Pressan - 26.11.1992, Blaðsíða 1

Pressan - 26.11.1992, Blaðsíða 1
PRESSAN _ PlÖtU i f ) Bókablað FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. NÓVEMBER 1992 Ásgeir Ásgeirsson B2 Stjörnurnar B2 Thor og æviverkið B3 Hljómar á toppnum eftir aidarfjórðung B3 Alþýðuskáld og menn elítunnar B4 Ragga Gísla og ferillinn B6 Popparar í pásu II B6 Búlgakof B6 Sigfús Bjartmarsson B7 Bleeding Volcano B7 Barnaljóð Þórarins B8 Ásta Sigurðardóttir B8 Neðanjarðarrokk B8 Bubbi enn efstur Platan hans Bubba Morthens, Von, er enn mest selda platan samkvæmt metsölulista PRESSUNNAR. Von hefur selst um helmingi meira en næsta plata, sem er Þessi þungu högg með Sálinni hans Jóns míns. Og KK kemur sjón- armun á eftir Sálinni með Beina leið. Þrjár nýjar plötur koma sterk- ar inn á listann, sérstaklega í ljósi þess að þær hafa einungis verið fáeina daga í sölu; Sópran með Diddú, Minningar 2 og Blátt blátt með Agli Olafssyni. AÐGANGUR AÐ HJÖRTUM ALLRA EÐA FÁRRA ÚTVALINNA? Þegar tvær kannanir um afstöðu fólks til skálda og rithöfunda eru skoðaðar saman kemur í ljós að sum skáld eiga greiða leið að hjörtum allra; bæði svokallaðs bók- menntafólks og alþýð- unnar allrar. Önnur ná einungis til elítunnar en hræra ekki við hjörtum bókaþjóðar- innar. Og svo eru al- þýðuskáldin. En hver er hvað? Á stðu fjögur í bókablaðinu eru bomar saman annars vegar könn- un sem Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntafræðingur gerði á af- stöðu bókmenntafólks (gagnrýn- enda, háskólakennara og -nem- enda og annarra bókaunnenda) til rithöfunda, skálda og verka þeirra og hins vegar könnun sem Skáís gerði fyrir PRESSUNA um sama efni meðal alls almennings. Með þessum samanburði má sjá hveij- ir eru alþýðuskáld, hverjir höfða til allra og hverjir aðeins til fárra útvalinna. Það kemur sjálfsagt fáum á óvart að Halldór Laxness ber höf- uð og herðar yfir aðra rithöfunda. Það elska hann allir; bæði lærðir og leikir. Aðrir rithöfundar sem njóta jafnmikiis fylgis almennings og elítunnar eru Thor Vilhjálms- son og Guðbergur Bergsson (þeir njóta þó ívið meiri alþýðuhylli) og Gunnar Gunnarsson og Þórberg- ur Þórðarson (sem eru sterkari meðal elítunnar). Síðan era það alþýðurithöfund- arnir. Jón Trausti, Guðmundur Hagalín, Einar Kárason, Guð- mundur Daníelsson og Indriði G. Þorsteinsson njóta vinsælda með- al almennings en ekki sér- stakrar virðingar meðal bókmenntafólksins. Þessu er síðan akkúrat öfugt far- ið með Benedikt Gröndal, Jakobínu Sigurðardóttur, Guðmund Kamban og Gyrði Elíasson. Þessir höf- undar njóta virðingar en ekki vinsælda. Munurinn á afstöðu al- þýðunnar og elítunnar til skálda er meiri. Þar þykja kannski mest tíðindi að á meðan elítan tel- ur Jónas Hallgrímsson bestan skálda man alþýðan varla eftir honum. Steinn Steinarr nýtur hins vegar mikillar hylli hjá hvor- um tveggja hópnum. Þá er Tómas Guðmundsson dæmigert alþýðu- skáld. Hann er á toppnum hjá al- menningi en elítan minnist ekki á hann. Af öðrum alþýðuskáldum má Heildarsala Flytjandi Titill 1 2.601 Bubbi Von 2 1.434 Sálin Þessl þungu högg 3 1.323 Eric Clapton Unplugged 4 1.294 jet Black joe Jet Black Joe 5 1.100 KK Bein leib 6 1.062 Megas Þrír blóbdropar 7 860 Ný dönsk Himnasending 8 653 R.E.M. Automatic for... 9 529 Ýmsir Reif í fótinn 10 300 Sykurmolarnir It's limited Vikusala Flytjandi Æ Titíii Útgefandi Vikur 576 Bubbi Von Steinar 4 381 Sálin hans lóns míns Þessi þungu högg Steinar 3 1 'fr 345 KK Bein leib KK/Japis 3 319 Ný dönsk Himnasending Skífan 2 217 Diddú Sópran Skífan 1 : ^ 181 Ýmsir Minningar 2 Skífan 2 £ 160 Jet Black joe Jet Black Joe Skífan 5 $ 148 Eric Clapton Unplugged Steinar 10 98 Egill Ólafsson Blátt blátt Steinar 1 86 R.E.M. Automatic for People Skífan 6 es ur__________________________ Kötlum, örn Arnar, Guðmund Böðvarsson og Þórarin Eldjárn. Skáld sem elítan hampar en al- þýðan lítur ekki við eru Snorri Hjartarson, Sigfiis Daðason, Stef- án Hörður Grímsson og meira að segja Jón Helgason. Öll þessi skáld era ofarlega í huga elítunnar en virðast ekki hafa náð til alþýð- unnar eða vera henni gleymd. Margt annað skemmtilegt kem- ur fram í þessum könnunum á blað- síðu 4. 76 Sinfóníuhljómsveit íslands Hvítjól Steinar 2 62 Megas Þrír blóbdropar Skífan 6 Upplýsingar hér eru byggöar á sölutölum Irá 12 verslunum, öllum verslunum Skílunnar, Steinars og lapis. Ætla má ab 40-50% al áœtlaöri heildarsölu fari tram I þessum báöum. Heiidarsalan tekur miö aí Ijölda vikna ísölu, sölutölum úr lyrrneíndum verslunum og upplýsingum írá útgelendum eöa dreiíingaraöiium. Tölurnar taka aöeins til diska, sem útgeínir hala veriö I haust. Halldór Laxness Elskaður aföllum Steinn Steinarr / uppáhaldi bœði hjá alþýðunni ogelítunni Tómas Guðmundsson Alþýðuskáld Jónas Hallgrímsson Gleymdur öllum nema bókmenntafólki 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Vikusala Flytjandi Titill 576 Bubbi Von 381 Sálin Þessi þungu högg 345 KK Bein leib 319 Ný dönsk Himnasending 217 Diddu Sópran 181 Ýmsir Minningar 2 160 jet Black joe Jet Black Joe 98 Egill Ólafsson Blátt blátt 76 Sinfónían Hvít jól 62 Megas Þrír blóbdropar PRÍSSAN/AS1

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.