Pressan - 19.11.1992, Blaðsíða 30

Pressan - 19.11.1992, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. NÓVEMBER 1992 LÍFIÐ EFTIR VINNU Popp FIMMTUDAGUR > Megas skemmtir gest- Ium Hressó eftir klukkan tíu í kvöld þar sem hann flytur lög af nýútkominni plötu sinni, „Þremur blóð- dropum". Þar sem meistari Megas heldur afar sjaldan tónleika er þetta upplagt tækifæri fyr- ir unnendur hans. • Loðin rotta verður einnig á Hressó, en hvort hún kemur fram á undan eða eftir Megasi er alls óvíst. • Kandís verður á gleðistaðnum Berlín í kvöld í tilefni þess að dag er tekið að stytta og drungi hvílir yfir þjóðfélaginu. Hljómsveitin Kandís leikur sól-tónlist í anda Commit- ments og þeir Steinn wRed hot" og Kiddi „Big foot* ætla að spila hressa sólarblöndu. Þá verður boðið upp á drykk sólarlandafarans; hanastélið Malibu. • Les Ejectes sem rokkar, raular og raggar auk • fslenskra tóna sem hljóta heið- urstitilinn upphitunarhljómsveit, líkt og Sykurmolarnir á dögunum hjá U2. • Fúsi og félagarnir spila á Gaukn- um. LAUGARDAGUR • Bogomil Font & Milljónamær- ingarnir eru aftur komnir á kreik eft- ir að sjálfur Bogomil brá sér í tón- leikaferð með Sykurmolunum og írsku stórgrúppunni U2. Bogomil er nú kominn á heimaslóðir og hefst strax handa við að troða upp með sveiflu og bossanóva á Tveimur vin- um. • Sverrir Stormsker leikur á sjálfan sig og aðra á Djass. • Rúnar Þór og þriðju útgáfutón- leikarnirá Púlsinum. • Silfurtónar leika nú loks í Borgar- virkinu eftir að hafa forfallast nokkr- um sinnum að undanförnu. Ýmislegt óviðráðanlegt kom upp á. Þeir lögð- ust meðal annars í flensu síðasta fimmtudag en eru nú að ná sér og segjast ætla að mæta öflugir til leiks í Borgarvikinu og halda svo spila- mennskunni ótrauðir áfram víða um borgina. • Gréta Sigurjónsdóttir sagði skil- ið við vinkonur sínar í Dúkkulísunum og hafa þau vinslit tekist ágætlega. Hún leikur sem trúbador á Feita dvergnum. B# Rúnar Þór, fangapopparinn frægi, verður með útgáfutónleika núm- er eitt á Púlsinum í kvöld, útgáfutónleik- ar númer tvö verða á morgun og þeir þriðju í röðinni á laugardagskvöld. Aðaltextahöfundur Rúnars er bróðir hans, Heimir Már Pétursson, frétta- maður á Stöð 2. Tónleikarnir verða sendir út á Bylgjunni. • Gunnlaugur Guðmundsson og Ástvaldur Traustason leika sér saman að hljóðfærum á Blúsbarnum. • Hermann Ingi og Feiti dvergur- inn fara vel saman. Kunnugir segja mikið fjör á Grafarvogsbarnum. • Jökulsveitin á Blúsbarnum. • Fúsi og félagarnir á Gauknum. SUNNUDAGUR • Ham og fleiri hljómsveitir koma fram á miklu rokkkvöldi sem haldið er á Púlsinum þetta kvöld en auk Ham verður þarna hljómsveitin • Glott er spilar gott popp í anda Valgarðs tölvukarls úr Fræbbblunum fornu. • Kjartan Valdimarsson og Jam- es Olsen leika blús á Blúsbarnum. • Hermann Ingi er farinn af Feita dvergnum yfir á Fógetann. • Síðan skein sól spilar lög af væntanlegri smágeislaskífu á Gaukn- um í kvöld. Sveitaböll FÖSTUDAGUR • Edinborg, Keflavík fær í heimsókn dans- og rokksveitina Síðan skein sól. • Guðmundur Rúnar er enn á Fógetanum. • Fúsi og félagarnir er hljómsveit skipuð nánast sömu meðlimum og eru í Út að skjóta hippa, meðal ann- ars þeim Sigfúsi Óttarssyni og eðal- steininum Kristjáni. Þeir hefja helgar- spilerí sitt á Gauknum á fimmtudags- kveldi og enda undir morgun á sunnudegi. nniuniii • Síðan skein sól hefur ekki spilað í henni Reykjavík í tvo mánuði vegna upptöku á plötu sem væntanlega mun skila sér í einhverja jólapakka á næstunni, hafi fólk einhver fjárráð. Þeir spila á Tveimur vinum í kvöld, væntanlega lög af nýju plötunni ásamt gömlum góðum rokkurum. • Kristinn Pálsson og Albert Sig- urðsson eru svokallaðir drykkju- plötusnúðar sem fengið hafa vinnu á Hressó við að spila tónlist undir