Pressan - 19.11.1992, Blaðsíða 33

Pressan - 19.11.1992, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. NÓVEMBER 1992 LÍFIÐ EFTIR VINNU 33 „ JJm þessar mund- ir hefur Holtið trú- lega aldrei verið betra og er líklega besta veitingahús landsins. “ Á toppnum í mat og þjónustu HÓTELHOLT HELSTU KOSTIR: MATURINN, ÞJÓNUSTAN, UMHVERFIÐ OG VIÐ- MÓTIÐ. HELSTU GALLAR: SJÁLFUR VEIT- INGASALURINN ER HELSTTILOF ÞRÖNGUR OG DIMMUR. ★★★★ Matsalurinn á Hótel Holti hefur haldist með- al bestu veitingahúsa á Islandi í áratugi. Og hann er ekk- ert að dala. Um þessar mundir hefur Holtið trúlega aldrei verið betra og er líklega besta veitinga- hús landsins. Matseðillinn er bæði spenn- andi og smekklega uppsettur sem fyrr. Þjónustan hefur tekið stórt stökk fram á við og þótti ekki amaleg fyrir. Þjónarnir á Holtinu eru kurteisir, áhugasamir, kunn- áttusamir og umfram allt þá fylgj- ast þeir með borðum sínum þannig að gestina skortir aldrei neitt en vita í raun lítið afþjónin- um þess á milli. Þannig á þjónusta á veitingastað að vera — ekki þannig að þjónninn verði aðalat- riðið í kvöldverðinum, hann þreyti gestina með spurningum um hvernig hver einasti réttur bragðist og gleypi athygli gest- anna í hvert sinn sem hann skenkir í glösin. Þótt ásetningur slíkra þjóna sé góður verða þeir uppáþrengjandi og pirrandi. En það á ekki við um þjónana á Holt- inu. Matseðillinn á Hótel Holti ber vott um smekkvísi kokkanna; bæði í vali á réttunum og fram- setningu. Hann er í raun tvískipt- ur; annars vegar sjávarréttaseðil! og meðfylgjandi seðiU dagsins. Hins vegar er kjötseðiU, sem líka hefur seðil dagsins. Þar fyrir utan eru nokkrir valdir vdlibráðarrétt- ir. Matseðillinn er fagurlega skreyttur Kjarvalsmyndum og minnir gesti á áhuga stofnandans Þorvaldar Guðmundssonar á listaverkum (þ.e.a.s. þá sem ekki geta lesið það af veggjum hótels- ins). Maturinn er án undantekn- ingar góður, en þó verður að kvarta yfir að villibráðarréttir á ís- lenskum veitingahúsum eru al- mennt verðlagðir of hátt miðað við gæði. Það er vissulega ánægju- legt að borða viUibráð á veiðitíma- bilinu, en það dregur úr ánægj- unni hversu dýr hún er. Það er alltaf leiðinlegt að borga of mUdð miðað við gæði; bæði á veitinga- húsum og fyrir þjónustu Pósts og síma. Ekki er hægt að minnast á matinn á Holtinu án þess að geta um fallegan kökuvagn sem kynnt- ur er gestum með tUþrifum. Ef yfir einhverju mætti kvarta er það helst að úrval víns í hálfum flöskum mætti vera betra. Það er traustvekjandi að sjá eigandann Skúla Þorvaldsson ávallt á staðnum að fylgjast með sínu fóUd og tU að tryggja að allt sé í lagi. Þeir feðgar Þorvaldur og Skúli vinna að þessu leyti eins; liggja yfir fyrirtækjum sínum, og árangurinn lætur ekki á sér standa. Aðstaðan á Hótel Holti fyrir matargesti er ágæt þótt salurinn sé dimmur og tiltölulega lítiU. Það er auðvelt að finna rómantískari stað en Hótel Holt en það er ekki auð- velt og reyndar ekki hægt að finna betri matstað sem sameinar úr- valsmat og úrvalsþjónustu. Skrifaðar myndir STEINGRÍMUR EYFJÖRÐ KRISTMUNDSSON NÝLISTASAFNIÐ A sýningu Steingríms Eyfjörð Kristmundsson- ar á Nýlistasafninu gemr að líta verk sem hann hefur unnið frá 1987. Það kemur áreiðanlega á óvart að það er meira lesmál á myndunum en myndmál. í fjór- um seríum er að finna kynstrin öU af misjafnlega þéttskrifuðum at- hugasemdum og setningabrotum, sem virðast samhengislaus og ekki leiða mann í neina átt. Steingrímur hefur annan skiln- ing á starfi sínu sem listamaður en flestir