Pressan - 19.11.1992, Blaðsíða 22

Pressan - 19.11.1992, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. NÓVEMBER 1992 PRESSAN V I K A N Útgefandi Ritstjóri Ritstjórnarfulltrúar Auglýsingastjóri Dreifingarstjóri Blað hf. GunnarSmári Egilsson Egill Helgason Sigurður Már Jónsson Sigríður Sigurðardóttir Haukur Magnússon Enn um læknamistök í PRESSUNNI í dag er meðal annars fjallað um dómsmál sem varðar meint mistök lækna og hjúkrunarfólks við fæðingu barns. Vegna súrefnisskorts við fæðingu varð barnið 100 prósent öryrki. Vegna gruns um mistök við fæðinguna stefndu foreldrar barns- ins sjúkrahúsinu en töpuðu málinu í undirrétti. Þau sættu sig ekki við niðurstöðu hans og áfrýjuðu málinu til Hæstaréttar. í gögnum málsins kemur fram að margt hefði betur mátt fara á sjúkrahúsinu. Þar kemur og fram að yfirstjórn sjúkrahússins hef- ur endurskoðað ýmislegt í starfseminni í kjölfar þessa máls til að fyrirbyggja að þessi sorgarsaga endurtaki sig. í gögnunum kemur og fram að læknir var ekki viðstaddur fæðinguna. Þegar þeirri spurningu er beint til Læknaráðs Islands hvort læknir hefði getað gripið til ráðstafana til að draga úr hættunni sem barnið var í svarar læknaráðið játandi. Margt annað hefur komið ffam í mál- inu sem bendir til að ef aðstæður hefðu verið aðrar hefði fæðing- in ekki farið eins illa og raun varð á. Eftir sem áður voru foreldrunum ekki dæmdar bætur í undir- rétti. Þetta mál vekur spurningar um sönnunarbyrði í málum sem snerta mistök lækna eða hjúkrunarfólks. PRESSAN hefur áður fjallað um þessi mál og rneðal annars dregið fram umkvartanir dómara yfir litlum samstarfsáhuga lækna og heilbrigðisyfirvalda við að leiða hið sanna í Ijós. Þegar PRESSAN fjallaði um læknismistök við fæðingar síðastliðið sum- ar og framkomu læknisyfirvalda í því máli var meðal annars lagt til í þessum dálki að leitað yrði út fyrir landsteinana að óhlutlæg- um læknum til ráðgjafar við dómstóla, ef það mætti tryggja rétt- arstöðu almennings í svipuðum ntálum. Málið sem PRESSAN fjallar um í dag vekur spurningar um hvort ekki sé nægjanlegt að sanna að eðlilegur viðbúnaður á sjúkrahúsi hefði getað dregið úr skaðanum sem barnið varð fýrir. Ef sá viðbúnaður hefur ekki verið til staðar er eðlilegt að greiða foreldrunum bætur. Venjulegir leikmenn líta ekki svo á að mál sem þetta snúist um orðstír ákveðinna lækna eða læknastéttarinnar sem heildar. Þeir sjá aðeins fyrir sér óhamingju fólksins sem verður fyrir því að barn þess skaðast við fæðingu. Og ef sannað þykir að öllum til- tækum ráðum hafi ekki verið beitt til að draga úr skaðanum sé eðlilegt að sjúkrahúsið, sem er almenningseign, greiði fólkinu bætur. Djúp kreppa I PRESSUNNI í dag eru birtar niðurstöður í skoðanakönnun um kreppuna. Þar kemur fram að 60 prósent þjóðarinnar telja sig búa við verri kjör en á sama tíma í fýrra. Tæp 40 prósent búast aft ur við því að kjörin verði verri effir eitt ár en þau eru í dag. Það fer því ekki á milli mála að það ríkir djúp kreppa á Islandi. Tal um að launþegar hafi haldið kaupmætti launa sinna á yfir- standandi samningstíma vegna lágrar verðbólgu segir ekki alla söguna. Samdráttur í yfirvinnu dregur kaupið niður. Og miðað við niðurstöður könnunarinnar um framtíðarhorfur almennings er ef til vill ekki við því að búast að kreppunni linni í bráð. Ritstjórn, skrifstofur og augiýsingar Nýbýlavegi 14-16, sími 64 3080 Faxnúmer: Ritstjórn 643089,skrifstofa6431 90,auglýsingar64 30 76 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjóm 64 30 85, dreifing 64 30 86, tæknideild 64 30 87. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO/SAMKORT en 750 kr. á mánuði annars. PRESSAN kostar 230 krónur f lausasölu BLAÐAMENN: Andrés Magnússon, Bergljót Friðriksdóttir, Friðrik Þór Guðmundsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Haraldur Jónsson, Jón Óskar Hafsteinsson útlitshönnuður, Jim Smart Ijósmyndari, Karl Th. Birgisson, Sigríður H. Gunnarsdóttir prófarkalesari, Telma L Tómasson. PENNAR: Stjórnmál og viðskipti; BirgirÁrnason, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hreinn Loftsson, Jeane Kirkpatrick, Mörður Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Ragnhildur Vigfúsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Össur Skarphéðinsson. Listir; Gunnar Ámason myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Kolbrún Bergþórs- dóttir bókmennrir, Lárus Ýmir Óskarsson leiklist. Teikningar; Andrés Magnússon, Ingólfur Margeirsson, Jón Óskar, Kristján Þór Árnason. Setning og umbrot: PRESSAN Filmuvinnsla, plötugerð og prentun: ODDI TVENN SJÓNARMIÐ GAGNVART KJARA- SKERÐINGU Það virðast vera tvenn sjónar- mið gagnvart kjaraskerðingu inn- an verkalýðshreyfingarinnar. Annars vegar er sjónarmið Guð- mundar J. Guðmundssonar. Hann neitar að kyngja kjaraskerð- ingu til handa umbjóðendum sín- um þrátt fýrir umtal um bága stöðu fýrirtækja. Hann segir það ekkert annað en fjárkúgun að hóta fólki atvinnuleysi ef það tek- ur ekki á sig hluta af opinberum gjöldum fyrirtækjanna. Það sé álíka siðlegt og þegar bófarnir buðu mönnum að velja um tvo kosti; peningana eða lífið. Hins vegar er sjónarmið Þór- unnar Sveinbjörnsdóttur, for- manns verkakvennafélagsins Sóknar. Hún stóð frammi fyrir taprekstri á Heilsurækt Sóknar og greip því til þess ráðs að segja starfsfólkinu upp og bjóða því lægri laun. Að hennar sögn var ekki um annað að ræða. Annað- hvort lækkaði fólkið launin sín eða Heilsuræktin færi á hausinn, því það væri ekki verjandi að greiða tap hennar úr sjóðum fé- lagsins. Þórunn bauð því upp á lægri laun eða atvinnuleysi; pen- ingana eða lífið. LÖGGAN TEKUR I NÖSINA Hið svokallaða stóra kókaínmál gerist æ óskiljanlegra. Síðasta uppljóstrunin í héraðsdómi var sú, að löggan hefur sérstakan kókaínsmakkara á sínum snær- um. Sá sniffar kókaínið til að gefa umsögn um hversu gott það sé. Ástæðan fýrir þessu er sögð sú að styrkleiki kókaíns (sem er mælan- legur með tækjum og án þess að einhver þurfi að komast í vímu) segi ekki allt um gæði efnisins. Dómarar hafa notað styrkleika fíkniefria til að meta þyngd dóma; því sterkara sem efnið er því þyngri dómur. Hingað til hafa dómarar ekki látið sig það nokkru skipta hvort víman af fíkniefnunum er góð, þokkaleg eða vond. Þeir hafa gengið út ffá því að hún sé óholl og skaðleg. Það er því dálítið sérkennilegt að löggan skuli vera að prufa efnið og gefa því einkunn eftir gæðum