bjór- og víndrykkju. Markmiðið er að vera með þemakvöld þar sem ein tegund tónlistar ríkir öðrum fremur og leika tónlist sem verður útundan á út- varpsstöðvunum; svokallaða cult- tónlist í anda Möggu músar og Páls Óskars Hjálmtýssonar í þáttunum .Sætt og sóðalegt". • Rúnar Þór heldur útgáfutónleika númer tvö á Púlsinum í kvöld. • Sverrir Stormsker hefur ekki spilað lengi en hefur nú tekið fram gítarinn og grínið og ætlar að skemmta gestum Djass í Ármúla í kvöld og annað kvöld. • Hermann Ingi trúbador er aftur kominn á Feita dverginn eftir smá- hlé. • Jökulsveitin er eðalblússveit sem treður upp á Blúsbarnum. Þar má heyra góða tónlist í návígi. • Orgill heldur útgáfutónleika á Hótel Tslandi í kvöld ásamt frönsku rokksveitinni • Sjallinn, Akureyri verður með stóruppákomu í kvöld því þar verður „Landslagið 1992* valið. Síðar um kvöldið heldur Stjórnin svo stórdans- leik. LAUGARDAGUR • Þotan, Keflavík verður með „gala'-kvöldverð á vegum önnu Leu og Bróa undir dynjandi tónum hljómsveitarinnar Karnival. Húsið opnað almenningi á miðnætti. • Hótel Selfoss fær til sín hljóm- sveitina Snæfríði og stubbana sem leikur fyrripart kvöldsins en svo bregður KK- band á leik. • Sjallinn, Akureyri Stjórnin með stórdansleik annað kvöldið í röð. Barir I Að þessu sinni hyggst Idrykkjumaður PRESS- UNNARfjaUa um barinn, sem ekki var. Leið drykkjumannsins lá nefnilega í Sögubíó á dögunum, þar sem áð- ur var einn brjálæðislegasti skemmtistaður Evrópu — sjálft Broadway. Þegar bíó þetta var opnað (með rangri fallbeygingu) stóð nefnilega til að gera það glæsilegra en vant er um íslensk kvikmyndahús, sem ekki er van- þörf á þegar hugurinn er leiddur að ömurlegum örlögum Gamla og Nýja bíós. Það sem fyrst og fremst vakti þó áhuga drykkjumannsins var að til stóð að hafa bar í bíóinu, líkt og tíðkast í bestu kvikmynda- húsum vestrænnar siðmenningar vestan hafs sem austan. Nærri má því geta um undrun og vonbrigði drykkjumanns PRESSUNNAR þeg- ar hann komst að því að í Sögu- bíói var enginn bar heldur ein- ungis hefðbundnar poppkorns- vélar bak við langborð í smekk- lausri innréttingu, sem eins gæti óprýtt flugvöll sem spítala. Hvar er barinn sem oss var lofaður? Þetta leiðir hugann hins vegar að almennara vandamáli, sumsé því að hvergi finnast barir í íslenskum bíóum. Það hefði til dæmis verið ólíkt skemmtilegra að sjá hina klassísku íslensku gamanmynd Föla víkinginn drukkinn en ódrukkinn. Og það má segja að vandinn sé útbreiddari en svo að hann takmarkist við bíóin. Það er harla sérkennilegt að það finnast nær hvergi barir annars staðar en á sérstökum vínveitingahúsum, þar sem ekkert er gert annað en að kneyfa. Undantekningarnar eru leikhúsin og Leifsstöð. En af hverju eru ekki barir í listasöfnum og galleríum bæjarins, Laugar- dalshöllinni, Perlunni, Ráðhúsinu að ekki sé minnst á sundlaugarn- ar? Eða ímynda menn sér að mönnum sé hættara af Margarítu á sundlaugarbarmi í Laugardal en Kanarí? ‘BeaujoCais 9jouveau og besta jóíafiCaðborð í bcenum Eitt besta og gimilegasta jóla- hlaðborðið í veitingasölum bæj- arins var að finna á Jónatan Li- vingstone Mávi fyrir síðustu jól. Mörgum til mikillar gleði verður hlaðborðið aftur í ár; jafnvel enn hlaðnara, ffá og með fyrsta laug- ardeginum í desember. „Við stefhum að því að hafa það betra en í fyrra, þótt við værum afar ánægð með útkomuna þá. Við ætlum einnig að vera með sama verð og síðast; 1.500 krónur í há- deginu og 2.100 krónur á kvöld- in,“ segir Guðvarður, eigandi Mávsins. Á hlaðborðinu má fmna ótrú- legustu samsetningu sjávaraf- urða; síldarrétti, loðnu, sardínur, reyksoðinn fisk og taðreyktan, sjávarréttasalöt og svo kjötrétti, en íþeirri flóra voru hefðbundn- ar jólasteikur og kalkúnn, sá eini í bænum, og villibráðarpottrétt- ir, auk