Pressan - 19.11.1992, Blaðsíða 25

Pressan - 19.11.1992, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. NÓVEMBER 1992 25 KARL GARÐARSSON er í tuttugasta sæti ásamt Hauki Hólm. Þeir eru númer níu og tíu af fréttamönnum Stöðvarinnar. VILHELM G. KRISTINSSON er númer 22 ásamt Ara Trausta. ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON er vinsælasti veðurfræðingurinn og lendir í 22. sæti ásamt Vilhelm G. HALLUR HALLSSON lendir í 24. sæti. Hallur er á niðurleið. Fyrir fimm ár- um var hann númer sextán. Nú er hann orðinn ellefti vinsælasti frétta- maður Stöðvar 2. STEFÁN JÓN HAFSTEIN er næstvin- sælasti útvárpsmaðurinn þótt hann sé í raun hættur utan hvað það heyr- ist annað slagið í honum með pistla frá Ameríku á Rás 2. Stefán hefur minna en þriðjunginn af vinsældum arftaka síns, Sigurðar G. Það telst lík- lega gott af manni í fríi. Það sannast á Stefáni eins og Helga H. að ef fjöl- miðlamenn vilja fara í frí án þess að tapa vinsældum eiga þeir að fara til Ameríku. JÓN MÚLIÁRNASON er þriðji vinsæl asti útvarpsmaðurinn og langvin- sælasti jazzþáttastjórinn. Jón er löngu kominn á eftirlaun og heyrist varla í útvarpi miðað það sem áður var. Hann er því líklega sá útvarps- maður sem á traustustu aðdáend- urna. KÁRIJÓNASSON fréttastjóri er í sjötta sætinu ásamt Pétri þul Péturs- syni. Kári er þar með annar á lista fréttamanna; næstur á eftir Atla Rúnari, varafréttastjóra. HALLGRÍMUR THORSTEINSSON er í níunda sæti listans. Og hann er sá fyrsti sem ekki er Ríkisútvarpsmað- ur, þótt hann hafi vissulega fengið þjálfunina þar á sínum tíma. ¥■ SIGURÐUR G. TÓMASSON er lang-, latig-, latigvinsœlasti útvarpsmaður landsins. Aðrir komast ekki með tærnarþar sem hantt hefurhœlana. Þeir kœmust ekki eittu sinni íhœl- ana á honum þóttþeir vœru á skíðum. Sigurður hefur álíka yfirburði og Halldór Laxness meðal rithöfunda, þjóðkirkjan meðal trúarhópa ogHalim Al meðal skúrkanna. Sigurður G. er meira eti þrisvar sinnum vinsœlli en nœsti maður og meira en helmingi vinsœlli út- varpsmaður en Ómar Ragn- arsson er sjónvarpsmaður. ATU RÚNAR HALLDÓRSSON er vin- sælasti útvarpsfréttamaðurinn en er samt aðeins í fjórða sæti yfir vinsæl- ustu útvarpsmennina. Öfugt við það sem gerist hjá sjónvarpsfólkinu þá dómínera fréttamennirnir ekki út- varpslistann. PÉTUR PÉTURSSON er enn ein sönn- un þess að útvarpsmenn eiga að gæta þess að tala sem minnst í út- varp. Hann er í sjötta sæti ásamt Kára Jónassyni. Pétur byggir á fornri frægð eins og Jón Múli en saman voru þeir Jón og Gulli síns tíma á morgnana á gömlu Gufunni. Það er spurning hvort vinsældir Jóns og Gulla duga fram yfir ellilífeyrisaldur- inn. PÁLL HEIÐAR JÓNSSON er sá ellefti af útvarpsmönnum og einn margra gamalla þungavigtarmanna frá gömluGufunni. JÓN & GULLI eru hættir en eru samt saman í fimmta sæti listans. Það er í sjálfu sér afrek en samt ekki svo stórt í Ijósi þess að tveir fyrir ofan þá eru líka hættir. Það er auðsjáanlega gott til vinsælda fyrir útvarpsmenn að hætta að tala í útvarp. ARTHÚR BJÖRGVIN BOLLASON er í áttunda sæti meðal útvarpsmanna. Það vekur hins vegar athygli að Art- húr Björgvin er ekkert vinsæll sem sjónvarpsmaður. SVAVAR GESTS er í tólfta sæti og