, fór að fær- ast hiti í leikinn. Dýravernd varð mál málanna á Bretlandi og var veist að konum á götum úti ef þær klæddust loðfeldi og fengu sumar yfir sig rauða málningu í áminn- ingu. LOÐDÝRABÆNDUR MISSA VINNUNA Dýraverndunarsamtökin Lynx hafa unnið mikið og öflugt áróð- ursstarf á Englandi undanfarin ár, með afdrifaríkum afleiðingum fyrir loðdýrabændur og verslun- arfólk. Samtökunum hefur tekist að koma um helmingi loðdýra- bænda á Bretlandi á kaldan klaka og hafa aðeins 29 af 75 lifað áróð- urinn af. Fimm árum eftir að sam- tökunum var komið á fót voru forráðamenn tískuhússins fræga Harrods í London tilneyddir að leggja loðfeldadeild hússins niður, enda hafði salan í Bretlandi dreg- ist saman um nær helming. Því var ekki um annað að ræða en draga saman seglin, enda ekkert útlit fyrir að ástandið mundi batna í bráð þar sem búið var að innprenta konum að þeim bæri beinlínis að blygðast sín fyrir aðgangaíloðfeldi. Eftir mikinn söngkonan Siouxsie Sioux og fyrirsætan Twiggy mótmæla loðdýrarækt, íklædd- blómatima fór þö ar stuttermabo| samtakanna. heldur að halla undan fæti hjá samtökunum og nú er svo komið að þau ramba á barmi gjaldþrots. Enda þótt margir fé- lagsmenn séu vellauðugir er fjár- hagsstaða samtakanna hvergi nærri nógu sterk og hafa skuldir þeirra farið ört vaxandi síðustu ár. Nýfallinn dómur í máli samtak- anna setti í ofanálag þvflíkt strik í reikninginn, að þau eru vart talin eiga sér viðreisnar von. Samtökin voru dæmd fýrir að hafa ranglega ásakað loðdýrabónda einn í borg- inni Halifax um að hann ræktaði loðdýr í „helvíti", þ.e. í þröngum og óþrifalegum búrum, og að að- búnaður væri með öllu óviðun- andi. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að staðhæfingar sam- takanna ættu sér enga stoð í raun- veruleikanum. Voru þau dæmd til að greiða bóndanum, sem telur sig hafa glatað ærunni, himinháar skaðabætur og allan sakarkostnað að auki. STÓRSTIRNILEITA LAUSNA Félagsmenn Lynxsamtakanna eru afar ósáttir við hvernig komið er fyrir samtökunum og reyna nú hvað þeir geta til að bjarga eigin skinni. Twiggy, sem átti stóran þátt í að auglýsa tískuverslanir samtakanna sem reknar eru undir yfirskriftinni „án grimmdar- verka“, hefur lýst yfir áhyggjum sínum vegna þessarar þróunar og segir það skelfilega tilhugsun ef samtökin eiga eftir að líða undir lok. Fathönnuðurinn frægi Kathar- ine Hamnett, sem áður lét talsvert að sér kveða í hönnun loðfelda en lítur nú á þá sem hreinan viðbjóð, telur lausnina fólgna í því að sam- tökin hætti í núverandi mynd, en hefji aftur starfsemi undir öðru „óflekkuðu“ nafni. nafni. Meðal annarra ffægra sem hafa verulega þungar áhyggjur af afkomu sam- takanna er breski tónlistarmaður- inn Peter Gabriel, en það er af- dráttarlaus skoðun hans að menn verði að leggja allt í sölurnar svo samtökin fái haldið velli. Madonna rakar augabrúnirnar af Það virðast ekki nokkur ein- ustu takmörk fyrir því upp á hverju söngkon- an Madonna tek- ur til að vekja á sér athygli og halda aðdáend- um sínum við efnið, en svo virðist sem allt gangi út á það hjá konunni að breyta útliti sínu sem oftast og sem mest. í ný- legu hanastéli, sem haldið var í New York til að fylgja nýútkom- inni Idámljós- myndabók söng- konunnar úr hlaði, gat hún að sjálfsögðu ekki svekkt boðsgesti með því að mæta eins útlítandi og í síðustu viku. Því mætti hún í glænýju gervi, sem fólst í því að hún hafði rakað af sér augabrúnirnar. Til að skapa áður óþekkt útlit klæddist hún nokkurs konar bæverskum kjól, með hárið bundið upp í tvær fléttur og mellu- band um hálsinn. Ekki fer sögum af því hvemig menn kunnu við nýj- ustu útgáfuna af Madonnu, en margt þekktra gesta var í veislunni m.a. Spike Lee, WiUem Dafoe, Marianne FaithfuU og Grace Jones. Ekkert skal fullyrt um hvort ofangreindir listamenn teljast tU hörð- ustu aðdáenda Madonnu eða hvort þeir mættu bara tU að sýna sig og sjá aðra. Að bjarga eigin skinni Dýraverndunarsamtök frægs fólks á Bretlandi, sem barist hafa gegn loðdýrarækt með góðum árangri og vakið feiknaathygli fyrir miskunnarlausan áróður, ramba nú á barmi gjaldþrots.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.