vímunnar; ekki ósvipað og vín- smakkarar. Það er enn furðulegra fyrir það að neysla fíkniefna er bönnuð með lögum. Og það vekur spurninguna; er smakkar- inn lögregluþjónn? VARÚÐ, VARÚÐ Guðmundur G. Þórarinsson, fýrrverandi alþingsmaður og verkfræðingur, hefur fengið nýtt áhugamál; svifnökkva. Igrein í DV þylur hann upp kosti þessara farartækja; ekkert vegaslit, engin hálka, enginn snjóruðningur, engar brýr, innlend orka. Þetta hljómar næstum því eins vel og þegar Guðmundur sannfærði þjóðina um að fiskeldið mundi skila þjóðarbúinu tíu milljörðum fýrir hveija tvo sem það fengi að láni. HVERS VEGNA Má ekkifella gengið? VILHJÁLMUR EGILSSON ALÞINGISMAÐUR SVARAR Ég legg mesta áherslu á að gengið sé gefið frjálst. Það er eðli- legt að hætt sé að handstýra geng- inu, verð á erlendum gjaldmiðlum sé gefið frjálst og taki mið af markaðnum eins og verð á öðru. Ég tel að á meðan við höfúm sjálf- stæða mynt, íslensku krónuna, þá hljóti hún að lúta öllum þeim efnahagslegu lögmálum sem gilda um sjálfstæðar myntir og verð- gildi hennar geti ekki tekið mið af óskhyggju heldur hljóti að ráðast af efnahagslegum forsendum. Sá sem trúir því að gengið félli ef það væri gefið fijálst núna er sjálfúr að viðurkenna að það sé vitlaust. Það er auk þess stór spurning hvort við eigum yfirleitt að hafa okkar eigin gjaldmiðil. Kostirnir eru þeir að sjálfstæður gjaldmiðill eykur aðlögunarhæfni efnahags- lífsins þegar sveiflur verða til dæmis í afla og útflutningstekjum. Hins vegar kostar það að sjálf- sögðu stórfé að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil. Milliríkjaviðskipti eru alitaf að verða ríkari þáttur í okkar þjóðarbúskap og ef við ædum að auka hagvöxt hljótum við að gera það með auknum utanríkisvið- skiptum. Sjálfstæður gjaldmiðill skapar óvissu fýrir atvinnulífið og kostn- að sem hlýst af misgengi gjald- miðla. Það er borgað fyrir það í hvert sinn sem skipt er úr einum gjaldmiðli í annan. Það er alltaf mismunur á kaup- og sölugengi, fýrirtæki þurfa að kaupa og selja gjaldeyri oft og slíkur kostnaður hleðst upp í atvinnulífinu. Einn af okkar groddalegustu skattstofn- um er auk þess einmitt gjaldeyris- viðskipti, sem skila líklega fimm hundruð milljónum í ríkissjóð á þessu ári. Það eru einhver hundr- uð starfa á íslandi við það eitt að halda úti krónunni. Þetta getur skipt miklu máli í litlu hagkerfi sem er háð utanríkisviðskiptum. Það er frægt dæmið af ferða- manninum sem ferðaðist með 100 Ecu í gegnum lönd Evrópubanda- lagsins. Það var lítið eftir af þeirri upphæð þegar búið var að skipta sömu peningunum tólf sinnum. Við glötum engu af efnahags- legu forræði okkar við að gefa gengið fijálst. Það er ekki hægt að mæla efnahagslegt forræði á því hversu mikið af efriahagslífmu er í verðlagshöftum. Alls kyns stjórn- völd hafa reynt verðlagshöft frá örófi alda, en þau hafa aldrei virk- að. Ef það er auk þess hagkvæmt fýrir atvinnulífið að leggja niður krónuna og líklegra að við getum með þvl haldið efnahagslegu for- „Það eru einhver hundruð starfa á ís- landi við það eitt að halda úti krónunni. Ef það er hagkvœmt fyrir atvinnulífið að leggja niður krónuna og lík- legra að við getum með því haldið efna- hagslegu forrœði okkar oggert ísland að landi þarsemfólk vill búa í framtíðinni, þá er rétt að gera það. “ ræði okkar og gert ísland að landi þar sem fólk vill búa í framtíðinni, þá er rétt að gera það. Það styrkir efnahagslegt sjálfstæði okkar og möguleika til að ráða málum okk- ar sjálf. FJÖLMIÐLAR Tveir púkalegir þœttir Á laugardagskvöldið sýndi Ríkissjónvarpið þátt um texta- höfunda í röðinni „Manstu gamla daga?