nýtur stuðnings þeirra sem vakna snemma á sunnudögum. BJARNI FELIXSON er í níunda sæti yf- ir vinsælustu útvarpsmennina ásamt Hallgrími Thorsteinssyni. Bjarni er eini maðurinn sem kemst bæði á lista yfir útvarps- og sjónvarps- menn. ÞORGEIR ÁSTVALDSSON deilir þrett- ánda sætinu með hópi útvarps- manna. Þessi gamli Rásar tvö-stjóri er nú á Bylgjunni. BJARNI DAGUR JÓNSSON er í þrett- ánda sætinu ásamt Þorgeiri og Gerði G. Bjarklind. GERÐUR G. BJARKLIND er vinsælasta þulan í útvarpinu og lendir í þrett- ánda sæti. Vera hennar á þessum lista minnir á hrópandi fjarveru sjón- varpsþulanna af sjónvarpslistanum. smáa letrið Þegar fólk nöldrar yfir fríum ferðum fyrirfólks til útlanda gleymir það stundum að hugsa til grey Flug- leiða. Hvernig ætti það fyrirtæki að halda sér á floti ef allir þyrftu að greiða fargjaldið sjálfir? löjoim dæmi úrfarþegalistum: FI450 Keflavík London, föstudag- inn 6. nóvember 1992: Bera Nordal, forstöðumaður Lista- safns íslands; Guðrnundur Ingólfsson Ijósmyndari í ímynd; Ólafur Björgúlfsson tannlæknir; Heimir Sindrason tannlæknir (Hótel Jörð), Jón Ásgeir Eyjólfs- son og yfirleitt allir tannlæknar á ís- landi á leið til Casablanca að spila golf — líklega á kostnað Trygginga- stofnunar; Páll Stefánsson Ijós- myndari; Raxi Ijósmyndari; Sig- hvatur Björgvinsson heilbrigðis- ráðherra og frú; Sigurður Sverrir Pálsson kvikmyndatökumaður. FI 454 Keflavík-London, sunnu- daginn 8. nóvember 1992: Friðrik Þór Friðriksson kvik- myndagerðarmaður; Hulda Hákon myndlistarmaður; Jón Óskar myndlistarmaður; Kristín Jóhann- esdóttir kvikmyndagerðarmaður; Kolbrún Björgúlfsdóttir (Kogga) leirkerasmiður; Magnús Kjartans- son myndlistarmaður; Ómar Stef- ánsson; Öddi leður; Þorri Jó- hannsson; Óskar Thorarensen og hínir félagarnir í Inferno 5; Páll Guðmundsson, myndlistarmaður á Húsafelli; Sverrir Ólafsson myndhöggvari; Tolli myndlistar- maður; Þórunn Hafstein, skrif- stofustjóri í menntamálaráðuneyti. FI 455 London-Keflavík, sunnu- daginn 15. nóvember 1992: Egill Eðvarðsson, sjónvarpsmaður og málari; Guðmundur Ingólfsson Ijósmyndari í ímynd; Gunnar Guðmundsson, lögmaður Sophíu Hansen; Helgi Björns og hinir í Síðan skein sól; Hulda Há- kon myndlistarmaður; Jón Nordal tónskáld; Jón Óskar myndlistar- maður; Kjartan Ragnarsson leik- ritahöfundur og frú; Kolbrún Björgúlfsdóttir (Kogga) leirkera- smiður; Kristinn Hallsson, deildar- stjóri í menntamálaráðuneyti; Magnús Kjartansson myndlistar maður; Ólafur Arnarson, aðstoðar- maður menntamálaráðherra; Páll Stefánsson Ijósmyndari; Ragnar Arnalds þingmaður og formaður stjórnar Kvikmyndasjóðs; Raxi Ijós- myndari; Rósa Hansen, systir Sop- híu Hansen; Sophía Hansen móðir; Sverrir Ólafsson myndhöggvari; Tolli myndlistarmaður; Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld. Þótt eitthvað af þessu fólki kunni að hafa greitt fýrir sitt flug er ólíklegt að það hafi allt þurft að draga upp eig- in pyngju. Stór hluti þess tók þátt í Jakob Frímann Magnússon Magical Mystery Tour í London í síðustu viku og ef við þekkjum þann mann rétt hefur hann fundið leiðir til að koma sínu fólki til staðarins og frá — án útgjaldaauka.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.