aðrir. Hann reynir ekki að steypa reynslu sína og upplifun á umhverfmu í samræmda mynd- ræna heild í listaverki. Hann bregður sér í hlutverk áhorfand- ans og lætur sköpunarathöfn listamannsins ganga til baka, ef svo má að orði komast, rífur heUdina í sundur í huglæga frum- parta sína. Það sem Steingrímur sýnir í verkum sínum er það sem hann sér I annarra manna verk- um. Fyrsta serían samanstendur af tólf myndum sem hann gerði á meðan hann sótti ráðstefnu í Var- dö um listir, tækni og vísindi. Framlag Steingríms til ráðstefn- unnar var að fylgjast með hinum fyrirlesurunum og glósa niður hjá sér það sem honum datt í hug á meðan á lestrunum stóð. Efst á vinstri síðunni er titiU hvers erind- is og fyrir neðan stuttar athuga- semdir, skissur, táknmyndir og úrklippur. A hægri síðu er síðan nokkurs konar myndræn niður- staða, eða „logo“, fyrir hvert er- indi. Verkið sem ég kann einna best við á sýningunni er „Horft á ParsifaT1, 36 mynda sería. Hér er það ópera Richards Wagner, „Parsifal", sem er útgangspunkt- urinn. Athugasemdir og tákn sem tengjast óperunni skjóta upp koU- inum, en eina samhengið er rauð- ur stimpill sem gengur eins og rauður þráður í gegnum verkið. Það sem þetta verk hefur ffamyfir hinar seríurnar er að hver flötur er ekki eins hlaðinn af illlæsilegu kroti, auk þess sem uppsetning verksins skapar myndræna heild á veggnum. Ég hafði líka óljósa tU- finningu um að hér væri Stein- grímur persónulegri en í öðrum verkum sínum. Maður spyr sig að því hvers vegna Steingrímur skrifar svo mikið og teiknar því minna: er hann að reyna að segja okkur eitt- hvað? Samt kemst maður sáralítið áfram með því að lesa það sem skrifað stendur. Hann er ekki að tala til okkar, glósurnar birtast les- andanum eins og hugdettur eða orð sem hann grípur á lofti eða hefur undirstrikað í textunum sem hann velur sér. Er þá væn- legra að skoða verkin sem myndir byggðar upp úr skrifuðum orð- um? Þá verður að hafa í huga að Steingrímur er ekki að búa til myndir í venjulegum skilningi. Það má líta á þetta sem hráefnið sem myndlist er unnin úr; óljós hugboð sem leiða okkur út í óvissu, en hafa ekki fundið sér form í fullbúinni mynd. Stein- grímur Eyfjörð er að leggja kapal og hann einn kann spilareglumar. Gunnar J. Amason „Steingrímur Eyjjörð er að leggja kapal og hann einn kann spilareglurnar. “ GUNNAR J. ÁRNASON 18.00 Stundin okkar E 18.30 Babar. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Úr ríki náttúrunnar. Undirstöðufæða lífkeðjunnar í Suðurhöfum. 19.30 ★ Auðlegð og ástríður 20.00 Fréttir. 20.35 íþróttasyrpan. Lillehammer í Noregi heimsóttur, en þar verða næstu vetrarólympíuleikar haldnir. í þættinum verður einnig fjallað um bardagaíþróttir sem stundaðar eru hér á landi, þó ekki vopnuð rán. 21.15 Tónstofan. Prestshjónin á Holti í Önundarfirði, þau sr. Gunnar Björnsson og Ágústa Ágústsdóttir, heim- sótt. Ágústa syngur við undirleik eiginmannsins. 21.50 ★★ Eldhuginn 22.40 EES. Atvinnustarfsemi á evrópska efnahagssvæðinu, félagsleg réttindi og vinnumarkaðurinn. 23.10 Fréttir 23.20 Þingsjá. 16.45 Nágrannar 17.30 Meðafa.E 19.19 19.19 20.15 Eiríkur 20.30 ★★ Eliott-systur 21.25 Aðeinsein jörð 21.35 Landslagið á Akureyri. Öll tíu lögin sýnd í einu, meira að segja lagið með Eyjólfí Kristjánssyni og Ri- chard Scobie. 22.25 Laun lostans. Deadly Desire. Amerísk frá 1990. Slök mynd um Frank sem fellur fyrir rangri konu. Alltaf saman sagan. 