Pressan - 19.11.1992, Síða 24

Pressan - 19.11.1992, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. NÓVEMBER 1992 SIGRÚN STEFÁNSDÓTTIR er ífjórt- anda sæti listans ásamt tveimur öðr- um. Hún er hins vegar þriðja vinsæl- asta konan ásamt Kristínu Helgu á Stöð 2. Sigrún hefur hrapað á und- anförnum fimm árum. Þá var hún í sjöunda sæti og vinsælust allra kvenna. BJARNI FELIXSON ervinsælasti íþróttafréttamaðurinn og deilir sautjánda sætinu með Helga Má. Bjarni rétt mjakast upp. Hann var í tuttugasta sæti fyrir fimm árum. Með sama áframhaldi verður hann vinsælastur árið 2020. ÞÓRIR GUÐMUNDSSON er næstvin- sælasti erlendi fréttamaðurinn á eft- ir Ólafi Sigurðssyni kollega hans á Ríkisútvarpinu. Þórir er í fjórtanda sæti listans ásamt tveimur öðrum. INGIMAR INGIMARSSON er í þrett- ánda sæti listans. Hann er ellefti vin- sælasti fréttamaðurinn og sá sjötti vinsælasti á Rfkissjónvarpinu. EL(N HIRST er í áttunda sæti ásamt Boga fréttastjóra. Elin er hins vegar í öðru sæti meðal sjónvarpskvenna á eftir Ólöfu Rún. Elfn nýtur helmings af vinsældum Ómars Ragnarssonar. EGGERT SKÚLASON, töffarinn á Stöð 2, er (tfunda sæti; rétt á eftir þeim Elínu Hirst og Boga Ágústssyni. Egg- ert er f níunda sæti yfirfréttamenn og í því fimmta yfir fréttamenn Stöðvar 2. EIRlKUR JÓNSSON lendir í ellefta sæti á listanum á eftir langri röð fréttamanna. Eiríkur kemur ekki vel út úr þessari könnun í samanburði við hinn sjónvarpsmanninn sem hef- ur fengið þátt skírðan í höfuðið á sér, Hemma Gunn. Eiríkur er akkúrat helmingi minna vinsæll en Hemmi — kannski vegna þess að þátturinn hans er meira en helmingi styttri. ÓLAFUR SIGURÐSSON er í tólfta sæti listans. Hann er hins vegar vinsæl- asti erlendi fréttamaðurinn. KRISTlN HELGA GUNNARSDÓTTIR er f fjórtanda sæti ásamt Þóri Guð- mundssyni og Sigrúnu Stefánsdótt- ur. Og þar með er hún Ifka þriðja vin- sælasta sjónvarpskonan ásamt Sig- rúnu. KRISTJÁN MÁR UNNARSSON er í nf- tjánda sæti. HELGI MÁR ARTHÚRSSON er í sautj- ánda sæti ásamt Bjarna Fel. HAUKUR HÓLM deilirtuttugasta sætinu, gamla sætinu hans Bjarna Fel„ með félaga sínum Karli Garðars- syni. ÓMAR RAGNARSSON er vinsœl- asti sjónvarpsmaður landsins. Enn semfyrr. Hann var líka vinsælastur t skoðanakönnun sem urinn gerði fyrir fimm þótt Ómar sé vinsœlastur hann ekki jafnafgerandi forystu meðal sjónvarpsmanna og Sigurður G. Tómasson hefur meðal útvarpjs- HEMMIGUNN kemur rétt á hæla Ómari og hefur rétt rúmlega 80 pró- sent af vinsældum hans. Hemmi stekkur upp um tvö sæti frá 1987 og hefur skotið Ingva Hrafni Jónssyni og Páli Magnússyni afturfyrirsig. Páll er reyndar horfinn af listanum. Þar sem Ómar er á Stöð 2 er Hemmi vinsælasti rfkissjónvarpsmaðurinn. PÁLL BENEDIKTSSON er f sjöunda sæti og aðeins sjónarmun á eftir Ingva Hrafni. Páll er nýr á lista enda var hann útvarpsmaður þar til fyrir fáeinum misserum. Páll sérhæfir sig í slori og sjávarútvegi og hefur auð- sjáanlega heillað landann með þvf. SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON deilir þriðja sætinu með tveimur öðrum og þar sem hvorugt þeirra er á Stöð 2 er Sigmundur öruggur með annað sætið á Stöðinni. Sigmundur nýtur 70 prósenta af vinsældum Ómars félaga sfns Ragnarssonar. BOGIÁGÚSTSSON deilir áttunda sætinu með Elfnu Hirst. Lfkt og fréttastjórinn á Stöð 2 er Bogi frétta- stjóri á Ríkissjónvarpinu ekki vinsæl- astur á fréttastofunni. Ólöf Rún, Helgi H. og Páll Benediktsson eru vinsælli en hann. Þrátt fyrir áralanga reynslu er Bogi nýr á lista. Hann var hjá Flugleiðum fyrir fimm árum. Skoðanakönnun Skáfs fvrir PRESSUNA VINSELRSTfl SJÓNVHRPS- OG ÓTVHRPS- FÓLHIfl ÓLÖF RÚN SKÚLADÓTTIR er vinsæl- asta sjónvarpskonan og hreppir þriðja sætið ásamt tveimur öðrum. Hún og Helgi H. Jónsson eru vinsæl- ustu fréttamennirnir á Rfkisútvarp- inu og þar sem Helgi H. er farinn til Washington og sést ekki lengur nema í kyrrmynd að tala í sfma er Ólöf sá vinsælasti. HELGI H. JÓNSSON er f þriðja sætinu ásamt Sigmundi Erni og Ólöfu Rún og verður það að teljast gott af manni i námsleyfi. Helgi H. var í átt- unda sætinu fyrir fimm árum og er þvf á uppleið. Það er aldrei að vita hvert hann nær þegar hann kemur tvfefldur úr fríinu. INGVI HRAFN JÓNSSON er á niður- leið en er engu að sfður meðal þeirra vinsælustu. Fyrir fimm árum var hann f þriðja sæti en nú er hann í þvi sjötta. Ingvi Hrafn má þola að sjá tvo undirmenn sína yfir sér; þá Ómar og Sigmund Erni. Ingvi erálíka vinsæll og 60 prósent af Ómari. Það lifir enginn sómasamlegu lífi án þess að eiga sér uppáhaldsleikara, uppáhaldsmat, uppáhaldsprest og uppáhaldshitt og uppáhaldsþetta. Spurning dagsins hjá PRESSUNNI er hvert er uppáhalds- sjónvarps- og uppáhaldsútvarps- fólk þjóðarinnar. Og hér hafið þið það.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.