Pressan - 19.11.1992, Blaðsíða 34

Pressan - 19.11.1992, Blaðsíða 34
46. tbl 3. árgangur GULA PRESSAN Fimmtudagur 19.nóvember Nýjar upplýsingar í kókaínmálinu STEINN «11111111 IMNN HJÁ FÍKNIEFNA LðGREGLUNNI Hann dulbjó sig sem fíkniefnasala til að klófesta tálbeituna. Steinn ereinn afmínum bestu mönnum, - segir Björn Halldórsson, yfirmaður fíkniefnalögregl- : « unnar. „Auðvitað er málið dálítið flók- ið," - segir Björn Halldórsson, aðspurður um hver sé eiginlega glæpamaður og hver lögga í kókaínmálinu. „En það má ekki gleyma því að Steinn Ármann stóð sig vel. Dulbúningur hans var svo góður að ég efast stund- um ennþá um að hann sé lögga." Gvendur jaki neitar að ræða við nokkurn mann HELDUR TIL Á 8KRIF- 8T0FU DAGSBRÚAIAR OG NEITAR AÐ HLEYPA NOKKRUMINN Ég er bara búinn að fá nóg afþessu liði, - hrópaði Gvendur út um glugga skrifstofunnar og átti þar við félaga sína í verkalýðshreyfingunni. „Ég hef starfað fyrir Dagsbrún og verka- lýðinn í fjóra áratugi en það virðist ekki duga til að þetta fólk sýni mér lágmarks- virðingu," - segir Guðmundur J. Guð- mundsson. „Auðvitað er ég fúll. Ég er grautfúll," bætti Guðmundur við og skellti á blaðamann GP. „Við stefnum að því að vera búnir að setja nýju tillög- urnar saman fyrir 1. desember. Það er ef Stefanía nær ekki til þeirra áður, - segir Davíð Oddsson. Stefanía Olgeirsdóttir ræstingakona HENTIEFNAHAGS- TILLðGUM RÍKIS 8TJÍRNARINNAR Við verðum bara að byrja upp á nýtt, - segirDavíð Oddsson forsætisráðherra. Hann segistætla að læsa til- lögurnar niðri í skúffu til að þetta komi ekki fyrir aftur. Haukur Haraldsson opnar íslenskt sendiráð í Bangkok „AUBVITAB VÆRI MEIRA GAMAN EF SENDIRÁfllfi Min V/Btl MRRENNF „En mér liður engu að siður afskaplega vel hér og í raun er flestum viðskiptavinum mínum al- veg sama um skoðanirJóns Baldvins á mérog sendiráðinu mínu," segir Haukur Haraldsson, sem segist ekkert skilja í Jóni Baldvini Hannibalssyni utanríkisráðherra að viðurkenna ekki sendiráðið. „EfJón kæmi í heimsókn þá þekki ég ráð til að láta hann skipta um skoðun." Haukur Haraldsson ásamt nokkrum af starfsmönnum sendiráðsins. „Þótt Jón vilji ekki viðurkenna sendiráðið þá fullvissa ég (slendinga um að þeirfá hvergi jafngóða þjónustu og hér í öðrum sendiráð- um Islands," segir Haukur. Bangkok, 19. nóvember. „Ég verð að segja eins og er að mér líður afskaplega vel hér í Bangkok og kann vel við sendiherrastöðuna,“ segir Haukur Haraldsson í samtali við GP, en hann hefur opnað íslenskt sendiráð í Bangkok á Thailandi án nokkurs stuðn- ings íslenskra stjórnvalda. „Mér datt þetta bara í hug einn daginn og sló til,“ segir Hauk- ur. Haukur er eflaust best þekktur á íslandi undir nafninu „Pan- kóngurinn" en hann flutti á sínum tíma inn hjálpartæki kynlífsins og stjórnaði sýningarflokki sem sýndi hvernig nota mátti þessi tæki. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hefur ekki viljað viðurkenna sendiráð Hauks og skorar á hann að hætta að nota nafh íslands í tengslum við rekst- ursinníThailandi. „Ég veit ekki hvað Jóni gengur til. í öðru orðinu vilja þessir menn draga úr rflcisútgjöldum en í hinu leggjast þeir gegn því að ég reki sendiráð algjörlega út í eigin reikning," segir Haukur. Hann segist ætla að halda sendiráði sínu opnu, enda hljóti Jón og hinir ráð- herrarnir að skipta um skoðun. „Ég vil fá þessa menn í heimsókn og sýna þeim hvað ég hef upp á að bjóða,“ segir Haukur. Sendiráð Hauks er staðsett í næturldúbbi í aðalskemmtana- hverfi Bangkok og þegar blaða- maður GP leit þar inn var margt um manninn og nokkuð af fs- lendingum. „Jakob Frímann Magnússon er minn gúrú í dipló- matíunni. Það er í hans anda að ég vil hafa sendiráðið þar sem fólkið er,“ segir Haukur. Meðan blaðamaður GP dvaldi í sendiráðinu þaut Haukur á milli gestanna og virtist hafa ráð undir rifí hverju við að leysa úr vanda þeirra. Það virtist ekki til sú bón sem hann eða einhver af starfs- stúlkum sendiráðsins gátu ekki uppfyllt. SÁÁ hótar aðgerðum ef framlag til alkóhólmeðferðar hækkar ekki 10.000 ÞURRIR ALKAR jlOTA Afl DETTAIÞAÐ Það verður upplit á ríkisstjórn- inni þegar þetta lið skeiðar niður Laugaveginn, - segir Þórarinn Tyrfingsson. Ég þekkti marga þessara manna á meðan þeir drukku og ég get svarið að það verður ekki mikil bæjarprýði að þeim þegar þeir byrja aftur að drekka. Fjölskyldutilboð: Hádegishlaðborð: Þú færð einn og hálfan lítra af Pepsí og brauðstangir frítt með stórri fjölskyldupizzu. Heitar pizzusneiðar og hrásalat eins og þú getur í þig látið fyrir aðeins 590 kr. alla virka daga frá kl. 12-13. Hausttilboð: Heit Supremepizza fyrirtvo ásamtskammti af brauðstöngum á aðeins 1.240 kr. Hótel Esju, sími 680809 Mjódd, sími 682208

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.