23.55 ★ Hornaboltahetja. Amazing Grace and Chuck. Amerísk frá 1987. Jamie Lee Curtis, Gregory Peck og Wiliham L. Peterson. Stórtækur tólf ára drengur hættir að leika hornabolta þar til samið hefur verið um algjöra eyðingu kjarnavopna. Brátt feta allir íþróttamenn í heiminum í fótspor hans. Miðlungslé- leg amerísk hetjumynd. —nuiiHii— 17.30 Þingsjá E 18.00 Hvar er Valli? Er hann týndur? 18.30 Barnadeildin. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Magnimús 19.25 Skemmtiþáttur Eds Sullivan Kannski finna þeir bráðum upp litasjónvarpið! 20.00 Fréttir. 20.35 Kastljós 20.55 EES. Síðasti þátturinn tekur fyrir samstarf og stofn- anir á evrópska efnahagssvæðinu, hvernig reglum EES er framfylgt, hverjir taka ákvarðanir og hvernig? Og fleira. 21.05 ★★ Sveinn skytta. Gunguhöfðinginn í toppformi. 21.40 ★★ Derrick 22.40 ★★ Síðasta Fiðrildið. The Last Butterfly. Bresk, tékknesk, frönsk frá 1991. Drama sem greinir frá fönskum látbragðsleikara sem nasistar sendu til að skemmta gyðingum í tékkneska þorpinu Terezin árið 1944. Leikstjóri er Karel Kachyna. LAUGARDAGUR 14.30 Kastljós. E 15.00 Enska knattspyrnan. Bein útsending frá leik Le- eds og Arsenal á Elland Road í Leeds. 16.45 íþróttaþátturinn. Bein útsending frá bikarhand- bolta og úrslit dagsins. 18.00 Ævintýri úr konungsgarði 18.25 Bangsi bestaskinn 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 ★ Strandverðir. 20.00 Fréttir 20.35 Lottó 20.40 ★Fyrirmyndarfaðir. 21.10 Manstu gamla daga? Söngur og síld er yfirskrift þáttarins sem fjallar um síldarárin. Fram koma Þor- steinn Gíslason skipstjóri, Sigrún Eva Ármannsdóttir, Berti Möller, Stefán Jónsson, Ari Jónsson, Margrét Eir Hjaltadóttir og fleiri. 21.50 ★★★ Bull Durham. Amerísk frá 1988. Susan Sar- andon fer á kostum í samskiptum sínum við Kevin Costner, sem leikur hafnaboltakappa sem á í erfið- leikum með samskipti sín við kvenfólk. Tim Robbins er einnig góður. 23.35 Morð í mauraþúfu Le systeme Navarro — Mort d’une fourmi. Frönsk sakamálamynd með Navarro lögregluforingja í París, sem að þessu sinni á í höggi við hættulega kókaínsmyglara. SUNNUDAGUR 13.25 EES.E 14.25 Umræðuþáttur um EES Kostir og gallar EES- samningsins með þátttöku stjórnmálamanna, sér- fræðinga, fulltrúa hagsmunasamtaka, andstæðinga og stuðningsmanna samningsins. 16.25 Leiðsla. Heimildamynd um ævi og starf Jóns Nordal tónskálds eftir Guðmund Emilsson og Baldur Hrafn- kel Jónsson. 16.55 Öldin okkar. Franskur myndaflokkur um helstu við- burði aldarinnar. Engir gera sögulega fróðleiksþætti betur en Frakkar. 17.45 Sunnudagshugvekja. Einar Karl Haraldsson fram- kvæmdastjóri flytur. 18.00 Stundin okkar. 18.30 Brúðurnar í speglinum. Sænskur myndaflokkur. 18.55 Táknmálsfréttir 19.00 Bölvun haugbúans. Kanadísk ungmenni finna vík- ingahaug sem álög hvíla á. Ekkert í líkingu við Hvíta víkinginn. 19.30 ★ Auðlegð og ástríður 20.00 Fréttir. 20.35 ★ Vínarblóð. Það er eitthvað farið að gerast. 21.25 Tré og list. Norræn samvinna um hvað norrænir menn útbúa úr trjám. Norræn samvinna gengur yfir- leitt ekki vel. 21.55 Dagskráin 22.05 Greifinn af Solar. Count of Solar Ný bresk mynd sem gerist á tímum frönsku stjórnarbyltingarinnar og segir frá daufdumbum flækingspilti. Við nánari athugun reynist hann vera greifinn af Solar. 23.25 Sögumenn. Many Voices, One Wórld. Sögumaður kvöldsins er Eamon McThomas frá írlandi. M„ 1 —THIIIIIIH— 17.00 Hverfandi heimur. Þjóðfiokkar sem stafar ógn af kröfum nútímans. í þessum þætti verður fjallað mannfræðilega um íbúa Mongólíu. 