salats og brauðs. Ábætis- réttirnir verða vel sykraðir sem og hrísgrjónabúðingurinn ffægi Ris a l’Amande með saftsósunni. Auk þessa tekur Mávurinn jafn- an þátt í uppskeruhátíð rauð- vínsins Beujolais Nouveau, sem kom á markaðinn víða um heim Ásdís Þórhalls- dóttir Sigurðsson- ar leikstýrir Leikfé- lagi Menntaskól- ansvið Hamrahlíð. Guðvarður á Jónatan Living- stone Mávi ætlar að hafa drekkhlaðið hlaðborð. í gær. Þetta er rauðvínsuppskera Frakka í ár og ólíkt rauðvfni al- mennt er þessi tegund borin ffam ísköld. Mikil hátíð er því í Frakklandi um þessar mundir og eru menn allt að viku f ðí eftir að vínið kemur á markað. Danir og Bandaríkjamenn taka einnig þátt í uppskeruhátíð Frakkanna og hafa Danir þegar sent tvær tómar Concorde-þotur til Frakk- lands sem snúa drekkhlaðnar til baka, svo bauninn fái sinn skammt ferskan. Kippir í kynið „Það má segja að leikritið snú- ist um hvað er satt og hvað ekki og hvar mörkin iiggja,“ segir Ásdís Þórhallsdóttir, ungur Teikstjóri sem tók að sér að leikstýra hjá Leikfélagi Menntaskóians við Hamrahlíð leikritinu „Sex persón- ur leita höfundar“; tímamótaverki eftir Luigi Pirandello sem frum- sýnt verður í hátíðarsal skólans í kvöld. Þess má geta að henni er leikstjórnin í blóð borin, því faðir hennar er Þórhallur Sigurðsson, aðalleikstjóri Þjóðleikhússins um þessar mundir. Ásdís er ekki útskrifaður leik- stjóri en lagði þó stund á fræðin í Leníngrad og Moskvu. Hún titlar sig leikstjóra í símaskránni. „Manni er leyfilegt að nota hvaða titil sem er í símaskránni, en það má segja að þessi uppfærsla sé fyrsta atvinnuleikstjórnin mín.“ Er ekki erfitt að leikstýra ung- um og ómenntuðum leikurum? „Þetta er erfitt verk og reynir mikið á þau, en ég hef þá kenn- ingu að leikhús sé einfalt í gerð sinni ef dramatíkin kemst til skila.“ SVART SAMBVCA Drykkurinn Sambvca Ro- mana, sem flestir hafa lagt í vana sinn að drekka með kaffibaunum og kveikja síðan í, hefur not- ið alimikilla vinsælda á ís- landi og höfum við á PRESSUNNI greint frá því að þeir sem nota hann mikið séu með viðbrennt nef og lítil sem engin augnhár eða augabrúnir. Hann virðist enn út- breiddur sá misskilning- ur að drekka eigi Sambvca á meðan hann logar enn, en hvað um það. Fljótlega kemur nýr Sambvca- drykkur á markað, svartur að lit og einnig anísdrykkur, en með mun meira lakkrís- bragði. í hann á að nota hvítar kaffibaunir og láta loga í um stund. Síðan er hann drukkinn líkt og hinn drykkurinn — helst í einum sopa. SOLIN CEFURÚT SMÁ- CEISLA- SKÍFU OC SNEPIL Hljómsveitin Síðan skein sól er eins og hún leggur sig nýkom- in frá Bretlandi þar sem hún lagði síðustu hönd á míkró- plötu; smágeislaskífu með tveimur til þremur lögum. Plata þessi, sem er væntanleg innan skamms, verður gefin út með blaðsnepii um feril hljóm- sveitarinnar sem nú er orðinn alllangur, íþað minnsta ferill söngvarans Helga Björnssonar. Hljómsveitin leikur á Tveimur vinum á föstudagskvöldið og bregður sér síðan sama kvöld til Keflavíkur til að leika á skemmtistaðnum Edinborg. Auk Helga leika Jakob Smári Magnússon, Eyjólfur Jóhanns- son og Hafþór Guðmundsson gleðipoppið. Þótt leikstjórinn Júlíus Kemp sé enn ungur að ár- um var hann einu sinni ennþá yngri og nemandi i Verzlunar- skóla fslands. Hann hefurþvi snemma farið að huga að þvi hvernig mætti markaðssetja kvikmyndir. Eins og sjá má var Július síður en svo einn afþessum penu, velklipptu Verzlunar- skólanemendum og alveg örugglega ekki einn afþeim prúð- ustu, þótt hárið á honum hafið verið blásnara ogögn piku- legra í den. Á námsárunum sá hann meðal annars um tónlist- arklúbbinn ívarog vann við veggfóðrun, en hvortsveppir voru uppáhaldsmatur hans skal ósagt látið.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.