“. Við að horfa á þáttinn rifjaðist upp fyrir mér hversu oft Kristján frá Djúpalæk hefur verið kynntur fyrir mér sem Nestor íslenskra textahöf- unda. Og á meðan ég rifjaði upp gömul viðtöl við Kristján fylgdist ég með honum svara sömu spurningunum á skjánum. Og Kristján svararaði þeim á ósköp svipaðan hátt og áður — sem er skiljanlegt. Það er ekki hægt að ætlast til þess að hann fái nýja skoðun á sjálfunr sér, textunum sínum eða viðbrögðum skáld- bræðra við þeim í hvert sinn sem einhverjum þáttagerðarmanni dettur í hug áð fjalla um texta. Síðar í þættinum rifjaði ég upp hversu oft ég hef þurft að hlusta á fólk reyna að vera fyndið á kostn- að Þorsteins Eggertssonar. Upp- lesturinn í þessum þætti var eitt versta dæmið sem ég hef séð. Drengurinn sem ætlaði að vera fýndinn á kostnað Þorsteins kaus að lesa upp texta þar sem Þor- steinn er sjálfur fýndinn á eigin kostnað. Og drengnum tókst ekki frekar en nokkrum öðrum að gera grín að því sem er fyndið fýrir. Það virkar eins og tveir mínusar sem verða plús. Og eins ömurlega og það hljómar þá voru þetta þeir tveir pólar sem áttu að halda þættin- um saman; gamli græðirinn hann Kristján og kjáninn hann Þorsteinn. Annað var mest upp- fýlling. Persónulega er ég orðinn leiður á upphafningu Kristjáns og enn leiðari er ég á því að misvit- urt fólk reyni að gera sig gáfúlegt með því að tala niður til Þorsteins Eggertssonar. Ef hans hefði ekki notið við væru rokkarar og popp- arar þessa lands sjálfsagt enn að syngja um helvítis síldina og sauðkindina og væru ekki komn- ir nær nútímanum en í Hval- fjörðinn. Ég hengi mig líka upp á að jafnvel það fólk sem lét þennan þátt ekki fara í taugarnar á sér var engu nær um texta við íslensk dægurlög. Á mánudagskvöidið sýndi Ríkissjónvarpið annan púkaleg- an þátt; Litróf. Það get ég svarið að á meðan ég hafði enn hjarta til að neyta listar þá fannst mér hún ekki sú prímadonna að ég þyrfti að umgangast hana með þeirri tepurð sem umsjónarmenn Lit- rófs virðast telja nauðsynlegt. Það hefur sannast á gömlum kelling- um að það er engum hollt ef aðrir tipla á tánum í návist þeirra milli þess sem þeir skjalla þær í bak og fýrir. Þær verða bara úrillari. En það sem er púkalegast við Litróf eru æfingar umsjónar- mannanna í upptöku á stuttum atriðum fyrir sjónvarp. Nú síðast var það Arthúr Björgvin sem gekk inn á kaffihús og hitti þar Völu Matt af tilviljun. Ég keypti ekki þetta með tilviljunina en varð meira var við tilgerðina. Hálff í hvoru vildi ég að það hefði verið Jón Óttar ffekar en Arthúr Björgvin sem kom inn. Eða þá að eitthvert gamalt helgarævintýri Arthúrs Björgvins hefði hlamm- að sér á borðið við hliðina á þeim Völu í þá mund sem þau voru að skála. Gunnar Smári Egilsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.