18.00 Borgarastyrjöldin á Spáni. Þáttaröð um ógn- vænlega atburði sem voru eins konar æfing fyrir heimsstyrjöldina síðari og leiddu til einræðisfor- myrkvunar á Spáni. —THlllllil— 17.00 Áttaviti Þáttaröð um fólk sem fer í ferðalög. 18.00 Dýralíf. Elsti fugl í heimi er albatrosinn .Grandma*. Hann finnst við Tairao-höfða á Nýja-Sjálandi. 16.45 Nágrannar. 17.30 Áskotskónum. 17.50 Litla hryllingsbúðin. 18.10 Eruð þið myrkfælin? 18.30 NBA-deildin E 19.19 19.19 20.15 Eiríkur. 20.30 Sá stóri. Breskur myndaflokkur. 21.00 ★ Stökkstræti 21 22.00 Landslagið á Akureyri 1992. Bein útsending frá úrslitakeppni Landslagskeppninnar sem fer fram í Sjallanum á Akureyri. 00.00 ★★★ Peningaliturinn. The Colour ofMoney. Am- erísk frá 1986. Martin Scorsese-mynd með Paul Newman, Tom Cruise og Mary Elizabeth Mastran- tonio. Harðsoðið handrit poppað upp af Scorsese. Paul Newman hlotnaðist óskarinn fyrir leik sinn í þessari ágætu mynd, sem þó vantar herslumuninn. 01.55 Banvænn skammtur. E Fatal Judgement Amerísk frá 1988. Hjúkka ákærð fyrir morð þegar einn af sjúk- lingum hennar drepst. Fúlt drama! ■^■twni.iinn— 09.00 Meðafa 10.30 Lísa í Undralandi 10.50 Súper Maríó-bræður 11.15 Sögur úr Andabæ 11.35 Ráðagóðir krakkar. 12.00 Dýravinurinn Jack Hanna Villt dýr í dýragörðum heimsótt. 12.55 Visasport. E 13.25 ★★ Barn óskast. Immediate Family. Amerísk frá 1989. Sæt mynd með Glenn Close í hlutverki góðu og skynsömu konunnar sem langar til að eignast barn en getur eigi. James Woods er einnig Ijúfur í hlutverki eiginmannsins. 15.00 Þrjúbíó. Lóa og leyndarmálið. 16.20 Gerð myndarinnar Single White Female. Athygl- isvert. 16.40 Leyndarmál. E Secrets. Amerísk endursýnd sápa byggð á „meistaralegum" skrifum Judith Krantz. 18.00 U2, Robbie Robertson, Seal og Live poppa. 18.55 Laugardagssyrpan. Teiknimyndir. 19.19 19.19 20.00 ★ Falin myndavél 20.30 Imbakassinn 20.50 ★★ Morðgáta 21.45 ★★★ Stepp. Tap. Amerískfrá 1989. Steppdansari kemst upp á kant við lögin vegna þess að hann er svo veiklundaður. George Hines og Sammy Davies Jr. steppa. Frábær dansatriði eru í myndinni. 23.35 ★★ Á ystu nöf Tequila Sunrise. Amerísk frá 1990. Mel Gibson, Michelle Pfeiffer og Kurt Russell, sem öll hafa mikla útgeislun, leika þríeyki sem þekkst hefur lengi. Handritið leiðir þau lítt áfram. 01.25 Blóðsugan. ENick Knight. Amerísk. Rick Spring- field, söngvarinn góðkunni, leikur vampíru. I—WlMH-J. Vf 1 09.00 Regnboga-Birta. 09.20 össiogYlfa 09.45 Myrkfælnu draugarnir. 10.10 PrinsValíant 10.35 Maríanna fyrsta 11.00 Brakúla greifi. 11.30 Blaðasnápamir 12.00 Fjölleikahús. 13.00 NBA-deildin. Sýnt frá leik. 13.25 Stöðvar 2-deildin. íslandsmótið í handknattleik. 15.45 NBA-körfuboltinn. 17.00 Listamannaskálinn. Aldarafmæli grínleikarans Stans Laurel, sem kunnastur er fyrir samstarf sitt við Oliver Hardy. Sýnt úr myndum kappanna. 18.00 60 mínútur. Bandarískur fréttaþáttur. 18.50 Aðeins ein jörð E 19.19 19.19 20.00 ★ Klassapíur 20.30 Landslagiðá Akureyri. 20.40 ★★ Lagakrókar 21.20 ★★★ Ættarveldið - Endurfundir. Dynasty - The Reunion. Sjálfstætt framhald af Dynasty-þáttunum. Fangavist Blakes Carrington er að Ijúka og Krystal er að vakna til meðvitundar í Sviss. Einhvern veginn tókst framleiðendunum að spinna meira við söguna þótt maður héldi að sápan væri löngu búin. Fram- hald á morgun. 22.50 Tom Jones og félagar. Heitur og sveittur þáttur. 23.20 Helber lygi. E Naked Lie. Amerísk frá 1989. Dallas- konan Victoria Principal er hér í heitu framhjáhalds- ástarsambandi. ★★★★Pottþétt ★★★Ágætt ★★Lala ★Leiðinlegt ® Ömurlegt E Endursýnt efni

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.